Morgunblaðið - 14.10.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978
13
Svart og hvítt
Sinfóníuhljómsveit íslands hef-
ur starfsárið 1978—’79 undir
þungu álagi frá blaðafjölmiðlum,
er gera sér mat úr ummælum
tónlistarmanns, sem gist hefur
okkar kalda land, þá óvært þótti
annars staðar að búa. Fyrir
undirritaðan er gagnrýni mikil-
vægur þáttur og því óyægari sem
hún er, því skarpari verða skoð-
anaskil þeirra, sem um hana fjalla
og meiri möguleiki á því að
sannleikurinn komi fram. Sú þjóð,
sem fyrir nokkrum árum átti ekki
af neinni sinfóníuhljómsveit að
státa, hefur náð því marki að eiga
eina slíka og það sem meira er, að
það skiptir máli meðal þeirra
þjóða sem um aldir hafa átt góðar
hljómsveitir, í hvaða gæðaflokki
hún er. Við athugun á efnisskrá
kemur í ljós að flutt verða í vetur
15 stórverk eftir Beethoven. Allar
sinfóníurnar og píanókonsertarn-
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
ir. F'yrir tveimur árum var því
fleygt manna á meðal að Ashken-
azy ætti að stjórna öllum þessum
verkum og þótti mörgum stjórn
Sinfóníuhljómsveitarinnar ætla
lítt reyndum stjórnanda erfitt
verk að vinna. Hvers vegna sú
áætlun breyttist, skiptir litlu máli
móti þeim grun, sem ónáðar
hugsanir manna, að stjórn Sinfón-
íuhljómsveitar íslands kunni lítið
til verka. Um verkefni sveitarinn-
ar í heild verður ekki fjallað að
sinni. Fyrstu tónleikarnir hófust á
Píanókonsert nr. 5 eftir Beetho-
ven. Einleikari var Stephen
Bishop-Kovacevich og var leikur
hans svart-hvítur, þ.e.a.s. litaður
sterkum andstæðum í styrk, sem
er eitt af tónsmíðasérkennum
Mannheimskólans. í heild var
flutningur píanóleikarans þungur
og sterklegur, viðkvæmnislegur
víða en aldrei væminn. Notkun
hans á pedal var nokkrum sinnum
aðeins of áberandi. Seinna verkið á
tónleikunum var 5. sinfónían og
var flutningur sinfóníunnar í
sama stíl og á píanókonsertinum.
Svartur og hvítur. Rafael Frúbeck
de Burgos er góður stjórnandi og
var mótun sinfóníunnar og flutn-
ingur allur mjög persónulegur.
Það er ekki sama hver stendur við
stjórnvölinn og stjórnandi þarf að
kunna meira.en að slá taktinn. í
stjórnun hans þarf að koma til
þekking á hverju hljóðfæri, mögu-
leikum þess og takmörkunum og
skilningur á gerð tónverksins.
I flutningi sinfónískra verka eru
ofnir saman svo ótrúlega margir
þættir, er grundvallast á margra
ára þjálfun og nær tæpast að
blómstra nema með samvirku
átaki. Takist illa til er mjög erfitt
að skilgreina mistökin. Þau verða
til við samstillingu margra mis-
taka. I heild voru tónleikarnir með
þeim bestu, sem undirritaður
hefur heyrt hjá Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, þrátt fyrir að
hljómsveitin væri mjög „nervös",
sem verður að teljast eðlilegt, sé
haft í huga hversu sveitin hefur
verið kynnt undanfarið. Það má
vera, að gagnrýni geti verið
ósanngjörn en hún er þó aðeins
umræða, sem eins líklega getur
leitt til góðs. Það, sem skiptir máli
fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands,
er að hver einstaklingur hennar
vinni verk sín sem bezt hann má.
Það hefur sýnt sig að hljómsveitin
okkar getur gert vel og ef hún
stendur sig ævinlega vel verður
ekki til lengdar litið fram hjá
þörfum hennar. Tónleikarnir s.l.
fimmtudagskvöld, sem framdir
voru fyrir troðfullu húsi, vitna um
áhuga íslenskra hlustenda og þörf
þeirra fyrir góða tónlist og góðan
flutning.
Öperumyndin Wozzek
sýnd í Nýja bíói í dag
KVIKMYND byggð á óperunni
Wozzek eftir Alban Berg verður
sýnd á vegum Germaníu og
Tónleikanefndar Háskólans í Nýja
bíói í dag, laugardag. Hefst
sýningin kl. 14 og er aðgangur
ókeypis og öllum heimill.
Þetta er síðasta óperukvik-
myndasýningin sem Tónleika-
nefndin og Germanía gangast
fyrir að sinni, en myndin hefur
víða vakið athygli og hlaut gull-
verðlaun á kvikmynda- og sjón-
varpshátíð í New York ekki alls
fyrir löngu.
Óperan Wozzek var frumsýnd í
Berlín árið 1925 og hefur því verið
haldið fram, að hún sé eitt
merkasta verk, sem samið hefur
verið fyrir óperusvið á þessari öld.
Textinn er eftir leikriti Georg
Búchners, sem sýnt var í Þjóðleik-
húsinu fyrir nokkru, en þar segir
frá fátækum hermanni, Wozzek,
sem er undir læknishendi vegna
geðheilsu sinnar. Barnsmóðir
hans reynist honum ótrú og fer
svo að hann ræður henni bana. Er
hér stuðzt við sannsögulega at-
burði, sem áttu sér stað á
öndverðri nítjándu öld, og vöktu
þá mikla athygli.
