Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 fHtqpn Útgefandi nHaMfe hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Islenzk atvinnufyrirtæki eiga í vaxandi rekstrar- erfiðleikum um þessar mundir. Óðaverðbólgan veldur því, að allur kostnað- ur atvinnufyrirtækja æðir upp og stjórnendur þeirra verða að hafa sig alla við að breyta verðlagi í samræmi við aukinn kostnað. Þau fyrirtæki, sem lúta verð- lagsákvæðum búa við sér- stök vandamál vegna þess, að svo virðist, sem sumir ráðherrar núverandi ríkis- stjórnar telji, að baráttan við verðbólguna sé fólgin í því að skera niður óskir fyrirtækja um leiðréttingar á verðlagi í samræmi við kostnaðarhækkanir. Verðbólgan veldur því og, að greiðslustaða atvinnu- fyrirtækja fer stöðugt versnandi. Það er einfald- lega ekki til í landinu nægilegt fjármagn til þess að fjármagna verðbólguna. Atvinnufyrirtæki þurfa stöðugt meira fé í rekstur- inn, fé, sem hvergi er hægt að fá. Þessar afleiðingar verðbólgunnar koma ekki síður niður á íslenzkum iðnaði en öðrum atvinnu- rekstri. Til viðbótar kemur það mjög illa við iðnfyrir- tækin, þegar skráning á gengi krónunnar er óraun- hæf mánuðum saman. Við það versnar samkeppnis- staða iðnaðarins mjög. Aukið frjálsræði í verzlun og innflutningi hefur hert mjög samkeppnina hér inn- anlands. Sú samkeppni hefur áreiðanlega orðið ís- lenzkum iðnaði til góðs en vissulega getur hann með réttu gert kröfu til þess, að hann sitji við sama borð og samkeppnisaðilar hans er- lendis. Fyrstu vikurnar eftir að gengi krónunnar hefur ver- ið fellt getur samkeppnis- staða þeirra iðnfyrirtækja, sem eiga í mestri sam- keppni við innfluttar vörur verið bærileg, en verðbólgan heldur áfram, kostnaðurinn eykst og fylgi gengið ekki þessari þróun kemur að því fyrr en síðar, að samkeppn- isstaða iðnfyrirtækjanna er brostin á ný. Iðnaðurinn er orðinn svo mikilvæg at- vinnugrein og veitir svo mörgu fólki atvinnu, að óhjákvæmilegt er að taka fyllsta tillit til þarfa hans að þessu leyti. Það eru hins vegar til margar leiðir til þess að efla íslenzkan iðnað. Ein þeirra er sú, að opinberir aðilar hafi það stefnumark að kaupa fremur íslenzka framleiðslu en erlenda. Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, gerir þetta að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu í gær, og minnir á, að slík stefnu- mörkun gagnvart íslenzkum iðnaði var upp tekin í atvinnumálastefnu Reykja- víkurborgar að frumkvæði Sjálfstæðismanna. í grein þessari segir m.a. um þenn- an þátt atvinnumálasam- þykktar borgarstjórnar: „Þar samþykkti borgar- stjórn, að stofnanir og fyrirtæki borgarinnar beindu viðskiptum sínum eins og unnt væri til ís- lenzkra fyrirtækja, bæði um kaup á rekstrar- og fjár- festingarvörum. Um öll meiriháttar kaup og útboð á vegum borgarinnar var þessi meginstefna áréttuð í fjórum liðum." Greinarhöf- undur minnir síðan á, að Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar sé heimilt að taka innlendu tilboði, þótt það sé allt að 15% hærra, enda sé um sambærilega vöru og þjónustu að ræða. Ennfremur beri við ákvörð- un um afgreiðslufrest og stærð eininga að hafa í huga að hægt verði að kaupa vöruna af innlendum aðila. Þá bendir Birgir Isl. Gunnarsson á, að í þessari stefnuskrá um atvinnumál sé gert ráð fyrir, að í útboðslýsingu bygginga- framkvæmda sé nafn ís- lenzkrar iðnaðarvöru sett sem viðmiðun og loks, að gert sé ráð fyrir því í þessari stefnuskrá Reykja- víkurborgar, að komið verði á sérstöku samstarfi milli borgarinnar og samtaka iðnaðarins. Enginn vafi leikur á því, að ef sveitarfélög og ríkið hafa það sem markmið að kaupa fremur íslenzkar vör- ur en erlendar mundi það verða íslenzkum