Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Almennt heíur því verið haldið fram að trúhneigð væri minnkandi þáttur í fari okkar íslendinga og því til staðfestingar meðal annars bent á dræma kirkjusókn hér á landi. Nú hefur það hins vegar verið staðfest með rannsóknum að kirkjusóknin er alls ekki réttur mælikvarði á trúhneigð okkar eða trúariðkanir heldur erum við íhæsta máta trúuð þjóð með mjög fjölbreytta og fordómalitla trúhneigð. Guðstrú Aðeins þrír af hundraði Islend- inga telja sig trúlausa. 15% telja sig mjög trúaða, 63% nokkuð trúaða og 19% segjast lítilsháttar trúaðir. Þannig eru 97 af hundraði trúaðir að einhverju marki og af rannsóknum þekkist slík trú- hneigð ekki nema hjá Bandaríkja- mönnum (98%), Norður-írum og Grikkjum (96%). Athygli vekur að við íslendingar erum mjög ólíkir frændþjóðum okkar, hvað trú- hneigð snertir. Um 65% manna í Skandinavíu segjast trúaðir og 25% afneita trúnni. Líkastir okkur eru Pinnar en 83% þeirra játa trú og það gera einnig 73% Norðmanna og 60% Svía. Afneit- unin er hins vegar almennust í Svíþjóð, eða 26%, meðan 11% Norðmanna og 7% Finnasegjast trúlausir. Dultrú Við íslendingar höfum jafnan verið taldir talsverðir dultrúar- menn og sýna niðurstöður rann- sókna að svo er. I sama misskiln- ingi og menn hafa talið dræma kirkjusókn merki um þverrandi trúhneigð þjóðarinnar hefur verið reynt að draga hana í tvo dilka: annars vegar þá trúuðu og hins vegar þá dultrúuðu. Eins og framangreindar niðurstöður bera með sér er þetta rangur leikur, því trúhneigð og trúarreynsla eiga verulega samleið með trú á dulræn fyrirbæri og það hvort sem fólk setur þau fyrirbæri í samband við heim lifenda eða látinna. í þessu sambandi má benda á að 45% telja tilveru hugboða og fjarhrifa mögulega, 24% líklega og 17% eru vissir, en aftur á móti telja aðeins 5% hana ólíklega og enginn óhugsanlega. Um tilvist forspárgáfu og berdreymis eru 25% okkar viss, 29% telja hana líklega og 37% mögulega. Því fer þó víðsfjarri að trú okkar á tilveru hugrænna, dulrænna hæfileika sé með einsdæmum því samkvæmt rannsóknum trúir meirihluti Dana, Vestur-Þjóðverja og Banda- rikjamanna einnig á tilveru þeirra. Framhaldslff og fortilvera hafa jafnan verið okkur hugstæð, og þá sérstaklega höfum við sterka trú á framhaldi lífsins eftir dauðann. í könnuninni, sem framkvæmd var, voru fleiri vissir um áframhald- andi líf (40%) en nokkuð annað sem spurt var um. Aðeins 2% töldu það óhugsaniegt en 28% líklegt og20% mögulegt. Allt annað er uppi á teningnum varðandi fortilveru og endur- holdgun. Um þær eru aðeins 4% viss, 9% telja þær óhugsanlegar og 24% óliklegar. Af tólf öðrum þjóðum, sem trú á líf eftir líkamsdauðann hefur verið rann- sökuð hjá, eru það aðeins Banda- ríkjamenn sem hafa álíka eða sterkari trú en við Islendingar. Af Evrópuþjóðum koma Grikkir næstir okkur og síðan Finnar og Norðmenn, þar sem rösklega helmingur manna trúir á annað líf. Hins vegar eru þeir áberandi fleiri meðal þessara þjóða, sem afneita slíkri trú með öllu, en þeir íslendingar, sem segjast trúlausir á þessu sviði. Næst vissunni um líf eftir dauðann er vissan um