Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1978 r Birgir Isl. Gunnarsson: Ferskt loft í verkalýðsfélögin Ferskt loft í verkalýðsfélögin Að undanförnu hefur atvinnu- lýðræði verið allmikið á dagskrá í borgarstjórn í tilefni af hugmyndum meiri hluta borgar- stjórnar um áheyrnarfulltrúa starfsmanna í stjórnum ein- stakra borgarstofnana. Við Sjálfstæðismenn höfum gagn- rýnt ákvarðanir meirihlutans, bæði málsmeðferð og efnisatr- iði. T.d. höfum við talið það fráleitt að ekki skyldi haft samráð við Starfsmannafélag Reykjavíkur um þetta mikil- væga mál. Ber það vissulega vott um tillitsleysi í garð heildarsamtaka starfsmanna borgarinnar og að ekki fylgi hugur máli í fögrum orðum um nauðsyn samstarfs og samráðs. Um afstöðu okkar í þessu máli hefur allmikið verið fjallað í fjölmiðlum og verður það ekki gert nánar að umtalsefni í þessari grein. Öll þessi umræða um aukið lýðræði á rætur að rekja til þess, að margir finna nauðsyn þess að opna meir ákvarðanatöku í ýmsum þjóðfé- lagsstofnunum og þá með það í huga, að þeir vindar sem þar blása séu á hverjum tíma sem ferskastir. Vel er skiljanlegt að menn fóti sig ekki fullkomlega á því, hvaða form sé heppilegast í þessum efnum. Eitt hljóta þó allir að vera sammála um. Ekkert er hættu- legra almannastofnunum en að þær lokist af, verði einhverskon- ar klúbbar, þar sem sömu menn sitja áratug eftir áratug og taki ákvarðanir með samráði hver við annan og án utanaðkomandi samkeppni. Þetta leiðir hugann að þeim þjóðfélagsstofnunum, sem eru hvað ólýðræðislegastar í þjóðfé- laginu í dag, en það eru verka- lýðsfélögin. Kosningafyrir- komulag er þannig að allir stjórnarmenn eru úr sama hópnum. Stillt er upp listum og sá listinn, sem fleiri atkvæði hlýtur fær alla menn kjörna. Aðrar skoðanir komast ekki að. Afleiðingin verður sú, að í mikilvægustu trúnaðarstöðun- um sitja sömu mennirnir áratug eftir áratug. Stjórnir félaganna verða eins og lokaðir klúbbar, .þar sem keppikeflið virðist vera að deyja í stjórnarstólunum í hárri elli. Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru hörð orð og e.t.v. of mikil alhæfing. Vafalaust er þetta mjög misjafnt eftir verka- lýðsfélögum, en athygli vekur að íhaldssömustu stofnanirnar að þessu leyti eru þau verkalýðsfé- lög, þar sem Alþýðubandalags- menn ráða ríkjum. í stjórnar- skrifstofum þeirra félaga er loftið staðnað og minnst um breytingar. Það er því mjög ánægjulegt, að Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins skyldi taka þessi mál upp til meðhöndlunar á ráð- stefnu, sem ráðið hélt um miðjan mánuðinn. Þar var gerð svohljóðandi ályktun: „Ráð- stefnan felur stjórn verkalýðs- ráðs að hefja nú þegar undir- búning að gerð lagafrumvarps um hlutfallskosningar við stjórnar- og fulltrúakjör í laun- þegasamtökunum. Stóraukið vald samtaka þessara og beiting þess á sviði efnahags- og at- vinnumála þjóðarinnar gerir þá kröfu til Alþingis, að það setji slík lög. Slík löggjöf mun draga úr hættu á því, að valdi samtakanna sé misbeitt í póli- tískum tilgangi og tryggja eftirlit og gagnrýni lýðræðislega kjörins minnihluta". í rauninni þarf engu að bæta við þessa ályktun. Hún skýrir sig sjálf. Athyglisverð voru viðbrögð tveggja