Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 11 Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sú spurning honum áleitin hvað hefði gerst ef hann hefði farið að ráðum Thors: „Hefði ég náð lengra og ef til vill fengið þá fullnægingu í listinni sem mig þyrsti eftir?“ Spilað og spaugað lýkur á þessum þönkum Rögnvalds, en að sögn Guðrúnar Egilson fáum við meira að heyra síðar. Lesandinn „skilur við virtúósinn rétt við tindinn eftir viðburðarík æsku- og námsár heima og erlendis". Á einum stað talar Rögnvaldur Sigurjónsson um íslenska minni- máttarkennd og þjóðrembing sem veldur því að menn glata raun- hæfu mati. Hann segir um Pál Isólfsson: „Hann spilaði í lítilli kirkju norður á hjara veraldar og á því verða menn ekki heimsfræg- ir, enda þótt þeir slái nokkrum sinnum í gegn í útlöndum. Til að ná heimsfrægð og halda henni við þurfa menn stöðugt að vera í sviðsljósinu og auglýsa sig í bak og fyrir, eins og þeir píanósnillingar, sem nú ber hæst“. Rögnvaldur líkir þessum snillingum við mein- lætamenn og segir að til allrar hamingju hafi Páll ekki verið slíkur eldur lét hann hagsmuni lítillar þjóðar sitja í fyrirrúmi og vann „alhliða uppbyggingarstarf í stað þess að miða allt við hverfula heimsfrægð". Ekki er fjarri lagi að álykta sem svo að hér sé Rögn- valdur að verja sjálfan sig eða að minnsta kosti að sannfæra sig um að hann hafi gert rétt þegar hann helgaði íslandi alla krafta sína. Það er góður kostur þessarar bókar sem réttilega nefnist Spilað og spaugað að Rögnvaldur Sigur- jónsson kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Það sem ein- kennir frásögn hans er að hann tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega, heldur lætur skynsemina ráða. Rögnvaldur er spaugsamur og skemmtilegur án tilrauna til að vera fyndinn. Guðrúnu Egilson hefur að mínu mati tekist vel að láta frásagnargáfu Rögnvalds Sigurjónssonar njóta sín. Hún skýtur hvergi inn spurningum heldur hefur Rögnvaldur orðið allan tímann. En ljóst er að bók eins og þessi hlýtur að vera árangur töluverðrar vinnu og náinna kynna. Ég hef staldrað við það sem Rögnvaldur hefur að segja um list sína og frægðina. En hann fjallar um margt annað í Spilað og spaugað. Hann dregur upp eftir- minnilegar myndir frá bernsku- og æskuárum sínum og námsferli heima og erlendis. Um foreldra sína, systkin og fjölmarga sam- ferðamenn spjallar hann á yfir- lætislausan hátt. Meðal góðra vina sem honum verður tíðrætt um er Halldór Pétursson listmálari og teiknari. Á bókarkápu er mynd af Rögnvaldi eftir Halld 'r og í bókinni eru fleiri myndir sem vitna um vináttu þessara tveggja listamanna. Rögnvaldur segir m.a. frá Erlendi í Unuhúsi og gestum í því húsi. Hann segir frá fyrstu „tónleikaferð" sinni sem hann fór með Gunnari á Selalæk upp á Akranes. Það er launkímin frá- sögn sem ekki gleymist. Hér er saga í sama anda um „þátttöku" Rögnvalds í Ólympíuleikunum í Berlín á valdatímum Hitlers. Þannig mætti lengi halda áfram, en ekki skal spillt ánægju væntan- legra lesenda bókarinnar með endursögn efnis. Verði framhald bókarinnar líkt byrjuninni verður ljúft að fylgjast með þeim Guðrúnu Egilson og Rögnvaldi Sigurjónssyni. Myndirnar í bókinni eru góðar heimildir um ævi Rögnvalds og íslenskt tónlistarlíf. Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON orðið og ekki hirt um að ganga rækilega úr skugga um hversu margir hefðu verið í bátnum. »Slys þetta varð mjög umrætt í Reykja- vík næstu daga, og þótti furðulega illa hafa verið staðið að björgunar- aðgerðum,« segir í bókinni. Stundum tókst þó betur til. Níu ára drengur féll i Vestmannaeyja- höfn. »Einn þeirra manna er urðu varir við slysið var Árni J. Johnsen, útgerðarmaður í Stakk- holti í Vestmannaeyjum. Hafði hann engin umsvif, heldur kastaði sér í sjóinn á eftir drengnum, tókst að ná honum og koma honum að bryggjunni, þar sem fleiri menn voru til hjálpar. Þótti þetta frækilegt afrek hjá Árna, og engin tvímæli að hann hefði bjargað lífi drengsins. Má geta þess að síðar bjargaði sami maður Árni J. Johnsen, tvívegis drengjum frá drukknun í Vestmannaeyjahöfn.