Söngvarar í Hamborgaróper-
unni fara með öll hlutverk í
myndinni, en þar á meðal eru Toni
Blankenheim, Sena Jurinac, Rich-
ard Casilly, Gerhard Unger og
Hans Sotin.
Sena Jurinac og Richard Cassilly
í hlutverkum sínum í Wozzek.
Ágúst Petersen.
„A Ivaran er
mitthásœti”
Ágúst Petersen heldur
um þessar mundir mál-
verkasýningu á Kjarvals-
stöðum og lýkur henni á
sunnudagskvöld.
— Ég er að mestu leyti
sjálfmenntaður og það
má með nokkrum sanni
segja, að það nám hæfist,
þegar ég var 16 ára,
sagði Ágúst, er blaðið
hitti hann að máli. Þá
pantaði ég eftir dönskum
príslista örfáar olíulita-
túpur, þrjá pensla, dropa
af terpentínu, línolíu og
smástykki málarastriga.
Slíka hluti hafði ég aldrei
augum litið. Ég var eins
og dáleiddur af dýrðinni.
Mér er líka minnisstætt,
hvað mér þótti lyktin af
litunum og striganum
góð.
— Ég veit varla undir hvaða
stíl eða stefnu verk mín flokk-
ast, ég hugsa aldrei um slíka
hluti, en líklegast mætti segja
að þau væru einhverskonar
bland af natúralisma og
expressjónisma.
— Áróður eða ádeila í verk-
um mínum? Ekki í þess orðs
þrengstu merkingu, en öll góð
list, sem skírskotar til betri
hvata mannsins, er í eðli sínu
áróður til að skapa betri og
segir Ágúst
Petersen,
sem sýnir nú á
Kjarvalsstöðum
mannúðlegri heim. Maðurinn er
aldrei ólíklegri til illra verka en
þegar hann umgengst fagra
hluti eða fagrar listir, og þá
skiptir það engu máli hvort t.d.
málverkið er af landslagi eða
manni lokuðum inn í búri eða
einhvers konar tákn um firringu
nútíma mannsins. Þó vil ég
halda því fram að það fyrra sé
líklegra til árangurs. Einnig má
allt of oft í slíkum áróðursverk-
um sjá áróðrinum tranað fram á
kostnað myndrænna eigenda
svo sem myndbyggingar og í
teikningunni sem ýmist er of
fáguð eða fálm- og tilviljana-
kennd. Við lifum ekki á tímum
Goya hins spánska. Nú er það
kvikmyndin, myndavélarnar og
fjölmiðlarnir með allri sinni ört
vaxandi tækni og fullkomnun,
sem ríkjum ráða í áróðri fyrir
hamingjusamari og mannúð-
legri heimi..Allt annað er sem
rödd hrópandans í eyðimörk-
inni, því er nú verr.
— Húmor í verkunum? Já,
það kemur fyrir af og til, en það
er sjaldnast beint og að yfir-
lögðu ráði. Húmorinn eins og
slæðist einhvern veginn með
alvörunni inn í verkið. Ég vil
sem oftast hafa alvöruna með,
alvara í list er mitt hásæti. Mér
finnst einhvern veginn alltaf að
list, sem hefur lítið eða ekkert
annað upp á að bjóða en grín,
skemmtan og spé ætti fremur að
flokkast t.d. undir nafninu
afþreyingarlist eða afþreyingar-
verk. Að sjálfsögðu misgóð sem
slík, því þetta margútþvælda og
misnotaða orð list, sem enginn
tekur lengur mark á, er notað
sem forskrift að alls konar
hégóma og glingri. Það eru
andstæðurnar í lífinu bæði í
náttúrunni og mannlífinu, sem
gera lífið svo töfrandi og ægi-
fagurt. Líf og dauði, ljós og
myrkur, gróska og hrörnun,
æska og elli, ljós og skuggi
o.s.frv. Þetta er allt þrotlaus
leit, leit að fegurð, ekki bara
venjulegri fegurð heldur ein-
hvers konar yfirþyrmandi ægi-
fegurð, sem ber í sér sársauka.
— Stefnubreyting eða stíl-
breyting? Nei, að minnsta kosti
engin stór stökk og því síður
bylting. Því er alveg öfugt farið
með mig og málarann sem
hrópaði: „Guði sé lof, nú er ég
blessunarlega laus við kýrrass-
inn“ — og kúplaði yfir í
abstrakt. Ég held mínu striki og
er ekki meiri maður en það að ég
hef nóg að gera þó ég yrði 200
ára að reyna að mála sem allra
bezta kýrrassa, húsin, hafið,
landið, mannfólkið o.s.frv.
Harma þróun
í fhigmálum
ÁRSÞING Sambands íslendinga-
félaga og Námsmannafélaga í
Danmörku og Suður-Svíþjóð
samþykkti ályktun þar sem hörm-
uð er þróun sú í íslenzkum
flugmálum að Flugleiðir skuli nú
hafa meirihluta í Arnarflugi.
Bendir fundurinn á, að Arnar-
flug hafi rofið einokunaraðstöðu
Flugleiða á Norður-Atlantshafs-
flugleiðinni og að Arnarflug hafi
að undanförnu verið með lægst
tilboð í leiguferðir sem félögin hafi
staðið fyrir til íslands.
Sjötíu
ára í dag
SJÖTUGUR er í dag,
laugardaginn 14. október,
Sigurður G. Hafliðason
afgreiðslumaður hjá Vega-
gerð ríkisins, Háaleitis-
braut 41 hér í bænum. í dag
verður afmælisbarnið á
heimili dóttur og tengda-
sonar að Breiðvangi 10 í
Hafnarfirði og tekur þar á
móti afmælisgestum sín-
um.