Morgunblaðið - 28.10.1978, Side 32

Morgunblaðið - 28.10.1978, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Ný þingmál — Ný t>ingmál - Ný þingmál - Ný þingmál U pplýsingasky lda banka og lánastof nana Kjaradómur ákvarði laun þingmanna Úttekt á orkubúskap — orkusparnaöur Nafnarnir og flokksbræðurnir Bragi Sigurjónsson (A) og Bragi Níelsson (A) flytja til- lögu til þingsályktunar um úttekt á orkubúskap íslendinga og markvissar aðgerðir í því skyni að auka hagkvæmni í orkunotkun þjóðarinnar og draga úr henni, þar sem þess er kostur. í greinargerð kemur fram að íslendingar fluttu inn eldsneyti fyrir 14.000 m.kr. á sl. ári, sem verið hafi einn stærsti þáttur í myndun óhag- stæðs verzlunarjafnaðar út á við. Áætlaður eldsneytisinn- flutningur okkar í ár er 12% af áætluðum heildarinnflutningi að verðmæti. í ítarlegri greinar- gerð er m.a. fjallað um orkunýt- ingu almennt, við húshitun og heimilishald, í atvinnurekstri og í samgöngum. Laun pingmanna ákveðin í kjaradómi Vilmundur Gylfason og Eiður Guðnason. þingmenn Al- þýðuflokks, flytja frumvarp til laga um þingfararkaup þess efnis, að launakjör þingmanna skuli ákveðin af Kjaradómi. Frv. fjallar og um ýmsa þætti í kjörum þingmanna aðra en föst laun. Það er efnislega svipað og frumvarp um sama efni, sem Gylfi Þ. Gíslason (A) og Ellert B. Schram (S) fluttu á síðasta þingi. Upplýsingaskylda banka og lánastofnana Kjartan ólafsson (Abl) flytur frumvarp til laga um upplýsingaskyldu lánastofnana. Frv. felur í sér að bankar, sparisjóðir, fjárfestingarsjóðir og aðrar lánastofnanir skuli birta opinberlega lista yfir öll veðlán, sem veitt hafi verið á liðnu ári, einnig hvers konar útlán, sem nema hærri fjárhæð en fjórum milljónum króna og veitt eru til lengri tíma en tveggja ára, ásamt upplýsingum um nöfn lántakenda, lánskjör og yfirlýstan tilgang lánanna. Einnig lista yfir einstaklinga, félög og stofnanir, sem skulda við áramót meira en sex milljónir króna í viðkomandi stofnun. Útlánalistinn skal lagður fram á tilteknum tíma og vera tiltækur hverjum, sem gegn greiðslu sem svarar prent- kostnaði á eintak, óskar eftir. Menningarsjóður félagsheimila Þórarinn Sigurjónsson (F) og Ingvar Gíslason (F) flytja frumvarp til laga um að 10% af tekjum félagsheimilasjóðs skuli renna í menningardeild hans. Skal því fé varið til að stuðla að menningarstarfsemi á vegum menningarsamtaka, s.s. ung- menna, æskulýðs og kvenfélaga. Þriggja manna nefnd, skipuð til þriggja ára af menntamálaráð- herra, gerir tillögur um styrki úr menningardeild. Tiltekin félög gera tilnefningu um tvo nefndarmenn af þeim, sem að framan greinir. Kortabók íslands Sverrir Hermannsson (S), Ingvar Gíslason (F), Eiður Guðnason (A) og Gils Guðmundsson (Abl) flytja í formi þingsályktunar áskorun á ríkisstjórnina að hafa forgang um útgáfu kortabókar íslands. Kortabók Islands skal vera safn korta af Islandi, þar sem margs konar fróðleikur um land og þjóð er settur fram á myndræn- an hátt. I greinargerð segir að þjóðlandaatlasar hafi verið gefnir út í velflestum Evrópu- löndum, þ.á m. Norðurlöndum. Hefur slík útgáfa hvarvetna verið talin hin mesta nauðsyn, til að auka þekkingu á lands- háttum. Kortabók er ætlað að vera upplýsinga- og heimildarrit í þágu stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, sem fást við margs konar áætlana- gerð varðandi landnýtingu og atvinnuvegi, s.s. við nýtingu lands til búskapar, ýmiss konar verkl. framkv., samgangna, almenningsnota og náttúru- verndar. Hún verður og heimildarrit erlendra og inn- lendra fræðimanna, kennara og námsmanna og hefur ótalið menntunargildi. Af þeim einkennum lands og þjóðar, sem slík bók