Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 35

Morgunblaðið - 03.12.1978, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 35 • Guðmundur Björgvinsson hefur opnað málverkasýn- ingu í kjallara Norræna hússins. Þar sýnir hann 50 pastel- og kolateikningar, en þetta er önnur einkasýning hans. Myndirnar eru flestar unnar á þessu ári og eru allar til sölu. Sýningin er opin kl. 14—22 og lýkur henni 13. desember n.k. Orðsending frá Heilsuhringnum til alþingismanna og annarra borgara á íslandi í tilefni af frv. til lyfjalaga, sem var til meðferðar undir lok síðasta þings og afgreitt var umræðulítið með miklum hraða, er brýn ástæða til að vekja athygli háttvirtra alþingismanna og annarra borgara á Íslandi á hugtakinu lyf annars vegar, og hugtakinu fæðubótaefni hins vegar, því að um þau tvö hugtök hefur alvarleg tvísaga háttsettra embættis- manna íslenskra á lyfjasviðinu verið mjög áberandi, — að viður- kenna fullum stöfum í orði kveðnu það sama og alviðurkennt er í löndum allt í kringum okkur: Nefnilega 1) að fæðubótaefni af ýmsum tegundum (vítamín og steinefni) séu framleidd og seld — ekki sem lyf, heldur sem þáttur daglegrar næringar 2) En hins vegar sýna forráðamenn lyfjamála á íslandi óviðurkvæmilega tiburði til að teygja sig yfir á matborð neytenda þessara efna með þá kröfu, að lyfjabúðir einar megi selja slík matföng. Og forráðamenn lyfjasölunnar tala um „hættumörk“ í neyslu þessara fæðuefna. Sjálfir vita þeir gerla, að neytendur geta gengið inn í hvaða lyfjabúð sem er og keypt vítamín að vild, langt yfir þeim „hættumörkum", sem áður- nefndir aðilar eru að vara við! Þess ber að geta, að lyfsalar hafa ekki sýnt þessum fæðubóta- efnum neinn jákvæðan áhuga hingað til — þvert á móti — þótt þessi efni, að ýmsu tagi, hafi verið að vinna sitt gagn í landinu — og í vaxandi mæli — undanfarna áratugi. En nú vilja þessir sömu menn hins vegar fá einkarétt á sölu fjölda þeirra sömu náttúrlegu fæðubótaefna, sem þeir hafa aldrei flutt inn, og aldrei haft annan áhuga á en að BANNA sbr. reglugerðirnar 1967 og 1977, — svo og lyfjalögin nýju, sem taka eiga gildi nú um áramótin, og þar með löghelga bannstefnuna. Með pennastriki eru mikilvæg fæðubótaefni gerð að lyfjum, til að helga þau apótekum einum, þrátt fyrir það þótt sjálfur formaður lyfjaeftirlitsins hafi viðurkennt, að þau séu almenn neysluvara, en ekki lyf. Og í Dagblaðinu 29. sept. s.l. leiðréttir hann sín fyrri ummæli, að vítamín og steinefni séu Ivf, og segir: „VITAMÍN ERU FYRST OG FREMST NÆR- INGAREFNI". Þau eru ekki lyf hér á landi fremur en annars staðar. Upphrópanir íslenska lyfja- og læknavaldsins um HÆTTUMÖRK vítamína og steinefna hafa í mörg ár verið markaðar slíkum mót- sögnum, að hættukenningar þeirra er ekki hægt að taka alvarlega. Enda rækilega afsannaðar af reynslunni bæði vestan hafs og austan — og hér á landi síðustu áratugi. Og jafnframt því, sem predikuð er hætta af sölu vitamína og steinefna utan apóteka, leyfa þessir sömu predikarar apótekun- um að selja frjálst allt upp í þrjátíu- og þrefaldan „hættu- skammtinn". Er of fast að orði kveðið að kenna þetta við skolla- leik? Að lokum: Hvað eiga lyfsalar að gera með einkasölu á vörum, sem þeir hafa engan áhuga á? Já, hvers vegna á að fela lyfsölum að selja það, sem þeir hafa hingað til ekki viljað selja, þ.e. náttúrleg fæðu- bótaefni? I hvaða tilgangi á að veita féndum þessara fæðubóta- efna alræðisvald yfir þeim? Hver er tilgangurinn? Eru þessar