Morgunblaðið - 10.12.1978, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978
Nóbelsverdlaun verda
í dag afhent við hátíð-
lega athöfn í Stokk-
hólmi. Bókmenntaverð-
launin hlítur Isaac
Singer, sem hér talar um
lífskoðun sína, ástríður
og tilfinningar, guö og
eðli mannsins. Viðtalið
birtist um síðustu helgi í
The New York Times
Magazine, en við-
mælandi Singers er rit-
höfundurinn Richand
Burgin. Hér í Morgun-
blaðinu birtist viðtalið í
tvennu lagi og fer fyrri
hlutinn hér á eftir, en
síöari hluti er að megin-
efni til um afstöðu
skáldsins til þessa
heims og annars.
Burnini „Ástríður" heitir nýútkominn
saKnabálkur þinn. Ástríður eru einmitt
sá þáttur mannlenrra tilfinninga. sem þú
«erir hvað jjerzt skil í verkum þi'num. og
niðurstaðan er annars vegar sú að
mennirnir séu fórnarlömb ástríðna
ekki verið til ef hann lætur stjórnast af
tilfinningunum einum saman. Við vitum
að sú manneskja — hvaða manneskja
sem er — sem ætlaði að fara að lifa
samkvæmt boði ástríðna sinna mundi
samstundis . . .
Bi . . . brjóta öll boðorðin?
“i Ekki nóg með það, hún hreinlega
hálsbryti sig. Menn langar stundum til að
fara á bíl eða vélhjóli með þrjú hundruð
kílómetra hraða á klukkustund, en þeir
vita að þeir eiga refsingu yfir höfði sér ef
þeir stíga benzínið í bótn, ellegar þá að
bíllinn fer í klessu eða þeir eiga eftir að
drepa einhvern. Því lengra sem mannin-
um miðar á þróunarbrautinni þeim mun
meira liggur við að hann hafi hemil á
tilfinningum sínum. Að þessu leyti er
hann algjört einsdæmi í sköpunarverk-
inu. Engar aðrar lífverur, sem við
þekkjum, þurfa að hafa hemil á ástríðum
sínum.
Kjarni bókmenntanna er baráttan milli
vitsmuna og tilfinninga, baráttan milli
lífs og dauða. Þegar bókmenntir fara að
verða of gáfulegar — þegar ekki er lengur
rúm fyrir ástríður og tilfinningar þá
verða bókmenntirnar geldar og bjánaleg-
ar, raunar innantómt glamur.
Þótt ég sé ekki ævinlega sammála
Spinoza þá finnst mér mikið til um þegar
hann segir að allt geti orðið að ástríðu.
Sem sagt, að ekkert í mannlífinu geti ekki
orðið að ástríðu. Maður, sem safnar
frímerkjum, getur til dæmis komizt svo á
vald þeirrar ástríðu, að hann leggi líf sitt
í hættu til að komast yfir einn frímerkis-
bleðil frá einhverju fjarlægu landi.
Ástríður nálgast það að vera jafnmarg-
víslegar og mannfólkið er margt og
skoðanir þess, en auðvitað má segja að
ástríðum sé hægt að skipta í nokkurs
Þegar rðöin kom að ástríounum
sinna. og þær eigi mestan þátt í því að
gera veröldjna að einu samfelldu
hættusvæði. Á hinn bóginn heldur þú
þvi' lika fram að ekki sé sfður hættulegt
að vera ástn'ðulaus.
Singen Hárrétt, Mér hefur alltaf þótt
Guð býsna sparsamur, já, beinlínis mjög
nízkur, þegar hann var að gefa okkur
gjafir sínar. Vitið er af skornum skammti
og líkamshreystin líka, en þegar röðin
kom að ástríðunum þá vantaði ekki
örlætið. Hann gaf okkur svo mikið af
tilfinningum, yfirþyrmandi tilfinningum,
að hvert mannsbarn er milljónamæring-
ur í tilfinningum, jafnvel þótt fáviti sé.
Stundum er spurt: Hvað höfum við að
gera með allar þessar tilfinningar, sem
gera ekki annað en að valda okkur
þjáningum og rugla ökkur i ríminu?
Þegar ég virði fyrir mér skepnurnar þá
fer ekki framhjá mér, að tilfinningar
þeirra eru af skornum skammti. Tilfinn-
ingar hrossa og fíla eru í sæmilegu
jafnvægi við framferði þeirrra. Engum
dytti í hug að halda því fram um skepnur
að tilfinningar þeirra stefni í eina átt, en
hegðun þeirra fari í þveröfuga átt.
