Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 27 Oft var fjjör á Hólmsárbrúnni, Þar sem segja má aö kvartmílan hafi slitiö „barnsdekkjunum“. Teikning: greinarhöfundur. KvartmAan á íslandi, þátíó, nútíó, framtíó „STRÁKAR, þegar þessi bíll sem er að koma er farinn, þrykkjum við. Siggi, fljótur, það er bíll að koma við Lögberg. Jónas, þú verður á vinstri kantinum núna. Þú ert kominn of framarlega, bakkaðu, já svona. Þið farið af stað á þremur. Einn tveir og þrír. Djöfull, Siggi þjófstartaði. Jæja, við leyfum þeim að ljúka spyrn- unni.“ Við sem stöndum á Hólmsár- brúnni við Geitháls sjáum ljósin á bílunum hverfa út í haust- myrkrið. 402 metrum neðar sjáum við bremsuljós bílanna lýsa upp umhverfið og áhorfend- ur þá, sem þar standa. „Jónas malaði mig.“ Það er Siggi, sem nú er kominn að brúnni aftur, sem mælir. „Ég vil þrykkja aftur." Jónas samþykk- ir það. „Siggi, nú verður þú á vinstri kantinum." Ekki lætur drengurinn segja sér það tvisvar og notar tækifærið um leið til að hita Sonic-dekkin, rekur í bakk- gír, strikar tvö „vorblóm" aftur- ábak og önnur tvö áfram. Spennan er í hámarki. Dodds- „Þið farið niður á stöð líka ” inn og Lettinn standa nú hlið við hlið drynjandi eins og reiðir bolar. „Einn tveir" .... „Tauið“ hrópar einhver. Við snúum okkur við og sjáum þá „geir- vörturnar" tvær á baki „salatfatsins" bera við borgar- ljósin uppi á „hjólkoppahæð". Uppi verður fótur og fit á brúnni, menn rýna út í myrkrið til að koma auga á félaga sína. Strákur hleypur um og reynir hvað hann getur til að fá far í bæinn. í látunum hafa félagar hans skilið hann eftir. Bílarnir tveir standa ennþá rymjandi á rásmarkinu. Þrátt fyrir nærveru lögreglunnar eru þeir ræstir. Með öskrandi hávaða, gúmmífnyk og dekkjar- væli hendast vagnarnir í átt að Lögbergi. Siggi og Jónas eru nauðbeygðir til að aka sem leið liggur upp að Litlu kaffistofu. Þar bíða þeir, þar til auðsýnt þykir að lögreglan yfirgefur Hólmsárbrúar-kvartmílusvæðið, eða „gömlu mílu“ eins og svæðið er jafnan nefnt. Tvö „ vorblóm ” aftur á bak Björn Emilsson skrifar um kvartmíluíþróttina í EFTIRFARANDI greinarkorni er leitazt við að gefa innsýn í heim kvartmíluáhugamanna á íslandi. Frá Því menn fóru aö stunda ólöglegar spyrnur utan viö borgarmörkin, hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kvartmílubraut hefur verið lögð og ungir menn hafa strengt Þess heit að hætta öllum götukappakstri. Almenningur hefur snúizt á sveif með bifreiöaípróttum og Þótti mörgum tími til kominn. Við sem ræstum bílana erum ennþá á brúnni þegar „fatið“ rennir þar að. „Hvað er að gerast hér?“ Við brúarlimir lítum hver á annan. „Það var bilaður bíll hérna, en hann er farinn." Það má sjá á svip félaganna í „fatinu" að ekki líkar þeim þetta svar. Sá stærri grettir sig og segir okkur ljúga. Við reyndari kvartmílumenn vitum að ekki þýðir að deila við hann. Hann hefur áðbr staðið okkur að verki, svo við kjósum að þegja. „Þið hypjið ykkur heðan á stundinni." Með semingi ganga menn að bílum sínum. Hægt og rólega færist kyrrð yfir Hólmsána og nágrenni hennar. Bílalestin ekur í átt að bænum og þrátt fyrir innlit Árbæjarlögreglunn- ar eru menn ánægðir með kvöldið. Tólf bílar höfðu þrykkt áður en hún kom á staðinn og voru þeir Jónas og Siggi, sem enn voru uppi við Litlu kaffi- stofu, þeir síðustu þá um kvöldið. Um tuttugu bílar eru í lest- inni, sem nú nálgast Árbæinn. Allt í einu sjáum við hvár fremstu bílarnir í röðinni stöðv- ast og síðan hver á fætur öðrum. Við í Mustangnum hægjum á okkur, og úr fjarlægð fylgjumst við með því sem er að gerast. Er þá „fatið“ komið þar rétt einu sinni enn og hefur lagt utan vegar við Rauðavatn, ekki langt frá „dauðsmannsbeygju". Áður en varir höfum við sameinast bílalestinni, sem er rétt að fara af stað. Við hrósum happi yfir því að hafa verið síðastir í röðinni og losnað þannig við afskipti lögreglunnar. „Ekki lengra," heyrist kallað utan úr myrkrinu. Við stöðvum Mustanginn. „Þið farið niður á stöð líka.