Morgunblaðið - 27.10.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.1978, Síða 1
32 SÍÐUR 245. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Opinber aftaka sautján Sómala Nairobi, 26. okt. AP. — Reuter. ÞÚSUNDIR f.vkdust í dag moð aftiiku 17 liðsfurinKja sem voru leiddir fyrir aftökusveit í Moga- dishu. höfuðbors Sómalíu. Þeir höfðu verið dæmdir fyrir þátt- töku í misheppnaðri tilraun sem var gerð til að steypa Mohammed Siad Barre forseta af stóli í apríl. Liðsfornigjarnir voru hvít- klæddir með rauð bindi fyrir augum og bundnir við staura á æfingasvæði lögregluskóla skammt frá herbúðum þar sem forsetinn býr. Herflutningabifreiðir og skriðdrekar á Shah-Reza Boulevard í Teheran í gær. AP-símamynd. Sjónarvottar segja að flokkur hermanna og foringja úr her og lögreglu hafi skotið þá samtímis af um 15 metra færi. Sautjánmenningarnir voru dæmdir 12. september eftir löng réttarhöld. Sakborningarnir voru alls 74 og ákærðir fyrir að taka þátt i og skipuleggja uppreisn sem einskorðaðist við vesturúthverfi höfuðborgarinnar og herlið hlið- hollt stjórninni bældi niður á nokkrum klukkutímum. Talið var að aðeins örfáir yrðu skotnir, en þar sem þeir voru 17 virðist stjórnin telja völd sín trygg. Begin setur strik í reikninginn: Eflir búsetu Isra- ela á vesturbakkanum Tel Aviv, Kaíró, Washington, 26. okt. — AP, Reuter. MENACHEM Begin forsætisráð- herra ísraels skýrði frá því í dag að ríkisstjórn hans hefði fallizt á að efla byggðariög ísraelsmanna á vesturbökkum Jórdanár. og Bónskallinn græddur upp Lundúnum — 26. uktóher. AP. BREZKA poppstjarnan Elton John, sem var á góðri leið með að verða nauðasköllóttur, hélt í dag fund með fréttamönnum til að kynna hvernig hægt væri að leysa vandann. Elton John hefur látið græða upp skallann og kvaðst hafa gripið til þess ráðs af því að honum hafi hrosið hugur við að verða eins og tungl í fyllingu. Fyrsta aðgerðin, sem hann gekkst undir í þessu skyni, fór fram fyrir ári, önnur nokkrum mánuðum síðar, en lokaatrennan er enn framundan Kostnaðurinn við skallagræðsl- una er talinn nema um þúsund sterlingspundum, eða sem nemur um 616 þúsund íslenzkum krónum (677 þúsund krónur á ferðamanna- gengi). Græðslan fór þannig fram að hár var tekið upp með rótum úr hnakka popparans og því síðan komið fyrir á hvirflinum. Enn sem komið er er hárið fremur þunnt, en vonir standa til að síðasta græðsluaðgerðin múni bæta úr því. Elton John, sem er 31 árs að aldri, hefur ekki látið sjá sig öðru vísi en með höfuðfat undanfarin ár, en hann segist vona að þær þrengingar séu nú á enda. Á fréttamannafundinum sagðist hann ekki hafa hug á því að ganga í hjónaband eða eignazt börn, en sjálfur hefur hann lýst því yfir opinberlega að hann laðist jafnt að körlum og konum. Söngvarinn Elton John hefur verið tregur til að láta mynda sig að undanförnu meðan nýja hárið var að festa ra'tur á höfði hans. Nú hefur hann skipt um skoðun, enda virðist ígra'ðslan hafa tekizt bærilega. AP-símamynd. hefur þessi yfirlýsing valdið miklu írafári. Jimmy Carter Bandarikjafor seti hefur sent Begin orðsendingu þar sem hann harmar þessa ályktun ísraelsstjórnar, og Cyrus Vance utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að