Morgunblaðið - 10.12.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.12.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar Hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóatstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innantands. ' lausasölu 125 kr. eintakið. Iliðinni viku var samþykkt í borgarstjórn Reykjavík- ur stórfelld hækkun á fast- eignasköttum, langt umfram eðlilega krónutöluhækkun vegna verðbólgunnar. Að vísu var 300 milljóna sorp- hirðugjald fellt með atkvæð- um borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og annars borgarfulltrúa Alþýðu- 'flokksins, en þrátt fyrir það hótar Sigurjón Pétursson Reykvíkingum því í viðtali við Þjóðviljann í gær, að þeir muni „greiða þessar 300 milljónir á næsta ári og meira til“. Á sama tíma og vinstri menn í borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og annars staðar, þar sem þeir hafa meiri- hlutaaðstöðu í sveitarstjórn- um, hamast við að hækka fasteignaskatta á fólki, situr sérstök nefnd á rökstólum á vegum stjórnarflokkanna til þess að finna upp nýja skatta fyrir ríkissjóð. Lands- menn standa því frammi fyrir einni allsherjar skatt- píningu þeirra skattheimtu- flokka, sem nú ráða í stjórn- nú stjórna landinu ættu að gera sér grein fyrir því, að bezta vörnin gegn skattsvik- um er heiðarleg og réttlát skattalöggjöf, sem tryggir að opinberir aðilar seilist ekki lengra í vasa skattborgar- anna en réttlætisvitund þeirra telur eðlilegt og sann- gjarnt. Skattheimta vinstri flokka frá því að þeir tóku við völdum er komin langt yfir þau mörk. Allar efna- hagsaðgerðir þeirra hafa verið í því fólgnar að hækka skatta á fólki. Þessi skatt- píningarstefna er vísasti vegurinn til þess að auka skattsvik í þjóðfélaginu og raunar þegar komið í ljós, að fólk leitar margvíslegra þessa mannskepnu, að ein- hvers staðar innra með henni — það er misdjúpt á því — vakir göfug kennd, sem kallast samvizka. Það er gömul saga og ný, að þegar sett eru íþyngjandi lög, sem brjóta freklega í bága við þessa kennd, þá koma upp vissir sambúðarörðugleikar milli laganna og þessarar kenndar og gera lögin ill- framkvæmanleg. Mér segir svo hugur um, að eigi virkt skattaeftirlit að komast á undir núgildandi skatta- lögum þá þyrfti helmingur íslendinga að njósna um hinn helminginn. En þá væri þetta orðinn býsna dýr dóm- stóll, jafnvel þótt eitthvað af Réttlát skattalöggjöf besta vörnin gegn skattsvikum arráðinu og borgarstjórn Reykjavíkur og kunna enga aðra stjórnlist en þá að auka skattaálögur. Jafnhliða því, sem skattpíningin er stó.r- aukin flytja þingmenn stjórnarflokkanna tillögur á Alþingi um það að stórherða skattaeftirlit og gera ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Það er út af fyrir sig allt gott um það að segja að koma í veg fyrir skattsvik en þeir herrar, sem leiða til þess að komast undan því að tekjur verði skattlagðar, m.a. með því að fá aukavinnu greidda í aukn- um fríum. Magnús Thoroddsen borg- ardómari gerir þessi mál að umtalsefni í grein í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag og segir: „En er mikið svikið undan skatti á íslandi? Ekki kæmi mér það á óvart. Það er nefnilega þannig með „neðanjarðarpeningunum“ kæmi í leitirnar. Njósna- starfsemi „de ce genre" mun víst hafa verið reynd í Rússlandi á tímum Stalíns. En þegar börnin fóru að ljóstra upp um foreldrana, þótti þetta verða heldur hvimleitt fargan og mun nú þetta vera aflagt austur þar — að mestu. Við skulum ekkert vera að taka upp svona vitleysu á íslandi anno 1978.