bann- ráðstafanir og einokun til þess að bæta heilsufar þjóðarinnar? Svars og raka ber Alþingi að krefjast af lyfja- og heilbrigðisyfirvöldum, sem nú segjast hafa tekið Banda- ríkin til fyrirmyndar. En það er FRJÁLS SALA í Bandaríkjunum á öllum þeim efnum, sem verið er með nýju lyfjalögunum að lögfesta bann á hér á landi. Hafi lyfja- og læknavaldið leynt Alþingi þessari staðreynd, þegar frv. til lyfjalaga var til meðferðar á síðasta þingi, hafa mikilvægustu rökin gegn bannstefnunni verið vandlega fal- in og Alþingi beitt blekkingum af hálfu lyfjayfirvalda. Félagið Heilsuhringurinn krefst þeirra almennu mannréttinda, að allir landsmpnn megi njóta dag- legrar fæðu í lögvernduðum friði, — og alveg sérstaklega þeirra fæðutegunda, sem þeir eru sann- færðir um, að hafi veitt sér mikilsverða heilsubót og vinnu- þrek, — betri líðan á allan hátt. Vonandi mun ekki endanlega af hálfu ríkisvaldsins íslenska dæmast rétt að vera, að leggja skuli steina í götu þess fólks, sem vill halda áfram að gæta heilsu sinnar á þann hátt sem það kýs og hefur góða reynslu af, líkt og fólk er frjálst að í löndunum i kring um okkur. Og vonandi verður það ekki talið saka að vinna í leiðinni að því með eigin fjárútlátum að draga eitthvað úr sjúkrakostnaði ríkisins okkar og gefa öðru fólki fordæmi um það sama. Reykjavík, 27. nóvember 1978. Virðingarfyllst, í stjórn Heilsu- hringsins M. Skaítfells Elsa G. Vilmundardóttir Helgi Tryggvason HESTAMENN og hrossabændur hala oft rætt það í sínum hópi hversu ósanngjarnt það sé að banna bændum og landeigcnd- um að reka hross í afrétt en heimila hins vegar að sauðfé sé rekið á afrétt. Hafa hrossabænd- ur bent á, að þar sem sú leið er valin að beita ítölu eigi bændum að vera frjálst, hvort þeir nota sinn rétt til beitar fyrir sauðfé eða hross. Á vegum Landssam- bands hestamannafélaga og Hagsmunafélags hrossabænda hefur verið unnið að könnun þcssara mála og þá cinkum réttmæti þess að mismuna ein- stökum búgreinum með þessum ha>tti aðgang að afréttum. Greindi Ragnar Tómasson, lög- fræðingur nokkuð frá athugun þessara mála á síðasta ársþingi LH. en hann hefur verið for- Hrossa- bændur í skaða- bótamál vegna upprekstr arbanns? ósennilegt að í þessari lagagrein væri að finna vissan viðurkennd- an grundvallarrétt til bóta í svipuðu tilviki og hér er um að ræða, þó ekki sé við sett lög að styðjast hverju sinni. Þá sagði Ragnar, að greinilegt væri að bann við upprekstri hrossa í afrétt væri ekki unnt að rökstyðja með því að ofbeit hrossa væri landinu skaðlegri en ofbeit fjár. Nefndin hefði sent Rannsóknarstofnun land- búnaðarins bréf þar sem óskað hefði verið upplýsinga um rann- sóknir á áhrifum hrossabeitar á gróður afrétta. I svarbréfi, sem beitarsér- fræðingar stofnunarinnar rita, segir: „Engar tilraunir hafa verið gerðar hérlendis með áhrif hrossabeitar á gróðurfar á afrétt- um. Þess vegna liggja ekki fyrir Ekki vísindalega sannað að hrossabeit sé skaðlegri gróðri en sauðfjárbeitin maður nefndar, sem kannað hefur þessi mál á vegum LH og HH. Ragnar sagði, að vandinn væri sá, að hrossabændur væru fyrir- varalítíð sviptir afnotum af sameiginlegum afréttum, sem þeir hefðu haft aðgang að í flestum tilvikum í langan tíma. Því væri spurningin, hvort gömul hefð um ítölu ætti ekki ennþá við og samkvæmt því væri hverjum bónda heimilt að velja um hvort hann rekur 10 kindur á afrétt eða 1 hross. „Nú er það svo að fjárbændur eru í miklum meiri- hluta,“ sagði Ragnar, „og virðist sumum