Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Stuðlað verði að launahvetj- andi kerfum Ályktun um atvinnumál Fundur í Verkalýðsráði Sjálf- stæðisflokksins haldinn að Hellu 14. og 15. október 1978 telur óhjákvæmilegt, aö íjerðar séu raunhæfar tímasettar áætlanir um uppbyggingu atvinnulífs í landinu, þar sem m.a. sé tekið tillit til eftirfarandi þátta: 1. Tryggðar séu framfarir, ann- ars vegar á grundvelli sjávarút- vegs og annarra hefðbundinna atvinnugreina og hins vegar hvers konar iðnaðar, sem hagnýti orku- lindir landsins, sérstök hráefni þess og verkþekkingu landsmanna. 2. Verkmenntun, raunvísindi og rannsóknir í þágu atvinnuveganna verði efld eftir föngum. Unnið verði markvisst að víðtækri vís- indalegri könnun á náttúruauð- lindum landsins og á hvern hátt megi bezt hagnýta fiskimið, vatns- og hveraorku, gróðurmold og önnur náttúruverðmæti til að tryfíKja og bæta afkomu þjóðar- innar. 3. Haldið verði áfram virkjunum með byggingu stórra raforkuvera, sem verði hagkvæmur aflgjafi fjölþætta atvinnurekstrar og sjái heimilum landsins fyrir nægri ódýrri raforku. 4. Áherzla verði lögð á aukna framleiðni atvinnuveganna, með hagræðingu, hagkvæmum stofn- lánum og eigin fjármagnsmyndun þeirra, sem geri þeim mögulegt að nýta hráefni á sem hagkvæmastan hátt og bæti kjör starfsmanna þeirra. Nauðsynlegt er að kynna vel öll áform um hagræðingu fyrir launþegum svo ekki komi til árekstra að óþörfu. Þá verði og kannaður til hlítar aðstöðumunur atvinnurekstrar málmiðnaðarfyr- irtækja annars vegar og bygging- ariðnaðarfyrirtækja hins vegar. 5. Stuðlað verði að launahvetj- andi kerfum, sem allir njóti góðs af, launþeginn, neytandinn, at- vinnureksturinn og þjóðarbúið. 6. Einkaframtak sé örvað og sem flestum veitt aðstaða til aðildar að atvinnurekstri og komið verði á eftirliti með útlánum peninga- stofnana þar sem tekin séu mið m.a. af arðsemi. Sveitarfélögum og atvinnufyrirtækjum sé jafnframt tryggð nauðsynleg fjárhagsaðstoð, þegar tímabundið atvinnuleysi og efnahagsörðugleikar steðja að. Fullt tillit verði ævinlega tekið til félagslegra viðhorfa. 7. Tryggt sé að sérhver maður eigi kost á starfi, sem veiti lífvænlega afkomu, hóflegan vinnutíma og öryggi þeim, sem sökum elli eða skertrar heilsu geta ekki sjálfir séð sér farborða. Harmar ráðstefnan þær fréttir að stór atvinnufyrirtæki hafi sagt upp starfsfólki sínu, sem komið er á ellilífeyrisaldur. Þannig samþykkt 15. október 1978. Guómundur H. Garóarsson: Skattheimtan má ekki ganga of nærri tekjum eða eignum Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, ræddi um skatta- málin og vinstri stjórnin. í upphafi ræðu sinnar skýrði hann eðli og tilgang skattheimtu og nauðsyn hennar með tilliti til stjórnsýslu og samneyzlu. Rakti hann síðan stefnu íslenzkra stjórnmálaflokka í skattamálum og vakti athygli á því, að vinstri flokkarnir þrír, Alþýðubandalag- ið, Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn, hefðu ætíð reynt að nota skatta sem tæki til beinnar og óbeinnar tilfærslu á eignum frá einstaklingum til hins opinbera. Sjálfstæðisflokkurinn hefði hins vegar á stefnuskrá sinni að skattheimta ætti að miðast við tekjuþörf hins opinbera og bæri að halda henni innan þeirra marka að eigi væri gengið of nærri tekjum manna og eignum. Taldi Guðmundur að eigi hefði tekist sem skyldi að hamla á móti vexti opinbera geirans. Væri nú svo komið að ofvöxtur hans stefndi eðlilegri atvinnustarfsemi í landinu í geigvænlega hættu. Skattaálögur í einu eða öðru formi vegna hins opinbera væru orðnar það miklar að einstaklingar og grundvallaratvinnugreinar