Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 33 Margrét Þorsteinsdóttir frá Skipalóni — 80 ára Skelfing er ég fegin að Magga mín á Lóni er á sínum stað og getur glaðst með glöðum þrátt fyrir 80 ár að baki. En auðvitað heitir hún ekki Magga heldur Margrét og og er fædd að Möðru- völlum í Hörgárdal 28/10 1898. Stjórnuðu foreldrar hennar þá búi fyrir Hjaltalín, skólastjóra, en þau voru hjónin Gunnlaug Gunnlaugs- dóttir og Þorsteinn Daníelsson, bjuggu þau hjón lengst af á eignarjörð sinni Skipalóni, eða Lóni eins og það er kallað í daglegu tali. Þorsteinn var náinn ættingi Þorsteins Daníelssonar eða Daníelsens, þess er gerði garðinn frægan á Lóni á öldinni sem leið. Var hann, sem kunnugt er frægur kirkju- og skipasmiður, auk þess sem hann var einn mestur athafnamaður á norður- landi, og þó víðar væri leitað. Gunnlaug móðir Möggu ólst upp á Lóni. Móðir hennar hét Ragnheið- ur Einarsdóttir. Kom hún sem kornabarn að Lóni eitt haustkvöld í myrkri og slagviðri. Maður innan úr Kræklingahlíð, hafði verið sendur með litla barnið, sem átti að fara í fóstur út í Ytra-Kot. Vegna óveðurs vildi Daníelsen húsbóndi ekki lána ferjuna yfir ána um kvöldið, og bauð þeim gistingu. Um morguninn bjóst næturgesturinn til ferðar, en þá tók Daníelsen til sinna ráða og sagði, að best væri að skiija litlu stúlkuna eftir, hann skyldi sjá um hana. Varð því barnið eftir á Lóni og ólst þar upp sem dóttir þeirra Daníelsenshjóna. Giftist hún síðar einum skipstjóra Daníelsens, Gunnlaugi að nafni Gunnlaugs- syni. Vorið 1864 fórst skip Gunn- laugs í miklu óveðri með allri áhöfn. í maí sama vor fæddist Gunnlaug og var heitin eftir föður sínum. Ragnheiður var kyrr á Lóni og vandað var til uppeldis litlu stúlkunnar, gekk Gunnlaug í Laugalandsskóla þegar fram liðu stundir, bjó hún að þeirri skóla- göngu alla ævi að hún sagði. Ragnheiður á Lóni var falleg kona og miklum mannkostum búin. Eg hef líklega verið fjögurra ára, þá var ys og þys mikill í Möðruvallabæ. Fólkið var að búa sig á ball að Lóni. Foreldrar mínir og Valtýr bróðir minn voru ferðbúin. Þá kom Olafur minn Davíðsson, sem um þær mundir var athvarf mitt og uppalandi og sagði: Hulda verður líka að fá að fara á ballið." Ég var dubbuð upp og dúðuð í skyndi og Ólafur reiddi mig á hnakknefinu út í Lón. Heiðríkt var og tunglskin, Ennþá man ég hvað ég hreifst af birtunni, Frjálslyndi, framsókn og sálar- jafnvægi vinar míns Ingólfs Jóns- sonar skálds og rithöfundar frá Prestbakka, hefir mér ætíð virst vera á hærra stigi, en margra annarra sem ég hefi þekkt. And- legur vinur og félagi hugsjóna minna, góðgjarn vitur og fróður, það birtir fyrir augum, þegar ég þegar í hlað kom að Lóni. Ljós var í hverjum glugga og veðrið svona bjart. Hvílík dýrð. Ólafur fór með mig stundarkorn út í danssalinn, sem var pakkhús og stóð austan við hlaðið gegnt bæjarhúsunum. Það stóð naumast til, að ég tæki virkan þátt í fagnaðinum í dans- salnum, en Ólafur vildi að ég kynntist sem flestu, þótt ung væri, og enn man ég seiðandi tóna harmónikunnar og dillandi dans- inn, þó langt sé um liðið. Leið okkar Ólafs lá nú inn í baðstofu, þar var Magga yngsta barnið á bænum. Lékum við okkur saman allt kvöldið að gullunum hennar. Þarna hófust ckkar fyrstu kynni og síðan hefur mér þótt vænt um Möggu. Hún var glöð og elskuleg lítil stúlka, og þó árin hafi færst yfir hafa þau furðu lítið breytt henni, sama glaðværðin og hjarta- hlýjan fylgja henni, öllum vildi hún gott gera og skapið var einstakt. A æskuárum hittumst við oft, Magga kom til kirkju að Möðruvöllum og við lékum okkur eftir messu. Eftir að flutt var til Akureyrar fékk hún stundum að skreppa í kaupstaðinn