á að sýna, eru nefnd: náttúrufar, saga, atvinnulíf, félagsmál, menningarmál. Bann viö kjarnorkuvopnum Svava Jakobsdóttir (Abl) flytur tillögu til þingsályktunar þess efnis að ríkisstjórn undir- búi löggjöf er banni að geyma hvers konar kjarnorkuvopn hér á landi, sigla með þau eða fljúga með þau eða flytja þau með öðrum hætti um íslenzkt yfir- ráðasvæði. Jafnframt verði kveðið á um eftirlit Islendinga til að tryggja að þessi lög verði virk. Skipulagning fisklöndunar Lúðvík Jósepsson (Abl) og Garðar Sigurðsson (Abl) hafa flutt tillögu um skipulagningu á fisklöndun til fiskvinnslustöðva. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðuneytinu að undirbúa löggjöf um skipulag á fisklöndun til fiskvinnslustöðva með það að markmiði, að fiskiskipafloti landsmanna nýt- ist sem best til þess að tryggja fiskvinnslustöðvum sem jafnast og best hráefni til samfelldrar vinnslu. Áhersla skal lögð á eftirfar- andi meginatriði í hinu nýja skipulagi: 1. Landinu sé skipt í löndunar- svæði í samræmi við samgöngu- aðstæður og hagkvæm sam- skipti á milli fiskvinnslustöðva. Endanlegt ákvörðunarvald um svæðaskiptingu hafi hagsmuna- aðilar á svæðunum. 2. Yfirstjórn á hverju löndunar- svæði sé í höndum heimaaðila á svæðinu, þ.e.a.s. í höndum fulltrúa fiskvinnslustöðva, útgerðaraðila og sjómanna og fiskvinnslufólks. 3. Stefnt sé að því að miðla hráefni á sem hagkvæmastan hátt á milli fiskvinnslustöðva þannig að vinna geti verið samfelld og hagkvæm í öllum vinnslustöðvum svæðisins. 4. Fiskafli sé fluttur í kældum og lokuðum flutningatækjum á milli vinnslustöðva eftir því sem þörf er á. 5. Að því sé stefnt, að fiskveiði- flotinn, sem veiðir fyrir svæðið, sé í góðu samræmi við afkasta- getu vinnslustöðvanna. 6. Tryggt sé í væntanlegri löggjöf, að ríkissjóður leggi fram nokkurt fé til að koma skipulagningunni á og til þess að standa undir hluta af rekstri nauðsynlegra flutningatækja. Heimilt verði að taka nokkurt gjald af öllum lönduðum fiski á svæðinu til þess að standa undir sameiginlegum kostnaði." Minning: Gísli Kristjánsson íþróttakennari Gísli Kristjánsson íþrótta- kennari var fæddur á Gundarhóli í Bolungarvík 25. nóv. 1904. Hann lézt 22. október síðastliðinn. Honum skulu nú að leiðarlokum send fáein kveðjuorð úr Víkinni. Allt sem lifir skal lífsins njóta kvað Davíð. Heilbrigði er horn- steinn hamingjuríks lífs og því undirstaða lífsnautnar. Gísla Sveini Kristjánssyni skildist það snemma hverja þýðingu það hafði að eiga heilbrigða sál í hraustum líkama, en til að svo gæti^orðið var honum ljóst, að líkamleg og andleg ræktun varð að fylgjast að. Hann skipaði sér ungur að árum í sveit mannræktar, lærði að segja til í glímu, leikfimi og sundi. Hann hóf og snemma afskipti af félags- og framfararmálum, þessum störfum var þó oftast aðeins hægt að sinna í landlegum eða öðrum tóm- stundum, en Gísli stundaði á þeim árum sjómennsku og alla almenna vinnu er til féll hér í Bolunarvík. Það var mjkið átak fyrir ungan efnalítinn pilt á fyrstu árum heimskreppunnar að halda utan til Danmerkur til að afla sér meiri þekkingar á íþróttasviðinu en í Allerup iauk hann íþróttakennara- prófi. Sá skóli var fyrstur sinnar gerðar í Danmörku, stofnaður 1920 af Niels Bukh. Gísli þótti góður íþróttakennari og drengilegur íþróttamaður, kappsfullur og metnaðargjarn. Á bernskuheimili hans var mikið sungið og var hann einkar söng- og músikelskur svo sem hann átti kyn til og áskotnaðist þeim bræðrum hljóðfæri fleiri en eitt, sem í þá daga voru fátíð á heimilum í Bolungarvík. Hann var í fylkingarbrjósti í söngstarfsemi, söng í kirkjunnar kór, karlakór og mun hann hafa verið einn af stofnendum