Morgunblaðið - 27.10.1978, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978
11
Vökufundur
um skipan
prófdómara við
Háskólann
„Skipan^ prófdómara við
Háskóla íslands,“ er yfir-
skrift fundar sem mennta-
málanefnd Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta,
gengst fyrir á morgun. Á
fundinum verður rætt um
gkipan prófdómara við yfir-
ferð prófa í Háskólanum.
Framsöguræður flytja þeir
Halldór Guðjónsson kennslu-
stjóri, Jónatan Þórmundsson
prófessor, Valgeir Pálsson
laganemi og Steingrímur Ari
Arason viðskiptafræðinemi.
Að framsöguerindum lokn-
um verða almennar umræður
og fyrirspurnir.
Fundurinn, sem er öllum
opinn, fer fram á morgun
klukkan 14 í stofu 101 í
Lögbergi.
Ólafur Jóhannesson forsætisrádherra:
Árangurinn í ríkisfjármálum
1979 byggist hins vegar á því,
hvern veg verður staðið að fjár-
lagagerð þess árs, svo og af þróun
kjaramála í þjóðfélaginu. í þessum
málaflokkum ræðst það, hvort það
tóm, sem bráðabirgðaaðgerðirnar
skapa, nýtist til að snúast gegn
verðbólgunni með raunhæfum
ráðum og árangri.
Hátíð í Hall-
grímskirkju
í kvöld kl. 20.30 verður minnst
304. ártíðar síra Hallgríms Péturs-
sonar með hátíðarguðsþjónustu í
Hallgrímskirkju. Þar mun séra
Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup
á Akureyri, prédika og Manuela
Wiesler leika einleik á flautu.
Messusöngur verður með þeim
hætti, sem tíðkaðist þá er síra
Hallgrímur söng helgar tíðir í
Hvalsnesi og Saurbæ, og sálmarn-
ir sem sungnir verða eru allir eftir
hann. Kór Hallgrímskirkju syng-
ur, organisti er Antonio Corveiras.
Frá kl. 20 mun hann leika á
klukkuspil og orgel kirkjunnar
verk eftir þekkta höfunda. Að
guðsþjónustu lokinni verður tekið
á móti samskotum til kirkjubygg-
ingarinnar.
Fulltrúar
BHM á fundi
með forsætis-
ráðherra
FULLTRÚAR Bandalags
háskólamanna gengu á
miðvikudag á fund forsæt-
isráðherra ólafs Jóhannes-
sonar og báru honum
ályktanir hins almenna
fundar BHM, sem getið var
í Morgunblaðinu. Fulltrú-
arnir, sem gengu á fundi
ráðherra voru Jónas
Bjarnason, formaður
BHM, Jón Hannesson, for-
maður launamálaráðs
BHM, og Guðríður Þor-
steinsdóttir, framkvæmda-
stjóri BHM.
Jónas Bjarnason sagði að á
fundinum hefðu þau þrjú lagt
áherzlu á að vísitöluþakið yrði
numið úr gildi og þau hafi lýst
áhyggjum sínum af því að há-
skólamenn væru nú eini hópur
þjóðfélagsins, sem byggi við stöð-
uga kauplækkunarsamninga.
Kváðust þau seint trúa því að
alþingismenn staðfestu bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar með
slíku misrétti.
Jónas kvað BHM stefna að fundi
með fjármálaráðherra, Tómasi
Árnasyni, um kjarasamninga
BHM. Um það hvort bandalagið
léti verða af hótunum sínum um
vinnustöðvanir — sagði Jónas, að
það færi allt eftir viðbrögðum
Alþingis við staðfestingu bráða-
birgðalaganna og hvort Tómas
Árnason Jéði máls á nýjum
samningaviðræðum við bandalagið.
Ástæöurnar eru margar. Viö getum nefnt hin frábæru mynd og tóngæöi
Philips. Líka mætti nefna.aö tækiö er sérstaklega einfalt í notkun.
Kostir Philips VCR kerfisins koma best í Ijós á litsjónvarpstækjum meö
stórum skermum en það er sú gerö er flestir Evrópubúar kjósa.
Philips kerfiö er þaö eina á markaönum í dag, sem hannað er í Evrópu fyrir
evrópska litsjónvarpskerfiö.
