Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER .1978 33 Veidiglaður maður með kippu í báðum höndum. Hjónin í Miðdal. Sæunn og Tryggvi. stödd við Holmenkollen við Osló menrtina, kemur í ljós, að þetta eru bráðókunnugir menn. Tveir sitja fram í og tveir aftur í. Eg opna hurðina og spyr þá, hvern- ig standi á, að þeir séu hér. Þeir segjast ætla að fara á bílnum til Reykjavíkur. „Jæja,“ segi ég og brosi við. „Ætlið þið svona í leyfisleysi?“ Þeir jánka því. Segjast eiga hægt með að taka af mér bílinn. Einhver frekari orðaskipti áttu sér stað, en svo leiðist mér þófið og tek í hárið á þeim, sem sat við dyrnar næstur mér, og kippi honum út. Hann var eitthvað seinn að átta sig og stendur ekki strax upp. Þá er annar kominn, og ég læt hann fara sömu leiðina. Þeir standa nú báðir upp og rjúka í mig, en mér tekst að verja mig fyrir þeim. Ég slæ svo einn niður fljótlega, og þá sá ég ekki betur en hinir yrðu mjög hissa. Þeir bjuggust samt til atlögu. Ég segi við Steingrím: „Taktu einn að þér, en Nilsen sér um þann rotaða, en ég skal sjá um hina tvo.“ Rétt á eftir tókst mér að slá annan þeirra niður, en hinn var alveg gallharður og mjög erfiður viðureignar. A endanum tókst mér samt að svæfa hann, og lágu þeir þá þrír. Sem betur fór voru þeir ekki verr farnir en það, að ég sá, að þeir voru að kíkja út undan sér öðru hverju. Ég fór nú að líta til með Steingrími. Hann var þá búinn að eiga harða viðureign við þann fjórða. Þeir voru búnir að veltast fram og aftur og farið að draga af Steingrími, enda var hann óvanur slagsmálum. Mót- stöðumaðurinn var þó ennþá þreyttari, og þegar ég kom að þeim, sat Steingrímur ofan á manninum og var að troða rauðamöl upp í hann. Ég segi Steingrími að sleppa mannin- um. Hann gerir það. En vart er sá, sem undir lá, staðinn upp, þegar hann ætlar að rjúka í mig, Ég segi þá við hann: „Heyrðu góði, þú sérð nú, hvernig er komið fyrir félögum þínum, langar þig að leggjast hjá þeim?“ Hann hætti við, og eftir þessa viðureign var úr þeim áhuginn að taka af mér bílinn. Við félagarnir fórum svo heim. Stundum á kvöldin fór ég að veiða út að Elliðavatni og varð þá á leiðinni oft var við mikil slagsmál fyrir utan Baldurs- haga, því eins og fyrr sagði hafði veitingafólkið svo góða stjórp , innandy.ra, að þar yar ekki slegist. Ég skakkaði þar oft leikinn. Það var víðar en fyrir utan Baldurshaga, sem slegist var. Ég átti erfitt með að horfa afskiptalaus á, að margir réðust að einum manni. Einu sinni, þegar ég kom að Selfjallsskála, sá ég, að verið var að kjöldraga einn kunningja minn og ná- granna, sem reyndar var oft erfiður með víni. Þetta gat ég ekki horft á án þess að blanda mér í leikinn. Ég var í þetta skipti á hestinum mínum, hon- um Spretti. Ég reið nú að hópnum, sem myndast hafði utan um áflogaseggina. Ég fór af baki, setti beislið upp á klárnum og braut mér leið inn í þvöguna og mátti jafnframt gæta þess, að klárinn stigi ekki ofan á þá, sem þarna voru staddir. Sumum varð ég að ýta allóþyrmilega til hliðar. Loks náði ég til stráksins. Með hjálp kiársins, sem varði mig, svo að enginn komst aftan að mér, komst ég með strákinn út úr þvögunni og í hendur manna, sem þekktu hann og vildu hjálpa honum, svo að honum var borgið. Síðan vildi ég ekki koma nálægt neinum látum meira og teymdi klárinn austur fyrir skemmtistaðinn og ofan í laut til að leyfa honum að taka niður. Að lítilli stundu liðinni kemur 6—8 manna hópur, sem komist hafði að því, hvar ég var niðurkominn. Þeir áttu það erindi að kjöldraga mig fyrir fyrrnefnd afskipti mín af þeirra málum. Þeir virtust ekki vera áberandi drukknir, svo að ég ákvað að freista þess að fá þá með góðu ofan af þessari fyrir- ætlan. En þeir voru hinir verstu, sögðu, að ég hefði slegið niður félaga þeirra. Þeir fóru Síðan dálítið að stympast við mig, en þá fór klárinn að sparka aftur undan sér, og