Morgunblaðið - 14.10.1978, Page 29

Morgunblaðið - 14.10.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 29 Ekki sopið þó... OFT ER rætt um að auka þurfi hagræðingu í rekstri íslenskra fyrirtækja, og þá oft í tengslum við einhverja fyrirgreiðslu hins opinbera. En hvernig er þá búið að fyrirtækjunum ef þau vilja hagræða? Vart er hægt að segja að sá aðbúnaður sé til sóma. Aðflutningsgjöldin eru mikil og t.d. um 50% á tölvum en þær eru forsenda þess að hægt sé að afla upplýsinga um reksturinn fljótt og örugglega. Fjármagns- kostnaður er hár og kemur það sér illa t.d. fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina og síðast en ekki sízt eru afskriftir skattlagðar. Aðbúnaður sem þessi þekkist ekki hjá þeim fyrirtækjum sem íslensk fyrirtæki þurfa að kcppa við bæði heima fyrir og erlendis. Hjá þeim er það einungis spurningin um það hvað styrkirnir sem þeir fá eru miklir. L-skatturinn EINN sá skattur sem lagður er á atvinnurekstur hérlendis og vart á sér hliðstæðu, er launaskatturinn. Hann var í fyrstu 1% til bráða- birgða en nú er hann 3.5%, lögbundinn og er áætlað að hann nemi um 8 milljörðum króna í ár, sem renna beint í ríkisskassann. Það er ekki úr vegi svona í upphafi þings að brýna það fyrir þing- mönnunum að losa atvinnu- reksturinn við þennan skatt svo og aðra þá skatta sem íþyngja honum um þessar mundir. Frjáls verzlun RÉTT er að taka undir þau ummæli bakarameistara að einok- un á innflutningi og sölu gers muni vart leiða neitt gott af sér. Það má benda á að þegar inn- flutningur á geri var gefinn frjáls fyrir nokkrum árum tók öll brauðgerð í landinu miklum fram- förum, bæði hvað varðar gæði og vöruúrval. Ef taka á upp hafta- stefnu fyrri tíma ber að mótmæla því kröftuglega því reynslan er allt annað en góð. Réttara væri hjá fjármálaráðuneytinu að hyggja að því hvaða útgjöld megi spara til að mæta minnkandi tekjum heldur en að mæla með einokun eins og það hefur nú gert. Stjórnunar- kvikmyndir Á miðvikudaginn mun Stjórn- unarfélagið í samvinnu við Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna efna til sýninga á stjórnunarkvikmynd- um í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst sýningin kl. 16.00. Er hér um að ræða mynd sem tekin er saman af Peter Drucker en hann er í röð alfremstu stjórnunarfræðinga í heiminum í dag. Nánari upplýsingar má fá í síma 82930. Lraskóli Lífsstarf og kenning Um raiuisóknarritgcróir SSSSarka,,ir Nýútkomið hjá Iðunni: Smárit kennarahá- háskóla Islands og Iðunnar — Fjögur fyrstu ritin NÝR flokkur rita hefur hafið göngu sína hjá IÐUNNI og pefnist Smárit Kennaraháskóla Islands og IÐUNNAR. Fjögur fyrstu ritin í þessum flokki eru nýlega komin út, en þau eru: 1. Lífsstarf og kenning. í þessu riti eru þrjú erindi sem flutt voru á námskeiði í kennslufræðum sem haldið var í Kennaraháskóla Islands í júní 1975. Erindi þessi eru: Lífsstarf og frjáls þróun skoðana eftir dr. Brodda Jóhannesson, Drepið á nokkrar hugmyndir J.S. Bruners um nám og kennslu eftir Jónas Pálsson og erindi sem ber nafnið IUítarnám eftir Sigríði Valgeirsdóttur. Ritið er 96 bls^ að stærð. 2. Borgaraskóli — Alþýðuskóli. drög að menntastefnu, nokkrir minnispunktar, Jónas Pálsson hefur samið. Þetta rit skiptist í þrjá meginkafla og fjallar sá fyrsti um sérkennslu afbrigðilegra nem- enda og ráðgjöf í skólum. Tekur höfundur fram í upphafi þess kafla að þetta sé ekki samantekt fyrir sérfróða heldur almenning, eink'um foreldra á tímamótum í skólamálum við samþykkt grunn- skólalaganna. Ritið er 66 bls. 3. Þriðja ritið í þessum flokki nefnist Um rannsóknarritgerðir eftir Ásgeir S. Björnsson og Indriða Gíslason. í formála að ritinu segir að ritlingi þessum sé ætlað að bæta að nokkru úr þeirri brýnu þörf sem verið hefur á Sinfóníuhljómsveit Kildegárd-menntaskólans í Kaupmannahöfn heldur hljómleika f Reykjavík n.k. mánudagskvöld. Sinfóníuhljómsveit Kildegaardmennta- skólans á íslandi UM ÞESSAR mundir er stödd hérlendis dönsk skólahljómsveit, en það er Sinfóníuhljómsveit Kildegáar-menntaskóians í Kaup- mannahöfn, og hcldur hún hljóm- leika 1 Norræna húsinu á mánu- dagskvöld kl. 20>30. i Auk þess leikur hljómsveitin í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð og heimsækii hún einnig Mennta- skólann á Laugarvatni og fer til Akureyrar. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt og auk sinfónískrar tónlist- ar eftir Lange-Múller, Lars Erik Larsen og Bruckner flytur hún m.a. danskar þjóðvísur í jazz-út- setningu, búlgarska þjóðdansa o.fl. Fundur um náttúru- vernd Breiðafjarðar Náttúruverndarsamtök Vest- fjarða og Náttúruverndarsamtök Vesturlands efna í dag til fundar um náttúruvernd og friðun Breiðafjarðar og fer fundurinn fram í Búðardal og hefst kl. 14. Á fundinum flytja erindi Árni Reynisson um friðunaraðgerðir og friðunarlöggjöf, Arnþór Garðars- son prófessor ræðir um lífríki Breiðafjarðar, Guðmundur P. Olafsson fjallar um manninn og umhverfið og Eysteinn Gíslason ræðir áhrif búsetu á vistkerfi. Að erindaflutningum loknum verða frjálsar umræður um efni fundar- ins, en hann er opinn öllum áhugamönnum um þessi mál og er sérstaklega boðið öllum þing- mönnum Vestfjarða- og Vestur- landskjördæma. leiðarvísi um ritgeröavinnu. Upp- haflega voru leiðbeiningar þessar samdar handa stúdentum í kenn- aranámi en koma nú fyrir almenn- ingssjónir í nokkuð breyttri mynd. Er í ritinu að finna leiðbeiningar um ýmislegt sem snertir vinnu við ritsmíðar og frágang þeirra. Rit- inu fylgja reglur um frágang ritverka fyrir prentun og um meðferð prófarka. 42 bls. 4. Fjórða ritið í þessum flokki nefnist (Jt fyrir takmarkanir tölvísindanna og er eftir Ólaf Proppé. Er hér um að ræða erindi sem flutt var í Ríkisútvarpið í janúar 1978 og fjallar m.a. um gildi mismunandi aðferða við uppeldisfræðirannsóknir og mat á skólastarfi. Ritið er 24. bls. að lengd. Smáritin eru öll prentuð í prentsmiðjunni Odda. — Fréttatilkynning. Hefur þú heyrt um fyrirtækið sem tapaði 13.000.000 kr. árið 1977? Stjómendurnir vissu það reyndar ekki fyrr en í apríl 1978. Hvers vegna ekki tyrr? Ástæðan er einfaldlega upplýsingaskortur, þar sem fyrstu og einu tölur um rekstrarárangur komu í Ijós í ársuppgjöri í apríl 1978. Sannast sagna áttu þeir alls ekki von á slíkri útkomu. Þeir bjuggust við að rekstur fyrirtækisins stæði í járnum. f apríl 1978 var heldur seint að breyta um stefnu. Er fyrirtæki þitt eins á vegi statt? Veist þú fyrr en í apríl 1979 hvernig reksturinn gengur nú? HAGTALA H.F. býður aðgengilega og hagkvæma lausn á þessum vanda: Tölvubókhald, sem sniðið er að þörfum stjórnenda og endurskoðenda, rekstrar- og efnahagsyfirlit á mánaðar eða ársfjórðungs fresti, ásamt lykiltölum, sem gefa til kynna hvar skórinn kreppir að í rekstrinum. HAGTALA HF götunarþjónusta Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 8 17 06 Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Yfirgengi miðað Kaupgengi viö innlausnarverð pr. kr. 100.- Seðlabankans 1967 2. flokkur 3046.38 1.6% 1968 1. flokkur 2652.45 45.9% 1968 2. flokkur 2494.85 45.1% 1969 1. flokkur 1857.37 44.9% 1970 1. flokkur 1704.83 12.9% 1970 2. flokkur 1240.02 44.3% 1971 1. flokkur 1164.84 12.8% 1972 1. flokkur 1015.62 44.1% 1972 2. flokkur 868.92 12.8% 1973 1. flokkur A 661.78 12.8% 1973 2. flokkur 611.54 1974 1. flokkur 424.75 1975 1. flokkur 347.30 1975 2. flokkur 265.05 1976 1. flokkur 251.46 1976 2. flokkur 204.20 1977 1. flokkur 189.66 1977 2. flokkur 158.84 1978 1. flokkur 129.47 1978 2. flokkur 100.00 + dagvextir. VEÐSKULDABRÉF: X Kaupgengi pr. kr. 100,- 1 ár Nafnvextir: 26% 77—79 2 ár Nafnvextir: 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 x) Miðað er við auðseljanlega fasteign. Höfum seljendur aö eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF. Sölugengi pr. kr. 100- 1972 — A 666.12 (10% afföll) 1973 — B 571.47 (10% afföll) Hlutabréf: Máning h.f. Kauptilboð óskast. PNÍRKninfiMtféM ÍlUMDf HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargótu 12 —- R (IðnaSarbankahúsinu) Simi 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.