Philips myndsegulbandiö hentar öllum. Þaö hentar vaktavinnufólki,
sjómönnum og öllum öörum, sem ekki geta sest niöur viö sjónvarpiö hvenær
sem er. Fjölskyldur í fjölbýlishúsum geta sameinast um tæki og sent út t.d.
barnatíma á laugardagsmorgnum.
Philips myndsegulbandiö er stillanlegt þrjá sólarhringa fram í tímann og
sjálfvirkni tryggir vel heppnaöa upptöku. Viöhald Philips myndsegulbandsins
er auk þess einfaldara en annarra sambærilegra tækja.
Þess vegna kaupa flestir Philips myndsegulband.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
„Mcr íinnst þetta algjör fjar-
stæða scm Sjómannasambandið
virðist nú ætla að gera að
baráttumáli sínu — að banna
loðnuveiðar í desembcr,“ sagði
Gísli Jóhannesson. skipstjóri á
Jóni Finnssyni. í samtali við Mbl.
Gísli sagði, að röksemdir for-
svarsmanna Sjómannasambands-
ins um hættuna í desember ættu
ekki við nein rök að styðjast."
„Reynsla mín þessi ár sem sumar-
loðnuveiðin hefur verið stunduð er
sú að nóvember sé jafnvel verri
mánuður en desember með tilliti
til veðurs og að mjög vafasamt sé
að gera nokkurn greinarmun á
desember og janúarmánuði í
þessum efnum,“ sagði Gísli.
Gísli sagði ennfremur, að miðað
við þá reynslu sem þegar væri
fengin þá teldi hann of mikið gert
úr hættunni sem sögð væri vere
samfara þessum veiðum og t.d.
þyrfti yfirleitt ekki að sigla langt
til suðurs til að komast í hlýrri sjó
ef um ísingu væri að ræða. „Þetta
eru allt orðnir yfirbyggðir og
traustir bátar,“ sagði Gísli,“ og
þetta eru orðnir það góðir sjómenn
sem stunda loðnuveiðar, að þeir
kunna alveg að sjá fótum sínum
forráð."
Þá vakti Gísli einnig athygli á
því, að loðnuveiðarnar á þessum
tíma skiptu einnig miklu máli
fyrir afkomu loðnusjómanna, því
að einmitt í desember og janúar
væri verðið bezt á loðnunni.
Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra.
í desembermánuði
Fjárlagagerð og kjara-
þróun ráða urslitum
Verðbólguvandanum að hluta til velt yfír á ríMssjóðinn
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði á Alþingi
sl. miðvikudag, er bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
komu til fyrstu umræðu í formi frumvarpa til
staðfestingar á þeim, að þau hefðu verið gerð í samráði
við samtök launþega. Hér væri um að ræða bráðabirgða-
ráðstafanir, bæði til að mæta bráðum vanda útflutnings-
atvinnuvegs og skapa tóm til að móta nýja og heildstæða
efnahagsstefnu stjórnvalda, þar sem horft væri til lengri
tíma.
Forsætisráðherra sagði þær
ráðstafanir, sem nú hefði verið
hrundið i framkvæmd, fela í sér
tilraun til að rjúfa vítahring
verðbólgu og víxlhækkana, sem
hagkerfið hafi klemmst í, og haft í
för með sér sívaxandi rekstrar-
erfiðleika undirstöðuatvinnuvega
þjóðarbúsins, þann veg að horft
hefði til rekstrarstöðvunar og
atvinnuleysis.
Þá sagði forsætisráðherra að
gripið hefði verið til niður-
greiðslna, til að hemja víxlhækk-
anir. í þessari gjörð felist geysi-
mikil fjárhagsbyrði fyrir rikis-
sjóðinn. Hluta af verðbólguvand-
anum hafi verið breytt í ríkisfjár-
málavanda. Ný skattheimta á
þessu ári, ásamt samdrætti í
ríkisútgjöldum, nægi ekki til að
mæta þessum útgjaldaauka ríkis-
sjóðs á árinu. Hins vegar dreifist
skattheimta, skv. hinum nýju
bráðabirgðalögum, yfir á tvo
fyrstu mánuði nýs árs (1979).
Áherzla verður lögð á að ná
ríkissjóðsjöfnuði fyrir árslok
næsta árs.
Loðnuskipstjóri:
Fjarstæða að
banna loðnuveiðar