og þá notuðum við tækifærið og deildum geði saman. Fór ávallt vel á með okkur. Magga var mjög kærkomin gestur, það var óhætt að masa við hana, eins og ungum stúlkum er títt, það fór ekki lengra. Sumarið 19Í9 var ég í kaupa- vinnu á Lóni í þrjár vikur, var að vinna fyrir fóðri handa hesti, sem ég átti. Þessi kaupavinna var mér til mikillar gleði. Ég kom að Lóni á sunnudagskvöldi, seint á tún- slætti, var tekið á móti mér með mestu blíðu. Allskonar kræsingar voru á borð bornar, því Gunnlaug átti jafnan góðan mat í búri sínu. Aliðið var kvölds, þegar mér var vísað til sængur frammi í stofu. Mér fannst alltaf sérstakur virðugleiki yfir stofunni á Lóni og raunar öllum húsum, sem Daníel- sen hafði byggt þar, fyrir um 100 árum. Þá voru 100 ár í augum ungrar stúlku heil eilífð. Gunnlaug kom með bók og lagði á borðið hjá mér með þeim ummælum, að ég skyldi lesa hana, hún væri svo skemmtileg, og svo bætti hún við, „þú þarft ekkert að flýta þér á fætur í fyrramálið, sofðu bara eins lengi og þú getur.“ Mig rak í rogastans, ég vissi ekki annað en kaupafólk væri rifið upp eld- snemma yfir sláttinn, en svona var Gunnlaug. En nú minntist ég orða móður minnar, er ég kvaddi hana um morguninn: „Mundu nú eftir að standa þig vel í kaupavinnunni, og láta engan bilbug á þér finna, rifja upp samverustundir okkar, og rifja upp vegna sextugsafmælis hans. Ingólfur er fæddur á Kvenna- brekku í Miðdölum Dalasýslu. Foreldrar hjónin frú Guðlaug Bjartmarsdóttir frá Neðri-Brunná í Dalasýslu og séra Jón alþingis- maður, fýrr.v. skólastjóri og skjalavörður, fræðimaður, Guðna- son frá Ospaksstöðum, Staðar- hreppi, V.-Hún. Ingólfur lauk kennaraprófi 1940 og hefir helgað líf sitt að mestu leyti kennslustörfum við miklar vinsældir og einlæga þrá að víkka sjóndeildarhring nemenda sinna. Þýðingarmætt fyrir alla aðilja, varanleg og mikilsvirði. Vinur minn er mikilmenni og góður maður, það lýsir sér mjög vel í hinum fjölmörgu barnabókum hans, sem eru ljóst og skipulega ritaðar. í einkalífi er Ingólfur hamingju- maður á hina ágætustu eiginkonu frú Margréti kennara frá Reykja- bóli í Skagafirði. Sendi ég þeim hjónum innileg- ustu heillaóskir. Helgi Vigfússon þó þér þyki vinnan erfið. Um morguninn höfðu orð mömmu vinninginn, þó freistandi væri að lúra. Heyskapurinn gekk eftir öllum vonum. Þá voru engar vélar, , fólkið kepptist við með gömlu verkfærunum. Farið var á engjar og allt lék í lyndi. A kvöldin þegar komið var af engjum var spilað og sungið, því orgel var á Lóni. Þorsteinn bóndi veiddi silung i ánni og vel var skammtað. Þegar vel veiddist skrapp hann inn í kaupstað með silung og gaf kunningjunum. Það var svo bless- unarlega lítið hugsað eða talað um peninga á Lóni, greiðvikni var þar mikil, en lítið hugsað um endur- gjald, eftir því sem mér virtist. Kemur mér oft í hug vísan hans séra Matthíasar, þegar ég hugsa til Lónsfólksins: „Hver sem á himneska auðinn frá honum stelur ei dauðinn. Þó eigi hann ekki'á sig kjólinn, er hann samt ríkari en sólin.“ Systkinin á Lóni voru þrjú. Gunnlaugur var elstur. Hann fór ungur til Reykjavíkur og veitti um skeið kaffihúsinu Asbyrgi for- stöðu, það var í Kirkjustræti 4. Var það eitt með fyrstu kaffihús- um í bænum. Síðan fór hann til Danmerkur og gerðist blaðamaður í Árósum. Hann þótti vel gefinn, sérstakt lipurmenni, ijúfur í skapi og hinn mesti fagurkeri. Kunnug kona, sem var um langt árabil samtíða honum í Árósum lét mikið af vinsæidum hans þar í borg. Kom það best fram við jarðarför hans, sagði hún. Þar var mikið fjölmenni, fjöldi prúðbúinna kvenna fylgdu honum til grafar, og aldrei höfðu sést þar fyrr svo margir pípuhattar við jarðarför. Mikil