Morgunblaðið - 14.10.1978, Side 40
Rarik hótar lokun
hjá átta rafveitum
— á Suðurlandi og Reykjanesi
„ÉG sendi í dag skeyti tii þessara
átta rafveitna þess efnis að ef
ekki yrdi húið að gera skil á
skuldunum. þá neyddumst við tii
að Ioka fyrir rafmagn til þeirra
mánudaginn 23. október n.k..“
sagði Bent SchevinK Thorsteins-
son. fjármáiastjóri rafmasns-
veitna ríkisins. í samtali við Mbl.
í sar. Bent sajjði að skuldir
þessara rafveitna samanlajíðar
na'mu um 100 milljónum króna
o« væri þar um að ræða frá 3 til 8
mánaða notkun.
„Við höfum reynt að hvetja þá
til að loka á sína verstu skuldara,
því að þeir neta látið rafmajínslok-
un koma niður á réttum aðilum,"
saj;ði Bent. „Við höfum hins vefíar
enf;in úrræði önnur en að loka
fyrir til rafveitnanna sjálfra og sú
lokun bitnar jafnt á þeim, sem
ekkert skulda og hinum. Yfirleitt
eru þessar skuldir til komnar
vegna þess að hreppsfélögin sem
eiga rafveiturnar hafa verið of lin
til að beita lokun á sína skuldu-
nauta, sem eru fiskvinnslufyrir-
tækin á stöðunum.
Bent vildi ekki gefa upp hvaða
rafveitur væri hér um að ræða en
þær eru 8 sem fyrr segir, á
Suðurlandi og Reykjanesi.
Óttast ad
smáflugvél
næði ekki í
áfangastað
SKIP og flugvélar voru í gær
kvödd til að vera viðbúin vegna
ítalskrar eins hreyfils flugvél-
ar, sem talið var vafamál að
næði að lenda á Höfn í Horna-
firði eins og flugmaðurinn
ætlaði sér. Flugmaðurinn taldi
sig vera með eldsneyti til 5 l/t
klukkustundar flugs, en svo fór
að hann lenti heilu og höldnu á
Hornafirði eftir se.x klukku-
stunda og 18 mínútna flug.
Flugvélin. sem er af gerðinni
Cessna 152, fór frá Egilsstöðum
kiukkan 9:27 í gærmorgun og
ætiaði flugmaðurinn að lenda í
Færeyjum klukkan 13:30. Þegar
þangað kom gat flugmaðurinn
ekki lent vegna veðurs og tók
hann þá ákvörðun um að snúa
aftur til íslands og ætlaði að
lenda á Höfn í Hornafirði.
Flugumferðarstjórn í Reykja-
vík taldi samkvæmt upplýsing-
um flugmannsins vafa leika á
því að hann næði til Horna-
fjarðar og voru því gerðar
ráðstafanir til bess að skip og
flugvélar væru til taks, ef með
þyrfti.
5 slys
FRAM undir miðnætti í
nótt uðru 17 árekstrar í umferð-
inni í Reykjavík, en slys á fólki í
fimm tilfellum og voru öll
minniháttar. Hörðustu árekstr-
arnir í gær urðu á mótum
Bíldshöfða og Breiðhöfða um
hádegisbiiið og á mótum Kringlu-
mýrarbrautar og Sætúns, þar sem
þrír bílar lentu í árekstri og kona
meiddist lítilsháttar.
VERÐLAUNAAFIIENDING MORGUNBLAÐSINS - Morgunbiaðið heiðraðl í gær fjóra íþróttamenn.
sem skarað haía framúr í íslandsmótunum í handknattleik og knattspyrnu á þessu ári. Myndin var
tekin við verðlaunavcitinguna. Talið frá vinstrii Pétur Pétursson, Karl Þórðarson, Haraldur Sveinsson
framkvæmdastjóri Árvakurs hf., Hermann Þórðarson. sem tók við verðlaununum fyrir hönd Gunnars
Einarssonar, og Björn Jóhannesson. Sjá nánar á íþróttasfðu á bls. 38. Ljösm Emi|(a
Hörmulegt áf all ef bollalegging-
ar ráðherrans ná fram að ganga
— segir framkvæmdastjóri verkalýdsfélagsins Rangæings
„ÞESSAR bollaleggingar iðnað-
ar- og orkumáiaráðhcrrans vekja
mikinn ugg í brjóstum okkar
Rangæinga og í sannleika sagt
yrði það hörmulegt áfail fyrir
atvinnulífið hér. ef þær ná fram
að ganga." sagði Sigurður Ósk-
arsson framkvæmdastjóri verka-
lýðsfélagsins Rangæings er Mbl.
lcitaði til hans í gær vcgna þeirra
orða lljörleifs Guttormssonar
iðnaðar- og orkumálaráðherra f
samtali í Mbl. f gær að hann væri
þeirrar skoðunar að hnika megi
aliveruléga til með framkvæmdir
við Hrauneyjafossvirkjun og
draga úr fyrirhuguðum
framkvæmdahraða
„Árið 1976 störfuðu við Sigöidu
286 Rangæingar í lengri eða
skemmri tíma,“ sagði Sigurður.
„Þetta fólk missti vinnuna, þegar
virkjunin varð fullbúin og í sumar
og haust hafa aðeins nokkrir tugir
manna starfað á Tungnársvæðinu.
Hinir eru dreifðir hingað og
þangað um landið í atvinnu. Nú
eru um 130 manns í slíkri útilegu
og bíða eftir því að komast í vinnu
við Hrauneyjafoss.