« Víða er þess getið í þjóðsögum að sjómenn hafi goldið varhuga við hvölum og mátti ekki ögra þeim með því að nefna hval í sjó heldur skyldi nota um þá orðið »stórfiskur«. Ekki munu vera í bókaflokki þessum margar sögur um að hvalir hafi grandað bátum hér við land en eina er þó að finna í þessari bók: Smábátur fór »frá Laugalandi í Fljótum til fiskveiða út á Eyja- firði.« Er báturinn var kominn á miðin »kom hvalur upp við hlið bátsins og hvolfdi honum. Botn- vörpungur sem var á siglingu rétt hjá bátnum varð slyssins var og hélt þegar á vettvang, en þegar hann kom á staðinn voru báðir mennirnir horfnir og drukknaðir.« Eins og í fyrri bókum þessa safns ber hér mikið á stuttum frásögnum, kannski meir en áður. Þetta eru fæst stórslys sem greint er frá, slys þar sem einn maður ferst eða bjargast hins vegar mörg, enda ber að hafa í huga, þegar saga þessi er lesin, að hún gerist áður en sundkunnátta varð hér almenn. Elitt umræddra ára varð að samanlögðu verulegt slysaár, en það var 1912, þá fórust 135 manns hér við land, þar af 98 Islendingar. Ef allir hefðu verið syndir á þessum árum, börn og fullorðnir, og slysavarnir og björgunartækni hefði verið komin í það horf sem gerist nú á dögum er hugsanlegt að einhverjir þeirra, sem í sjó drukknuðu og sagt er frá í bókinni, hefðu bjargast og væru enn lífs. Aðeins örskotsstund getur skipt sköpum um skammlífi eða langlífi. Útgefandi hefur gefið til kynna að enn séu ókomin nokkur bindi bókaflokksins og mun hann því með tímanum verða í tölu meiri- háttar sögurita sem út hafa komið á íslensku. Erlendur Jónsson. an, norðan og austan, — 70 kaflar um menn og málefni, þar á meðal þjóðkunna stjórnmálamenn og aðra framámenn, en einkum þó það, sem mestu varðar, al- þýðu manna, íslenskan aðal til sjós og lands. Þorleifur kemur hér vel til skila stjórnmálaafskiptum sínum og viðskiptum við höfuð- fjendurna, krata og templ- ara. Hann segir frá mjög svo sérstæðum málflutnings- störfum sínum í Hafnarfirði, útgerðar- og sveitarstjórnar- stússi á Eskifirði og í Stykk- ishólmi, að ógleymdum margþættum störfum í þágu Geirs Zoéga á stríðsárunum." Bókin er 220 bls. að stærð með nafnaskrá og myndum. — Útgefandi er Bókaútgáfan Skuggsjá. Ýsustofninn er á uppleið ÝSUSTOFNINN við ísland hefur mjög rétt við á síðustu árum og þakka fiskifræðingar það fyrst og fremst því að möskvastærð var aukin upp í 155 millimetra fyrir tveimur árum. Að sögn Jóns Jónssonar fiskifræðings hafði stofninum hrakað mjög á árunum fram til 1971, en síðan hefur hann verið að rétta við. Árið 1977 urðu mikil stakkaskipti til hins betra fyrir stofninn og einkum vegna þess að möskvastærðaraukningin hlífði smáýsunni. Aðspurður um ýsugengd í Faxa- flóa sagði Jón, að mjög erfitt væri að ræða afmarkað um ýsuna í Flóanum. Ýsan hefði virzt brellin þar, stundum ekki sést, en annað slagið hefði fengist þar góður afli. — í heild getum við sagt að stofninn virðist á uppleið og jafnvægi í honum, sagði Jón Jónsson. Ékaltfkyðandi Egils Hvítöl / afgreiðslu okkar að Þverholti22 seljum við kalt ogfrískandiHvítöl beint úr tönkum okkar í brúsana ykkar - eins marga lítra og þið viljið á aðeins 170 krónur lítrann. EGILS HVÍTÖL, drykkur fyrir alla fjölskylduna. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Þverholti 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.