Morgunblaðið - 14.10.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978
Einar Kári Sigurðs-
son í Háholti-Minning
Fæddur 21. september 1944
Dáinn 1. október 1978
Þær eru margar minninfíarnar,
sem sækja á, þejjar góður vinur er
kvaddur og mörg orðin, sem vert
væri að segja, en erfiðara reynist
að festa þau á blað á stundu sem
þessari þegar við nú kveðjum Kára
að loknu starfi hans okkar á
meðal. Efst í huga verður þó
þakklæti fyrir samveruna, því
honum tókst með lífi sínu að gera
þá sem honum kynntust að betri
mönnum.
Einar Kári var sonur hjónanna
Phlenar Stefánsdóttur og Sigurðar
Einarssonar í Reykjavík. Hann
var fæddur 21. september 1944 og
var því aðeins 34 ára þegar hann
lést. Þótt aldurinn væri ekki hár
hafði hann skilað meira verki en
margur honum helmingi eldri.
Hann lauk námi frá Bændaskólan-
um á Hvanneyri, var einnig
rafvirki að mennt og stundaði þá
iðn bæði í Reykjavík og heima í
sinni sveit.
Kári var kvæntur Margréti
Steinþórsdóttur frá Hæli og áttu
þau þrjú börn, Steinþór Kára,
Sigurð og Birnu. Þau stofnuðu
heimili sitt í Reykjavík en hugur
þeirra beggja stóð ætíð til búskap-
ar og fyrir nokkrum árum keyptu
þau jörðina Háholt í Gnúpverja-
hreppi og hófu þar búskap. Það
var ekki auðhlaupið fyrir ung hjón
að koma á fót bústofni og hýsa
jörð eins og hér þurfti og kom sér
vel fyrirhyggja Kára, sem of fátíð
er ungurQ mönnum. Honum hafði
hlotnast happdrættisvinningur á
þeim árum er fæstum verður
hugsað til framtíðaröryggis og
láta hverjum degi nægja sína
þjáning, en þennan vinning notaði
hann til kaupa á íbúð. Sú ákvörðun
reyndist nú happadrjúg þótt miklu
þyrfti við að bæta. Voru þau hjón
samhent í því og eru umskiptin
orðin mikil og uppbygging jarðar-
innar á þessum fáu árum nær
algjör.
Það hefur verið gestkvæmt í
Háholti og undrar það engan sem
Kára kynntist. Það var sama hvar
hann fór, hann var vinsæll hvort
sem var af verkum sínum eða
félagsskap, glaðvær maður og
þótti ætíð betra að menn hittust,
blönduðu geði og gleddust saman.
Hans naut víða við og öðlaðist
jafnan álit og traust. Hestamaður
var hann góður og hlaut viður-
kenningu fyrir bæði hér heima og
erlendis. Glöggskyggni hans á
skepnur var þó ekki aðeins bundin
við hesta. Hún kom sér vel þegar
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar.
SIGURDUR INGIMUNDARSON,
forttjöri,
andaöist á Landspftalanum fimmtudaginn 12. október.
Karítas Guömundsdóttir
og börn.
t
Móöir okkar,
HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR,
Drápuhltö 45,
lést í Borgarspítalanum þann 12.10.
Ólafur Guómundsson, Arnlaugur Guómundsson.
Guórún Guömundsdóttir,
t
SVEINN JÓNSSON,
Irá Landamótum,
Vestmannaeyjum,
andaöist aö Vífilsstööum 12. október.
Vandamenn.
t
Ástkær sonur okkar og bróöir,
JÓN HAUKUR STEINÞÓRSSON,
Staöarvör 2, Grindavík,
er lést 8. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvooskirkju þriöjudaginn 17. október
kl. 10.30.
Jóhanna Pátursdóttir,
Steinpór Þorvaldsson,
systkíni og aórir vandamenn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát
og jaröarför,
BODIL PLESNER JÓHANNSSON,
Laufvangi 3, Hafnarfiröi.
Björgvin Jóhannsson og synir
Halldóra og Jóhann Vilhjálmsson.
t
Hjartans þakkir sendum viö vinum og vandamönnum nær og fjær sem
auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför,
JÓNU SIGRÍÐAR GUDMUNDSDÓTTUR,
Lækjargötu 6, Akureyri.
Jóngeir Magnússon,
börn hinnar látnu og aörir aðstandendur.
bú var sett saman í Háholti og
hafin svínarækt. Er sá stofn talinn
með því bezta sem þekkist hér-
lendis.
Mörgum, sem nú hugsa til Kára,
verður sjálfsagt efst í huga sú
glaðværð og þokki, sem frá honum
stafaði. En okkur, sem þekktum
hann meir, verður ekki síður
hugstætt æðruleysi það og þrek
sem hann sýndi þegar á reyndi.