skyggni sterkust meðal okkar Islendinga, en 31% okkar eru vissir um að sjá megi framliðna menn, 26% telja það líklegt og 31% mögulegt. Aðeins 2% telja skyggni óhugsan- lega. Hins vegar eru færri vissir um það að ná megi sambandi við framliðna á miðilsfundum, eða 21% meðan 34% telja það mögu- legt og 21% líklegt. Samkvæmt gamalli trú hér á landi stafa reimleikar frá framliðnum. Trú okkar á reimleika er þó fremur lítil miðað við trú á önnur dulræn fyrirbæri, þar sem 9% okkar eru viss um tilvist reimleika, en 10% telja þá óhugsanlega. I íslenzkri þjóðtrú eru íbúar hins ójarðneska heims ekki aðeins framliðnir menn, heldur einnig álfar og huldufólk. í ljós kemur að þessi trú er langt frá því að vera horfin okkur Islendingum, því svo yirðist sem þjóðinni megi l)R. ERLENDUR Haraldsson lektor við Háskóla fslands heíur sett saman bók um rannsóknir sínar og nemenda í sálarfræði & dulrænni reynslu íslendintfa, starfsemi huglækna ogreynslu fólks af látnum. Þetta efni hefur dr. Erlendur svo aukið ýmsum upplýsingum. m.a. um svipaðar kannanir með öðrum þjóðum og gert samanhurð á niðurstöðum þar og hér. Bókina. sem heitin Þessa heims og annars — könnun á dulrænni reynslu íslendinga. trúarviðhorfum og þjóðtrú. hefur Bókaforlagið Saga gefið út og á þessari mynd sést dr. Erlendur Haraldsson með bók sína, en úr hluta cfnis hennar er þessi grein unnin. Islendingar eru mjög trúuð þjóð með fjöl- breytta og fordóma- litla trúhneigð skipta í tvo ámóta stóra hópa eftir trú eða vantrú á tilvist huldu- fólksins. Hins vegar er trúin á huldufólk mun minni en trú á hugskeyti og forspárgáfu eða samband við framliðna og hún er með reimleikum í hópi þess, sem við erum hvað minnst trúaðir á. Hins vegar er trúin á huldufólks- staði eða álagabletti nokkru sterk- ari en trúin á huldufólkið sjálft. Stjiirnuspár eru stundum sagð- ar vinsælt efni blaða. Hins vegar er lítið um það við við trúum því að staðsetning stjarna og pláneta á fæðingarstund geti á einhvern hátt ákvarðað líf einstaklingsins. Um þriðjungur okkar hefur ekki skoðun á stjörnuspeki og um fjórðungur afneitar henni með öllu. Aðeins 1% er visst í sinni trú og 10% telja áhrif stjarnánna líkleg. Þessi vantrú okkar á stjörnunum er næsta sérstætt fyrirbrigði í Evrópu en í Banda- ríkjunum virðist álíka stór hópur trúa á stjörnuspeki og hjá okkur, en hins vegar hafna fleiri Banda- ríkjamenn henni afdráttarlaust. Trúariðkanir í rannsókn, sem bandarískur fræðirpaður gerði hér á landi og . leiddi til svipaðrar niðurstöðu um trúhneigð okkar og að framan greinir, kom fram, að um þriðj- ungur þeirra, sem greinilega játaði guðstrú, taldi guð sinn ekki nauðsynlega guð kristinna manna. Nokkuð brotakenndar upplýs- ingar liggja fyrir um trúariðkanir íslendinga en þó hafa nokkrar rannsóknir verið gerðar á þátt- töku í guðsþjónustum, bænum og lestri trúarrita. Guðfræðinemar könnuðu kirkjusókn á tveimur stöðum á landinu og kom þar fram að meira en mánuður var liðinn síðan 82% svarenda höfðu farið í kirkju. Hins vegar virðist per- sónuleg bænaiðkun veruleg og í könnun guðfræðinemanna kom fram að 73% töldu bænalífið mikils virði, 