Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 Alvöru forsetum fjölgar í landi voru. „Við forsetarnir þrír,“ segja þeir nú í borgarstjórn ReykjaVík- ur, forseti Sigurjón, fyrsti varafor- seti Björgvin og annar varaforseti Kristján. Undirrituð hefur sýni- lega misst af vegtyllum til að kitla hégómagirndina sl. 4 ár. Kannski eina tækifærinu aftur í minning- argreinina. Forseti Elín hefði ekki verið ónýtt. Engum hugkvæmdist að setja svo virðulegan stimpil á kjörinn annan varaforseta síðasta kjörtímabils, nema rétt á meðan hann í afleysingum stjórnaði 'undum úr þeim ágæta forseta- stóli. Meira að segja tók sá, sem í stólnum sat, ávarp ræðumanna, „virðulegi forseti“, ekki til sín, hélt að það beindist að embættinu einu og stólnum. Ætli hin nýja forseta- stétt láti kalla sig forseta heima hjá sér? Kannski verður oddviti látið nægja, eins og eitt blaðið er nú tekið upp á að gera. Jafnvel það slær út Brésneff, sem ku bara vera nefndur félagi. Orð og heiti skipta um merk- ingu. Nútíma vopn eru orð og tölur. Með þeim er ekki aðeins skylmst á málþingum, heldur barist af grimmd — stundum fellur maður og annar að þjóðleg- um sið. Við skjóta fjölmiðlatækni herðist bardaginn. Stundum æsist leikurinn í hita bardagans sjálfs. Eða að hinir forsjálu koma sér upp leynivopnum á löngum tíma og lauma þeim fram. Allt í einu kemur svo í ljós að hægt og sígandi, meðvitað eða ómeðvitað, er búið að breyta vopnunum, þ.e. merkingu orða og útreikningaað- ferða svo nota megi þau á ákveðinn hátt. Síðan ég hlustaði á Styrmi Gunnarsson benda í erindi á fundi á breytta merkingu, sem orðið félagslegur er að fá (kom m.a. fram í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag), hefur gáruhöfundur sperrt eyrun og hlustað eftir því. Og mikið rétt! Félagslegar aðgerð- ir og félagslegur grundvöllur táknar í margra munni ekki lengur samhjálp, heldur einfald- lega að ríkið yfirtaki málið frá einstaklingunum. Þar er að sjálf- sögðu átt við alla einstaklinga, ekki síður barn, gamalmenni eða þann sem vanbúinn er á einhvern hátt og líka á sitt einstaklings- frelsi í lífinu. Það táknar semsagt opinber afskipti í krafti fjárfram- laga og yfirráða ríkisins. Gáran bar hugann áfram til fleiri orða og merkinga. Sum orð eru notuð eins og í eldhúsrómön- um eða trúarbrögðum miðalda, þar sem allt er annaðhvort algott eða alvont, hvítt eða svart. T.d. hin góðu félagslegu afskipti, hinn vondi kapitalismi. Félagslegar aðgerðir ná þá í munni heittrúaðra yfir öll ríkisafskipti af högum borgaranna, en kapitalsismi hið illa sem varpa skal brott. Sé grannt hlustað eftir merkingu síðastnefnda orðsins í munni þess sem notar það, kemur iðulega í ljós, að þetta vonda orð er í rauninni haft uppi til að lýsa okkar samfélagi, eins og við höfum verið að byggja upp á undanfar- inni öld. Það er einfaldlega efnahagssagan, iðnþróunin, breyt- ing á búskaparháttum, framfarir í samgöngumálum, uppbygging þéttbýlis — með öðrum orðum uppbyggingin í okkar samfélagi, sem smám saman hefur fengið á sig form skiptiverzlunar og fjár- festinga. Það er þetta, sem hefur síðan Marx heitinn leið heitið kapitalsismi. En félagslegu að- gerðirnar, sem gamli maðurinn fyrir nærri hálfri annarri öld boðaði byltingu til að ná fram, hafa um leið ofist inn í okkar þjóðfélag. Þær eru þegar komnar með tilkomu almannatrygginga til handa verkamönnum og öllum almenningi, rétti til eftirlauna, lágmarkstekjum og menntunar- möguleikum fyrir allra börn og einstaklinga. Byltingin er búin. Enginn var drepinn. Því fór hún fram hjá sumum? Þeir urðu af henni. Þar er félagslegi þátturinn. Lygi — stórlygi — statistik! Þessi stigbreyting á orðinu lygi, hefur stundum komið upp í hugann við fréttir af umræðum um efnahagsmál að undanförnu. Mér sýnist að það hljóti að vera barnaleikur að reikna í konu barn, sem þótti brandari í eina tíð, miðað við þær reikningskúnstir, sem uppi eru hafðar með hraða nútíma tölvútækni. Ofan í einstaklinginn er reikn- aður stór skammtur af osti og kynstur af mjólk, þótt hann noti kannski aðeins hungurlús af smjöri ofan á brauðið sitt eða jafnvel jurtasmjörlíki og ávaxta- safa. Sjálf nota ég mínar mjólkur- afurðir í ostum og undanrennu. Enginn reiknar það ofan í mig. Af hverju? Mjólkurafurðirnar eru þó víst allar úr sama grasinu -með jafnlöngum leiðslum í framleiðsl- unni gegnum kúna. Þetta á skýr- ingar. Ríkið fær meira út úr þessu svona. Ostar