Það þarf mikinn kjark til að láta
ekki hugfallast þegar slík veikindi
steðja að sem þau er Kári átti við
að stríða. Margir gefast upp þegar
kraftinn þrýtur til að halda áfram
þeirri uppbyggingu sem hafin er,
en aldrei örlaði á uppgjöf hjá
Kára. Hann var alltaf fullur
starfslöngunar og hr^tt í fram-
kvæmd umbótum og stóð í stór-
verki heima fyrir þegar hann varð
að hverfa af landi brott til að leita
sér lækninga vestan hafs. Ekki var
hann óstuddur í þeirri baráttu
þótt fjarri væri heimili sínu.
Síðustu mánuðina dvaldist hann
að mestu hjá Stefáni bróður sínum
og konu hans, sem búsett eru í
Bandaríkjunum. Magga og for-
eldrar Kára voru honum einnig við
hlið og samheldni þeirra og
fórnfýsi var fagurt að reyna.
Þeirra framlag og annarra, sem
lagt hafa til hjálp sína veittu
honum þá vissu að því, sem huga
hans stóð næst, fjölskyldu hans og
lífsstarfi var borgið þótt hans nyti
ekki lengur við.
Við kveðjum Kára með kærri
þökk fyrir samveruna og vonum að
Möggu gefist eftir sem áður sá
kjarkur og æðruleysi, sem hún
hefur sýnt þessa síðustu, erfiðu
tíma.
Með samúðarkveðjum til Möggu
og barnanna, Ellenar, Sigurðar og
systkinanna.
Drífa og Gestur.
Einar Kári var fæddur í
Reykjavík. Sonur hjónanna Ellen-
ar Stefánsdóttur og Sigurðar
Einarssonar. Einar Kári ólst upp í
Reykjavík, en hugur hans hneigð-
ist aila tíð til sveitarinnar og var
hann einstakur dýravinur.
Snemma beindist áhuginn til
hestanna og hann var ekki aldinn
að árum þegar hann eignaðist sinn
fyrsta hest. Enda voru hestar og
hestamennska honum svo í blóð
borið að fáa man ég honum
snjallari á því sviði. Sem hugur
stóð til varð Kári búfræðingur frá
Hvanneyri. En þar sem dýrt er
ungum manni að hefja búskap með
tvær hendur tómar þá hóf hann
nám í rafvirkjun og lauk hann
sveinsprófi í þeirri iðngrein. Um
þetta leyti kvnntist Einar Kári
eftirlifandi konu sinni Margréti
Steinþórsdóttur frá Hæli í Gnúp-
verjahreppi. Þau stofnuðu heimili
í Reykjavík og bjuggu þar um
tíma, en alltaf stóð hugurinn út í
sveitina og þegar þau fréttu af því
að Háholt í Gnúpverjahreppi væri
laust til ábúðár, var strax slegið til
og jörðin keypt.
Þarna var þeirra vettvangur.
Einar Kári féll inn í bændasam-
félagið eins og hann væri þarna
borinn og barnfæddur. Þeim tókst
að byggja Háholt þannig að til
fyrirmyndar er.
í dag er til moldar borinn, frá
Stóra Núpskirkju í Gnúpverja-
hreppi, góður drengur. Fallinn í
blórna lífsins frá þrem ungum
börnum og eiginkonu. Kári var
aðeins rúmlega 34 ára, þegar hann
var héðan burt kallaður, eftir löng
og þung veikindi. Kynni mín af
Kára voru mjög náin, leit ég hann
ávallt sem son minn og einstakan
vin, og man ég hann alia tíð sem
sérstakan mannkostamann og
tryggan vin okkar hjónanna. Ljúft
er að minnast á kveðjustund allra
fundanna sem við áttum saman
með honum og félögunum góðu,
sem alltaf stóðu saman á hverju
sem gekk.
Að þurfa að sjá á bak ungum
manni í blóma lífsins, þá ævistarf-
ið rétt er að hefjast, er óskiljan-
legt. Upp í hugann kemur spurn-
ing, hvers vegna hann? Það getur
verið sárt að sætta sig við dóm
drottins. Þó er það huggun í
harmi, að allt, sem stóð í mann-
legu valdi var gert til þess að Kára
mætti auðnast lengra líf og seint
gleymist kærleikur Stefáns í garð
bróður síns í veikindum hans.
Slíkur bróðurkærleikur er svo
einstakur að aldrei verður full-
þakkað eða til jafnað. Allt þetta og
allra þeirra fjölmörgu sem lagt
hafa fram bæði fjármuni og
hlýhug í veikindum Einars Kára,
ber að þakka og minnast á
kveðjustund.
Að endingu þessara fátæklegu
orða í garð góðs vinar vildi ég
flytja kveðju frá félögunum góðu,
þeinr Snorra, Hilmari, Auðunni og
Haraldi. Við vottum Margréti og
börnunum ungu, þeim Steinþóri
Kára, Sigurði og Birnu, okkar
dýpstu hluttekningu og samúð við
fráfall Einars Kára.
Pétur Hjálmsson.