Skepnurnar haga sér í samræmi við
tilfinningar sínar, en maðurinn getur
konar meginflokka, eins og tildæmis þær
sem standa í sambandi við kynhvöt og
völd. En allt annað getur líka vakið
ástríður, jafnvel mjög miklar ástríður.
Bi Þannig að þú telur ekki neina eina
ástri'Au ríkjandi f manninum, eins og
Nietsche taldi valdafíknina ráðandi og
Freud kynhvötina?
S: Nietsche gerði sér mætavel grein
fyrir því að næðu hömlulausar tilfinning-
ar yfirtökunum yrði það óhjákvæmilega
til þess að maðurinn, hver svo sem hann
væri, gengi fram af sér, eyðilegði sjálfan
sig. Til þess að geta skrifað „Also Sprach
Zarathustra" varð hann að beita sjálfs-;
stjórn. Maðurinn getur ekki lifað án
sjálfsstjórnar. Jafnvel þegar hann lætur
undan tilfinningunum, þá beitir hann
sjálfsstjórn, og gefur þeim ekki algjör-
lega lausan tauminn.
Bi Borges hefur sagt að hver rithöfund-
ur skilji ekki nema þrjár til fjórar
grundvallarhugmyndir eða ástríður, og
að allt sem hann skrifi sé ekki annað en
tilbrigði af þessum örfáu grundvallarhug-
myndum.
St Eg held að þetta sé að vissu leyti
rétt. Góður rithöfundur skrifar um það
sem kemur róti á ástríður hans, og hver
og einn hefur ekki nema takmarkaðan
fjölda ástríðna. Ef hann er góður
rithöfundur þá getur hann endalaust gert
sér mat úr hverri þeirra. Hjá Tolstoy
koma sömu manngerðirnar fyrir aftur og
aftur. í „Stríð og friður,, og „Anna
Karenína", til dæmis, hvort sem maður-
inn heitir Pierre eða Levin, þá er hann
sömu gerðar, að mörgu leyti, sömu gerðar
og Tolstoy sjálfur, eða réttara sagt, eins
og hann gæti hafa verið. Þeir, sem kvarta
undan því að rithöfundar endurtaki sig,
eru ósanngjarnir, af því að án endurtekn-
ingarinnar hefði höfundurinn ekki verið
eðli sínu trúr.
Hver rithöfundur hlýtur að skrifa um
það, sem höfðar til hans sjálfs, það sem
vekur ástríðu með honum sjálfum, um
það sem hann brýtur heilann um og það
sem veldur honum angri. Eiginlega er það
þetta, sem gefur hverjum og einum
sérstakt gildi, og gerir hann einstæðan.
Það eru ekki nema fúskarar sem geta
skrifað um hvað sem er. Fúskarinn getur
farið hvert á land sem er og heyrt hvað
sem er, og samstundis gert það að „sinni"
sögu. Alvöru rithöfundur skrifar ekki um
annað en það sem viðkemur honum
sjálfum, persónuleika hans sjálfs, og
viðhorfum hans til umheimsins. Því er
það, að þegar við lesum verk mikilla
rithöfunda, eins og til dæmis „Karamaz-
ovbræðurna", þá fáum við það á tilfinn-
ingunni að við séum sjálf stödd inni í
sögunni. En af því að Dostojevskí er
mikill rithöfundur þá langar okkur samt
sem áður til að sjá hvernig hann fer að
því að sýna okkur þennan saroa kjarna
aftur, en þó á annan hátt.
Mistök og svik_______________________
Bi Þú skriíar oft um svik. Karlar
svíkja konur, konur svíkja karla, börn
bregðast foreldrum og fólk svíkur trú
sína eða bregzt guði.
S. Það, sem mér þykir verst, er þegar
fólk svíkur sjálft sig. Þegar einhver tekur
til dæmis þá ákvörðun að gerast góður
sósíalisti, en gerist svo í staðinn
gervisósíalisti. Slík breytni á auðvitað rót
sína að rekja til þess að frjáls vilji er svo
vandmeðfarinn. Ef maðurinn kynni að
fara með frjálsan vilja þá gæti hann tekið
ákvörðun og síðan breytt í samræmi við
þá ákvörðun. En oftar en ekki vill það
Jólaplatan
MEÐ VÍSNASÖNG
er komin
aftur
Sigríöur Ella Magnúsdóttir
Símon Vaughan og kór Langholtskirkju syngja íslenzka og
erlenda jóla- og helgisöngva undir stjórn Jóns Stefánssonar.
Hljóöfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands taka þátt í
flutningi laganna.
*
Islenzkar Hljómplötur Sími 24037 og 29195.