Bandarikjastjórn líti þetta mjög alvarlegum augum. í Kaíró var skýrt frá því að egypzka stjórnin íhugi nú hvort hún ætti að kalla heim samninga- nefnd sína, sem á í friðarviðræð- um í Washington. Mustafa Khalil forsætisráðherra segir þó að heimköllunin sé ekki vegna ákvörðunar ísraelsstjórnar, held- ur þurfi nefndin hugsanlega að koma heim til viðræðna um gang mála. Sagt er að Begin hafi fallizt á að styrkja búsetu ísraela á vestur- bakkanum til þess að fá samþykki meðráðherra sinna fyrir áfram- haldandi friðarumleítunum í Washington. Enn í mínus Washington, 26. okt. — AP. Greiðslujöfnuður Banda- ríkjanna var óhagstæður um 1,69 milljarða dollara (um 520 milljarða króna) í september- mánuði, og er þá í heild fyrstu níu mánuði ársins óhagstæður um 22,67 milljarða dollara. Veldur þetta meðal annars óstöðugleik dollarans, og er verðbólguhvetjandi. Heldur hefur þó miðað í bataátt síðari hluta ársins. Gagnrýni Bandaríkjanna á þess- ari ákvörðun hefur komið Begin á óvart því á útifundi í Tel Aviv í dag sagðist hann hafa skýrt Carter forseta frá málinu þegar þeir ræddu saman í Camp David í fyrra mánuði. Begin sagði að ísraelar hefðu fullan rétt á að setjast að hvar sem væri „á ísraelsku landi, í Júdeu og Samaríu (á vesturbakkanum) og á Gazasvæðinu". Begin sagði að Carter forseti hefði verið sam- þykkur því á Camp David-fundin- um að núverandi byggðir ísraela á vesturbakkanum yrðu efldar, en ekki yrði hafizt handa um að byggja þar upp ný svæði. Heimkvaðning egj'pzku við- ræðunefndarinnar getur valdið töfum á frekari friðarumleitunum, en fundir áttu aö hefjast að nýju í Washington á morgun, föstudag. Teheranbúar grípa til vopna Tchi ran 26. oklóber. AP. ÓEIRÐIIÍ héldu áfram í Teheran í dag og að minnsta kosti sjö týndu lífi. í dag beittu óbreyttir borgarar skotvopnum í fyrsta skipti síðan óeirðirnar byrjuðu. í horginni Jahrom var lög- reglustjórinn. Kamal Tesaoodi, ofursti. veginn úr launsátri og leyniskyttur særðu hershöfðingja sem hafði á hendi eftirlit með framkva'md gildandi herlaga. Ahmed Nadir. Tesaoodi og Nadir. voru í eftirlitsferð þegar ráðizt var á þá. Jahron eru trúar.niðstöð 160 km suður af Teheran og borgin hefur verið miðstöð óeirða þeirra sem hafa geisað undanfarinn sólar- hring. Jahron er einnig ein tólf borga þar sem stjórnin setti herlög 7. september til að bæla niður óeirðirnar. Óeirðirnar i Teheran í dag beindust gegn herlögunum, en þrátt fyrir þau reyndu þúsundir unglinga klæddir grænum skyrt- um að ná háskólalóðinni aftur á sitt vald. Þúsundir hermanna voru á veröi við háskólann og næsta nágrenni, skriðdrekar voru hafðir til taks og þyrlur sveimuðu yfir háskólanum. Tveir ólíkir hópar efndu til mótmæla við háskólann í Teheran í gær. Hópur múhameðstrúar- manna veifaði grænum fánum sem á var letrað „Lengi lifi Khomaini”. Vinstrisinnar báru rauða fána, kröfðust þess að keisarinn segði af sér og hvöttu til stofnunar lýð- ræðislegs lýðveldis i íran. Öryggissveitir beittu táragasi í óeirðunum í dag og skutu yfir höfuð fólksins til að hafa hemil á því. Þegar á daginn leið höfðu þær hreinsað allt háskólasvæðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.