Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 li ForstiiAumenn Pharmacos. frá vinstri: Otto B. Ólafsson yfirmaður söludcildar. stjórnarformaðurinn dr. Sverrir Mannússon. framkva'mdastjórinn Steinar Berg Björnsson, framleiðslustjórinn Guðmundur Steinsson ok yfirmaður na'ðaeftirlitsdeildar Jón Berjtsson. Ljósm. Kristján. Sambœrilegt inn- lent sérlyf verður hetmingi ódýrara Lyf eru orðin daglegt brauð í nútíma þjóðfélagi, ef svo má að orði komast. Lyfjakostnaður hleypur á ári hverju á milljörð- um á Islandi. Hvernig að þessum málum er staðið skiptir því ekki aðeins einstaklingana miklu, heldur líka þjóðfélagið í heild. Innlend lyfjaframleiðsla, sem nýtur vinnuafl og þekkingu, í sjálfu landinu, sparar tugi eða jafnvel hundruð milljóna og það í gjaldeyri. Aður fyrr var innlend Iyfjaframleiðsla alfarið í höndum lyfjabúða, en fer nú að mestu fram í lyfjagerðum. Þeirra stærstar eru Lyfjaversl- un ríkisins og Pharmaco hf., sem er í eigu lyfjasala og lyfjafræðinga og er þjónustu- stofnun við apótekin. A þessu ári hefur Pharmaco h.f., verið að undirbúa skráningu á lyfinu diazepam, sem er sama lyfið og hið mikið nýtta valíum. I umræðum í blöðum kom fram fyrr á árinu að það gæti orðið all miklu ódýrara en hið innflutta valíum. Aður en hægt er að hefja framleiðslu á slíku lyfi, verða að fara fram umfangsmiklar og vandasamar prófanir og saman- burður á verkunum lyfjanna á fólk. Slíkan samanburð hefur Rannsóknastofa í lyfjafræði í Háskóla íslands í þessu tilviki tekið að sér að gera á erlenda lyfinu valíum og íslenskum töflum, sem innihalda hið virka efni diazepam. Er prófunum nú lokið og verið að ganga frá skýrslugerð. Sagði prófessor Þorkell Jóhannesson frétta- manni Mbl., er spurðist fyrir um niðurstöður, að þeim yrði skilað til Pharmaco, en allt vriðist benda til að lyfin væru fyllilega sambærileg. Sagði hann að rannsóknastofan gæti í framtíð- inni annað 1—2 slíkum prófun- um á lyfjum á ári hverju. Þetta varð tilefni þess, að fréttamaður Mbl. lagði leið sína í Pharmaco h.f., sem er til húsa í Skipholti 27, og úr því varð Ilin ntikla sjálívirkni í Pharmaco vekur athygli. Á sí. sumri var komið þar upp vélasamstæðu. sem getur pakkað allri framleiðslu fyrirtækisins í neytendaumbúðir. sú eina í landinu. bar renna töflurnar í glösin. sem lokast og miðar límast á. án þess að mannshöndin komi nærri. — Gumundur Steinsson stendur við vélina. langt og fróðlegt spjall við forráðamenn fyrirtækisins, og skoðunarferð um fyrirtækið í þeirra fylgd. Framkvæmdastjóri Pharmaco er Steinar Berg Björnsson og stjórnarformaður dr. Sverrir Magnússon, lyfsali í Hafnar- firði. Mjög skýr mörk eru á milli yfirráðasvæða hinna ýmsu deilda, en það tryggir öryggi á slíkum stað. Framleiðslustjóri er Guðmundur Steinsson, yfir rannsóknastofu og gæðaeftirliti ræður Jón Bergsson og söludeild Ottó B. Ólafsson. Það koma fljótt á daginn við göngu um fyrirtækið að þar skiptir þrifnaður og eftirlit höfuðmáli. Efni og framleiðsla eru margprófuð á öllum stigum framleiðslunnar. Eftirlit með innkeyptum efnum er slíkt, að enginn hefur aðgang að þeim annar en yfirmaður rann- sóknarstofu fyrr en búið er að sannreyna að efnið sé í raun það sem það á að vera. Fljótlega komum við á göngu okkar að áfyllingarherbergi fyrir stungu- lyf, sem sérstakar reglur gilda um, varðandi sótthreinsun og loftræstingu. Þessu áfyllingar- herbergi fylgja sérstakir búningsklefar og verður starfs- fólk að skipta um vinpufatnað áður en farið er inn á þetta vinnusvæði. Sérstakt eftirlit er haft með heilsu starfsfólks þess, sem vinnur við áfyllingu stungulyfja, en jafnframt hefur trúnaðarlæknir fyrirtækisins reglulegt eftirlit með heilsu annars starfsfólks. Annað, sem athygli vekur, er hin mikla sjálfvirkni sem þarna er komin, enda frumskilyrði þess að íslensk lyfjaframleiðsla eigi sér einhverja framtíð, að hægt sé að fjárfesta í vélum, að því er Steinar Berg tjáir okkur. A s.l. sumri kom Pharmaco sér upp vélasamstöðu, sem getur pakkað allri framleiðslu fyrir- tækisins í neytendaumbúðir og er þetta eina sjálfvirka s5m- staðan hér á landi. Þar má sjá, hvernig töflurnar renna í glösin, sem er lokað og miðar límast síðan á án þess að mannshöndin komi þar við'. Glösunum er síðan pakkað í plastumbúðir. I töflu- deild fyrirtækisins eru fjórar töfluvélar og geta þær með fullum afköstum* framleitt 60—70 þúsund töflur á klukku- tíma. Afkastageta töfludeildar- innar er því mun meiri en þörf er fyrir til að fullnægja núver- andi framleiðslu. Á öðrum stað stönsum við