fengju ekki lengur staðið undir þeirri byrði sem á þessa aðila væri lögð. I þessu sambandi vakti Guð- mundur athygli á, að nú væru um 15.000 opinberir starfsmenn í landinu. Væri það líklegast fjórði hver starfandi maður ef miðað væri við ársvinnu. Fjárlög væru orðin helmingi hærri en árlegt verðmæti heildarvöruútflutnings. Til skamms tíma voru þessar upphæðir svipaðar. Og hér áður fyrr hefðu fjárlögin verið mun lægri. Af þessu sagði Guðmundur að m.a. mætti marka á hve alvarlegu stigi þróun mála í þessum efnum væri. Vegna hiiís gífurlega greiðslu- þunga er hvílir á þjóðinni i heild vegna opinbera geirans, er verið að sníða grundvallaratvinnuveg- um þjóðarinnar of þröngan stakk. Ef lengra væri gengið í þessum efnum eins og núverandi vinstri stjórn gerði væri efnahagslegu sjálfstæði einstaklinga og þjóðar stefnt í bráða hættu. Fólk yrði að bregðast hart við og veita þeim stjórnmálamönnum og flokkum öflugt viðnám sem hygðust með skattheimtu og ríkisrekstri þjóð- nýta fyrirtæki landsmanna og eyðileggja sjálfstæðan eigna- grundvöll fjöldans. Magnús L. Sveinsson: Efnahagsráóstafanir ríkis- stjórnarinnar blekkingarvefur Magnús L. Sveinsson fjallaði um kjaramál og síðustu aðgerðir stjórnvalda í ræðu sinni á ráð- stefnu Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins að Hellu um sl. helgi. Sagði hann í upphafi ræðu sinnar að svo virtist sem sumir ráðherra ríkisstjórnarinnar hefðu ekki gert sér grein fyrir einföldustu stað- reyndum við lagasetninguna er tók gildi 11. september sl. og því sé ekki að undra þótt almenningur eigi erfitt með að átta sig á því sem raunverulega sé að gerast í efnahags- og kjaramálum þjóðar- innar um þessar mundir. Síðan sagði Magnús: „I stað kröfunnar um „samningana í gildi“ þegar fyrrverandi ríkis- stjórn var við völd, krafan er orðrétt þannig í þjóðviljanum 30. júní sl.: „Afstaða Alþýðubanda- lagsins er sú, að samningar launþegahreyfingarinnar um kaup og kjör verði settir í fullt gildi strax 1. september n.k.“, geysast þessir aðilar nú fram á völlinn, hvar sem þeir kom því við og alveg sérstaklega innan verkalýðshreyf- ingarinnar og gerast aðaltals- menn fyrir kröfu núverandi ríkis- stjórnar um „samningana að hluta í gildi“. Síðar í ræðunni vék Magnús L. Sveinsson að skattamálum og sagði að Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag hefðu í málflutn- ingi sínum lagt á það áherzlu að nú þegar væri alltof langt gengið í skattaáþján á almenning og yrði að hverfa frá þeirri óheillaþróun, sem fyrrverandi ríkisstjórn hefði látið viðgangast með skattaálög- um á einstaklinga og fyririæki. „En hvað skeður?" spurði Magnús. „Er dregið úr skattlagningu á einstaklinga og fyrirtæki með aðgerðum núverandi ríkisstjórn- ar? Nei, enn eru lagðir á skattar og nú gengið lengra en áður hefur þekkst, með því að skattheimtan er látin virka aftur fyrir sig þ.e.a.s. að skattar eru lagðir á tekjur sl. árs, sem búið var að skattleggja og tilkynna mönnum hversu mikla skatta þeir skyldu greiða. Þá er vörugjald af ýmsum vörum, þar með talið nauðsynja- vörum, hækkað úr 16% upp í 30%. Einmitt á vörum sem ekki eru taldar í vísitölunni og verður hækkunin því ekki bætt með hækkun kaupgjaldsvísitölunnar." Þá benti Magnús á að erfitt væri að segja fyrir um hvaða áhrif þessar aðgerðir hefðu á kaupmátt launa, en það lægi ljóst fyrir að þeir sem hærri tekjur hefðu nytu ekki síður niðurfellingar sölu- skatts og niðurgreiðslu á landbún- aðarvöru, en þeir sem lægri laun hefðu. „Mér sýnist því að þegar á heildina er litið að þá sé um ótrúlega mikinn blekkingarvef að ræða hjá núverandi