þá fóru þeir að tínast burtu, svo ekki varð meira úr slagsmálum það kvöld- ið. Einu sinni komst ég i hann krappan á réttardansleik. Þann- ig var að kunningja minn einn fýsti mjög að komast í réttir austur í Fljótshlíð. Ég var tilleiðanlegur til að aka honum. Á tilsettum degi lögðum við af stað, og með í bílnum voru nokkur systkini mín. Við kom- um að samkomuhúsinu seinni hluta dags. Þar hittum við elskulega menn, sem voru að undirbúa rp^tardansieikinn, sem vera átti um kvöldið. Eg bað þá um leyfi til að tjalda í laut, sem var bak við hól spölkorn frá húsinu. Þeir sögðu það guðvel- komið. Við tjöldum í rólegheit- um, borðum og tygjum okkur svo á skemmtunina. Við förum svo öll inn á baliið. Sveinn bróðir minn var með í förinni, þá 17 ára. Sveinn var það, sem nú er kallað sætur strákur. Hann fer að líta í kringum sig og kemur auga á stúlku, sem honum líst mjög vel á. Hún var mjög lagleg og bar af öðrum í klæðaburði, hún var í svo fallegum kjól. Henni býður Sveinn í dans. Mér lá ekkart á að fara að dansa, en fylgdist með fólkinu á dansgólfinu. Þá veiti ég því athygli, að stór og myndarlegur maður gerir sýni- lega leik að því að elta uppi Svein bróður og dömu hans, reka sig utan í þau og ónáða þau á allar lundir í dansinum. Ég labba þá til hans og spyr, hvers vegna hann hagi sér svona við þennan unga pilt, þetta sé bróðir minn, og ef. þetta haldi svona áfram, þá sé mér að mæta. Hann brosir að því og tekur viðvörun sýnilega ekki alvar- lega, því áfram hélt hann. Það endar með því, að hann er farinn að hrinda þeim. Ég vissi, að Sveinn bróðir var óvanur svona löguðu og mundi ekki reyna að verja sig. Svo ég tek þennan mann í bóndabeygju og ber hann út fyrir og fleygi honum þar niður. Svo fer ég inn aftur. Við dyrnar voru tveir verðir. Þeir skelltu í lás, þegar ég var kominn inn fyrir og þökkuðu mér ósköp vel fyrir viðvikið. Þeir sögðu mér, að þessi maður væri orðlagður fyrir að koma af stað illindum á skemmtunum. Hann var nú utan dyra nokkurn tíma, en var svo hleypt inn aftur. Þó lét hann engan bilbug á sér finna, en hélt uppteknum hætti. Nokkru seinna ákváðum við að fara öll niður að tjaldinu okkar. Við höfðum öll svefnpoka nema ég. En ég hafði búið mér til stakk úr tveimur sútuðum gæruskinnum, sem ég notaði mikið, þegar ég lá á grenjum. Þetta var óskaplega hlý fiík. Ég fer nú í stakkinn góða og ætla að sofa í honum, en áður en við leggjumst til svefns, fer ég út til að ganga trygilega frá tjaldhæl- unum. Þegar ég er fyrir utan að dunda þetta, heyri ég nálgast hóp af mönnum. Ég heyri þá álengdar tala saman, og einn segir: „Nú skulum við drepa helvítið hann Skuggasvein.“ Með þessu áttu þeir víst við mig, sem þeir höfðu komið auga á þarna fyrir utan tjaldið. For- sprakkinn fyrir þessu liði reynd- ist vera maðurinn, sem ég hafði fleygt út af ballinu fyrr um kvöldið. Hann gefur fyrirskipun um að hefja árás. Einn tekur upp tjaldhæl, en ég ýti við honum, svo að hann dettur á rassinn. í því fer fyrirliðinn í mig. Sú viðureign stóð stutt. Ég gaf honum eitt spítalavink, sem kallað var, og hreyfði hann sig ekki eftir það. Þá æílar einn félaga hans í mig, stór og þrekinn maður, nokkuð við aldur. Ég gaf honum eitt ansi mikið trukk, þá varð ekki meira úr því, og allur hópurinn sneri frá. Ég hleyp síðan upp á hólinn rnilli tjaldsins og samkomuhúss- ins og kalla upp að húsinu, þar sem fólkið var að koma út og hafði safnast í hópa fyrir utan, hvort þar væru einhverjir fleiri, sem vantaði á kjaftinn, því ég ætlaði að fara að Hátta. En það var enginn, sem gaf sig fram. F00LD1NN HElMSÆKi: ■ GRÆNA <0 TORGIÐ HELGINA AÐVENTUKRANSAR Á morgun, sunnudag er fyrsti sunnu- dagur í aðventu. Heimsækíð Græna torgiö. Allt efni í aðventukransinn. 3ÓLAMARKAÐUR KERTAMARKARUR Aldrei hefur kertamarkaðurinn veriö glæsilegri. Opið 9—21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.