erfisdrykkja var að lokinni athöfninni á veitingahúsi því sem Gunnlaugur var um langt árabil tíður gestur. Hinn bróðirinn hét Þorsteinn, fór hann til smíðanáms 16 ára unglingur til Akureyrar, en var oft með annan fótinn heima á Lóni og veitti foreldrum sínum margvíslegan stuðning. Þorsteinn stundaði smíðar alla ævi. Hann var ákaflega söngvin eins og þau systkini öll. Söngfélagið Geysir átti þar öflugan liðsmann, þar sem Þorsteinn var. Veit ég ekki betur Rannsókn á viðhorfum til hamlaðra á vinnumark- aðinum, sem gerð var að tilhlutan endurhæfingar- ráðs og unnin af þeim Guðrúnu Jóhannesdóttur, Haraldi Ólafssyni og Þor- birni Broddasyni í Félags- vísindadeild Háskóla Is- lands, lauk með nýútkom- inni skýrslu. Er þar skýrt frá könnuninni, sem gerð var. En hún sýnir í stórum dráttum viðhorf ákveðins hóps til „hamlaðra á vinnumarkaðinum44. Um var að ræða 87 manna hóp, sem valinn var svo til af handahófi í 45 fyrirtækjum. Annars vegar voru 52 verkstjórar og atvinnurek- éndur, sem sáu um mannaráðning- ar og hins vegar starfsmenn. Alls komu fram 165 hamlaðir i könnun- inni og voru 107 ennþá við störf. Ekki voru allir þessir 107 stöðugir starfskraftar, þar sem stór hópur þeirra var áfengissjúklingar, sem margir hverjir mættu óreglulega, eins og segir í samantekt aftast í skýrslunni. Áfengissjúklingarnir valda því smáskekkju. Athyglisvert þótti hve margir fá aðstoð við útvegun atvinnu eða 72%. Þáttur hinna ýmsu stofnana s.s. spítala og skóla er greinilega mjög mikill á þessu sviði (41%) en húsið „Lón“ á Akureyri hafi verið nefnt því nafni til heiðurs honum. Meðal kunningja og vina var hann alltaf kallaður Steini frá Lóni. í minni æsku., spilaði hann á flestum böllum á Akureyri og var eftirsóttur „musikant". Steini var hvers manns hugljúfi, vildi allra greiða gera, enda vinsæll með afbrigðum. Á æskuárum leitaði Margrét sér menntunar, bæði á Akureyri og Reykjavík, en lengst af var hún heima á Lóni hjá foreldrum sínum og var þeim stoð og stytta, og ömmu Ragnheiði. Hún var lík bræðrum sínum, ljúf í lund og vildi greiða götu samferðafólksins eftir mætti. Bókelsk var hún eins og mamma hennar og mikill dýravin- ur. í febrúar 1928 giftist Magga Sigurjóni Kristinssyni, sem var ættaður úr Skagafirði. Bjuggu þau á Lóni í 19 ár. Hún var svo lánsöm að geta á þessum árum veitt foreldrum sínum öruggt athvarf, þegar aldur færðist yfir þau. Gunnlaug lést árið 1934 og Þor- steinn 7 árum síðar. Þau hjón eignuðust 7 börn, 5 dætur og tvo syni, eru þau öll mesta myndar- fólk. Eru dæturnar allar vel giftar, Björg á fyrir mann Árna Ingólfs- son, stýrimann, búa þau á Akur- eyri. Gunnlaug fór til Ameríku til framhaldsnáms í hjúkrun, stað- festi þar ráð sitt, giftist þar sérstaklega þegar um er að ræða andlega hamlaða. Starfsemi starfsdeildar Öskjuhlíðarskólans er til mikils sóma á.því sviði og verðugt framtak segir þar. Enn- fremur er þáttur vina og ættingja stór eða 31 %, en óvíst að hann sé stærri en almennt gerist og gengur á vinnumarkaðinum, þar sem samanburðartölur eru ekki fyrir hendi. Það kom greinilega í ljós, að viðhorf til hamlaðra var mjög mismunandi eftir því hvers eðlis hömlunin var. Þeir sem höfðu setið inni (þ.e. félagslega hamlaðir) voru einna verst settir. Þar næst komu áfengissjúklingarnir, sem voru ekki vinsælir starfsmenn vegna óstöðugleika í vinnu. Þó var viðhorfið til þeirra sem einstakl- inga annað. Þar á eftir komu andlega hamlaðir, sem í mörgum tilvikum voru taldir annars flokks starfsmenn. Viðhorfið til geð- veikra var oft óttablandið, niðr- andi og þeir teknir með fyrirvara. Hins vegar var í mörgum tilvikum talið að þroskaheftir gætu gert ýmislegt, værii