Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 29 þeir um og gera lögtak í því sem þeir telja verðmætast og hafa ástæðu til að ætla að manninum sé sárast að missa. Það er þeirra réttur. Hann verður maður að hafa af þeim. Ég reigði mig fyrst — en áttaði mig svo. En nú máttu ekki halda að ég sé skuldseigur eða það sem verra er: óreiðumaður. Börn fyrri konu minnar fengu húsið sem ég átti og ég gekk þar frá snauður, í fötunum, sem ég stóð í — og börn seinni konunnar fengu allt sem til var þegar móðir þeirra dó, og þegar ég seldi þessa einu eign sem eftir var — eða réttara sagt var tekin eignarnámi af mér — í Garðahreppnum — þá lét ég andvirði hennar renna að mestu til barna minna. Ég á ekkert nema lífið — og bækurnar mínar. Sumir eiga minna. Aö sneiða fyrir strá Hvirfilvindar fóru stundum um sveitina, tóku upp sátur og þeyttu þeim út í hafsauga. Hermann Davíðsson í Skuggahlíð kippti sér ekki upp við smámuni. Eitt sinn er Hermann að heyja með sínu fólki í slíkum vindi inná Oddsdal og það sér hvernig sátur skrúfast upp í himininn þannig að ekki er urmull eftir af þeim. Hermann leit ekki einu sinni upp. Þetta var nú ljótan, segir fólkið. Hvað? spurði Hermann. Nú -r- hvirfilvindurinn sem var að skrúfa upp heyið. Sástu hann ekki? Nei, sagði Hermann hægt. Ég fann að vísu að hann var að koma, en ég sneyddi fyrir puntsrá og slapp þannig við hann. Austfirðingar voru margir meinfyndnir og eru enn. Arni í Grænanesi, sá sem kvað upp Salómonsdóminn: „Þegar tveir brúka gat“ og sagt er frá í fyrra bindi var á gamalsaldri, farinn að sjá illa, svo ekki sé meira sagt, dró annað augað í • pung — svona sjáðu? Loks fór hann til Reykja- víkur að láta augnlækni líta á augað, líklega farið til Björns Ólafssonar, og þegar Björn hefur skoðað Ár»a, segir hann honum að hann sé steinblindur á öðru auga. Það getur ekki verið, sagði Árni. Þau eru bæði jafngömul. íslendingurinn getur allt Ólafur Thors var í sérflokki í íslenskri póiitík. Engum líkur. Hann ber höfuð og herðar yfir alla stjórnmálamenn síðari áaratuga. Hann skynjaði þjóðarsálina uppúr og niðurúr, alveg frá toppi og niður í botn. Ég gleymi ekki miklum átökum sem urðu í flokksráðinu kringum 1946, minnir mig. Þá var komið tómahljóð í ríkiskassann og þurfti aðgrípa til kjaraskerðinga. Ég gleymi aldrei sjónarmiði Ólafs. Við byrjum ofan frá, sagði hann, byrjum á heildsölunum, tökum kúfinn af þeim, réttum hallann þannig. Það skilur fólkið. Menn ráku upp ramakvein: Heildsalarnir og kaupmennirnir eru mergurinn í flokknum, öflug- ustu stuðningsmenn okkar. Það verður að taka peningana þar sem nóg er til af þeim, sagði Ólafur. Það skilur fólkiö. Kaupmennirnir eru okkar bestu stuðningsmenn, þetta fer með flokkinn, sögðu hinir. Hvað um fylgið? Það verður að ráðast, sagði Ólafur og var reiður. Það varð hávaðarifrildi — og Ólafur var borinn ráðum. Eftir að Danmörk var hernumin kreppti svo að Færeyingum að þeir voru á góðri leið með að leggja upp laupana. Þá björguðu Islendingar þeim. Ég átti sæti í nefndinni sem samdi við þessa frændur okkar. Við leigðum af þeim allan skútu- flota