Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÖVEMBER 1978 37 ÞESSAR vinkonur, sem eiga heima í Garðabæ, héldu fyrir nokkru hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna í Hlíðarbyggð 53 þar í bæ og söfnuðu 4600 krónum. — Telpurnar heitai Rakel Rut Valdimarsdóttir, Anna María Kristmundsdóttir, Þórhildur Loftsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir og Halldóra Gyða Matthíasdóttir. ÞESSAR telpuri Birna Petersen. Dóra María Baldursdóttir, Anna Rósa Ingólfsdóttir og Elísabet S. Urbancic, héldu hlutaveltu fyrir nokkru í Goðheimum 3 hér í bænum, til styrktar Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Söfnuðust þar rúmlega 8300 krónur. ÞESSAR ungu dömur, allar Garðbæingar, efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Söfnuðu þær rúmlega 8300 krónum, en telpurnar heitai Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Þórdís Vilhjálmsdóttir og Gunnhildur Gunnlaugsdóttir. UPPI í Breiðholti í Gilsárstekk 7, héldu þessir krakkar hlutaveltu til styrktar Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Söfnuðu þau rúmlega 4000 krónum. — Þau heita Kristjana Sigurðardótt- ir og Sigurður Sigurðsson. SKIPAUTGCRB RIKISINS M/s Esja fer frá Reykjavík miðvikudaginn 15. þ.m. til ísafjaröar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísa- fjörð, Bolungarvík, (Súganda- fjörð og Flateyri um ísafjörö), Þingeyri, Patreksfjörð, (Bíldu- dal og Tálknafjörð um Patreks- fjörð). Móttaka alla virka daga nema laugardag til 14. þ.m. fmmmmamammmmmmmKmmmmmmmmmmmmmam Kvenfélögin ALDAN - BYLG J ANHRÖNN • KEÐ JAN halda sameiginlegan SKEMMTIFUND miövikudaginn 15. nóv. kl. 8.00 í Þórscafé. Mætum allar. Skemmtinefndin Fyrsta leikfangabingóiö verður haldiö í dag sunnudag 12. nóv. kl. 14.30 í félagsheimili sjálfstæðismanna, Seljabraut 54. Síöast var fullt hús. Komiö því tímanlega. Glæsilegt úrval af leikföngum. Sjálfstæöisfélögin Breiöholti. Rosenthal býður yður ýmislegt fleira en postulín og platta. Komið í verzlun okkar og skoðið hinar frábæru gjafavörur, — glervöru, postulín og borðbúnað í ýmsum verðflokkum. Rosenthal merkið tryggir frábæra hönnun fyrir heimilið. Rosenthal vörur- gullfallegar— gulltryggðar studio-line Á. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.