Þetta fóik hefur sætt sig við að
vinna félli niður milli virkjana en
hefur hins vegar reiknað með að fá
starf við Hrauneyjafoss. Við höf-
um enga útgerð eða neitt slíkt til
að grípa til. Við töldum miklum
voða bægt frá okkar dyrum þegar
Gunnar Thoroddsen ákvað að
ráðist skyldi í Hrauneyjafossvirkj-
un og atvinnumálanefnd sú, sem
Gunnar skipaði, vinnur að því að
finna lausn á atvinnuvandanum
sem skapast þegar vinnu við
Hrauneyjafossvirkjun lýkur.
Þannig miðast allt við það að
ráðist verði í virkjunina af fyrir-
huguðum krafti og fólk hafi þar
atvinnu fram tii 1981 og ‘82.
Með þessum bollaleggingum nú
er Hjörleifur Guttormsson að
bollaleggja um það að kippa
stoðunum undan því sem verkafólk
í Rangárvallasýslu byggir á fram-
tíð sína næstu árin.“
Skóverksmiðjan Iðunn
tapar 706 kr. á pari
„VIÐ HÖFUM leitað til iðn-
rekstrarsjóðs um styrk til að
gera úttekt á stöðu skóverk-
smiðjunnar og einnig hefur
samstarfsnefnd um iðnað
málefni verksmiðjunnar til
meðferðar, en hallinn á
rekstri verksmiðjunnar á
þessu ári er orðinn um 30
milljónir króna,“ sagði
Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri iðnaðardeildar
SIS á Akureyri, í samtali við
Mbl. í gær. Hjörtur sagði að
framleiðsla skóverk-
smiðjunnar Iðunnar væri um
5000 pör á mánuði og að
sumarleyfum frádregnum
hefur framleiðslan staðið í
átta og hálfan mánuð.
Heildarframleiðslan er þá
42.500 pör og 30 milljón
króna heildarhalli þýðir að
tapið á hverju skópari, sem
framleitt er, nemur 706 krón-
um.
„Þetta er nú eina skóverk-
smiðjan í landinu, en fyrir 15
árum voru þær 7 eða 8,“ sagði
Hjörtur. „Við höfum þráast
við að loka vegna þess að við
teljum þetta undirstöðuiðnað
sem ekki megi hverfa úr
landi en nú er málið í þeim
brennidepli að við viljum
gera úttekt á því hvort þessi
skóverksmiðja á rétt á sér
lengur eða ekki. Okkur finnst
rétt að þetta mál sé skoðað
ákaflega vel og höfum gert
stjórnvöldum grein fyrir
stöðunni."
Hjörtur kvaðst vilja geta
þess að norska ríkið greiddi
norskar krónur 2,70 (um 165
íslenzkar krónur) með hverri
unninni klukkustund í skó-
iðnaðinum, fyrir utan alla
fjárfestingarstyrki, en Svíar
væru til muna stórtækari því
sænska ríkið greiddi 25
sænskar krónur (1750
íslenzkar krónur) með hverri
vinnustund.
16 yfir 100 ára
Eftir því sem við höfum
komist næst, munu vera 16
manns á lífi á (slandi, sem
fæddir eru á árunum 1873 til
1878, og verða því orðnir
hundrað ára og eldri á þessu
ári (Upplýsingar úr þjóðskrá).
Konur cru þar í meirihluta,
aðeins 5 karlmcnn. Elsta konan
á Islandi er Halldóra Bjarna-
dóttir, sem er 105 ára í dag. Ein
kona hefur náð hærri aldri hér
á landi, María Andrésdóttir í
Stykkishólmi. sem lést rúmlega
106 ára gömul 1965. Ög spurnir
hijfum við af Auðbjörgu Guðna-
dóttur frá Þorleifskoti í Flóa,
sem mun búa í Kanada 107 ára
gömul, en hún fluttist vestur
um haf 1911. Eftirfarandi
íslendingar eru orðnir eða
verða 100 ára á þessu árii
Ilalldóra Bjarnadóttir (f. 14.
okt. 1873) Blönduósi.
Þorbjiirg Halldórsdóttir (21.
jan 1875) Lambast. Hraun-
gerðishreppi.
Helga Helgadóttir (13. feb.
1875) Nökkvavogi 44 Rvík.
Árni Guðmundsson (29. feb.
1876) Fjarðarg. 8, Þingeyri.
Friðrika Jónsdóttir (f. 3. maí
1877) , Fremstafelli, Ljósav.hr.
Þing.
Friðrika Simonardóttir (f. 8.
okt. 1877) Langhúsum, Haga-
neshr. Skag.
Sveinn Jónsson (f. 1. des. 1877)
Heimag. 25, Vestm'annaeyjum.
Jón Guðmundsson (f. 11. júní
1878) Munkaþverárstr. 27,
Akureyri.
Ragnheiður Guðbrandsd. (f. 4.
maí 1878) Auðbrekku 19, Kópav.
Guðbjörg Jónsdóttir (f. 25. maí
1878) Miðdal, Kjósarhr. Kjós.
Olína Sigurðardóttir (f. 25. ág.
1878) Hafnarstr. 37, Akureyri.
Gísli Gestsson (f. 8. sept. 1878)
Suður-Nýjabæ, Biskupstung.
Árn.
Jóhanna Ólafsdóttir (f. 25. okt.
1878) Snekkjuvogi 23, Rvík.
Einar Ásmundsson (f. 25. nóv.
1878), Heiðarvegi 9, Siglufirði.
Sigurrós Guðmundsdóttir (f.
11. des. 1878) Álfaskeiði 72
Hafnarf.
Guðrún Guðmundsdóttir (f. 20.
des. 1878), Borgarbraut 65,
Borgarnesi.
Sjá viðtal við'IIalldóru Bjarna-
dóttur bls. 14 — 15.