Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 41 fclk í fréttum Poppsöngvari + Þessi náungi gaf fyrir skömmu út fyrstu plötuna sína sem poppsöngvari. Hann var í árs- byrjun allmjög í fréttunum. er hann fór í Suðurhafseyjaför með Margréti Bretlandsprinsessu. Hún var þá nýlega skilin við eiginmann sinn, Snowdon ljós- myndara. Vakti þetta ferðalag hennar mótmælaöldu í Bretlandi, jafnt hjá leikum sem lærðum. Þessi gamli prinsessu-vinur heitir Roddy Llewellyn. Þegar hann spilaði nýju plötuna fyrir blaða- menn kvað hann það von sína að hún félli poppmúsikunnendum vel í geð. — Þennag sama dag varð hann 31 árs. + HEIMSNAFN. — Hún er heimsfræg þessi unga stúlka til hægri á myndinni, Nadia Comaneci fimleika-heimsmeistari og Ólympíumeistari. Nú er hún 16 ára og er hér á heimsmóti í fimleikum í borginni Karlsruhe í V-Þýzkalandi. — Hin unga stúlkan er líka rúmensk fimleikastúlka, sem spáð er glæstri framtíð: Emilia Eberle, 14 ára gömul. Hák- aógerd + Þetta er leikkonan fræga Elízabet Taylor- Warner. Það er eigin- maður hennar sem leiðir hana. — Hann er stjórn- málamaður, John Warner að nafni, og er í framboði til fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings fyrir repúblíkana í fylkinu Virginíu. Elízabet var í veizlu í sambandi við framboðsfund eigin- mannsins er hænsnabein festist í hálsi hennar og svo þrælslega að skera varð eftir beininu. Hún er að koma úr sjúkrahúsinu, er myndin var tekin. Keramik verkstœöió Hulduhólum Mosfellssveit, er opiö laugardaga, sunnudaga, mánudaga, miövikudaga og föstudaga, frá kl. 1—6. Leirmunir til sýnis og sölu. Steinunn Harteinsdóttir GLÆSILEG SÝNING ÍÁGHÚSINU, ÁRTÚNSHÖFÐA Skoöió nýjungar 'nmlendra framleióencia; húsgögn. ciklctöi og innréttingar. Opió virka daga kl. 17 — 22 Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.