voru svo fábreyttir og lítt aðlaðandi á íslandi á árinu 1964, þegar vísitölufjölskyldan — þessi skrýtna fyrirsjónvarpsfjöl- skylda — fæddist að fólk notaði sáralítið af ostum. Allir, sem til útlanda fóru, komu heim með osta til að gefa vinum að smakka í ostaboðum. Nú eru svo margir farnir að nota íslenzku ostana, að ostagerðirnar hafa ekki undan. Þess vegna er búin til fjölskylda, sem notar mikið af smjöri en sáralítið af ostum og okkur reiknað kaup til að standa undir útgjöldum. Vilji einhver ekki breyta matarvenjum í samræmi við opinbera útreikninga, verður sá hinn sami bara að borga hvort tveggj a — ostinn og undanrenn- una alfarið á eigin réikning — og til viðbótar sinn hlut í mjólk og smjöri ofan í aðra. í slíku liggur ríkisforsjáin. Ríkið setur upp matseðilinn á heimilun- um, ásamt öllu öðru stóru og smáu, sem varðar líf hvers ein- staklings. I þá átt hefur þetta verið að þróast um árabil, stund- um hægt, þegar staðið hefur verið á bremsunum, en síðan í stórum stökkum, eins og nú. Fólk er orðið eins og lús á kambi, með skatta- nöglina til stýringar ógnandi yfir sér og litla undankomu. Þeir sem þekktu annað og hugðust vinna hörðum höndum á unga aldri til að tryggja sér lífshætti, sem þá langaði sjálfa til síðar, komast nú að raun um að ríkisvaldið er að reikna þeim allt annars konar lífshætti. Við höfum komið því svo fyrir, að fólk er neytt til að hætta að vinna fyrir tekjum á ákveðnum aldri, og er síðan gert að greiða upphæðir í skatta af húsi sínu — skjólinu sem upp var komið til að lifa í á sinn lífsmáta eða missa ella. Nú eru þeir sem yngri eru að læra það, að ekki dugar að eiga sér hús nema hafa skuldir á móti. En jafnvel það getur brugðist, því hver getur vitað hvað ríkisvald framtíðarinnar kann að ákveða síðar og lætur virka aftur fyrir sig. Slíkt vald getur skipt um skoðun, þegar það situr orðið yfir hvers manns hlut. Og beitt reiknings- kúnstum á borð við ostana og smjörið. í stað þess að treysta á guð og lukkuna, verður nú að heita á guð og ríkið — eða helst að taka forskot á sæluna, hver sem betur getur skv. forskriftinni sígildu: Ég verð að telja það tryggara að taka út forskot á sæluna því fyrir því gefst engin „garantí“, hjá guði ég komist á fyllirí. Þú getur byggt tvívegis með Elite-plötunni Elite-platan frá „Norske Skog“ er vatnsþolin, hún þolir með Öðrum orðum að notast fyrir steypumót. En þessar steypumótsplötur eru mjög sérstakar — það má nota þær aftur sem t.d„ þakklæðningu. Elite-platan frá „Norske Skog“ er einnig fyrirtaks klæðningarefni þar sem miklar kröfur eru gerðar til rakaþols, til dæmis í baðherbergjum, þvottahúsum, gripahúsum, í geymslum og svo framvegis. Ending Elite-plötunnar fullnægir ströngustu kröfum varðandi vatnsþol og veðurþol, og er hún því mjög hentug tii allra bygginga. Orkla spónaplötur fást hjá fiestum timbursölum og byggingavöruverzlunum um iand aiit. Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR IIEILDVERZLUN h.L, Síðumúia 33, 105 Reykjavík. Sími 84255. I C c hjólhúsaklúbbur íslands Aðalfundur Aðalfundur H.K.Í. verður haldinn að Hótel Esju, sunnudaginn 12. nóv. kl. 14.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum vel, tökum maka meö. Kaffiveitingar verða eftir fundinn. Lítið barn hef ur lítið sjónsvið Stjórnunarfélag Jk Norourlands Akureyringar - Norðlendingar Sýning kvikmynda fyrir stjórnendur Stjórnunarfélag Noröurlands mun sýna ijórar stjórnunarkvikmyndir sem gerðar eru af Peter Drucker. Myndir þessar eru fengnar til landsins fyrir milligöngu Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Efni myndanna er: 1. Tímastjórnun Myndin fjallar um þann vanda stjórnenda aö nýta takmarkaöan tíma sinn á sem árangursríkastan hátt. 2. Hvað get ég lagt af mörkum Fjallað er um vanda undirmanna í fyrirtækjum viö aö koma á framfæri hugmyndum sínum um endurbætur í rekstri. 3. Árangursrík ákvarðanataka Lýst er, og rætt um vandamál sem upp koma hjá stjórnendum þegar taka þarf mikilvægar ákvaröanir. 4. Rétt mannaval í myndinni eru leiknir þættir og umræöur um vanda stjórnenda viö aö velja hæfustu menn í hverja stööu. Prófessor Þórir Einarsson mun skýra myndirnar. Kvikmyndirnar veröa sýndar í sal á efstu hæö í Landsbanka íslands Akureyri miövikudaginn 15. nóvember kl. 16.00. Skráning þátttakenda fer fram hjá Stjórnunarfélagi Noröurlands, sími 21820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.