iðnaði til verulegs framdráttar. Þess vegna er orðið tímabært, að núverandi meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur fylgi þessu frumkvæði Sjálfstæðismanna fast eftir og ennfremur að önnur sveitarfélög, ríkið sjálft og ríkisfyrirtæki fylgi þessu fordæmi. Skýr stefnumörk- un að þessu leyti og ákveðin framkvæmd hennar mundi verða íslenzkum iðnaði til verulegrar eflingar á erfið- um tímum. Islenzkur iðnaður og opinberir aðilar í Reykjavíkurbréf •Laugardagur 11. nóvember- Ríkiö leysi allan vanda I nreinari;erð ríkisstjórnarinnar um bráðabirjíðalöííin um kjara- mál, sem hún setti 8. september s.l., sejíir, að með löKunum sé verðbóltíuvandanum bre.vtt í ríkis- fjármálavanda. Fjárlatiafrum- varpið fvrir árið 1979 ber þetta með sér. í því efni eru þó ekki öll kurl komin til grafar, því að ekki er ljóst, hvernig brugðist verður við fyrirsjáanleffum launa- hækkunum 1. desember n.k. Líður nú óðum að því að taka verður á þeim mikla vanda, sem við blasir. Fram til þessa hefur fjárlatta- frumvarpið verið látið fljóta áfram í iðukasti tíatínstæðra yfir- lýsintta flutnintjsmanna þess. Með því að breyta verðbólgu- vandanum í ríkisfjármálavanda eins og er yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar er að sjálfsögðu stefnt að aukinni ihlutun ríkis- valdsins í alla efnahagsstarfsemi í Iandinu. Þessi ríkisforsjá er nú falin undir tískuheitinu „félagsleg stjórn" og stjórnarflokkarnir telja „félagshygttjnna" aðalsmerki sitt. Eins og bent var á í Reykjavíkur- bréfi um síðustu helgi felst sú hugsun i þessari stefnu, að ríkið leysi allan vanda. Hagsmunir ríkisins eru látnir bera hagsmuni einstaklingsins ofurliði. Athafna- frelsi manna er lagað að þörfum ríkisins. „Heimurinn er aö snúa sér til hægri“ í Bretlandi hefur Verkamanna- flokkurinn látið í ljós efasemdir um réttmæti jafn veigamikilla stefnuatriða, sem einkenna sósíal- ismann, og þjóðnýtingar og ríkis- rekins sjúkrakerfis. Á Italíu hefur leiðtogi sósíalistaflokksins skrifað bækling, þar sem hann ræðst með gagnrýni á „trúarjátningu sósíal- ista“, og ítalski kommúnista- flokkurinn lýsir því yfir, að opinberi geirinn sé ofvaxinn, dýr og afkastalítill. Bæði í Israel og Svíþjóð hafa íhlutunarsamir sósíalistaflokkar horfið frá völdum eftir áralanga stjórnar- forystu og við hafa tekið borgara- legir flokkar, sem dregið hafa úr ríkisafskiptum og mótað nýja stefnu, sem einkennist af frjáls- ræði einstaklingsins. Undir stjórn sósíalista í Israel var fjármálalífið allt orðið rotið og spilling þróaðist undir víðtækri ríkisforsjá. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að opna allar gáttir til frjálsræðis með djörfum ákvörðunum. I Danmörku hefur Anker Jörgensen, forsætis- ráðherra og sósíal-demókrati, gengið til samstarfs við einn borgaraflokkanna í fyrsta sinn á hálfri öld og þar með viðurkennt skipbrot einstrengingslegrar hlýðni við meginsjónarmið jafn- aðarmennskunnar. Eftir kosninga- sigur hægri flokkanna í Frakk- landi fyrr á þessu ári hefur nýrri efnahagsstefnu verið hrundið í framkvæmd sem felst m.a. í afnámi verðlagshafta í því skyni að gefa frönsku athafnalífi færi á að dafna í frjálsu markaðskerfi. Jafnvel í Kína sjást þess merki, að nýir leiðtogar geri sér grein fyrir gildi aukins frjálsræðis. Ofangreind dæmi eru sótt í grein, sem Jean-Francois Revel, ritstjóri franska vikuritsins I’Express, ritaði í blað sitt fyrir skömmu, og eftir að hafa rakið þessa þróun segir hann: „í stuttu máli sagt má taka undir með dálkahöfundi þeim, sem skrifaði nýlega í Christian Science Monitor í Bandaríkjunum „heimurinn er að snúa sér til hægri“. Enn verður ekki að fullu séð hvort á ferðinni er hin gamal- kunna