Einar Kári Sigurðsson var
fæddur 21. september 1944, en lést
1. október sl.
Hann var sonur hjónanna Ellen-
ar Stefánsdóttur og Sigurðar
Einarssonar. Kári ólst upp í
Reykjavík, en var mikill sveita-
maður í sér.
Kára kynntist ég fyrst, er hann
hóf búskap í Háholti vorið 1973.
Hann var skarplegur, snotur
maður og skemmtilegur. Kári var
rnikill búmaður og duglegur. A
þessum fimm árum sem hann bjó,
var hann búinn að byggja hlöðu,
fjárhús og hesthús. Honum féll
aldrei verk úr hendi, alltaf sívinn-
andi, ósérhlífinn, vinnuhraði mik-
ill og allt hans handbragð til
fyrirmyndar, snyrtimenni svo af
bar.
En Kári bjó ekki einn í Háholti.
Arið 1969 kvæntist hann Margréti
Steinþórsdóttur frá Hæli og eign-
uðust þau þrjú börn. Maggíf er
mjög heilsteypt og greind kona.
Það hefði staðið í einhverri það
sem hún er búin að afreka, að
stunda mann sinn veikan og eins
að hugsa um börn og bú. Hún var
stoð hans og stytta, alltaf svo
glaðleg og létt í lund. Þau hjón
voru mjög samhent um að gera
allt sem best úr garði.
Þau hafa mikið misst, Magga
mín og börnin, en minningin um
góðan eiginmann og föður vermir
hugann því að Kári var mikill
heimilisfaðir.
Guð styrki þau og blessi.
Ekki datt mér í hug er ég kvaddi
Kára vin minn 2. janúar sl. að ég
ætti ekki eftir að sjá hann aftur,
en þeir sem Guðirnir elska deyja
ungir. Maður verður að sætta sig
við það, þótt það sé erfitt. Hafi
Kári þökk fyrir allt. Guð blessi
minningu hans.
Bjarney Guðrún
Björgvinsdóttir.
Jenný Esther
Jensen — Kveðja
Fædd 31. marz 1923.
Dáin 10. ágúst 1978.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast vinkonu niinnar, enda
þótt liðinn sé nokkur tími frá
andláti hennar og jarðarför.
Jenný Esther Jensen var fædd í
Neskaupstað 31. marz 1923. For-
eldrar hennar voru Sigríður Sím-
onardóttir frá Hellisfirði og Nils
Hagerup Jensen frá Abornes í
Noregi. Esther var tvíburi. Tví-
burabróðir hennar er Georg hét,
dó aðeins fárra vikna gamall.
Þrjár systur átti Esther, Jónu sem
búsett er í Re.vkjavík, Ernu sem
giftist til Bandaríkjanna, dáin
fyrir nokkrum árum og hálfsystur
í Noregi, Gerd Jensen.
Þegar Esther var fárra ára
gömul fluttist fjölskylda hennar
frá Neskaupstað til Seyðisfjarðar
þar sem hún ólst upp. Arið 1943
fluttist Esther með foreldrum
sínum og s.vstrum til Fáskrúðs-
fjarðar og hefur að mestu verið
búsett þar síðan. Ári eftir að hún
kom á Fáskrúðsfjörð missti hún
móður sina. Hinn 28. september
1946 giftist Esther Kristjáni
Stefánssyni og eignuðust þau
fjögur börn; Jens; Þóru, gifta
Hermanni Steinssyni, eiga þau
dóttur er Esther heitir; Ingvar,
sem kvæntur er Hallgerði Hlöð-
versdóttur, þau eiga tvö börn; og
Guðfinnu sem trúlofuð er Gunnari
Geirssyni.
ViðÆsther vorum á líkum aldri
og góðar vinkonur. En er hún
fluttist frá Seyðisfirði, skildust
leiðir og viö sáumst sjaldan.
Svo er það fyrir þremur árum að
leiðir okkar iágu saman á ný, er ég
kom á Fáskrúðsfjörð og dvaldi þar
um nokkurra mánaða skeið. Þá
fann ég best hve trygg hún var og
góð, og vildi allt fyrir mig gera.
Sjaldan hef ég komið á heimili og
þekkt til fjölskyldu er var eins
samhent og fjölskvlda Estherar
var. Esther var vel gefin og fróð,
en sú kona sem mest var heima
við. Hún var fremur dul. Síðari ár
var hún oft lasin, en bar það svo
vel að okkur samferðafólki hennar
hugkvæmdist ekki að við fengjum
ekki að hafa hana lengur hjá
okkur.
Að endingu færi ég Esther
vinkonu minni kæra þökk fyrir
allt. Hjartanlegar samúðarkveðjur
sendi ég manni hennar, börnum,
litlu barnabörnunum og systur
hennar.
Helga Sigurðardóttir.
Afmœlis-
og
minningar-
greinar
ATIIYGLI skal vakin á því. að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein. sem birtast á í
miðvikudagsblaði. að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.