hjá vél, sem húðar töflurnar. I lokuðum klefa fer fram blöndun og fylgdarmenn okkar útskýra að lyfjaefnin þurfi meðferð af ýmsu tagi áður en hægt er að framleiða úr þeim töflur. Saman við þau er bland- að fylliefnum, bindiefnum og renniefnum til þess að gera þau hæf ,til töflusláttar. En hver skammtur er prófaður í rann- sóknarstofu. I rannsóknarstof- að byggja upp fyrirtækið og hefur nær allur ágóði verið lagður í þá uppbyggingu. Eru nú um 70% af söluverðmæti inn- flutt lyf, en um '30% innlend framleiðsla. Töfluframleiðslan hefur verið að flytjast úr apótekum til fyrirtækisins, þar sem hún getur verið í fullkomn- ara horfi. — Við erum sífellt að afla okkur tækja og höfum komið upp rannsóknastofu, sem við teljum bráðnauðsynlega, sagði Sverrir. Nú er Pharmaco i þriðja húsnæðinu frá því það var stofnað og er að sprengja það utan af sér. En mikill áhugi er á að komast í nýtt og stærra húsnæði, þar sem öll starfsemin gæti verið á einni hæð og hægt væri að koma við meiri hag- fræðingu. — En okkar framtíð er undir því komin hvaða stefnu núver- andi ríkisstjórn tekur, bætti hann við. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með að taka ákvarðanir vegna þess að við höfum ekki vitað hver stefnan verður og hvaða hlutverk okkar er ætlað. Samvinna við heil- brigðisyfirvöld hefur verið mjög góð og höfum við ávallt verið reiðubúnir til samstarfs um þessi mál. Óvissan um fram- tíðarskipulag þessara mála háir okkur mjög við ákvarðanatöku um fjárfestingu og uppbygg- ingu, enda markaðurinn ekki stærri en það að við getum ekki keppt við ríkisfyrirtæki í fjár- festingu. Við eigum á að skipa mjög vel menntuðum lyfja- fræðingum, og við lítum svo á að þá menntun beri að nýta betur en nú er gert. Raunar væri mjög tímabært að gera úttekt á innlendri lyfjaframleiðslu í heild og hagkvæmni hennar. En við bíðum semsagt átekta. t Um helmingur töfluframleiðslunnar I skoðunarferðinni um verk- smiðjuna hefur verið upplýst að Pharmaco framleiðir um helminginn af þeim töflum, sem framleiddar eru hér á landi, en áætluð framleiðsla fyrirtækis- ins er um 30 milljónir í ár. Framleiddar eru um 130 töflu- tegundir. Einnig eru framleidd stungulyf í glerhylkjum. Á undanförnum árum hefur sú framleiðsla verið meiri en áður, því mikið er framleitt fyrir Lyfjaverslun ríkisins, sem er að bygfíja upp hjá sér. Nú kann sú spurning að vakna hvaða lyf séu notuð, erlend eða innlend og hver ákvarði það. — Lyfjasala er að því leyti frábrugðin sölu á öðrum vörum, að framleiðandinn hefur mjög takmörkuð áhrif á hvað er notað, en við verðum að uppfylla þær kröfur, sem læknar gera til lyfjaúrvals á hverjum tíma. Og hvað verðlag snertir ráðum við heldur engu, því það er ákvarðað af lyfjaverðlagsnefnd. Hún Heimsókn í lyf jafyrirtæki apótekara Pharmaco h.f. Rannsóknastofan í Pharmaco. sem sett var upp á árunum 1970—71 hefur verið vel búin tækjum. bróun í rannsóknum og prófunum í samhandi við lyf eru mjög ör. Lyfjafra'ðingarnir Guðmundur Steinsson og Sveinn Sigurjónsson í rannsóknastofunni. unni var nú verið að prófa B-vítamintöflur, sem þá stund- ina var verið að framleiða. — Þannig er hægt að rekja hvern framleiðsluþátt til enda, ef ástæða þykir til, sagði Guðmundur Steinsson. t Okkur ber að nýta menntun lyfjafræðinga Fyrirtækið Pharmaco var stofnað í febrúarmánuði 1956 sem innkaupasamband apótekara, til að leysa úr vandræðum á innflutningi lyfja, að því er Sverrir sagði. En 1963 var þar efnt til innlendrar lyfjaframleiðslu. Stóðu í fyrstu 16 apótekarar að fyrirtækinu, en nú eru velflestir lyfsalar hlut- hafar í því, svo og lyfjafræðing- ar, og eru hluthafar alls 49 talsins. Hafa allir hluthafar að sögn Sverris verið samtaka um gefur út lyfjaverðskrá, sem allir verða að fylgja. Lyfjaverð hefur raunar alltaf verið ákvarðað af heilbrigðisyfirvöldum. Við Trekari umræður um útskýringar komumst við að þeirri niðurstöðu að helst sé það tryggingakerfið, sem geti haft stýrandi áhrif á lyfjanotkun og geri það. Áður voru lyf greidd að hluta af tryggingakerfinu, að hálfu eða þremur fjórðu. Núna er sá háttur á hafður, að sjúklingurinn greiðir ákveðna upphæð, 325 kr. fyrir innlent lyf og 650 fyrir erlent, óháð magni. Þetta fasta gjald hefur orðið til þess að skammtarnir af hverju lyfi hafa stækkað svo sjúklingurinn fái sem mest fyrir sitt fé, en það gengur að vissu leyti í öfuga átt, því við það skapast viss hætta á að lyf fari að safnast upp á heimilum. Slíkt _er ekki aðeins sóun, þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.