Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1978 „Skálateigsstrákurinn heldur sínu striki , heitir síðara bindi minninga Þorleifs Jónssonar, sem Jóhannes Helgi hefur fært í sögubúning. Veröld Skálateigsstráksins, sem stendur á áttræðu, er veröld sem var. veröldin sunnan, austan, norðan og vestan. í bókinni eru sjötíu kaflar um menn og málefni á öldinni sem er að líða, og eru hátt á fjórða hundrað manns af öllum landshornum nefndir til sögu, þjóðkunnir stjórnmálamenn og íslenskur aðall til sjós og lands. Nafnaskrá fylgir bókinni — auk eftirmála. Verður hér gripið niður hér og hvar í bókinni. Júiíus Björn Blöndal — og rauðmaginn Ejí tók einn hrufííiara í Grinda- vík og hefði íietað tekið annan uppí á Kjalarnesi — en af því að hann var bláfátækur ofí skáidmæltur að auki sá ég í ftegnum fingur við hann. Ef; var því blindur og heyrnarlaus meðan éf; stóð við hjá honum. Sumir bruffparar urðu ókvæða við heimsóknir löfíffæslu- manna — eins oj; sá í Flóanum sem skellti hlandkoppnum á höf- uðið á Birni Blöndal löf'f'æslu- manni. SpeKÍllinn birti mynd af þessu — o;; menn hióffu mikið. Júlíu Ilavstein sýslumaður á Húsavík var mjöf; manneskjulefft yfirvald, vissi sem var að marffir fátækir menn drýffðu tekjur sínar með framleiðslu á þessu fflundri. Eitt sinn hrinffdi Björn í hann ok var mikið niðri fyrir, saffðist hafa t;run um stórbruf;g í umdæminu og kvaðst koma með morgni. Þegar Björn kom kallaði Júlíus á dóttur sína á táningaaldri og sagði: Farðu nú til hans Jónsa og biddu hann að láta okkur Björn Blöndal hafa rauðmaga. Svo átu þeir rauðmagann — og Björn leitaði að máltíð lokinni hjá hinum grunaða — án árangurs og hvarf við svo búið suður. Bruggarinn og rauðmagasalinn var einn og sami maður. Hann fékk tíma til að fjarlægja tækin og framleiðsluna. Þessum fjanda — banninu — var svo aflétt 1934 og allir almennilegir menn urðu guðs lifandi fegnir. Þaö er magnið sem gildir Eg hef áður sagt frá því hve greiðugur Magnús bæjarfógeti var að ábekja víxla fyrir menn. Það var varla til sá lítilmagni í Firðinum að hann ætti ekki hauk í horni þar sem Magnús var. Einn þessara manna var Björn Vigfússon, alltaf kallaður Bjössi Vigg. Hann hafði verið til sjós, en fór í land þegar þrekið fór að bila. í gamla daga þurfti þrekmenn á besta aldri til sjósóknar. Harðrétt- ið var slíkt, vosbúðin, allt dregið á handfæri. Liðleskjur fóru aldrei á sjó, þær hefðu komið að landi lík. Bjössi Vigg bilaður á öðru auga, tók heilmikið í nefið og þótti sopinn • góður, drakk stundum kogara. Þegar hann hætti á sjónum fór hann að gugta við að selja fisk við húsdyr, ók honum á handvagni ura bæinn. Mest var þetta smáfiskur sem hann keypti af bátunum, stundum þyrsklingur sem hann reri eftir í þarann norður með Alftanesinu. Bjössi Vigg- byrjaði að selja nyrst í bænum og gekk bærilega í fyrstu, en eftir því sem sunnar dró í Þvrlciíur Jónsson bæinn'varð salan tregari, því að flestir sunnanbæjarmenn áttu næga soðningu, því að þeir reru. Hellubræður reru, Helgi í Mels- húsum og Ásbúðarfólk, og því lækkaði fiskverðið hjá Bjössa Vigg eftir því sem sunnar dró og syðst seldi hann nokkrum aurum undir kaupverði. Bjössi Vigg ók því ætíð tómum vagni heim að kvöldi og var hinn hreyknasti. Menn sögðu þá gjarn- an við hann: Það hefur gengið