Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 23 „Ríta” gerir usla á Filippseyjum Manila, 27. okt. AP. FELLIBYLURINN Rita olli miklum flóðum á stórum svæðum á Filippseyjum í nótt og stefndi síðan á meginland Kína með ofsa- hraða. Að minnsta kosti 20 hafa beðið bana á Filippseyj- um og eignatjón og tjón á uppskeru er metið á að minnsta kosti tvær milljónir dollara. Fréttir hafa ekki borizt enn fra mörgum svæðum á Klar leitað í V-Berlín Berlín, 27. okt. AP. Reuter. VEGABRÉFSEFTIRLIT var aukið í dag á járnbrautarstöðv- um í Vestur-Berlín og á Teg- el-flugvelli vegna frétta um að hryðjuverkamaðurinn Christian Klar hefði sézt fara frá Austur-Berlín til vestur- hluta borgarinnar. Klar er eftirlýstur vegna morðanna á Siegfried Buback ríkissaksóknara, Jiirgen Ponto bankastjóra og Hanns-Martin Schleyer iðnrekanda. Jafnframt skýrði innanríkis- ráðherra Vestur-Þjóðverja, Gerhart Baum, frá því í Róm, að vestur-þýzkir vinstriöfga- menn og hryðjuverkamenn hefðu nána samvinnu við palestínska skæruliðahópa og einnig írakska. Skýrt var frá því í Róm að útvarpað yrði í ítalska útvarp- inu innan skamms öllum sím- hringingum Rauðu herdeild- anna til fjölskyldu og vina Aido Moros fyrrverandi forsætisráð- herra áður en hann var veginn. austanverðri eynni Luzon, stærstu eyju Filippseyja, svo að líklegt er að enn fleiri hafi farizt. Samkvæmt fyrstu fréttum hafa um 10.000 hús eyðilagzt að öllu eða ein- hverju leyti af völdum flóða sem fylgdu í kjölfar Rítu. Vindhraðinn var allt að 150 km á klst. Samkvæmt upplýskngum velferðarráðuneytisins hafa 69.786 manns misst heimili sín á Manila-svæðinu og í fimm héruðum í austur- og miðhluta Luzon. Um sjö milljónir manna búa á höfuð- borgarsvæðinu. Harðast úti urðu tvö iðnað- arhverfi í útjöðrum Manila, Marikina og Mandaluyong. Þrír fjögurra sem biðu bana í Mandaliyong drukknuðu í flóðum. Vatnið náði upp á þök húsa sums staðar á hverfinu. Á sumum svæðum á Mið- Luzon sem eru undir vatni er vatnið einn og hálfur metri og þyrlur flughersins hafa bjargað fjölda manns, sem hefur hafzt við á húsþökum, og varpað niður matvælum. Vélbátar eru einnig notaðir við björgunarstarfið. ERLENT Þota hrapar nálægt skóla Tucson, Arizona, 27. okt. Reuter. ÞÚSUNDIR barna hlupu hróp- andi í skjól þegar bandarísk herþota steyptist til jarðar náiægt skóla í Tucson, Arizona, í dag og varð kona í bifreið að bana. Flugmaðurinn, Rick Ashler höfuðsmaður, bjargaði sér í fallhlif og gekk í rólegheitum inn á næstu lögreglustöð þar sem hann fékk kaffisopa. Þotan var af ferðinni Corsair og kom til jarðar á götu milli gagnfræðaskóla og leikvallar hans þegar nemendurnir voru í matar- hléi. Mikill eldur kom upp og einn nemendanna sem flúði í ofboði þegar hann sá þotuna steypast til jarðar sagði: „Hávaðinn var eins og þegar stór vörubíll steyptist niður af húsaþaki." Konan, sem fórst, beið bana þegar bíll hennar rakst á flakið. Farþegi heiinar fékk brúnasár og að minnsta kosti þrír aðrir, þar á meðal 13 ára gömul stúlka, slösuðust. Slysið varð örfáum metrum frá geymum með um 64.000 lítrum af benzíni. Þetta gerðist 1971 — Neðri málstofan sam- þykkir inngöngu Breta í EBE. 1962 — Krúsjeff fyrirskipar brottflutning eidflauga frá Kúbu. 1958 - Jóhannes páfi XXIII kjörinn. 1937 — Spænska stjórnin flutt til Barcelona. 1922 — Hergangan til Rómar. 1917 — Orlando forsætisráð- herra ítala. t061870 — Strassborg gefst upp fyrir Prússum. 1867 — Landganga Frakka í Civita Vocchi, Ítalíu. 1866 — Frelsisstyttan í New York vígð. 1708 - Karl XII af Svíþjóð tekur Mohilev og ræðst inn í Úkraínu. 1497 — Hans Danakonungur sigrar Svía í Brunkenberg-orr- ustunni og sækir inn í Stokk- hólm (verður konungur Dana, Norðmanna og Svía). 