Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Magnús Magnússon Upprisa alþingismanna Voru þingmenn meiri skörung- ar og reisn Alþingis meiri fyrr en nú? Upprisa alþingismanna svarar þessu að nokkru, en þar er að finna mannlýsingar 55 alþingismanna og ráðherra, eftir háðfuglinn Magnús Storm. Þessar mannlýsingar hans ein- kennast af fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarngóðu, hnökralausu máli og margar eru þær stórsnjallar, einkum hvað varðar hið broslega í fari viðkomandi. Bregður þá fyrir á stundum dálítið meinlegri hæðni. Magnús Stormur bjó Upprisu alþingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa talið marga þessara palladóma meðal þess bezta, sem hann lætur eftir sig á prenti. 0 GROHE vandaður JÓLAGLAÐNINGUR Margir sem þjáðst hafa af gigt, vöðvabólgu og meiðslum margskonar, hafa náð heilsunni aftur með notkun GROHE vatnsnuddtækisins. ÓTRÚLEGT EN SATT. Hægt er að mýkja og herða bununa að vild, nuddtækið gefur 19-24 lítra með 8.500 slögum á mínútu. Svo er líka hægt að tengja vatnsnuddtækið við hvaða blöndunartæki sem er, gömul sem ný, svo nú geta allir notið GROHE vatnsnuddtækisins TILVALIN HEIMILISJÓLAGJÖF í ÁR - GJÖF SEM GEFUR VELLÍÐAN BYGGINGAVORUVERSLUN KOPAVOGS SF. gU ^ SÍMI41000 r\ yO Xitr Finnskir listamenn á þjóðhátíðardegi Finna Þjóðhátíðardagur Finna er miðvikudaginn 6. des. n.k. Af því tilcfni efnir Suomifélag- ið til hátíðasamkomu í Snorrabæ (Austurbæjarbíóhúsinu) kl. 20t30. Formaður félagsins, Barbro Þórðarson setur samkomuna. Ávarp flytur Matti Reinilá sendi- ráðsfulltrúi. Hátíðarræðuna flytur síðan Jón Haraldsson arkitekt. Þá syngur finnska þjóðlagasöngkonan Ragni Malmsten við undirleik landa síns Teuvo Suojárvi. Báðir eru listamennirnir gestir Suomifélagsins og koma hingað í boði þess í tilefni þjóðhátíðarinn- ar. Ragni Malmsten er ein frægasta og vinsælasta söngkona Finnlands og hefur hróður hennar víða farið. Hún fetar í fótspor föður síns, Teuvo Suojarvi Georg Malmsten, sem mjög var ástsæll vegna þjóðlagasöng síns. Hún syngur á finnsku, sænsku og ensku. Undirleikarinn Teuvo Suojárvi er einn besti jasspíanó- leikari Finna. Þá les Valdimar Helgason finnsk kvæði m.a. eftir Runeberg, Elmer Diktonius og Heino Leino í þýðingu Þórodds Guðmundssonar skálds. Að lokum verður dansað við undirleik hljómsveitarinnar Kjarna. Borin verður fram léttur kvöld- verður. Allir eru velkomnir til þessa fagnaðar. (Frá Suomi). Ragi Malmsten Basar klúbbs matreiðslu- meistara KLUBBUR matreiðslumeistara efnir í dag, sunnudag, til basars í húsnæði Þjóna- og veitingaskólans í Sjómannaskólanum í Reykjavík. Hefst hann kl. 11 árdegis og verða þar á boðstólum forréttir og eftirréttir auk aðalrétta ýmiss konar og eru réttirnir útbúnir þannig að auðvelt er að flytja þá, en hér er um kalda rétti að ræða. Klúbbur matreiðslumeistara ráð- gerir að standa fyrir Norðurlanda- móti matreiðslumeistara í marz á næsta ári og er þessi basar liður í fjáröflun fyrir mótið, en á það eru væntanlegir milli 150 og 200 erlendir gestir. Aðventukvöld í Eyrarbakkakirkju Aðventukvöld verður í Eyrar- bakkakirkju í kvöld og hefst það kl'. 21. Oddviti Eyrarbakkahrepps, Kjartan Guðjónsson, flytur ræðu, kór Gagnfræðaskólans á Selfossi syngur aðventulög, sýnd verður röð skuggamynda um aðventuna, sem félagar í Æskulýðsfélagi Eyrarbakkakirkju hafa tekið saman og flytja og sr. Valgeir Ástráðsson sóknarprestur lýkur aðventukvöldinu með hugvekju. Sýningum á Tobacco Road að ljúka LEIKF’ÉLAG Keflavíkur sýnir um þessar mundir leikritið „Tobacco Road“ eftir Jack Kirkeland sem gerði leikritið eftir samnefndri sögu Erskine Caldwell. Leikritið hefur fengið mikið lof gagnrýn- enda og hefur aðsóknin að sögn forsvarsmanna félagsins verið mjög góð. Næsta sýning á leik- ritinu verður í kvöld kl. 21 en þar sem jólaundirbúningurinn fer að segja til sín hefur verið ákveðið að hafa síðustu sýningar á verkinu í næstu viku. Leikstjóri „Tobacco Road“ er Þórir Steingrímsson en leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.