að þeir hafi í skjóli meirihlutaaðstöðu sinnar knúið á um bann við upprekstri stóð- hrossa á afrétt. Hvað sem um það má segja er ljóst, að stóðbændur verða fyrir tjóni af þessu banni." Fram kom í máli Ragnars að hugsanlegt er talið af lögfróðum mönnum að hrossabændur eigi rétt til bóta fyrir tjón sitt og benti hann á, að skemmst væri að Heslar eftir TRYGGVA GUNNARSSON minnast þess, að við setningu laga um lax- og silungsveiði frá 1970 hefðu þeir laxabændur, sem orðið hefðu að mun öðrum fremur fyrir tjóni vegna ákvæða og framkvæmdar laganna, átt rétt á skaðabótum úr hendi eigenda veiðiréttar í fiskhverfi því, sem í hlut átti. Eru ákvæði um þetta í 95. grein lax- og silungsveiðilaganna en þar er einnig að finna ákvæði um bætur til handa þeim veiðieigendum, sem misstu að mestu eða öllu veiði vegna þess að lögin fyrir- munuðu þeim að nota þá veiðiað- ferð, er hann áður mátti einn við koma. Sagði Ragnar að ekki væri vísindaleg gögn er sýni hvort hrossabeit er skaðlegri en sauð- fjárbeit." Bréfinu lýkur með því að getið er um að sl. sumar hafi á vegum stofnunarinnar verið haf- ist handa við tilraun með hrossa- beit á óáborið og áborið mýrlendi á láglendi m.a. í þeim tilgangi að athuga áhrif beitarinnar á gróðurfar og er áætlað að þessar tilraunir standi í að minnsta kosti tvö ár. Ragnar sagði að helzt væri rætt um þann möguleika að einhver hrossabóndi, sem hefði orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af völdum upprekstrarbannsins, færi í skaðabótamál, en ljóst væri að hér yrði um prófmál að ræða á þessu sviði. Full ástæða væri til að ætla að gjafsóknarleyfi fengist hjá dómsmálaráðuneytinu þann- ig að ríkissjóður bæri kostnað við málið. Óskaði hann eftir að þeir sem áhuga hefðu á að fylgja máli þessu eftir ræddu við stjórnar- menn í L.H. og HH eða hefðu beint samband við sig. Fákur hyggur á jarðakaup Skeiðvöllurinn lýstur upp Félagsfundur í Ilestamanna- félaginu Fáki gaf nýverið stjórn félagsins heimild til að festa kaup á jörð, sem hentað gæti félagsmönnum sem hcitiland. Guðmundur Ólafsson, for- maður Fáks, sagði að enn sem komið væri, hefði stjórnin ekki augastað á neinni jörð, sem til sölu væri og það væri því með öllu óráðið, hvort einhver jörð yrði keypt og þá hvar. „Hug- myndin um jarðakaup hefur oft borið á góma innan Fáks en aldrei hefur orðið af fram- kvæmdum og það væri fagnaðarefni ef félaginu tækist að kaupa hentuga jörð. Eign félagsins á slíkri jörð byði vissulega upp á marga mögu- leika, sem fram að þessu hefur verið erfitt að gera að veru- léikæ“ sagði Guðmundur. Nú er lokið við að setja upp lýsingu á hinum nýja skeiðvelli Fáks á Víðivöllum og einnig er nú búið á lýsa upp þann hluta Vatnsveituvegarins, sem liggur um svæði hestamanna og allt niður að Vatnsveitubrúnni. Til- koma þessarar lýsingar kemur til með að stórbæta aðstöðu hestamanna í Reykjavík en það var Reykjavíkurborg, sem kom fyrir lýsingunni og kostaði hana. Meðfram skeiðvellinum hefur verið komið fyrir götuvit- um til lýsingar með 40 metra millibili. I vetur er fyrirhugað að reisa skammt frá Félagsheimili Fáks, við efri hesthús félagsins, skýli fyrir hross þeirra, sem æja við kaffistofuna. Þarna verður um að ræða skýli sem ætlað er að skýla hrossunum fyrir veðri og verður það byggt við tamninga- gerðið, sem nú er hjá hesthúsun- um. Að sögn forsvarsmanna Fáks r vonast til að þetta skýli verði komið í gagnið fljótlega upp úr áramótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.