1492 — Kólumbus finnur Kúbu. Afmæli dagsinsi Jonas Salk, bandarískur vísindamaður (1914— —) — Evelyn Waugh, brezkur skáldsagnahöfundur (1903—1966) — Maurice Saxe greifi, þýzkur marskálkur (1696-1750). Innlcnti Heimastjórnarmenn komast í meirihlutaaðstöðu í kosningum 1911 — Vígður Magnús biskup Einarsson 1134 Teng Hsiao-ping tekur sallarólegur við útvarpstæki í heimsókn í verksmiðju nálægt Tokyo. Með tækinu fékk hann upplýsingar og þýðingar á því sem hann var fræddur um. Callaghan hélt tveimur sætum London, 27. október — Reuter STJÓRN Verkamannaflokksins i Bretlandi hélt tveimur þingsæt- Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Apena Berlín BrUssel Chicago Frankfurt Genf Helsinki Jóhannes.b. Kaupmannah. Lissabon London Los Angeles Madríd Malaga Miami Moskva New York Ósló Palma, Mallorca París Reykjavík Róm Stokkh. Tel Aviv Tokyó Vancouver Vínarborg 4 skýjað 14 skýjað 17 heiðakírt 8 skýjað 14 skýjað 11 skýjað 11 rigning 15 sólskin 4 heiðskírt 22 skýjað 10 skýjað 25 sðlskin 16 skýjað 24 heiðskírt 22 heiðskírt 21 lóttskýjað 27 skýjað 8 sólskin 19 skýjaó 8 skýjaó 23 ióttskýjaó 15 skýjaó 4 skýjað 19 sólskin 10 skýjaó 26 skýjað 22 skýjaó 11 skýjaó 9 heiðakírt um í aukakosningum sem fóru fram í gær og úrsiitin verða stjórninni mikill styrkur á næstu mánuðum sem verða henni erfið- ir. Mesta athygli vekur, að stjórn- in hélt skozka þingsætinu Ber- wick sem var vafakjördæmi og íhaldsflokkurinn taldi að hann gæti unnið af Verkamanna- flokknum. Meirihluti Verkamannaflokks- ins minnkaði að vísu um helming í kjördæminu Pontefract á Norð- ur-Englandi, en kjörsókn var lítil. Aukakosningarnar fóru fram vegna fráfalls tveggja þingmanna Verkamannaflokksins. Úrslitin gefa enga vísbendingu um hvernig næstu þingkosningum mun lykta, en Verkamannaflokkurinn er sigri hrósandi yfir því að hafa haldið Berwick. Hinn nýi þingmaður Verka- mannaflokksins í Berwick, John Home Robertson, sagði: „Þetta eru glæsileg úrslit fyrir stjórnina og meiri háttar stuðningsyfirlýsing við stefnu hennar." Byssumanni nád eftir eltingarleik West Bromwich, 27. október. AP. MAÐUR sem er talinn hafa gengið berserksgang og skotið f jóra til bana og sært fimm var handtekinn í dag eftir mikinn eltingarlcik um allt Norð- ur-England. Maðurinn gekk berserks- gang í iðnaðarborginni West Bromwich. Bíll hans sást í morgun og iögreglan hóf elt- ingarleikinn. Billinn var eltur mörg hundruð kílómetra vega- lengd og oft var ekið á allt að 160 km hraða. Bíll byssumannsins kom að lokum æðandi inn í Buxton, rólegan bæ í Derbyshire, þar sem bæjarbúar voru í búðar- ferðum. Bíllinn var á röngum vegarhelmingi og rakst á aðal- verzlunarmiðstöðina. Byssumaðurinn steig út, veif- aði skammbyssu og stökk upp á lögreglubíl sem elti hann. Um 100 skólanemendur sem voru í gönguferð stóðu stjarfir og horfðu á það sem gerðist úr 10 metra fjarlægð. Vopnaði maðurinn stökk upp í lögreglubíl og reyndi að aka á brott en lögreglumenn stukku inn í bílinn á eftir honum, afvopnuðu hann og handjárn- uðu. Maðurinn hlýtur að hafa sagt lögreglunni að hann hefði haft eitthvert sprengiefni í bíl sínum því að lögreglan hreinsaði göt- una af öllu fólki sem þar var að verzla, að því er sjónarvottur sagði. Hins vegar fannst engin sprengja. Maðurinn var færður á lögreglustöðina í Buxton. Bandarískt mútu- mál í Egyptalandi — D. Halldór Brynjólfsson biskup 1752 — Erlendur Plma- son í Tungunesi 1888 — „Nýja dagblaðið" hefur göngu sína 1933 — Kísiliðjan við Mývatn afhent til tilraunareksturs 1967 — Viðræður við Vestur-Þjóð- vcrja í Reykjavík 1967. Orð dagsinsi Leikarar eru einu heiðarlegu hræsnararnir — William Hazlitt (enskur gagn- rýnandi 1778-1830). Kaíró, 27. október. AP. MUSTAFA Khaiil, forsætisráð- herra Egyptalands, hefur beðið ríkissaksóknara að undirbúa málshöfðun gegn fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, Ahmed Sultan, vegna fréttar í Washing- ton Post um að hann hafi þegið 322.000 dollara í mútur frá bandaríska fyrirtækinu Westing- house Electric að sögn blaðsins Al Ahram. sem er hálfopinbert. Washington Post segir að Sult- an hafi fengið greiðslurnar frá Westinghouse fyrir að útvega fyrirtækinu samninga að verð- mæti 30 milljónir dollara. A1 Ahram segir að beðið sé skjala frá Washington áður sem Sultan verði sóttur til saka. Sultan var orkumálaráðherra í átta ár og vék úr stjórninni fyrr í þessuin mánuði. Bandaríska dómsmálaráðu- neytið hefur sagt að fyrirtækið Westinghouse hafi ákveðið að játa sig sekt af 30 ákæruatriðum um lygar um erlendar greiðslur og að það verði dæmt í 300.000 dollara sekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.