“ Forsenda þess, að skatt- svik séu ekki tíðkuð í stórum stíl er réttlát og sanngjörn skattalagning. Vinstri flokk- arnir í ríkisstjórn og borgar- stjórn Reykjavíkur og öðrum bæjarstjórnum, sem þeir ráða, vinna markvisst að því að koma á skattpíningu, em óhjákvæmilega mun leiða til vaxandi skattsvika. I skatta- löggjöf þeirri, sem Matthías Á. Mathiesen beitti sér fyrir að sett var á síðasta þingi eru margvíslegar nýjungar, sem stuðla að mjög bættum skattaframtölum og eðlileg- um skattgreiðslum margra þeirra, sem almenningur hefur talið sleppa létt með skattgreiðslur um langt ára- bil. En vafalaust má hér enn gera betur, en þá sýnist ástæða til þess að þeina starfskröftum skattayfir- valda fremur að því að uppræta skattsvik hjá þeim, sem fremja þau í stórum stíl, en að þau eyði tíma sínum í að hundelta heiðarlega skattgreiðendur út af álita- málum eða vafaatriðum úr einstaka skattframtölum. Það er svo umhugsunarefni fyrir þá þingmenn, sem mest hafa barið sér á brjóst að undanförnu út af skattsvik- um, hvort ekki sé ástæða til að þeir, sem bera ábyrgð á fjárhagslegum umsvifum stjórnmálaflokka, líti í eigin barm í þessum efnum og moki sinn eigin flór ekki síður en annarra. /♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦ »♦♦♦♦ Rey kj aví kurbréf •.♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 9. desember.. Gilchrist og Begtrup Sendiherrar geta gegnt mikil- vægu starfi. Islendingar hafa átt merka sendiherra erlendis og eftirminnilegir sendiherrar ann- arra landa hafa gegnt mikilsverðu starfi fyrir þjóð sína hér á landi. Þetta eru engin ný sannindi. Hér í blaðinu hefur oft verið minnzt á mikilvæg störf utanríkisþjónust- unn'ar og ástæðulaust að tíunda það. Þó er ekki úr vegi að minnast á merkisafmæli Bodil Begtrups 12. nóv. sl., en hún var sérstæður fulltrúi þjóðar sinnar og gegndi mikilvægu starfi hér á landi, ekki sízt í upphafi handritamálsins, sem svo hefur verið nefnt. Afhend- ingu handritanna „telur hún stærstu stund lífs síns“, segir Pétur Pétursson í afmælisgrein um hana hér í blaðinu. Bodil Begtrup gerði sér far um að komast að kjarna íslenzkrar þjóð- arsálar og tókst það með þeim hætti, að eftirminnilegt er að hlusta á minningar hennar frá Islandsdvölinni. Hún hefur einnig, ekki síður en Sir Andrew Gil- christ, verið fulltrúi þjóðar sinnar annars staðar en á Islandi og bæði hafa þau minnzt íslands, þar sem þau hafa komið og ekki síður sagt okkur Islendingum frá samskipt- um sínum við aðrar þjóðir. Slík viðmiðun á reynslu er gagnleg, ekki sízt nú á tímum. Það má vel vera, að nútíminn hafi sigrazt á öllum fjarlægðum, eins og komizt ' er að orði við hátíðleg tækifæri. En hitt er ekki jafn víst, að það sé skemmra milli ólíkra þjóða en áður var. Einstaklingar sama lands komast einatt ekki í snert- ingu hver við annan, hvað þá við aðra. Það er jafnvel ekki út í hött að láta sér detta í hug, að nú sé stundum lengra í skilning ein- staklinga á milli en oft áður. Störf sendiherra eru því ekki síður mikilvæg nú en áður fyrr. í raun og veru erum við öll sendi- herrar, þegar við miðlum af reynslu okkar; ýmist sendiherrar þjóðar okkar, reynslu eða skoðana. Er þá mikið undir því komið, að reynslan sé markverð og hafi eitthvert gildi. Bók Sir Andrew Gilchrists um það, hvernig tapa á þorskastríðum, er nýkomin út í Bretlandi. Hún er um margt skemmtileg og athyglis- verð og það hlýtur að vera mörgum Bretum merkileg reynsla að lesa frásagnir þessa víðförla landa síns. Hinu er ekki að leyna, að bókin hefur einnig takmarkan- ir, eins og þeir Islendingar vita, sem hafa lesið hana í útgáfu Almenna bókafélagsins. Það er t.a.m. augljóst, að Sir Andrew kemst aldrei til skilnings á persónuleika sérstæðasta stjórn- málaleiðtoga okkar á seinni tím- um, Olafs Thors. Það var lengri leið til skilnings á marglyndi hans en ýmsir virðast gera sér grein fyrir, þ.á m. Sir Andrew Giichrist. Og víst er um það, að þeir skildu ekki hvor annan. Ólafur Thors var ekki einasta marglyndur maður, heldur marg- brotinn og stór í sniðum og ekki allur, þar sem hann var séður: yfirborðið gat leynt dýpt og fjölbreytni þess úthafs, sem undir bjó. Sir Andrew Gilchrist komst ekki undir þetta yfirborð, ef marka má bók hans, og er leitt til þess að vita, svo mjög sem hann hefði á því grætt sem sendiherra Bretlands hér á landi. Hann gerir sér aftur á móti miklu betri grein fyrir Bjarna Benediktssyni, enda urðu þeir miklir mátar, þrátt fyrir það — eða kannski vegna þess (?) — hve ólíkir þeir