Karlakórsins Ægis. Þá söng hann í ýmsum blönduðum kórum, kvartettum og kom oft fram sem einsöngvari. Virkur mjög í leikstarfsemi og góður liðsmaður við allt skemmtanahald. Þá var hann skákmaður góður, hann vann síðustu Vestfjarða- glímuna og var því glímukóngur Vestfirðinga og handhafi glímu- beltisins sem nú er í vörslu Ungmennafélags Bolungarvíkur. Ungmennafélaginu vann hann mikið gagn, sat þar m.a. í stjórn, formaður um tíma og var honum ætíð annt um framgang þess, en Gísli og U.M.F.B. voru svo til jafnaldrar. Síðan lá leið Gísla til ísafjarðar. Þar tók hann upp þráðinn sem frá var horfið. Gerðist brátt forstjóri sundhallarinnar, áhugasamur þátttakandi í söng- og tónlistarlífi svo og skákstarfi. Þar hlotnaðist honum sú gæfa að hitta fyrir Guðrúnu Vigfúsdóttur vefnaðar- kennara húsmæðraskólans Óskar, sem varð eiginkona hans og eignuðust þau eina mannvænlega dóttur, Eyrúnu Isafoldu. Guðrún hefur kennt vefnað í húsmæðra- skólanum á Isafirði í þrjá áratugi við mikinn og góðan orðstír. Hún setti á stofn vefstofu fyrir all- mörgum árum og hefur opnað verzlun með varning sinn. Hún er landsþekkt fyrir handbragð sitt og listrænan vefnað og raunar út fyrir landsteinana líka. Það er sómi af þessu starfi fyrir land og þjóð og endurgeislar raunar list- hneigð þeirra hjóna beggja, en Gísli studdi konu sína dyggilega í þessum störfum. Með þeim hjón- um höfum við Hildur átt góðar samvistir sem með ýmsu móti hafa auðgað líf okkar. Fyrir það skal nú þakkað heilum huga og við þessi vegamót vottum við Guðrúnu vinkonu okkar og dóttur hennar einlæga hluttekningu. Fundum okkar Gísla bar æði oft saman. Spurði hann þá ávallt frétta úr Víkinni og þegar við kvöddumst bað hann alltaf að heilsa í Víkina, slík var ræktar- semi hans við æskustöðvarnar. Já, hann Gísli var í eðli sínu ræktar- legur í bezta máta, fjölhæfur og góðum gáfum gæddum og góður liðsmaður samferðafólki sínu, glaður og reifur í viðmóti og var gjarnt að bregða fyrir sig góðlát- legri kímni. Það má með sanni segja að hann var léttur á fæti og léttur í lund. Hann var spengileg- ur á velli og hélt sig vel allt til síðustu ára og hafði ungs manns útlit sem var einskonar staðfest- ing á því að hann hafði uppskorið eins og til var sáð, hann var líka ljóða- og lagasmiður og mun nokkuð hafa fengist við þá iðju þó að hann léti lengstum lítt á því bera. Um þær mundir sem Gísli var sjötugur, fyrir réttum tveim árum, komu út söngvar eftir hann . Síðasta lag hans í bókinni er við ljóð séra Matthíasar: Dæm svo mildan dauða, drottinn þínu barni, rins og léttu laufi, lyftir blær frá hjarnf, eins og lftill lækur, Ijúki sfnu hjali, þar sem lyttn í leyni, lixxur marinn svali. Þetta skyldi spilað hægt og mildilega og þannig lauk Gísli jarðvist sinni. Góður vinur er kvaddur hinztu kveðju og sálu hans beðið blessunar á nýrri vegferð. Benedikt Bjarnason. Vörður F.U.S. á Akureyri: Björn Arnviðarson kjörinn formaður AÐALFUNDUR Varðar, íélags ungra sjáifstæðismanna á Akur- eyri var nýlega haldinn. Fráfar- andi formaður, Gísli Sigurgeirs- son ritstjóri, baðst undan endur- kjöri, og var formaður kjörinn Björn Jósef Arnviðarson lögfræð- ingur. Aðrir 1 stjórn voru kosnir: Erlingur Óskarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Bjarni Árnason, Helgi Már Barðason, Svavar Jóns- son og Jón Oddgeir Guðmundsson. Fyrirhuguð er fjölbreytt starf- semi Varðar F.U.S. í vetur, en félagið hefur um árabil verið eitt líflegasta félagið innan Sambands ungra sjálfstæðismanna, og oft gengist fyrir fjölbreyttri starf- semi, bæði eitt sér og í samvinnu við önnur félög sjálfstæðisfólks á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.