ríkisstjórn með þeim efnahagsráðstöfunum, sem hún hefur nú boðað alþjóð með lagasetningu," sagði Magnús, og í Iok ræðu sinnar sagði hann: „Myndun núverandi ríkisstjórn- ar er eðlileg afleiðing af afstöðu fólks við kjörborðið. Við skuium því gefa þeim hæfilega langan tíma til að láta reyna á kosninga- loforðin um ráð þeirra við þeim efnahagsvanda, sem þjóðin hefur búið við mörg undanfarin ár. Við skulum halda uppi fullri gagnrýni á það sem við teljum gagnrýnis- vert og við skulum fylgjast vel með þeim efndum þeirra á öllum loforðum fyrir kosningar. Þeir hafa þegar svikið stóru orðin um samningana í gildi og að létta skattabyrðina. Eftir því hefur verið tekið, Af verkunum verða þeir dæmdir þegar almenningur hefur í raun fundið fyrir því að axla þunga byrði svika þeirra á fögrum loforðum þeirra fyrir kosningar sem voru að mestu blekkingar og gefin án betri vitundar." Sigurður Óskarsson: Duglegum einstaklingum, sem vilja skara framúr, er fyrirmunað það Sigurður Óskarsson fram- kvæmdastjóri Verkalýðsfélaganna í Rangárþingi ræddi um atvinnu- mál og eftir að hafa rætt nokkuð um breytingar síðustu áratuga á atvinnuháttum sagði hann að atvinnurekstur í iðnaði, land- búnaði og verzlun væri í dag með þeim hætti, að kalla mætti það fífldirfsku að nokkur „hætti sér út í að veita fyrirtækjum í þessum greinum forstöðu". Sigurður sagði, að þrátt fyrir að , menn hefðu útskrifast sem tækni- fræðingar, viðskipta- og hagfræð- ingar og verkfræðingar dytti mönnum með þá menntun ekki í hug að stofna til sjálfstæðs atvinnurekstrar og sagði ástæð- urnar þessar: „Það er vegna þess, að allt ráðslag í okkar þjóðfélagi er orðið með þeim hætti að duglegum einstaklingum sem vildu bjarga sér og skara framúr, sjálfum sér- og öðrum sem hjá þeim starfa til heilla, þeim er fyrirmunað það. Mönnum, sem vilja njóta krafta sinna og dugnaðar á Islandi í dag, er fyrirmunað það. Þetta virðist hafa verið að þróast í þessa átt undangengin ár. Hvaða flokkar hafa farið með stjórn virðist engu skipta. Aukin skattpíning og opinber' íhlutun í atvinnustarf- semi hefur takmarkað sjálfstæði einstaklinganna og þeirra félaga. Vænlegasta leiðin til áhyggju- lítillar framtíðar fyrir einstakl- inginn sem hefur vegabréf upp á velferðarþjónustuna, m.ö.o. embættispróf, var í gær, er í dag, og verður trúlega á morgun sú að gerast tannhjól í sálarlausri og hugmyndalega vanaðri ríkis- maskínunni." Síðar í ræðu sinni ræddi Sigurð- ur Óskarsson um stöðu og stefnu Sjálfstæðisflokksins: „Flokkurinn okkar, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefur verið sterkasta aflið í íslenzku stjórnmálalífi síðustu áratugi. Eg tel að því miður hafi hann brugðist skyldu sinni við flokksmenn sína og við þjóðina að málum skuli vera svo háttað sem nú er. Við skulum viðurkenna þetta svo við verðum færir um það, sjálfstæðismenn, að breyta stefnu þeirri sem fylgt hefur verið í efnahags- og at- vinnumálum undir sterkri stjórn Sjálfstæðisflokksins. Sú stefna sem ég er að tala um hefur aukið umsvif ríkisbáknsins og ýmissa ríkisstofnana svo að þriðjungur þjóðarinnar hefur nú af því fullar tekjur að starfa við það sem þjóðinni er ónauðsynlegt og jafn- vel til óþurftar. Þriðjungur af þjóðinni og allt of margir úr þeim stóra hópi með alltof há laun, allt of mikil hlunnindi tengd starfinu eru þjóðinni ónauðsynlegir og því til óþurftar, því að vegna þessara þurfalingastarfa er ekki neitt aflögu til þess að heilbrigður atvinnurekstur við framleiðsluat- vinnuvegina og nauðsynlega þjón- ustu megi dafna á eðlilegan hátt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.