kunnra verka- lýðsforingja. Þeir kváðust vera á móti þessu, því að hlutfallskosn- ingar myndu auka pólitík í verkalýðsfélögunum!! Allir vita að í raun þýða þessi viðbrögð og þessi ummæli það, að verkalýðs- foringjar vinstri manna vilja fá að stunda sína pólitík í friði í I verkalýðshreyfingunni og vilja ekki auka á raunhæfa andstöðu gegn henni. Verkalýðsfélögin eru þjón- ustustofnanir þess fólks, sem í þeim eru. Ekkert er eðlilegra en að þar séu uppi mismunandi skoðanir á lausn einstakra mála. Þessar skoðanir eiga að geta komist að við lausn hvers einstaks vandamáls. Það er því sjálfsögð og eðlileg lýðræðisleg krafa að hlutfallskosningar fari fram í stjórnar- og fulltrúakjör- um verkalýðsfélaganna. A mörgum sviðum þjóðlífsins giid- ir þessi regla og er til góðs. Tökum t.d. sveitarfélögin. Þar sitja fulltrúar meirihluta og minnihluta, ráða ráðum sínum og veita hvor öðrum aðhald. Sá sem héldi því fram í alvöru í dag að þetta fyrirkomulag væri til að auka pólitík í sveitarfélögun- um og þar með af hinu illa, hann væri talinn aftur úr grárri forneskju. Verkalýðsfélögin eru ein- hverjar valdamestu stofnanir í þjóðfélaginu í dag. Þau taka mikilvægar ákvarðanir og þau ráða yfir miklu fjármagni, sem þau ráðstafa í þágu sinna félagsmanna. Ekkert dugar ann- að en að fullkomið lýðræði ríki á þeim vettvangi. Þar verður að opna glugga og láta ferskt loft leika um loft og veggi. Guðipundwr J. og Karl Steinar um hlutfallskjör i launþegaaamtökum: Óttast að það auki á |sundrungu í félögunum] TVÉIR verkalýð«IeiÖtoKar ftr röðum vinHtri flokkanna leiotjant geifn huKmyndum verkalýðeráðs Sjálfstæði.sflokksins um að tekin verði upp hlutfallskosninx innan verkalýðafélajranna ok telja þeir að slíkt fyrirkomulaK mundi aðeins auka á sundrunKU innan verkalýð«hreyfinKarinnar. í ályktun verkalýðsráðs Sjálfstsðisflokkains var stjóm ráðsins falið að hefja undirbúninK *ð gerð lagafrumvarps um hlutfallskosningar við stjórnar og fulltróakjör í launaþeKasamtökunum, og kemur fram í ályktuninni að stóraukið vald samtaka þessara og beiting þess á sviði efnahags og atvinnumála þjóðarinnar geri þá kröfu til Alþingis að það setji slík Iök ok að slík löKgjöf myndi draga úr hættu á því að valdi samtakanna væri misbeitt f pólitfskum tilgangi, svo og tryggja eftirlit og gagnrýni lýðræðislega kjörins minnihluta. verði það til aö magna alls kyns sundrungu og erfiðleika, sem ekki er á bætandi í - Morgunblaðið bar þetta undir þá Guðmund J. Guömundsson, for- ’ •'•’dsins að oft væri félagsstar^ - um það rætt að I Ráðstefna Verkalýðsráðs: Hlutfallskosningar í launþegasamtökum — Stárfsmenn í stjórn stærri fyrirtækja Á RÁÐSTEFNU Verkalýftn- r&ðs SjálfsUBftUflokkains var samþykkt ályktun um Sjálf- stœðisflokkinn og launþega- aamtökin þar sera skoraft er á miftstjórn flokksins mun meilft „tilbt til skoAuit ilýftarHa vfö atefnumðt- -—'nnumilum atjórn eða atjóraarmndatMu.* Það er skoóun ráðstefnunnar að atburðarós sfðasta vetrar á aviði stjórbmála hefói getað orðió önnur ef hluata^ hefði verið .