Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Dagana 20. og 21. október var haldin ráðstefna í Tromso í Noregi á vegum norsku Atlantshafsnefndar- innar. Á þessari ráðstefnu var meðal annars fjallað um íslensk stjórnmál, varnar- og öryggismál. Tveimur Islendingum var boðin þátttaka í ráðstefnunni. Áður en ráðstefnan hófst var Islendingunum, ásamt nokkrum Norðmönnum, boðið að fara til Kirkenes til þess að hitta að máli menn úr norsku landamæra- sveitunum og fara í kynnisferð meðfram landamærunum, en á þessu landsvæði á Noregur landamæri að Sovétríkjunum. Landamæri þessi eru 196 km löng og eru þau að miklu leyti náttúruleg þ.e. þau liggja um fjöll og á stöðuvötnum og ám. Það sem kemur mest á óvart, þegar komið er til landamæranna er hvernig þau eru. Margir verða fyrir vonbrigðum, því þeir eiga von á einhverju stórkost- iegu. Menn gera sér í hugarlund ákaflega hefðbundna mynd af landa- mærum kommúnistaríkja, hermenn standa þar gráir fyrir járnum, Sovétmenn og situr alla þá fundi, sem Norðmenn og þeir eiga með sér um málefni landamæranna sem hinn opinberi fulltrúi Noregs. Lund ofursti kvað samskipti þjóð- anna á iandamærunum góð. Sjaldan hefði komið til árekstra og aldrei átaka en oft kæmu'fyrir atvik, sem leiddu til fundar hans og Sovét- manna. Sagði hann að þessir fundir væru að meðaltali 10 á ári eða oftar eftir þörfum. Hann sagði nokkrar sögur, sem gefa nokkra hugmynd um það, sem gerist á þessum landamær- um. Fyrst var hann spurður um flóttamenn. Um þá sagði hann eftirfarandi sögur. Liðsforingi úr landamærasveitum KGB flúði yfir til Noregs. Ástæðan fyrir flótta hans var sú, að honum hafði orðið á yfirsjón og átti að leiða hann fyrir herrétt, svo hann flúði. Hann gaf upp nöfn á 15 Norðmönnum, sem stunduðu njósnir fyrir Sovétríkin við landamærin. Hinn flóttamaðurinn var 13 ára strákur. Hann vildi komast til Bandaríkjanna, því hann hafði heyrt að þar þyrftu menn ekki landamærin. Undantekningalítið handtaka Sovétmenn þetta fólk, yfirheyra það og halda því í 3 daga en sleppa því svo. Af þessu sést að víða eru landamærin ekki greinilegri en svo, að menn fara yfir þau án þess að vita af því. Stranglega er bannað að taka ljósmyndir við landamærin og fylgja Norðmenn því banni fast eftir, en oft er vandasamt að koma í veg fyrir að ferðamenn brjóti þetta bann. Sovét- menn eru fljótir að kvarta við Norðmenn, ef þeir telja að þetta bann sé brotið. Lund ofursti taldi að aðeins tvennt væri til stórra vandræða við landa- mærin. Það væru fyrir það fyrsta ferðamenn og aðrir, sem gerðu í því að brjóta boð þau og bönn, sem norsk stjórnvöld hafa sett um umferð og hegðun við landamærin. Nefndi hann sem dæmi myndatökur, óp og köll og annað því um líkt. Sovétmenn eru mjög viðkvæmir fyrir öllu slíku. Á 10 ára afmæli Tékkóslóvakíu-inn- rásarinnar dró til tíðinda á landa- mærunum. Þá kom einhver fyrir „Eru þessir gutu Kínverjar?” gaddavírsgirðingar liggja eftir landamærunum þverum og endilöng- um, varðturnar á hverju strái og skilti, sem vara við því að hér séu jarðsprengjur. Þannig er þessu ekki farið á landamærum Noregs og Sovétríkj- anna. Að visu eru þar varðturnar, en þeir eru báðum megin landamær- anna og þjóna því hlutverki að veita útsýni yfir svæðið. Á stöku stað hefur verið sett upp girðingarómynd, sem virðist fremur þjóna mála- myndahlutverki en því að vera girðing. Norðmenn og Sovétmenn nota stólpa til að merkja landamærin, Norðmenn gula og Sovétmenn rauða. Þessir stólpar standa með vissu millibili eftir öllum landamærunum og norskur og sovéskur hver á móti öðrum og