20% mikils virði í erfiðleikum, en aðeins 7 af hundr- aði töldu bænalífið lítils eða einskis virði. Af þeim upplýsing- um sem fyrir liggja virðist mega ráða að bænaiðkun okkar sé veruleg og sennilega meiri en meðal nágrannaþjóðanna, en ósennilega eins mikil og meðal Bandaríkjamanna. Varðandi lestur trúarrita liggur meðal annars fyrir könnun um lestur i Biblíunni. Átta af hundr- aði kváðust oft lesa í Biblíunni, en hins vegar kvaðst þriðjungur aldrei Iíta í þá bók. Til saman- burðar eru þeir sem oft lesa um indversk trúarbrögð og guðspeki fimm af hundraði. Varðandi lestur trúarrita liggur meðal annars fyrir könnun um lestur í Biblíunni. Átta af hundraði kváðust oft lesa í Biblíunni, en hins vegar kvaðst þriðjungur aldrei líta í þá bók. Til samanburðar eru þeir sem oft lesa um indversk trúarbrögð og guð- speki fimm af hundraði. Biblíulestur okkar íslendinga virðist töluvert minni en Banda- ríkjamanna en 73% þeirra lesa einhvern tímann í Biblíunni heima hjá sér og á Bretlandi segjast 12 af hundraði lesa reglulega í heilagri ritningu. I Bandaríkjunum koma 40% að jafnaði í kirkju vikulega og við könnun í Bretlandi sagðist tíundi hver maður hafa sótt kirkju síðastliðinn sunnudag. Kynni af dulrænni starfsemi Lestur bóka og greina um dulræn efni er miklu meiri hér á landi en Biblíulesturinn, þar sem fjórðungur okkar les oft slíkt efni og aðeins 22% aldrei. Um 70% okkar hafa haft einhver kynni af dulrænni starfsemi: 52% leitað til spákonu eða spámanns, 41% til huglæknis, 40% sótt skyggni- lýsingafund eða miðilsfund (32% sótt miðilsfund og 30% sótt skyggnilýsingafund), en aðeins 3% leitað til stjörnuspámanns. Við mat á gagnsemi þessa hafa huglæknar vinninginn, því af þeim sem til þeirra leita telja 34% starfsemi þeirra mjög gagnlega og57% gagnlega. Samsvarandi tölur fyrir miðla eru 21 og 62%, fyrir stjörnuspámenn 5 og 42 og fyrir spámenn og spákonur er útkoman verst, eða 3 og 25%. Síðan töldu 71% stárfsemi spáfólksins einskis nýta, 53% lögðu þann dóm á starf stjörnu- spámanna, 17% telja starf miðla einskis nýtt og 9% hafa slíkt álit á huglækningum. Reynsla af látnum „Það kom sennilega mest á óvart í þessari könnun hve margir kváðust hafa orðið fyrir reynslu af látnum mönnum, 31%, eða nær þriðjungur svarenda," segir dr. Erlendur í bók sinni. Þetta varð til þess að sérstök könnun var framkvæmd á reynslu fólks af látnum. Langtíðast var að viðkomandi sagðist hafa séð hinn látna, eða í 59% tilvika. Ellefu af hundraði bæði sáu og heyrðu til hins látna, þrír sáu og fundu fyrir snertingu frá honum og tveir af hundraði sáu hinn látna og fundu einnig lykt, sem hafði einkennt hann í lifanda lífi (lykt af rakspíra og kamfórulykt). í bókinni rekur dr. Erlendur nokkur tilvik, þar á meðal eftirfarandi: „B. var að störfum í eldhúsi er henni finnst maður koma inn í íbúðina, lítur hún fram á gang og sér mann gangá fyrir eldhúsdyrnar og finnst henni hann fara inn i svefnherbergi. Gengur hún þang- að inn en þar er þá enginn. Hún skýrði tengdamóður sinni frá þessum atburði og af lýsingu hennar á manninum taldi tengda- móðirin að þetta hefði verið hálfbróðir sinn sem látist hafði af slysförum. Konan hafði ekki haft hugmynd um að tengdamóðir hennar hefði átt bróðir sem fórst af slysförum.