“ Það er sá stóri sem mælir. „Við vitum hvað þið voruð að gera og nú skulið þið svara fyrir það.“ Við segjum ekki orð en höldum sem leið liggur niður á Árbæjarstöð. Þar var fyrir heill herskari trylli- tækja. Við sem staðið höfðum fyrir þrykkjunum sáum strax, að nokkrir þeirra yfirheyrðu voru blásaklausir. Þannig var andrúmsloftið meðal kvartmílumanna vorið ’75. Brotnir öxlar, úrbræddar vélar og ónýtar sjálfskiptingar ásamt sundurtættum dekkjum var daglegt brauð á björtu vornóttunum það árið. En allt tekur endi. Svo fór að lokum að slíkur fjöldi manna var saman kominn uppi við Geitháls, að jafnvel hörðustu kvartmílumönnum blöskraði slysahættan sem þessum sam- kundum var samfara. Gerðust nú undur og stór- merki. Kartmílumönnum uxu vængir, og í samráði við lögregl- una, erkióvininn, voru stofnuð samtök, sem síðar fengu nafnið Kvartmíluklúbburinn. Stofn- fundur Kvartmíluklúbbsins var haldinn 6. júlí 1975 að viðstödd- um rúmlega 100 skrautlegum „bílforingjum". Markmið félgsins var frá upphafi að færa hraðakstur af götum borgarinnar. Því mark- miði var aðeins hægt að ná með því að leggja akstursbraut, þar sem hægt væri að gæta fyllsta öryggis innan lokaðs svæðis. Með ómældri sjálfboðavinnu í formi sandspyrnukeppna, bíla- sýninga, kvikmyndasýninga og blaðaútgáfu hefur safnazt fé til að leggja brautina, sem nú má berja augum í Kapelluhrauni, ekki fjarri Straumsvík. Þó búið sé að „teppaleggja" brautina er mikið verk eftir. Um þessar mundir er verið að ganga frá girðingu umhverfis svæðið. Eins á eftir að ganga frá áhorfendapöllum og bilastæð- um, svo eitthvað sé nefnt. Ástæða er til að óska félögum klúbbsins til hamingju með að hafa fyrstir manna komið upp malbikaðri bílakeppnisbraut á íslandi. Með tilkomu kvartmílu- brautarinnar ætti framtíð klúbbsins að vera tryggð. Hæsti hamarinn hefur verið klifinn. Héðan í frá ætti allt að vera niður í móti. Nú verður hægt að afla tekna með því að selja inn á keppnir. Auglýsendur ættu nú að sjá sér hag í því að auglýsa fyrirtæki sín á bílum klúbbfél- aga. Eins ætti að vera hægt að selja auglýsingar við keppnis- brautina. En brautin var að sjálfsögðu ekki lögð fyrir auglýsendur, heldur fyrst og fremst til að þjóna þörfum áhugamanna um kvartmílusportið. Þar munu menn geta ekið sína 402 metra í ró og næði ef svo má að orði komast. Því væntanlega verður handagangur í öskjunni þegar púströralausir bílar, hálf- huldir í gúmmíreyk, hendast kvartmíluna á yfir 100 km hraða á 10—13 sekúndum. Bílar munu verða flokkaðir eftir vélarstærð, þannig aö 8 strokka vagnar keppi móti sínum líkum. Sama verður uppi á teningnum með 6- og 4- strokka farartæki. Mótorhjól verða í sér flokki, eins jeppar. Forgjafarakstur mun einnig koma við sögu, en þar geta ólíkir flokkar keppt hver á móti öðrum, t.d. Trabant á móti 8-strokka amerískum bíl, þar sem Trabantinum er gefið for- skot. Gæti Trabantinn verið kominn um 300 metra áður en hinn bíllinn væri ræstur. í þessu tilfelli gæti Trabantinn orðið sigurvegari. Vinsældir kvartmílusportsins byggjast á því hve flokkaskipt- ingin er breytileg. Það má segja að allir geti keppt við alla. Annað er það sem gerir þessa vinsælustu bílaíþrótt allra bíla- íþrótta svo vinsæla, en það er „ Trabant á móti 8 strokka amerískum einfaldleikinn í útbúnaði bíl- anna. Eina sem til þarf eru 4 hjól, vél, skipting, drif og óryðgaður bíll. Sértu á leið Krísuvíkurhringinn einhverja helgina með fjölskylduna í nýja japanska bílnum þínum, líttu þá við hjá kvartmílumönnum í Kapelluhrauninu. Segðu maka þínum og börnum góðfúslega að yfirgefa farartækið. Spenntu á þig öryggisbeltið, sem átti að vera spennt, og stilltú bilnum upp við hliðina á nýja franska bílnum hans -Jóns: Rásmerkið kviknar. Þú hefur náð betri spyrnu strax í upphafi. Jón hefur ekki roð við þér. Enda- markið nálgast og þú ert kom- inn yfir 400 m lokalínuna, sigurvegari. Og það sem meira er um vert, það sér ekki á fína lakkinu á bílnum þínum, ekkert grjótflut, og makinn og krakkarnir hoppa af gleði yfir helgarsigrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.