Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 5 Ekki ófróðlegt að vita hvaða ráðamenn Sverrir á við í þessu sambandi — segir Leifur Benediktsson verkfræð- ingur um ummæli Sverris Hermanns- sonar um Bessastaðaárvirkjun „ÉG VEIT ekki til þess að einhverjir ráðamenn hafi fyrir löngu afskrifað upphaflegar hug- myndir um virkjun Bessastaðaár og mér þætti því ekki ófróðlegt að vita hvað ráðamenn Sverrir Hermannsson alþingismaður á við í þessu sambandi,“ sagði Leifur Benediktsson verk- fræðingur vegna viðtals við Sverri Hermannsson í Morgun- blaðinu en þar sagði Sverrir m.a. að hann vildi geta þess að upphaflegu hugmyndirnar um virkjun Bcssastaðaár væru löngu úr sögunni, þótt ráðamenn hefðu hingað til ekki haft þrek til að játa það nema í einkasamtölum. Leifur sagði að hann hefði á sínum tíma haft sem prófverkefni virkjun Bessastaðaár og hefði það verk orðið kveikjan að meiri undirbúningi virkjunar árinnar. „Það er smámunur á þeim áætlun- um, sem gerðar hafa verið um virkjun Bessastaðaár og ræðst sá munur af breyttum og fyllri upplýsingum og breyttum viðhorf- um á hverjum tíma, og hefur verið unnið að undirbúningi þessarar virkjunar með sama hætti og við aðrar virkjunarframkvæmdir. Að öðru leyti veit ég ekki til þess að neinum áætlunum um Bessastaða- árvirkjun hafi verið kastað fyrir róða,“ sagði Leifur. Pram að þessu sagði Leifur að alltaf hefði verið rætt um sama fyrirkomulag í stórum dráttum á Bessastaðaárvirkjun nema hvað eina spurningin væri hvort virkja ætti vatnið ofan af Fljótsdals- héraði í jarðgöngum eða pípu og því hafa báðir möguleikarnir verið með í myndinni frá byrjun. Hvatarfundur: Ætla vinstri menn að brjóta einstaklinginn á bak aftur með ofsköttun? HVÖT, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, efnir til almenns fundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, n.k. mánu- dagskvöld kl. 20.30. Auk kosningar kjörnefndar verður rætt um eftirfarandi umræðuefnii Ætla vinstri menn að brjóta einstakling- inn á bak aftur með ofsköttun? Frummælendur verða Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi, og Styrmir Gunnarsson ritstjóri. Fundar- stjóri verður Helga G. Björns- son og fundarritari Hrönn Pétursdóttir. Kaffiveitingar verða. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, standa um þessar mundir í undirbúningi fyrir árlega jólakortasölu sína en kortin eru seld til ágóða fyrir fjölfötiuð börn, sem þær hafa styrkt á ýmsan hátt undanfarin ár. Á kortunum er mynd með eftirprentunum eftir Erró og munu kortin verða seld að Grensásvegi 12 frá og með 14. desember n.k. og virka daga kl. 17—19, en þar hafa þær fengið lánaða skrifstofuaðstöðu. Myndina tók Rax þegar Svölurnar voru að vinna við að setja jólakortin í búnt. Life ogLífdeila um nafnið Bandaríska tímaritið Life, sem nú er að koma út að nýju eftir nokkurt hlé og fer á markað í Evrópu eítir áramót- in. hefur hótað málshöfðun á hendur útgefendum tímaritsins Lífs, Frjálsu framtaki, vegna þess að Life á nafnið skráð hérlendis. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar aðstoðarframkvstj. Frjáls fram- taks ritaði íslenzkur lögfræðing- ur, sem Time-Life samsteypan fékk til að annast þetta mál, Frjálsu framtaki bréf í síðasta mánuði þar sem farið er fram á, að nafnið Líf verði lagt niður þar sem Time-Life eigi nafnið Life skráð hérlendis. Segir í bréfinu að verði nafni blaðsins Lífs ekki breytt muni verða hafin málsókn. — Við teljum það vart koma til greina að breyta nafninu og munum svara bréfi þessu á þann veg, sagði Pétur, en verði af málsókn þá geri ég ráð fyrir að við munum m.a. benda á að Tíminn sé eldra rit en Time og teljum við það nánast fráleitt að verða við þessum óskum. Ég geri ráð fyrir að við svörum bréfi þessu einhvern næstu daga. Ef til þess kemur að við verðum að hrófla eitthvað við nafninu geri ég ráð fyrir að við gætum t.d. breytt því í Lífið eða eitthvað í þá átt. Opnum í dag í nýju húsnæði á horni Ármúla og Grensásvegar HP HÚStSÖGN Armúla 44.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.