á ráð fonratumanna i ^rkalýðsráði v*» 4 er i álýktoninni fagntð þeirri ákvörðun borsar- •'_____ _ * 11i flokksins aft gera aft baráttu- máli aft starfsmönnum Reykjavikur verfti tryggftur aukinn lýðræftislegur réttur og bendir ráðatefnan á sam- þykktir sínar um aukift at- vimuilýðræfti í fyrirt«kjum og gerir þá krftfu til ftiift stjórnar og þingflokks Six< Vilhjálmur G. Skúlason skrifar um lyf: Lyfj ahandbókin Skilgreining lyfja Samkvæmt lyfjalögum nr. 49/1978, sem samþykkt voru á Alþingi síðast liðið vor og eiga að taka gildi 1. janúar 1979, hefur ráðherra sá, sem fer með heil- brigðismál umsjón með fram- kvæmd laganna, en honum til1 "áðstoðar og ráðuneytis eru m.a. lyfjanefnd, en í hana eru skipaðir menn, sem eru sérfræðingar í mismunandi greinum lyfjafræði, lyfj averðlagsnef nd, Lyfj aeftirli t ríkisins og landlæknir. Samkvæmt þessum lögum eru lyf skilgreind sem hvers konar efni eða efna- sambönd, lífræn eða ólífræn, sem ætluð eru til lækninga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum í mönnum eða dýrum. Enn fremur efni eða efnasambönd, sem notuð eru til sjúkdómsgreiningar, þar með talin geislavirk efni, ef þau koma í eða á líkama manna eða dýra. Efni, sem notuð eru til svæfing- ar eða staðdeyfingar, teljast lyf (svæfingarlyf, staðdeyfilyf). Efni i viðurkenndum lyfjaform- um, sem notuð eru til getnaðar- varna eða til þess að auka frjósemi manna eða dýra, teljast einnig lyf. Ákvæði laga þessara taka einnig til umbúða og áhalda, sem hafa lyf að geyma. Vítamín til inntöku teljast ekki lyf, nema magn þeirra í hverri mældri einingu sé umfram 1 'h venjulegan dagskammt. Mann- eldisráð (sbr. lög nr. 16/1945) ákveður, hver sé venjulegur dag- skammtur miðað við íslenskar aðstæður. Heimilt er þó að kveða svo á í reglugerð, að ákveðin vítamín teljist ávallt lyf, enda þótt magn þeirra í einingu sé ekki umfram venjuiegan dagskammt, enda sé talið líklegt að langvinn neysla geti valdið heilsutjóni. Af ofangreindri skilgreiningu kemur fram, að það er sá tiigang- ur, sem efnið er notað í, er ákveður, hvort efnið er lyf eða ekki. í henni koma engar kröfur fram um uppruna eða samsetn- ingu efnisins. Ef efnið hefur eitt eða fleiri af þeim áhrifum, sem upp eru talin, er það lyf. Gæða- kröfur lyfsins koma fram í lyfja- skrám og / eða forskriftum sér- lyfjaframleiðenda eins og áður er drepið á. Sem dæmi um það, að notkunar- tilgangur ákvarðar, hvort efni er lyf eða ekki, er matarsalt. Ef matarsalt er notað í eldhúsinu til matargerðar er það krydd,' en sé það notað handa einstaklingi, sem. þjáist af Addisons sjúkdómi, eh hann einkennist m.a. af salttapi úr líkamanum, þá er matarsaltið lyf og meira að segja lífsnauðsyn- legt lyf. Mjólk með sykri er lyf fyrir einstakling, sem þjáist af sykursýki og hefur of lítið sykur- magn í blóði, en matvæli fyrir heilbrigt kornabarn. Stundum setur löggjafinn það skilyrði, að efnið sé í viðurkenndu lyfjaformi (t.d. töflum) til þess að það flokkist sem lyf. Getnaðar- varnatöflur (getnaðarvarnapillur, P-pillur) eru samkvæmt þessum lögum flokkaðar með lyfjum, enda, þótt þær séu ekki notaðar til lækninga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum. Ástæðan til þessa er sú, að þær gæðakröfur, sem gerðar eru til getnaðar- varnartaflna og kröfur um öryggi í notkun, t.d. um hjáverkanir, eru alveg hliðstæðar þeim kröfum, sem gerðar eru til lyfja. Þess