Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978
Halldóra
Bjarna-
dóttir
ráðkggur
Islend-
ingum
á
105
ára
afmœli
smu:
Ljósm. E.Pá.
„IÆSA GiJÐAR HÆKLIR
TALA vm GOTTFÓLK”
HeiÖurskonan HalldóraBjarnadóttir er 105 ára i dag.
Þar er hún i fararbroddi íslendinga i lífshlaupinu. Svo
langt er hún komin þar fram úr jm sem venjulegt er, ad
tölvutækni nútimans nær henni ekki. Tölvan, sem
reiknar allt okkar bardús, slær út vid 100 ára aldur, og
stjórnaöi þvi, ad Halldóru var sent bréfum aÖ nú œtti
hún aÖ byrja i umferöarskóla ungra vegfarenda.
Þótt enginn núlifandi íslendingur hafi nád aldri
Halldóru, þá eru nokkrir snertispöl á eftir. íslendings-
ævin hefur lengst um W ár miöaö viÖ fæöingu á síöustu
120 árum og ná bæöi karlar og konur hérá landi lengri
aldri en aörar þjóöir, sem á skrá eru. 16 íslendingar
munu vera 100 ára eöa yfir þaÖ á þessu ári, skv.
þjóöskrá, þar affimm karlar. (Sjá lista hér á síöunni).
Hæstum aldri á íslandi náöi María Andrésdóttir frá
Stykkishólmi, sem lést rúmlega 106 ára gömulfyrir 13
árum.
Langt er samt frá því að það séu
árin ein, þótt mörg séu, sem setja
Halldóru Bjarnadóttur í sérflokk.
Þegar undirritaður blaðamaður
hitti hana að máli í tilefni
afmælisins fyrir nokkrum dögum
norður á Blönduósi, var Ijóst að
vísan, sem Sigurður Nordal orti til
hennar áttræðrar í októbermánuði
fyrir 25 árum, á enn við:
IIcilI þér Halldóra.
Illínfóstra
og vatnsdælska valkyrja
vörður þjóðrækni.
íslands hollvættir.
enn þig geymi.
húna sem björk
brcnnandi 1 anda.
Halldóra minnti vissulega á
beinvaxna, granna björk, þar sem
hún sat í stólnum sínum, fíngerð
og nett, með hvítt hárið snyrtilega
upp sett, og penna í hönd.
Hún fer á fætur á hverjum degi
og skrifar bréf til vina sinna í
Kanada, þar sem hún á ættingja, í
Noregi, þar sem hún var kennari í
Voss í mörg ár og á gamla
nemendur, og á íslandi, þar sem
hún á góða vini frá miklu starfi, er
hún árum saman var óþreytandi
ferðalangur um land allt, stofnaði
kvenfélög, kenndi heimilisiðnað,
setti upp sýningar og ritstýrði
Hlín.
Halldóra hefur alltaf verið
dugleg að skrifa bréf. Fram yfir
100 ára aldur var hún óþreytandi
að hvetja okkur blaðamenn í hvers
konar þjóðlegum málum og heim-
ilisiðnaði. Nýlega fékk hún frá
Akureyri 1000 umslög með prent-
uðu nafni sínu á og varð að orði: —
Nú þarf ég að fá fallegan pappír,
úr því ég er búin að fá svo góð
umslög! Sem bendir til þess að
ekki ætli Halldóra að hætta
bréfaskriftum í bráð. Hún hand-
skrifar bréf sín, enda ritvélin
hennar gamla orðin safngripur.
Venjulega fer Halldóra á fætur
á morgnana og sezt í stól. Hún
lærbrotnaði skömmu eftir 100 ára
Ég er Þakklát guði og Þeim
sem eru að hugsa um mig.
afmælið og gengur lítið síðan.
Fyrir hádegi fer hún aftur upp í
rúm og borðar hádegisverð sitj-
andi upp í rúminu. Þá fær hún sér
hádegisblund. Og síðan fer hún
aftur fram úr síðdegis og stundum
um kvöldmatarleytið.
Halldóru verður aldrei misdæg-
urt. Heilsufarið er gott umfram
eðlilega ellihrörnum, og hún tekur
engin lyf utan vítamín. Sjónin er
svo góð að hún les bækur. Það
eina, sem bagar þessa 105 ára
gömlu konu er heyrnin, sem farin
er að láta sig. Því fundum við
fljótt það ráð að skrifast á stuttum
orðsendingum, okkur báðum til
hægari verka. Það hentaði vel,
Halldóra hefur aldrei verið fyrir
óþarfa málalengingar. Hún svarar
með stuttum, eldsnöggum setning-
um og meiningunni þjappað
saman. Þar hefur ellin engu
breytt. Bréfin hennar voru alltaf
orðspör sem símskeyti.
— Élín Pálmadóttir? Blaða-
maður á Morgunblaðinu! Ertu
komin, góða, sagði Halldóra með
hýru brosi, þegar ég kom til
hennar einn daginn, þar sem hún
sat og var að skrifa bréf. Ekkert
hik, þótt við hefðum ekki sést
síðan á 100 ára afmæli hennar.
— Já, ég er að skrifa bréf á
þennan gula pappír, sagði hún til
skýringar. Vinum mínum!
Halldóra sagði að sér liði vel.
Það færi ákaflega vel um hana
þarna á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi. Allir væru svo fjarska góðir
við sig. — Ég er þakklát guði og
þeim, sem eru að hugsa um mig,
sagði hún. Svo er ég þakklát fyrir
að fá að vera á þessu góða heimili
og í þessu góða húsi.
Læknar og hjúkrunarfólk segja
að Halldóra hafi aldrei neinar
kvartanir fram að færa, þegar
komið er á stofugang. Sjálf kveðst
hún borða vel, allt sem hana langi
í, og drekki kaffi, eins og hún
hefur alltaf gert. Og hún fær sér
glas af víni á kvöldin, þegar hún á
það og vel stendur á.
— Hvað viltu nú, þegar þú ert
105 ára gömul, ráðlegga ungum
Islendingum, Halldóra?
— Lesa góðar bækur. Tala við
gott fólk, skrifar hún um hæl.
Mundi ég breyta einhverju
ef ég gæti? Nei, nei, betta
er allt gott.