voru. Kafli Sir Andrews um Bjarna og örlög hans er e.k. helgisaga, sem snertir viðkvæman streng í brjósti hvers þess Islend- ings, sem hefur u_pplifað drama seinnitimasögu. A yfirborðinu hafa þeir áreiðanlega verið líkari, Sir Andrew Gilchrist og Ólafur Thors, en hinn fyrrnefndi og Bjarni Benediktsson, og það er dálítil lexía í sálarfræði og að sjá, hvernig þessir ólíku menn gátu fremur tengzt vináttuböndum en þeir, sem líkari voru. Kaldhædni örlaga Það, sem er þó athyglisverðast við bók Sir Andrew Gilchrists, eru þau margnefndu sannindi, að allt orkar tvímælis, þá gert er. Sir Andrew hefur í samtölum rifjað upp fyrstu hafréttarráðstefnuna í Genf og bent á, að Bretar hafi verið á móti 12 mílum, í hvaða mynd sem væri, eins og hann hefur komizt að orði. Þeir hafi ekkert séð nema ókostina, þegar Bandaríkjamenn komu fram með tillögu um 12 mílna lögsögu og einhverjar undanþágur fyrir þær þjóðir, sem ættu hefðbundinn rétt til fiskveiða innan hennar. Þessi afstaða Breta varð til þess, að tillaga Bandaríkjamanna hlaut ekki tilskilin % hluta atkvæða á ráðstefnunni. Hann segir, að Islendingar hafi fallizt á tillöguna og því getað bent á, að hún hafi hlotið hreinan meirihluta, þótt hann dygði ekki til breytinga á alþjóðalögum. En þá er spurning- in: hversu lengi hefðu Islendingar sætt sig við 12 mílur? Sir Andrew Gilchrist svarar því svo: „Ég tel þó, að einhver tími hefði unnizt, því það hefði áreiðanlega reynzt ykkur erfiðara að grípa til nýrrar einhliða útfærslu, ef þið hefðuð verið bundnir af 12 mílum undir- skrifuðum og innsigluðum í Genf.“ (Mbl. 1. des. ‘77). Þannig sýnir sendiherrann fram á, að það, sem við töldum beztu lausnina á Genfarráðstefnunni þá, hefði get- að orðið okkur fjötur um fót, ef fram hefði náðst. Það er erfitt að sjá fyrir um, hvað bezt er, og hefur jafnvel hinum glöggskyggnustu skotizt, ekki sízt á okkar dögum, svo miklar breytingar sem verða á stuttum tíma. Nú getum við hrósað happi yfir því, að það, sem við hefðum helzt kosið, að yrði niðurstaða fyrrnefndrar Genfar- ráðstefnu, náði ekki fram að ganga. En ef Bretar hefðu séð framtíðina í réttu Ijósi, er enginn vafi á því, að þeir hefðu talið sér henta að berjast fyrir tillögu Bandaríkjamanna um fyrrnefndar 12 mílur. Hefðum við Islendingar þá verið bundnir í báða skó og miðin við landið í stórhættu. Örlögin voru okkur hliðholl. Þeir, sem stjórnuðu aðgerðum okkar, höfðu heilladísina með sér, enda var málstaðurinn góður og aðrar niðurstöður en þær sem urðu, hefðu getað orðið þessari litlu þjóð dýrkeyptari en svo, að við gætum séð fyrir endann á því. Þáttur NATO Sir Andrew Gilchrist bendir einnig á, hve aðildin að Atlants- hafsbandalaginu var okkur mikil- væg og léggur á það áherzlu, hve kjánalega Bretar fóru að, þegar þeir reyndu að vísa deilunni til bandalagsins. Það er að sjálfsögðu enginn dómstóll í málefnum aðild- arríkjanna, eins og sýknt og heilagt hefur verið bent á, og Sir Andrew segir fullum fetum, að þessar skyssur Breta hafi íslend- ingar alla tíð fært sér vel í nyt, eins og hann kemst að orði. „Þið höfðuð ykkar gísla á Keflavíkur- flugvelli og hafið þá enn.“ Og hann- heldur áfram: „Ég býst við því, að undir niðri hafi NATO-hliðin vegið þungt, enda þótt ég sýni af mér þá gætni, að fara ekki nákvæmlega út í þá sálma í bók minni. En við verðum að hafa í huga, að Bretar höfðu orðið fyrir miklu áfalli í Súez og höfðu því engin efni á því að lenda upp á kant við stórþjóðir, allra sízt Bandaríkjamenn. Ég held að þessar staðreyndir hafi verið mönnum ofarlega í huga, án þess Bandaríkjamenn segðu neitt ber- um orðum.“ Innskot um dægurmál Þegar Pétur Pétursson kom með greinina um Bodil Begtrup á Mbl., kvaðst hann vera fjandvinur blaðsins, eins og hann komst að orði — og geta báðir aðilar væntanlega við það unað. Pétur lenti á skjön við blaðið í fyrra og óskaði sér einskis fremur en að ríkisstjórnin færi frá, en nýir menn tækju að sér að leiða þjóðina inn í þá paradís sósíalismans, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.