Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 Guðni Ólafsson. skipstjórí og eigandi Gjafar VE 600. _ „Þettupassar upp á kíló hjá okkur” -sagði Guðni á Gjafari þegar hann kom með síðustu sildina í kvótann — Þetta passar upp á kíló hjá okkur held ég, sagði Guðni Ólafsson, skipstjóri á Gjafari VE 600, í rabbi við blaðamann Morgunblaðsins í Eyjum á fimmtudaginn. Gjafar var þá eitt þriggja hringnótaskipa, sem fyllt hafði kvóta sinn, 210 tonn. Þá höfðu einnig Hrafn Svein- bjarnaraon og Seley lokið við sinn skammt. — Við byrjuðum á sildinni 7. október og þetta er í sjötta sinn, sem við löndum, segir Guðni. — Við erum núna með rúmar 500 tunnur og ég held að það sleppi akkúrat í kvótann. Guðni segir að hann sé algjörlega sammála hugmynd- um sjávarútvegsráðuneytisins um að kalla inn leyfi þeirra hringnótabáta, sem ekki verða byrjaðir veiðarnar í byrjun nóvember og auka að sama skapi við kvóta hinna. — Ef við lítum á tímann, sem eftir er af veiðitímanum til 20. nóvember, þá eru í rauninni ekki eftir nema um 15 veiðidagar. Það er ekki haegt að reikna með góðu veðri í fleiri daga af þessum tíma, segir hann. Gjafar, sem áður bar m.a. nafnið Jóhann Gíslason, var breytt í sumar hjá Bátalóni. Báturinn var dekkaður og settur í hann nýr krani. Hann bar áður um 270 tonn, en nú trúlega hátt í 400 tonn. Breytingarnar kost- uðu um 40 milljónir króna, en það þykja varla miklir peningar í útgerð nú til dags og loðnunót- in sem fara átti að taka um borð í Gjafar, kostar hátt í 30 milljónir. Á síldinni er háseta- hluturinn orðinn um 600 þúsund krónur og nú tekur loðnan við. — Það er slæmt fyrir okkur að fá eyðu í síldina núna, því að við reiknum með að skipin fái aukinn kvóta á síldinni, segir Guðni. — Það verður þó ekki fyrr en viku af nóvember að því er mér skilst og því ætlum við að drifa okkur á ioðnuna í millitíð- inni. Við erum fljótir að breyta yfir á loðnuna, en það tekur okkur svo þrjá daga að breyta yfir á sildina aftur. Ætli við förum ekki norður á loðnuna á föstudag eða laugardag og kom- um svo aftur á síldina ef við fáum leyfi. — Ég er mjög fylgjandi því að setja stopp á loðnuna í desember eins og Sjómanna- sambandið hefur í hyggju að bera upp á Sjómannasambands- þinginu um helgina. Þeir bera fyrir sig öryggisástæður, en mér finnst ekki síður ástæða til að banna loðnuna í desember út af fiskverndunar- og mannúðar- sjónarmiðum. Á þessum Btum er aldrei orðið frí fyrir sjómenn- ina og ef við hefðum ekki farið út í breytiingarnar í sumar hefði þetta verið stanzlaust puð hjá okkur á spærlingi, síld og loðnu án nokkurs stopps, segir Guðni að iokum. Löndun er lokið, kvótinn fullur og þá er að gera klárt á loðnuna aftur. Þessar þrjár myndir sýna nokkurn veginn söltunar- samstæðu ísfélagsins. Á myndinni lengst til vinstri er sfldinni ekið á flutningabandið. Þaðan fer hún í flokkunarvélarnar, vélar sem haus- og slógdraga og sjálfvirka vigt. Á myndinni lengst til hægri sjást síðan m.a. hrærivélarnar eða vöðlararnir, en úr þeim fer sfldin beint í tunnurnar. „Svona verður þetta gert í framtíðinni og ekki öðru vísi” - í FYRRAHAUST gekk erfiðlega að fá stúlkur til að vinna við sfldarsöltunina og það er í rauninni skiljanlegt að þær hafi frekar viljað vinna í heitum og þrifalegum pökkunarsölum frystihúsanna, heldur en að hlaupa í sfldina í kannski tvo mánuði upp á von og óvon. Því var það, að við ákváðum að setja upp þessa sfldarsamstæðu, sem tekur við sfldinni eins og hún kemur úr bátunum og skilar henni frá scr alla leið í tunnurn- ar. Þessi samstæða hefur gefist mjög vel og ætli við spörum okkur ekki 30 stúlkur með þessari aðferð. Við erum staddir á skrifstofu Isfélagsins í Vestmannaeyjum og ræðum við Einar Sigurjónsson forstjóra þar. Fyrirtæki hans tók í haust upp nýjung í sambandi við síldarsöltun hér á landi. í stað hressilegra síldarstúlkna og alls þess lífs, sem þeim fylgir, sér tæknin nú að mestu leyti um söltunina, en mannshöndin kemur aðeins að litlu leyti nálægt henni. Hann segir okkur frá samstæð- unni. — Ef við byrjum á byrjuninni þá fer síldin á band og síðan í 3 flokkunarvélar frá Stálvinnslunni, þar sem hver tekur við af annarri til að fá flokkunina sem nákvæm- asta. Síðan taka við tvær sænskar Aseneo-vélar, sem haus- og slógdraga. Þá fer síldin í gegnum sjálfvirka vigt, sem skammtar í tunnurnar, rúm 100 kíló í hverja. Af bandinu fer síldin loks í 2 vöðlara eða hrærivélar og þar vöðlast salt, sykur og krydd í síldina. Þaðan fer hún beint í tunnuna, sem stendur á sérstökum hristara. Með aðstoð hans á síldin að leggjast vel í tunnurnar. Þetta — ísfélagið í Eyjum sparar sér um 30 söltunar- stúlkur með nýrri samstæðu til síldarsöltunar Það fer ekki á milli mála að það er oft gaman í síldinni, Kristinn Muller (Bassi), Freyja og óli. KAFFI! — Flýttu þér nú svolítið Freyja mín. — ÞAÐ ER meiri tilbreyting í söltuninni, eins og hún er upp á gamla móðinn, en þetta er ágætt líka og góð tilbreyting, segir Freyja Önundardóttir, 17 ára gömul starfsstúlka í ísfélaginu í Eyjum. Hennar hlutverk er að raða sfldinni í hólf á færibandinu, en 11 stúlkur vinna við þann starfa. f fyrra vann hún við söltun, en þess á milli starfar hún í pökkunarsal ísfélagsins. — Það hefur verið svo mik- ið að gera í sfldinni undanfar- ið að ekki hefur verið hægt annað en að flýta sér og tíminn hefur því liðið fljótt. Við fáum greitt ákveðið tíma- kaup og svo bónus ofan á það, þannig að þetta kemur ágæt- lega út peningalega. Við byrjum yfirleitt að vinna klukkan 7 á morgnana og oft er unnið langt frameftir. Þetta er að sjálfsögðu oft lýjandi, en kaupið er ágætt og vikan varla undir 100 þúsund krónum, segir Freyja að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.