vel hjá þér eins og fyrri daginn. Tómur vagn. Ojá, svaraði Bjössi, Ég losnaði við allt. Jahájá, þú þénar þá vel. Oooo, ekki mikið. Ég sló af þessu, sagði Bjössi. Ekki þó niður fyrir kaupverð? Jú — það fór slatti undir kaupverði að sunnanverðu. Nú — hvað er þetta maður, þú verður þá að hætta þessu. Það fær enginn kaupskapur staðist svona. Bjössi Vigg lokaði þá auganu og sagði: Jú — sko, ég' hef alltaf upp úr þessu, það gerir umsetningin, það gerir mengdin, gói minn. Einú sinni var ég staddur hjá Magnúsi bæjarfógeta og sýslu- manni þegar Bjössi Vigg kom og var rakur. Ég þarf að biðja yður um uppáskrift á framlengingu, sagöi Bjössi við Magnús. Hvað -er að heyra þetta, sagði Magnús. Þér voruð hér í gær og ég skrifaði uppá víxilinn. Bjössi Vigg lokaði heila auganu ogsagði: Ég týndi honum, bæjarfógeti. Usssss, sagði Magnús þá góðlát- lega og skrifaði uppá nýja fram- lengingu. En þessum megið þér ekki týna, Björn minn. Með þeim orðum kvaddi gamli maðurinn Bjössa Vigg að þessu sinni. — / síðara bindi minninga Þorleifs Jónssonar, sem Jóhannes Helgi skráir Enginn veit uppá hve marga víxla Magnús skrifaði fyrir lítil- magna — en sá fjöldi var með ólíkindum. Kjólfötin — og höfnin Það var minnir mig 1938 að menn bárust næstum á banaspjót út af hafnarmálinu. Svo hart var barist. Emil Jónsson var þá orðinn bæjarstjóri og bæjarverkfræðing- ur. Hann taldi alla vankanta á að byggja hafnargarð að vestanverðu, botninn myndi bresta undan þunga garðsins, hann væri leirfull hraunkvos. Þess vegna þyrfti að þétta botninn undir garðinum með ókjörum af smágrjóti svo mann- virkið sykki ekki í drulluna. Skoðun Emils byggðist á mæling- um sem hann hafði sjálfur gert og komu heim og saman við álit Ólafur Thors dansks verkfræðings Langvads sem íslendingum er að góðu kunnur. Finnhogi Rútur Þorvaldsson. seinna prófessor rannsakaði stað- hættí, mældi og reiknaði og komst að þeirri niðurstöðu að nægja myndi að demba í botninn stór- grýti sem nærtækt var að byggja á þeirri undirstöðu. Ódýrari lausn sem sé. Síðan hófust flokkadrættirnir. Það var boðað til borgarafundar og rifist þar og á götum og í blöðum og Emil hundskammaður. Ég fór meira að segja heim til hans og las honum pistilinn og hann varð svo reiður að hann gránaði niður á háls. Mynd af mælingarstaur, eignaður Emil, birtist í blaði mínu og þessi texti settur undir: Sá tekur nú úr á vestanáttinni! Ég skrifaði heilmikið í blað mitt og sparaði ekki púðrið og þar birtust líka nafnlausar greinar og þær skrifuðust auðvitað á minn reikning sem ábyrgðarmanns og ég var lögsóttur, fékk á mig þrjú fjögur meiðyrðamál frá Emil. Málflutningsskrifstofa Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, síðar ráð- herra, tók málið að sér. Ég varði þau sjálfur, en Magnús Jónsson sem þá var enn sýslumað- ur, dæmdi í þeím. Ég slapp við sektir í tveimur málanna, ummæli mín aðeins dæmt dauð og ómerk, en í hinum tveim var ég dæmdur í sektir, sem mér datt auðvitað ekki í hug að borga. Svo líður og bíður. Friðjón Skarphéðinsson, síðar dómsmála- ráðherra, er settur sýslumaður, prýðilegur maður, og fulltrúi Stefáns Jóhanns verður Guðmundur. í. Guðmundsson. síðar ráðherra, þá nýbakaður lögfræðingur. Dag einn ganga þeir tvímenn- ingar á fund minn og skora á mig að greiða skuldina. Hvað