Morgunblaðið - 27.10.1978, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978
Axel Jónsson:
Fjármál Kópa-
vogskaupstaoar
Athugasemd við dylgjur Þjóðviljans sl. laugardag
KVARTMÍLUKLÚBBURINN gongst fyrir kvartmílukoppni á
laugardag á nýrri braut klúbbsins við Alverið í Straumsvík. Hafa
framkvæmdir við fyrrnefnda braut staðið yfir í rúmt ár og síðan hún
var malbikuð í lok september hefur verið unnið að því að lagfæra
kringum hana og girða af.
Keppnin á laugardag hefst kl. 14 ef veður leyfir, en brautin verður
að vera þurr. Keppt verður í fjórum flokkum og verður því einn
sigurvegari í hverjum flokki.
Tölvuvæðing hjá Sveit-
arsjóði Gerðahrepps
Garði 26. okt.
SVEITARSJÓÐUR Gerðahrepps
hefir sett alla skuldunauta sína í
tölvuform. Að sögn sveitarstjóra
Þórðar Gíslasonar er þetta gert til
hagræðingar við innheimtu og nú
er verið að senda út tilkynningar
til gjaldenda um stöðu þeirra á
greiðslum til sveitarsjóðs. Þá eru
og gerðar þær breytingar, að
héðan í frá verða reiknaðir 3%
dráttarvextir á mánuði eins og lög
segja til um og tíðkast í öðrum
sveitarfélögum. Fréttaritari.
Lýst eftir ökumanni og vitnum
í Þjóðviljanum 21. október er á
forsíðu grein sem ber fyrirsögnina:
Rikisstjórnin heimilar 200 millj.
kr. lántöku.
I undirfyrirsögn stendur:
Hrikalegur viðskilnaður bæjar-
stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar.
Hér er gróflega hallað réttu
máli og vil ég því bera fram
nokk.rar athugasemdir. Það er rétt
sem fram kemur í greininni að
leitað var til ríkisstjórnarinnar
um milligöngu við úrlausn aðsteðj-
andi fjárhagsvanda bæjarins og að
ríkisstjórnin fór fram á það við
Seðlabankann að hann lánaði 200
milij. kr. í þessu skyni. Það er ekki.
nýtt að þurft hafi að taka
fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til
endurskoðunar síðar á árinu, slíkt
hefur oft gerst þau 16 ár, sem ég
hef verið í bæjarstjórn.
Á miklum verðbólgutímum eins
og í ár er þetta óhjákvæmilegt. Við
gerð fjárhagsáætlunarinnar var
gert ráð fyrir 28% verðbólgu, sem
síðan er 40% eða meir.
Fjárhagsvandi Kópavogs, sem
og flestra sveitarfélaga, sem ég
þekki til, er ávallt mikill á
sumarmánuðum, miklar fram-
kvæmdir í gangi en tekjur ekki
innkomnar að sama skapi.
Framlag jöfnunarsjóðs til
sveitarfélaganna er eini verð-
tryggði tekjustofn þeirra í dag,
þau verða því illa úti þegar'
verðbólgan er mikil.
í bæjarstjórn Kópavogs höfum
við oft undanfarin ár staðið
andspænis vandamálum í þessu
efni, án þess að við sjálfstæðis-
menn sæjum ástæðu til að gera
meira úr vandanum á opinberum
vettvangi en ástæða var til, en
einbeittum okkur í þess stað að
lausn hans.
Hófsemi gætt við gerð
fjárhagsáætlunarinnar
Fjárhagsáætlun yfirstandandi
Axel Jónsson bæjarfulltrúi
árs var samþykkt á fundi bæjar-
stjórnar 24. febr. s.l. að upphæð
rúmlega 2000 millj. kr.
Til undirbúnings hennar var
vandað m.a. með því að áætla
tekjur varlega, gera ekki ráð fyrir
nema 160 millj. lánum, sem þá
voru vís og tilheyrðu fasteigna-
kaupum.
Lækkun lausaskulda um 80
millj. kr. Þetta kom til góða við
endurskoðun fjárhagsáætlunar-
innar, sem gerð var 18. ágúst s.l.,
þá var m.a. hægt að hækka tekjur
um 30 millj. kr. og leita á um
frekari lántökur.
Engum þarf að koma á óvart að
við endurskoðun fjárhagsáætlunar
hafi þurft að fresta nokkrum áður
áætluðum framkvæmdum vegna
verðlagsþróunarinnar. Þrátt fyrir
það varð þó niðurstaða endur-
skoðunarinnar sú, að heildarfjár-
upphæð til framkvæmda var
hækkuð um 61 millj. kr. og í
heildarniðurstöðu var þá fjárvönt-
un að upphæð 159 millj. kr. sem
ekki getur talist há tala miðað við
heildarupphæð og þróun verðlags-
mála í ár.
Hverjar voru þá tillögur þeirra
alþýðubandalagsmanna við af
greiðslu f járhagsáætlunarinnar í
febrúar f vetur? kunna máski
einhverjir að spyrja.
Ef farið hefði verið að þeirra
tillögum þá hefði fjárvöntunin
verið um 60 millj. kr meiri. Þessa
var hvergi getið í umgetinni
Þjóðviljagrein s.l. laugardag.
MIÐVIKUDAGINN 18. október
sl. varð það atvik á mótum
Reykjanesbrautar og Lækjargötu
í Ilafnarfirði að rauðri Volks-
wagcnbifreið var ekið af Lækjar-
götunni inn á Reykjanesbrautina
í veg fyrir aðra Volkswagen-
bifrcið, G-1905.
Ökumaður síðarnefnda bílsins
reyndi að forðast árekstur en við
það missti hann stjórn á bifreið
sinni með þeim afleiðingum, að
hún skall á ljósastaur og skemmd-
ist mikið auk þess sem ökumaður
og farþegi slösuðust. Bifreiðin,
sem ók af Lækjargötunni, hvarf af
vettvangi og er ökumaðurinn
beðinn að gefa sig fram við
Rannsóknarlögregluna í Hafnar-
firði svo og vitni, sem gætu bent á
um hvaða bifreið þarna var að
ræða.
Beinttil
Baltimore Washington
Með tilkomu áætlunarflugs
til Baltimoreflugvallar víkkar enn
leiðanet okkar.
BWI (Baltimore Washington
International Airport) er nýlegur
alþjóðlegur flugvöllur milli stór-
borganna Baltimore og Washington.
BWI flugvöllur þjónar báðum
borgunum í senn. Þaðan er aðeins
50 mínútna akstur til Washington og
20 mínútna akstur til Baltimore.
Stöðugar bílferðir eru til og frá
flugvellinum, svo biðin er engin.
Frá BWI eru framhaldsflug um öll
Bandaríkin og víða um heim.
Flogið verður til Baltimore/
Washington einu sinni í viku, á
föstudögum kl. 17.45 og til baka
á laugardögum kl. 21.00.
Fjölgun áætlunarstaða er liður í
víðtækari og betri þjónustu við lands-
menn.
flucfélac LOFTLEIDIR
ÍSLAJVDS
BaltimoreWashington
Intemational Airport
Þessi nýja flugleið er enn einn
ávinningurinn af sameiningu okkar.