“ (Áberandi var hve margir töldu sig hafa orðið vara við þá sem farizt höfðu voveif- lega). Oftast sáu menn látna í svipsýn, þ.e. sýnin varði aðeins stutta stund. Næsttíðast var að menn skynj- uðu návist hins látna: „Skömmu eftir að faðir E. dó varð sonur hennar veikur. Sem hún sat yfir honum fékk hún skyndilega mikla tilfinningu fyrir návist föður síns heitins og fann á sér að hann væri brosandi. Þóttist hún þá vita að allt yrði í lagi. Drengurinn vaknaði og sagði fyrst orða: Afi er búinn að gefa mér fisk.“ Sem fyrr segir urðu allmargir varir við látna með því að heyra til þeirra. Stutt dæmi: „Þegar piltur bað I. heyrði hún glögglega rödd föður síns heitins sem sagði: Þetta er maðurinn sem þú skalt eiga.“ Loks voru svo nokkrir sem töldu sig hafa greint návist látinna með snertingu. „Um viku eftir að L. hafði misst mann sinn lagði hún sig til hvíldar um miðjan dag. Hún fann hann þá leggjast fyrir framan sig og leggja hönd á öxl sér. Var þetta mjög gleðileg reynsla." (Samantekt: fj.) Enn þá er svarta síld Svo sem kunnugt er var mikill ágreiningur um það í Noregi hve mikið sk.vldi leyft að veiða af síld af norsk-íslenzka stofninum í haust. Norsk stjórnvöld létu enn einu sinni undan þrístingi fiski- mannanna og heimiluðu veiðar á 70.000 hl. þrátt fyrir aðvaranir fiskifræðinga. Ljóst er nú að veitt hefir verið mikið um í Noregi mikið umfram veiðikvóta,, þótt það komi ekki fram í opinberum skýrslum. Síldarútvegsnefnd hafa undanfarið borizt fréttir víða að um það, að norsku vinnsiu- stöðvarnar fái „velútilátna vigt“ er þær taka við fersksíldinni, enda kemur umframmagnið hvergi fram á opinberum skýrslum og skerðir því ekki kvóta veiðiskip- anna. Hið opinbera lágmarksverð fyrir fersksíldina virðist því snið- gengið á svipaðan hátt og á s.l. ári. Einn norskur síldarkaupmað- ur tjáði SÚN nú í vikunni að algengt hefði verið á vertíðinni að veiðiskipin hefður afhelt vinnslu- stöðvunum 50—100%. meira af fersksíld en gefið hefði verið upp og að fyrir umframmagpið væri ekkert greitt. í fyrra var lengi vel þagað yfir þessu, en lögregluyfirv'öld munu þó sums staðar hafa skorizt í leikinn, er norsk blöð skýrðu frá því að heilar bílalestir hafi flutt smygl- aða saltsíid („svarta síld“) yfir landamærin til Svíþjóðar og Finn- lands. Ekki hafa enn borizt öruggar fréttir um uppbætur þær, sem norsk stjórnvöld greiða á saltsíldina í ár, en þær námu háum upphæðum á s.l. ári. Fitumagn norsk-íslenzku síldar- innar á vertíðinni í haust er sagt hafa verið að jafnaði 23—26% Síldarútvegsnefnd fékk fyrr á þessu ári sýni frá Noregi af saltaðri síld af norsk-íslenzka stofninum og lét fitumæla hana hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og reyndist fitumagnið vera 23—24%. Fitumagn íslenzku Suðurlands- síldarinnar á vertíðinni í haust hefir verið frá 12—18%. Fitan hefir verið mjög misjöfn eftir stærðum og veiðitíma. (Frétt frá Síldarútvegsnefnd) / litid barn hefur JlT liriðsjónsvid

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.