liggja landamærin ná- kvæmlega á miðju bilinu milli þeirra en liggi þau á vötnum og ám er miðlína látin ráða. Sjáanlegur hernaðarlegur viðbún- aður Sovétmanna og Norðmanna á landamærunum er nánast enginn. Meginaðsetur norskra hermanna er í Sor-Varanger herbúðunum rétt utan við Kirkenes. Meðfram landamærun- um Noregs-megin eru með vissu millibili fámennar sveitir hermanna og búa þeir í skálum, sem einna helst líkjast stórum sumarbústöðum. Um 20—30 menn eru í hverjum skála. Sovétmegin á landamærunum er næsta lítið að sjá. Þéttvaxið skóg- lendi byrgir sýn, en þó má sjá stöku byggingar og varðturna og í fjarska Ijós frá bæjum og þorpum en ekkert annað lífsmark. Við sáum ekki einn einasta sovéskan hermann allan tímann, jafnvel ekki þó að við legðum það á okkur að standa í rúmlega hálftíma uppi í 20 metra háum varðturni á hæð 96 í Pasvik- dalen með sterkan sjónauka límdan við augun. Þegar Norðmenn voru að því spurðir hvernig stæði á því að nánast ekkert lífsmark væri að sjá Sovétmegin, svöruðu þeir því til, að það væri afar sjaldgæft að sjá sovéska hermenn, því þeir hefðu um það ströng fyrirmæli að láta bera eins lítið á sér og hægt væri, þegar þeir færu í eftirlitsferðir. Það kæmi örsjaldan fyrir að þeir sæjust, nema þá að þeir sjálfir vildu það eða að komið væri að þeim að óvörum. Við ræddum mikið við Egil Lund ofursta en hann var fylgdarmaður okkar í þessari ferð. Lund ofursti er „Grensekommisær" þ.e. fulltrúi norskra stjórnvalda við landamærin. Þó að hann sé atvinnuhermaður og liðsforingi er hann þarna nooður frá starfsmaður dómsmálaráðiheytis- ins. Hann sér um öll samskipti við að ganga í skóla frekar en þeir vildu. Luns ofursti sagði að mjög erfitt væri að komast að landamærunum Sovétmegin því að landsvæðinu upp að landamærunum væri skipt niður í belti, sem væri mjög vel gætt og að ef einhver ætlaði að flýja Sovétríkin ætti hann ekki að reyna það á þessum landamærum. Um samskipt- in við Sovétmenn sagði hann eftir- farandi, sem dæmi. í fyrra haust skutu norskir veiðimenn elgsdýr við landamærin, en særðu það aðeins. Dýrið synti yfir vatn á landamærun- um og dó á bakkanum Sovétmegin. Nú voru góð ráð dýr, því að Norðmennirnir vildu fá feng sinn og var haft samband við Sovétmenn, og eftir nokkra klukkutíma var dýrið komið yfir til Noregs aftur. Oft kemur það fyrir að skíðafólk og göngugarpar fara í ógáti yfir ljósaskilti á landamærunum, sem sneri í átt til Rússanna. Aðfararnótt afmælisins var svo kveikt á skiltinu og stóð á því á rússnesku „Sovéther- inn burt úr Tékkóslóvakíu." Söku- dólgurinn hefur ekki náðst og Sovétmenn hafa ekki kvartað enn. Hitt meginvandamálið eru hundar sovésku landamæravarðanna. Þetta eru grimm kvikindi, þjálfuð í þvi að elta uppi og ráðast á fólk. Mikið er um það að þeir sleppi frá húsbænd- um sínum og þvælast þeir þá um landamærahéruðin og leggjast á búsmala og ráðast á fólk. Hafa þeir oft gert mikinn usla við landamærin. Majór í norska hernum, Magnus að nafni, hélt stuttan fyrirlestur um hlutverk norskra hersveita við landamærin. Hlutverk þeirra á friðartímum er fyrst og fremst eftirlit. Ef til styrjaldar kæmi og Reykjavik Seltjarnarnes Kópavogur Mosfellshr. Garðabter Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri: Höfuðborgarsvæðið Verður pólitík hemill á samstarf? Skipulagsmál hafi forgang Samgöngur, þjónusta, veitur Atvinnumál Pólitík Nýlega var haldinn aðalfund- ur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar, sem meðal annars var rætt um verkefni Samtakanna á kom- andi árum. Mjög lítill ágreiningur er í röðum sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu um mark- mið þrátt fyrir ólíka pólitíska samsetningu sveitarstjórnanna er að þeim standa. Pólitík hefur á þessu ári gert töluvert vart við sig á þingum sveitarstjórnarmanna og er það mál manna, að þar verði að fara að öllu með gát þannig, að markmiðin gleymist ekki í hita hins pólitíska leiks. Hvergi eru þessi mál við- kvæmari, eh einmitt hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hagsmunamál sveitarfélaganna eru svo nátengd að ákvörðun eins hefur áhrif í þeim öllum. Með þessu er þó ekki átt við að allt eigi að vera óbreytt, eng;u megi hagga. Hin ólíka pólitíska samsetn- ing sveitarstjórnanna hlýtur að gera það að verkum að stefnu- mótun og leiðir verða ólík milli staða. Þau mál, sem tengja okkur saman eru þó fleiri og verður hér drepið á nokkur. Skipulagsmál Sá málaflokkur sem að allra mati er hér þýðingarmestur eru skipulagsmálin og þá í víðtækri merkingu. Samkomulag hefur nú tekist milli sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu um, að koma á víðtækri samvinnu í skipulags- málum með það að leiðarljósi, að skipuleggja svæðið sem eina heild og forðast þá árekstra, sem upp hafa komið milli sveitarfélaga og stafa af sam- bandsleysi (t.d. Fossvogsbraut og veg í Garðabæ). Rétt er að taka það skýrt fram, að með þessari skipulags- samvinnu er ekki verið að taka nein völd frá heimamönnum og færa í hendur stofnunar, heldur er hér um að ræða stofnun „þekkingarbanka" í skipulags- málum, sem ætlast er til, að skipulagsnefndir og deildir sveitarfélaganna noti í ríkum mæli við störf sín. Þessi „þekkingarbanki" okkar verður byggður upp af gögnum úr aðalskipulagsvinnu allra sveitarfélaganna og vegur þar þyngst hlutur Þróunarstofnunar Reykjavíkur, sem jafnframt hefur þjálfuðu starfsliði á að skipa, sem fengur væri að. Samgöngur, pjónusta, veitur Samgöngur og hverskonar þjónusta innan svæðisins er það, sem íbúarnir taka rnest eftir og finna mest fyrir. Fjögur fyrirtæki annast fólks- flutninga innan svæðisins S.V.R. í Reykjavík og Seltjarn- arnesi, S.V.K. í Kópavogi til Reykjavíkur, Landleiðir frá Hafnarfirði og Garðabæ til Reykjavíkur og í Mosfellssveit er ekið á Ártúnshöfða í veg fyrir S.V.R. Á sviði samgöngumála svæðisins er talið að gera mætti stórátak til bættrar þjónustu og jafnvel um leið til sparnaðar. Samvinna hefur tekist á ýmsum sviðum t.d. í brunavörn- um milli Reykjavíkur, Kópa- vogs, Seltjarnarness og Mos- fellssveitar til mikils öryggis og hagsbóta fyrir alla aðila. Sam- starf er einnig í öðrum málum og er þar lang veigamest sala Iíitaveitu Reykjavíkur á vatni til Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellssveit- ar. Nærtæk þjónustusvið, sem þó tengjast afskiptum ríkisins eru til dæmis heilsugæzlu- og skólamál, sem vissulega bjóða upp á ótal möguleika til sam- starfs og hagræðingar. Atvinnumál Nátengd skipulagsmálun eru atvinnumál svæðisins, sem fyrir löngu eru orðin það tengd, að erfitt er að greina þar nokkur sveitarfélagsmörk. Svæðinu má þó skipta í tvennt ef við miðum við umdæmi verkalýðsfélaga þ.e. annars veg- ar Hafnarfjörður, Garðabær og hins vegar öll hin sveitarfélögin. Á árunum 1967—68 bar nokk- uð á „verndar stefnu" á Hafnar- fjarðar-svæðinu, en nú mun slíkt löngu liðin tíð. Uppbygging skipulagsstofn- unar og sameiginlegrar atvinnu- málanefndar fyrir höfuðborgar- svæðið er mikilvægasta verkefni líðandi stundar hér á svæðinu. Öflugt atvinnulíf og skynsam- leg uppbygging verða að haldast í hendur svo að vel fari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.