þeim gefin tæki- færi og þeim stjórnað. Viðhorfið var einna jákvæðast til einstakl- inga, sem voru líkamlega hamlað- ir. Enginn neitaði líkamlega höml- uðum beint um vinnu. En húsnæði og vinnuaðstaða þeirra fyrirtækja, sem athuguð voru, virtust í yfirgnæfandi meirihluta ekki gera ráð fvrir starfsmanni í hjólastól (87% j. Robert Custis fasteignasala í Bandaríkjunum. Erla býr í Kefla- vík, hennar maður er Kjartan Sigurðsson útgerðarmaður. Ölína býr á Akureyri gift Óla Valde- marssyni, kjötiðnaðarmanni. Val- ur Valsson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbankans í Reykjavík er giftur yngstu systurinni Guðrúnu. Eldri bróðirinn Þorsteinn er látinn fyrir nokkrum árum, fórst hann í bílslysi, hann var kvæntur Önnu Jónsdóttur, ættaðri úr Reykjavík. Tómas er trésmiður og á heima á Akureyri. Árið 1947 fluttu þau Lónshjón með öll börn sín til Akureyrar. Um þær mundir voru að gerast miklar byltingar í landi voru, verið að snúa öllu við. Erfitt var að stunda einyrkjubúskap með mörg ung börn og húsbóndinn frekar heilsu- veill. Eftir 12 ára búsetu á Akureyri missti Magga mann sinn, og varð hún þá að vinna hörðum höndum, lengst mun hún hafa unnið í Stjörnu-apóteki. En bót var í máli að börn hennar reyndust henni mæta vel og hlý vinátta var ávallt meðal fjölskyldunnar. Mikið saknaði hún Þorsteins sonar síns, sem hafði verið henni svo eftirlát- ur og góður, en hún bjó lengi með sonum sínum, eftir að dæturnar fóru að heiman. Það er mikið þrekvirki að koma upp stórum barnahóp, við heldur knöpp kjör og halda jafnan gleði sinni, en það hefur Magga gert með miklum sóma. Enn hefur Magga það til að senda mér línu, hafa mörg bréf farið okkar á milli síðan ég hvarf af mínum æskuslóðum fyrir 55 árum síðan. Hún vissi, sem var, að ég hafði gaman af að frétta frá minni æskubyggð. Þökk sé henni fyrir það. Ég þakka Möggu vin- konu .minni góða vináttu og vona að árin sem eftir eru verði henni blessunarrík. Ellin verður mörgum erfið, en Magga hefur verið þeirri gáfu gædd að geta snúið flestu á betri veg. Vona ég að sú gáfa endist henni til leiðarloka. Börn- um hennar sendi ég einnig kærar kveðjur og vona að Lónslundin fylgi þeim og þeirra niðjum sem lengst. Ég óska ykkur öllum til hamingju með daginn. Almennt var talið að hamlaðir mættu afgangi við atvinnuum- sóknir og fyrir því ýmsar ástæður, svo sem slysahætta, samstarfs- fólkið, vélar og ekki sist lítil starfsþjálfun. í niðurlagi er sagt greinilegt, að þörf sé á markvissri stefnumörkun í endurhæfingu og þjálfun hjá hinu opinbera. Er þar fjallað um endurhæfingu, létta afþreyingar- vinnu, þjálfun og endurmenntun og verndaða vinnustaði. Eru taldir upp verndaðir vinnu- staðir á Stór-Reykjavíkursvæðinu: Múlalundur með 40 starfsmenn, en þar nutu á síðasta ári 50—60 manns endurhæfingar; Reykja- lundur með 40—50 manns í vinnu í plastiðnaði með 10—30 stunda vinnuviku; Tæknivinnustofa Öryrkjabandalagsins með 14 starfsmenn í vinnu og meginverk- efni samsetning og viðgerðir gjaldmæla í leigubifreiðar; Blindravinafélag Islands með 8—12 einstaklinga í vinnu við körfugerð o.fl. og Blindrafélagið með 11—12 við sams konar vinnu; Bergiðjan .við Kleppsspítala, þar sem 8 sjúklingar vinna við að steypa upp byggingareiningar og ste.vpumót ’og ennfreniur er þar hellusteypa og saumastofa. Á vegum Endurhæfingarráðs ríkis- ins er starfrækt skrifstofa, er annast starfs- og hæfnisprófanir, og nýlega tók til starfa á vegum Reykjavíkurborgar sérhæfð vinnu- miðlun fyrir öryrkja. Ingólfur Jónsson rit- höfundur - Sextugur Ilulda Á Stefánsdóttir J ákvæðast viðhorf til líkamlega hamlaðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.