vegna verður að taka af öll tvímæli. Skilgreiningin nær einnig yfir efni, sem notuð eru til þess að greina sjúkdóma svo sem röntgen- skuggaefni og efni, sem notuð eru til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma svo sem ýmis bóluefni, einnig taka lögin til plástra og umbúða, er innihalda lyf. Aftur á móti er heimilt að kveða svo á með reglugerð, að ákvæði laganna taki einnig til hjúkrunar- og sjúkra- gagna eins og til dæmis plástra og umbúða, sem ekki hafa lyf að geyma og lyfjagagna, en undir þau munu til dæmis lyfjasprautur (lyfjadælur) og sprautunálar falla. Síðustu ákvæðin ber að skoða í ljósi þess, að forsenda fyrir gagnlegri notkun hjúkrunar- og sjúkra- og lyfjagagna er, að þau uppfylli nánar tilteknar kröfur, t.d. að þau séu sæfð (steríl). Flokkun lyfja og skráning sérlyfja Þau helztu lyf, sem heimilt er að selja, afhenda eða flytja til landsins samkvæmt lyfjalögum eru stöðluð forskriftalyf fram- leidd af viðurkenndum framleið- anda samkvæmt staðlaðri for- skrift og nefnd gildandi samheiti og skráð sérlyf framleidd af viðurkenndum framleiðanda sam- kvæmt staðlaðri forskrift og að öðru jöfnu nefnd sérheiti. Sam- heiti eru nöfn á lyfjum, sem skráð eru í lögbókum eins og lyfjaskrám eða sérstökum samheitalistum og er öllum notkun þessara nafna heimil, en sérheiti er eign fram- leiðanda sérlyfs og notkun þess er öðrum ekki heimil, nema með samþykki hans. Þess vegna hafa lögbókalyf að öðru jöfnu aðeins eitt nafn, samheiti, en sérlyf að öðru jöfnu tvö nöfn, sérheiti og samheiti. Reserpín, klórprómazin Lyfialöggjöf og díazepam eru samheiti, en tilsvarandi sérheiti eru serpasil, largactil og valium. Sérlyf skal skrá á sérlyfjaskrá, er ráðherra gefur út, og þau skal selja eða afhenda í órofnum ílátum (afhendingarílátum) fram- leiðanda. Frá ákvæðunum um sölu, afhendingu og flutning lyfja til landsins má þó víkja, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, enda mæli landlæknir og lyfja- nefnd með. Við allar slíkar undanþágur skal þess gætt, að magn lyfjanna sé takmarkað við þarfir þeirra, sem þau eiga að nota. Þessi ákvæði eru óhjá- kvæmileg vegna þess, að umsetn- ing lyfja þarf ekki að vera í neinu samræmi við gagnsemi þess. Má þar til nefna lífsnauðsynleg lyf við mjög sjaldgæfum sjúkdómum, sem vegna lítillar umsetningar eru ekki skráð hér á landi. Miðar þetta heimildarákvæði fyrst og fremst við slíkar aðstæður. Lyfjanefnd gerir tillögur til ráðherra um skráningu sérlyfja og afskráningu þeirra. Við mat á stöðluðum forskriftariyfjum og sérlyfjum skal einkum taka tillit til rannsókna á lyfhrifum og eiturhrifum virkra efna í tilraun- um með menn og dýr, gæða allra efna, virkra sem óvirkra (hjálpar- efna), sem notuð eru við lyfjagerð- ina, aðgengi virkra efna í lyfja- formum, en aðgengi er rannsókn á losun virkra efna úr lyfjaformi og nýtingu þess í líkama manna og dýra. Ennfremur skal taka tillit til verðs, geymsluþols og notagild- is lyfjanna við meðferð tiltekinna sjúkdómseinkenna og hjáverkana. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið gefur út að fegnum tillögum lyfjanefndar skrá, er greinir stöðluð lyf eftir lækninga-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.