ég hafi sagt? Ég sagði stutt og laggott: Nei. Ef ég hefði ætlað að borga þá væri ég fyrir löngu búinn að því. Ég myndi ekki borga neitt. Það skildu þeir ekki — sem kannski var ekki von.' Það er auðskilið, sagði ég — Ég hef annað við peningana að gera. Ég á aðeins börn og skuldir; húsið allt veðsett. Þið fáið ekki krónu. Þá verðum við að gera fjárnám. Veskú. Gerið það. Friðjón er sestur þegar hér er komið sögu og byrjaður að bóka, en Guðmundur eins og hann er langur til er að nudda í mér að benda á eitthvað til fjárnáms. Ég bendi ekki á neitt, segi ég — og ég hef ekki fyrr sleppt þeim orðum en mé hugkvæmist að leika á þá. Ég hugsa og er fljótur að því: Emil Jónsson Þeir eru nýbakaðir. Kjólfötin. Eg leik á þá. Ég bendi á kjólfötin. Það er bannað að gera fjárnám í íverufatnaði. Ég átti tvenn kjólföt, hafði ekki farið í hin fyrri nema tvisvar þrisvar sinnum þegar ég fór að fitna og keypti mér þá önnur. Svo ég segi: Jóhannes Ilelgi Jú annars, ég man þaö núna, kjólfötin mín, þau hanga heima, þau eru fjórum fimm sinnum virði þess arna sem þið eruð að skarka út af. Ég hef bara farið tvisvar í þau. Ég bendi á þau. Þau eru ekki íverufatnaður, heldur viðhafnar. Og þeir bíta á agnið. Ég veiði þá á þennan öngul — og þar dingla þeir. Þeir dingla þar enn. Um kvöldið hringir húsbóndi Guðmundar I. til mín, Stefán Jóhann Stefánsson. Við þúuðumst því að við höfðum oft hist í réttarsalnum. Þetta var ljóti grikkurinn sem þú gerðir mér., segir hann. Ááá — jæja, segi ég. Já, segir hann. Nú — segi ég, þú fékkst andvirði þinnar kröfu og vel það. Ég skal passa að mölur komist ekki í kjólskrattann uns hann verður seldur. Ertu snarvitlaus, segir hann. — Hvernig heldurðu að yrði litið á það ef ég færi að selja fötin utan af kollega mínum — á uppboði? Það yrði hlegið að þér, segi ég. Ég ætla að auglýsa hann á minn kostnað þegar hann verður seldur — og Alþýðuflokkinn um leið. Þetta er ekki hægt, segir hann. Þeir áttu að vita, segi ég, prófmennirnir. Ég hló. Kjóllinn hangir enn á sínu herðatré í Hafnarfirði. Ég hef aldrei farið í hann síðan fjárnámið var gert. Ég á hann ekki. Það eru aðrir sem eiga hann — þeir geta sótt hann þegar þeir vilja. Nú — en höfnin. Hafnargarður- inn, hann var siðan byggður samkvæmt forskrift Emils. Ósköp- in öll af efnismagni fóru í hann og eitthvað seig hann, oftar en einu sinni og þurfti að hækka hann, kannski ekki tiltökumál. Hann er mikil og góð vörn fyrir höfnina og hafnarmannvirkin. Emil hafði rétt f.vrir sér, en ekki er þar með sagt að Finnbogi hafi ekki haft jafn rétt fyrir sér. Á það reyndi aldrei. Rétturinn til að benda á eitt- hvað? Af hverju manni sé uppá- lagt að benda á eitthvað? Það verða allir mcnn að vita, þú og lesandinn, allir menn. Það er réttur manns að benda á muni til lögtaks eða fjárnáms. Þú átt kannski ritvél, úrelta tík, sem þig langar að losna við eða bilað útvarpstæki, kannski hvort- tveggja, þá bendirðu á það og eitthvert fleira drasl og þegar fógeti telur að komið sé andvirði skuldarinn, kröfunnar, þá lokar hann réttinum og bannar þér að ráðstafa tilteknum munum. Síðan verður það sótt og selt og þú sparar þér kannski ferð útí öskutunnu. En ef þú reigir þig og segir: bendi ekki á neitt, þá svipast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.