þeirra eins og hann iagði sig; og skúturnar sigldu inn á hverja krummavík á Islandi, keyptu fisk í sig og sigldu með hann. Ólafur Thors var þá atvinnu- málaráðherra, gott ef hann var ekki forsætisráðherra líka, og dagskipan hans til okkar sem í nefndina vorum skipaðir var eitthvað á þessa lund: Færeyingar eru eina þjóðin sem lítur upp til okkar og þeir eru í kröggum og við skulum reynast þeim eins og frændur og menn. Gerið allt fyrir þá sem á okkar valdi er. Agnar Klemenz Jónsson var formaður nefndarinnar og aðrir í henni, fyrir utan mig, Davíð Ólafsson. Lúðvík Jósefsson, Jak- ob Ilafstein — og danski sendiherrann Fontayne. Svo þegar búið var að semja var haldin fræg veisla í Oddfellowhús- inu, Færeyingaveislan, sem öll Reykjavík vissi af. Nokkrir ráð- herrarnir íslensku mættu og fær- eyska samninganefndin og sú íslenska og fleira fólk. Óli Thors lék á alls oddi, hann drakk aldrei annað en viskí, leit ekki við borðvínum, byrjaði á viskíi strax með forréttinum og endaði á viskí. Lúðvík bragðaði ekki áfengi, Finnur Jónsson senni- iega ekki heldur, a.m.k. er mér minnisstætt hve þurrpumpulegur hann var. Brynki var miklu betri. Það var ógleymanlegt að heyra þá talast við — þegar tár var komið í þá — Ólaf og Brynjólf. Þessa veislu bar uppá ársbind- indi sem ég fór í, var þá orðinn þreyttur á öllum þessum helvítis flokksveislum. Nú, svo var sungið, spilað og dansaö þarna. Mest var gaman af færeysku dönsunum sem Islend- ingar tóku einnig þátt í — sumir kátlega. Klukkan eitthvað að ganga eitt er ég að væflast frammi í anddyri og þá rekst ég þar á Ólaf og er fart á honum. Hann virðir mig fyrir sér, segir svo agndofa: Hvað er að sjá þig, maður? Finnst þér ég eitthvað torkenni- legur? Já — þú ert ófullur. Þú ert alsgáður. Það er rétt, sagði ég. Þú mátt ekki vera hér stundinni lengur, þú verður að fara, sagði Ólafur. Gott, sagði ég. Ég er feginn að losna. Og þar með fór ég. Liðamót Kratarnir gátu verið erfiðir — en þó voru þeir hátíð borið saman við kommana, kommar og hippa- lýður, þetta er allt sama tðbakið, iandleysingjar, þvælandi einhverj- ar kennisetningar sem ógerningur er að koma heim og saman við mannlegt eðli. Framsókn orðin grómtekið íhald að miklum meiri- hluta, ef hún vildi bara tannast við það. Og Sjálfstæðisflokkurinn? Hann er orðinn meingallaður og þarf endurskipulagningar við. Endur- reisnaraflið sem þjóðina vantar blundar samt í honum. Flokkinn vantar bara liðamótamikinn mann til að virkja það afl — og kannski er hann einhvers staðar að klekj- ast upp í hópi yngri mannanna. Ég ætla bara að vona það. Ella verður búið að afsiða þessa þjóð með öllu um aldamótin, kalla það gott ef hér verður töluð íslenska þegar kemur fram á næstu öld. Ég tjái mig kannski nánar um þessi atriði í bókarlok. Hef ekki þrek í það þessa stundina; þægi- legast væri auðvitað að leiða það hjá sér, loka augunum. Ég er að koma að honum Geir Zoega. Ég var hægri hönd hans í stríðinu. NÁTTÚRUSKOÐUN NEÐANSJÁVAR Köfunarbúnaður Úrval tegunda KOMIÐ HRINGIÐ SKRIFIÐ MYNOAMÓT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.