Morgunblaðið - 14.10.1978, Side 21

Morgunblaðið - 14.10.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 21 Korchnoi vann frábæran sigur — og jafnaði metin Hanif Galombek Morgun blaöiö „NÚ þegar staðan er 5—5 er það aðeins happ- drætti hvor vinnur,“ sagði Viktor Korchnoi áskorandi Karpovs um heimsmeistaratitilinn í skák eftir að honum hafði tekist að leggja Karpov að velli í 31. einvígisskákinni og jafna þar með metin. Árangur Korchnois að undan- förnu hefur verið hreint og beint ótrúlegur, hann hefur fengið 3V2 vinning úr síðustu íjórum skák- um og hlýtur því að teljast sigurstranglegri. Sigur áskorandans í 31. skákinni var einstak- lega sannfærandi. Hann fékk örlítið betra enda- tafl eftir byrjunina og fór sér síðan hægt við uppbyggingu stöðunnar án þess þó að slaka nokkru sinni á klónni. Þegar skákin fór í bið hafði hann síðan mjög verulegar vinningslíkur, sem hann nýtti sér siðan til fullnustu í framhaldinu. Korchnoi var að vonum hress í bragði eftir þenn- an frækilega sigur. „Ég mun halda áfram að berj- ast,“ sagði hann meðal annars. Þegar hann var að því spurður hvort hann myndi tefla til vinnings í 32. skákinni með svörtu svaraði áskorandinn: „Því skyldi ég ekki láta mér nægja jafntefli." Báðir keppendur verða greinilega að endurskoða baráttuaðferðir sínar. Karpov á ekki lengur sigurinn vísan, hann hef- ur reyndar ekki einn einasta vinning í forskot lengur Korchnoi þarf ekki að berjast lengur af krafti örvæntingarinnar, honum hefur tekist að jafna metin, sem er í sjálfu sér frábært afrek gegn Kar- pov, sem ungur að árum Biðstaðan var jafntefli Nú hofur þetta undraverða heimsmeistaraeinvígi náð al- gjiiru hámarki. Andstætt öllum kenningum hefur áskorandinn. Victor Korchnoi, jafnað leikinn og hefur hvor skákmaður fimm vinninga. en sá vinnur einvígið sem fyrr verður til að vinna skák héðan í frá. Þegar 31. skákin fór í bið leit staða Korchnois út fyrir að vera öllu betri. En aðstoðarmönnum hans var mikiii vandi á höndum. Margar leiðir virtust leiða til vinnings, en þegar grannt var skoðað virtist jafntefli þó öllu fremur blasa við. Vandræðin voru þau að Korchnoi þurfti að fórna tveimur peðum til að bæta stöðu sína, en með þeirri fórn leyndist sú hætta að mannfæðin á borðinu leiddi til jafnteflis. Og skákin var eftir allt rakið jafn- tefli. En heimsmeistarinn gerði hverja skyssuna af annarri strax eftir að kempurnar hófu taflið að nÝju og staða hans var gjörtöpuð eftir nokkra leiki. Fimmtugasti leikur hans var t.d. afleikur. Hann hafði ekki átt að fara með hrókinn af heimareitum sínum og einnig var 57. leikur hans alvar- legur afleikur. Karpov lék 14 leiki til viðbótar en honum hefði verið fyrir beztu að gefa skákina öllu fyrr. Það var athyglisvert að Karpov lék öllu hraðar en Korchnoi þrátt fyrir stöðu hans og þegar yfir lauk hafði hann notað 1V4 klukkustund skemur til umhugs- unar en Korchnoi. Korchnoi hefur nú unnið eitt mesta afrek í sögu einvígjanna um heimsmeistaratitilinn í skák. Hann hefur breytt stöðunni úr 5—2 Karpov í vil í 5—5. Ég álít að Karpov sé það miður sín eftir hrakfarir sínar að undanförnu að hann fresti 32. skákinni (sém tefla á í dag) til þriðjudags. Það kæmi mér a.m.k. ekki á óvart. - a4, 64. Hxf6 - Hf4, 65. Hxh6 - a3 (Eftir 65. - Hxf5, 66. Hh7+ - Kb8, 67. Kb6 er svartur kominn í mátnet). 66. Ha6+ - Kb8, 67. IIxa3 - Hxf5, 68. Hg3 - Hf6, 69. Hg8+ - Kc7, 70. Hjí7+ - Kc8, 71. Hh7 og Karpov gafst upp. Að öllu forfallalausu verður næsta skák tefld á morg- un. Þá hefur Karpov hvítt. peðum sínum á miðborð- inu, auk þess sem hann hefur nægan tíma). - He8, 50. Hd2! (Þarna stendur hrókur- inn mjög vel að baki peðsins). - He4(?), (Hrókurinn hefur lítið erindi á miðborðið. Virk- ari vörn var 50. — Hel, jafnvel þó að eftir 51. a6! - bxa6, 52. Ha2 eigi svartur í vök að verjast). 51. Kb4 - Ke8, 52. a6! (Lykilleikurinn í áætlun hvíts. Þessi snjalla peðs- fórn skapar greiða leið fyrir hvíta kónginn inn í svörtu herbúðirnar). - cxd5, 56. Hxd5+ — Kc8, 57. Hd3! (Korchnoi leitar að annarri opinni línu fyrir hrók sinn svo að hann geti skákað á 8. reitaröðinni). — a5, 58. Hg3 — b3 (Taflmennska heims- meistarans er byrjuð að einkennast af örvæntingu og það bætir ekki úr skák. Ef nú 59. Hxb3? ? Þá Hb4+ og svartur vinnur). 59. Kc6 - Kb8, 60. Hxb3+ - Ka7, 61. Hb7+ - Ka6, 62. IIb6+ - Ka7, 63. Kb5 (Svörtu peðin falla nú hvert á fætur öðru). — bxa6, 53. Ka5 — Kd7, 54. Kb6 - b4, 55. d5! (Hvítu mennirnir eru báðir frábærlega staðsett- ir og nú myndar Korchnoi sér frípeð. Þó að hann sé peði undir geta úrslitin nú ekki orðið nema á einn veg). Margeir Pétursson skrifar um 31. einvígisskákina 47. — gxf5, 48. gxf5 — IIg8, 49. Kc3 (Svartur á einnig mjög erfitt um vik eftir 49. d5!? eins og ég stakk upp á í blaðinu í gær. Leikur Korchnois er þó við nán- ari athugun mun örugg- ari, þar sem hvítur heldur hinum tveim samstæðu Hvítt« Viktor Korchnoi hefur verið talinn einn öruggasti skákmaður allra tíma. Allt frá því að skákferill Karpovs hófst hefur hann aldrei orðið að þola þrjá ósigra í fjórum skákum í röð. Það hlýtur því að verða mjög erfitt fyrir hann að hrista af sér slenið, þó að hann hafi nóg af aðstoðarmönnum til þess að stappa í sig stálinu. Sífellt fjölgar í sovézka hópnum í Baguio. í gær bættist í hópinn sjálfur íþróttamálaráðherra Sovétríkjanna, Viktor Ivonin. Hann kom rétt áður en Karpov gaf 31. skákina. Hann og Se- bastionov, forseti sovézka skáksambandsins hafa komið gagngert til Baguio til þess að fagna sigri með heimsmeistaranum en ef heldur sem horfir verða þeir fremur í hópi syrgj- enda en sigurvegara að einvíginu loknu. Svart* Anatoly Karpov Skák

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.