Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 47

Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 47 Jón Hjartarson hlýt- ur verðlaun MFA fyrir leikþáttinn Vals JÓN IIJARTARSON lcikari heí- ur fenKÍö verðlaun Menningar- og fræðslusambands alþýðu fyrir leikþáttinn „Vals". í byrjun febrúar á þessu ári samþykkti stjórn MFA að efna til samkeppni um gerð leikþátta sem henta til sýninga á vinnústöðum, á fundum verkalýðsfélaga og öðrum samkomum innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Upphæf verðlaunanna var ákveðin kr. 150.000 sem dómnefnd mátti skipta ef hún sæi ástæðu til. Skilafrestur var til 1. júní en hann var síðan framlengd- ur til 15. september. Fimmtán leikþættir bárust og var þá valin dómnefnd sem skipuð var Helgu Hjörvar framkvæmdastjóra Bandalags íslenzkra leikfélaga, Stefáni Júiíussyni rithöfundi og Stefáni Ögmundssyni formanni MB’A. Á síðasta fundi dómnefnd- arinnar sem var 30. nóvember s.l. var ákveðið að veita verðlaun fyrir leikþáttinn „Vals“ eftir Blók sem reyndist vera dulnefndi Jóns Hjartarsonar. „Vals“ fjallar um húsmóður sem einn dag vaknar upp við að hana skortir allan félagslegan tilgang. Henni finnst félagslegt hlutskipti hennar ófullnægjandi og hún fer á stúfana til að bæta úr því. Leikþátturinn er skrifaður í sumar og tekur tæpan hálfan tíma í flutningi. öskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur1—33, □ Hátún II □ Bergstaöastræti VESTURBÆR: □ Miöbær □ Lambastaöahverfi □ Hávallagata □ Grenimelur II ÚTHVERFI □ Tunguvegur UPPL. I SIMA y 35408 Jóni Hjartarsyni voru afhent verðlaunin fyrir leikþáttinn „Vals" á 9. ársfundi MFA. Hér flytur Jón ávarp eftir að Stefán Ógmundsson formaður MFA hafði afhent honum verðlaunin. Ljósm. RAX. AMÍÍskóla gcetidað o *5 LOFTRÆSTIVIFTUR Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- tt verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, 1 verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. F Thermor Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Fálkinn póstsendir ailar nánari upplýsingar, sé þess óskað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.