hægri stefna, þ.e. barátta þeirra ríku gegn hinum fátæku og valdsins gegn frelsinu, eða hvort ekki er miklu fremur um að ræða varnarbaráttu þeirra fátæku gegn ofurþunga og eyöandi mætti efna- hagslegrar íhlutunar, og vörn einstaklingsfrelsisins gegn smásmugulegum boðum og bönn- um opinbers valds, sem hefur afskipti af öllum þáttum daglegs lífs og þröngvar upp á sífellt aðgerðarminna þjóðfélag stjórn- kerfi, sem þenst út og haldið er ofvaxtarsýki." Ohagstæður samanburður Hvar stendur íslenska þjóðfé- lagið í samanburði við þetta mat hins franska ritstjóra? Því miður verður ekki sagt, að hér ráði sú stefna, sem mótast af fráhvarfi frá ríkisforsjá. Þvert á móti erum við nú á leið til frekari ríkisafskipta. Ymsir forystumenn Alþýðu- bandalagsins hika ekki lengur við að láta þá skoðun sína í ljós opinberlega, að þjóðnýta beri stórfyrirtæki á borð við Flugleiðir h.f. og Eimskipafélag Islands hf. Leiðin sem farin er til að ná því marki er að vísu krókótt og ógeðfelld, þegar byrjað er með því að koma því að með tillögu- flutningi á Alþingi, að nauðsynlegt sé að kalla fyrirsvarsmenn þessara fyrirtækja fyrir sérstaka rannsóknarnefnd í því skyni að leiða líkur að því, að þeir reki starfsemi sína með þeim hætti að það stangist á við þjóðarhagsmuni. Sjávarútvegsráðherra Alþýðu- flokksins lýsir því yfir í viðtali við Morgunblaðið, að hann sé hlynnt- ur ríkisútgerð á togurum. Verða ummæli hans helst skilin á þann veg, að hann ætli sér og ráðuneyti sínu að raða afla á hafnir landsins úr eigin togurum. I kjölfar ríkisút- gerðar á togurum kæmi væntan- lega tillaga um að t.d. loðnuflotinn yrði ríkiseign. Fram til þessa hefur að vísu gefist vel, að sérstök nefnd, Ioðnunefnd, væri loðnu- skipum til aðstoðar við ákvörðun um löndun. Postular ríkisforsjár- innar eiga áreiðanlega eftir að komast að þeirri niðurstöðu, að vald þeirra á þessu sviði verði enn að aukast. Framsóknarflokkurinn hefur horfið frá stuðningi sínum við frjálsari verðlagslöggjöf, sem for- maður flokksins flutti á síðasta þingi sem viðskiptaráðherra. I samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir beinlínis, að gildis- töku þess þáttar löggjafarinnar, sem miðar að frjálsræði, skuli frestað. Auk þess hefur af tækni- legum ástæðum, þ.e. vegna tíma- skorts við undirbúning að eflingu verðlagsskrifstofunnar, gildistöku allra laganna verið frestað um eitt ár. Þróunin hér á landi er því síður en svo í átt til samdráttar í ríkisafskiptum. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði, sem fram hafa komið síðustu vikur og daga. Enn hafa menn til dæmis ekki séð, hvernig hrinda á því stefnumiði ríkisstjórnarinnar í framkvæmd, sem miðar að strangri fjárfestingarstjórn á vegum opinberrar skrifstofu. Barátta gegn ofvaxtar- sýkinni Með framangreind dæmi í huga og raunar með tilliti til stjórnar- stefnunnar í heild er greinilegt að efla verður viðnám þeirya, sem vilja, að einstaklingurinn hafi svigrúm til athafna. Langt er síðan svo skörp skil hafa verið dregin í íslensku stjórnmálalífi milli þeirra, sem telja öllu best komið hjá stóra bróður í mynd ríkisafskipta, og hinna, sem vilja heldur starfa undir kjörorðinu: Hver er sinnar gæfu smiður. Skera verður upp herör gegn ofvaxtarsýkinni. Sú barátta er ekki auðveld. þegar þess verður alls staðar vart, að menn eru orðnir gagnsýrðir af þeim hugsunarhætti, að allur vandi þeirra leystist með kröfugerð á hendur hins opinbera. Baráttan ber ekki árangur nema stjórn- málamenn og aðrir sýni viðnám gegn hóflausri kröfugerð. I okkar litla þjóðfélagi er stjórnkerfið ekki síst á sviði efnahagsmála orðið svo flókið, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.