Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Undirbúningur fiskverðsákvörðunar: Unnið að breyttum matsreglum á þorski Miklar annir eru nú á pósthúsunum um allt land og hefur orðið að bæta við aukafólki til þess að flokka jólapóstinn. Þó segja fróðir menn að jólapósturinn verði með minna móti og greinilegt sé að unga fólkið sé ekki eins duglegt að senda jólakort og eldri kynslóðirnar. Myndin var tekin í aðalpósthúsinu í Reykjavík í gær. Ljósm. Emilía. Jón Múli í útvarpsráð? ALLMARGIR fundir hafa verið haldnir í yfirnefnd vegna fisk- verðsákviirðunar. sem fram á að fara um áramót. Samkvæmt upplýsingum Jóns Sigurðssonar hefur að undanförnu verið ra'tt um breytingar á verðflokkaskipt- ingu þorsks og til þessa hafa umræður í yfirnefnd snúizt um það. Ræít er um hugmyndir um að láta verðið breytast samfellt eftir því hve meðalþyngd fisks í farmi er mikil. þannig að hærra verð greiðist eftir því, hvað meðalfiskurinn í farminum er þungur. Þessi breyting ætti að koma í veg fyrir að verðið breytist mjög ört og gangi í bylgjum — að sögn Jóns Sigurðssonar. Til þessa hefur verið ákveðin flokkaskipting og vilja menn nú reyna að fá fram mismunandi verð eftir því hvort fiskurinn er 2,5 kg að meðaltali eða 2,6 kg. Þetta fyrirkomulag kvað hann krefjast verulegrar athugunar, bæði hvað hentar bezt að þessu leyti frá sjónarmiði vinnslunnar og svo aftur hvað tryggir útgerðinni svipaðar tekjur í grunn. Ætti þetta fyrirkomulag að jafna afkomu frystihúsa, þar sem þeir sem heppnir hafa verið og fengið mikið af fiski rétt undir stærðarmörkum stóra flokksins hafa riðið feitum hesti frá því og öfugt um hina. Jón kvað það hald manna, að þetta gæti verið heppi- leg verðlagnin'garaðferð og liður í lausn þess vandamáls að ákveða fiskverð. Til undirbúnings þessu hefur verið unnið á vegum Verð- lagsráðsins að athugunum bæði á rannsóknastofnunum sjávarút- vegsins, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, hjá tæknideildum og ráðgjafarfyr- irtækjum samtaka útflytjenda og úr þessu er verið að vinna nú. Hvort það getur orðið úr þessu samningur eða hluti samnings sagði Jón að væri enn ekki ljóst, en jafnan kvað hann hafa verið lagða á það mikla áherzlu að ná samkomulagi um skipulagsmál sem þetta — hvað sem verðinu sjálfu líður. Paradísar- heimt tekin hér nk. sumar NÚ HEFUR formlega verið gengið frá því að Paradísar- heimt Halldórs Laxness verður kvikmynduð hér á landi á næsta sumri af norður-þýzka sjónvarp- inu en með stuðningi frá nor- rænu sjónvarpsstöðvunum. Kvikmyndin verður einnig að hluta tekin í Danmörku og í Utah í Bandaríkjunum, en leikendur verða íslenzkir, enda fjárstuðningur norrænu stöðv- anna við gerð sjónvarpsmyndar- innar bundinn því skilyrði. NÝTT útvarpsráð verður væntan- lega kosið á Alþingi í dag. Samkvæmt heimildum. sem Mbl. hefur aflað sér mun afráðið að þeir Ólafur R. Einarsson og Jón Múli Árnason verði fulltrúar Alþýðubandalagsins í ráðinu og verður Ólafur formaður þess. Fulltrúi F'ramsóknarflokksins verður Þórarinn Þórarinsson og fulltrúar Alþýðuflokksins verða hátíðar hélt sinn fyrsta fund í ga*r. Á fundinum skipti stjórnin með sér verkum og er Njörður P. Njarðvík formaður. Ilildur Há- konardóttir varaformaður, Atli Ileimir Sveinsson ritari og með- stjórnendur eru Sveinn Einars- son og Thor Vilhjálmsson. Njörður P. Njarðvík sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að stjórnin hefði ennfremur rætt á fundinum um það, starf, sem biði Árni Gunnarsson og Eiður Guðnason. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ákveðið hverjir verða fulltrú- ar flokksins í ráðinu. í núverandi útvarpsráði eiga sæti Þórarinn Þórarinsson, for- maður, Ellert B. Schram, varafor- maður, Friðrik Sophusson, Auður Auðuns, Örlygur Hálfdánarson, Ólafur R. Einarsson og Stefán Júlíusson. hennar við skipulagningu listahá- tíðar 1980. Tvær ákvarðanir voru teknar, sú að ráða Örnólf Árnason leikritahöfund framkvæmdastjóra stjórnarinnar og einnig Var ákveð- ið að efna til kvikmyndahátíðar í febrúar 1980. Sérstök undirbún- ingsnefnd var skipuð til að vinna að því máli og eiga sæti í henni Njörður og Thor úr framkvæmda- stjórninni, Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og Ingi- björg Haraldssóttir. Þannig hækka fa s teign agjöld DÆMI um hækkun lóðarleigu og fasteignasaskatts 1979 samkvæmt samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 7. desember 1978. Miðað er við 42% meðalhækkun fasteignamats milli ára, þótt vitað sé að hækkun húsamats sé víða verulega miklu meiri í ýmsum hverfum. Einbvlishúsið: FROSTASKJÓL5 Fasteignamat lóðar ‘79: 4.259.000 og húss: 25.678.000,- Lóðarleiga: 4.349.- Fasteignaskattur: 76.133.- Lóðarleiga: (0,145%) 6.176.- Fasteignaskattur: (0,5%) 128.395.- Hækkun milli ára 68,64%. 1978: 1979 Listahátíð: Ömólfur Arnason ráð- inn framkvæmdastjóri FRAMKVÆMDASTJÓRN lista- Eistland ekki viður- kennt í þjóðskránni — Sízt af öllu sætti ég mig við að vera sagður fæddur í Sovétríkjunum, segir Eðvald Hinriksson — SEGJUM sem svo. að Sovét- menn hertækju ísland. en þú flyttir þá til Skotlands. Myndirðu samþykkja að í opinberum skjöl- um stæði að þú værir fæddur í Sovétríkjunum. en Islands væri hveri getið? Þannig spurði Eð- vald Hinriksson, öðru nafni Mikson. í samtali við hlaðamann Morgunblaðsins í gær. Ilann er fa'ddur í Eistlandi árið 1911 en flúði land 1944 og kom hingað til lands árið 1946. I öllum skjölum opinberra aðila hér á landi var til skamms tíma sagt að fæðingar- staður Miksons væri borgin Tartu í Eistlandi. í sumar þurfti Mikson hins vegar á fæðingar- vottorði að halda og þá brá svo við að hann var sagður fæddur í Sovétríkjunum. Þessu vildi hann ekki una og fékk lögfræðing til að annast málið fyrir sig. í bréfi lögmannsins til Hagstofu íslands, þjóðskrár, frá 3. ágúst í sumar er þess farið á leit að fæðingarstaður Eðvalds Hinrikssonar verði í þjóðskrá skráður Eistland, en ekki Sovét- ríkin. í bréfinu er bent á að allt til 6. ágúst 1940 var Eistland sjálf- stætt lýðveldi, en þann dag var ríkið innlimað í Sovétríkin. Hagstofan svaraði bréfinu 14. ágúst og fylgdi því nýútgefið fæðingarvottorð þar sem fæðing- arstaður er tilgreindur Tartu í Eistlandi og er það gert sam- kvæmt ljósriti vegabréfs í vörslu þjóðskrár. í bréfi Hagstofunnar segir svo: „Jafnframt þessu skal tekið fram, að skráning fæðingar- iands í þjóðskrá er miðuð við sjálfstæð ríki nú og gildandi landamæri þeirra. Er því ekki unnt að verða við ósk um, að breyting verði gerð á skráðu fæðingarlandi Eðvalds Hinriks- sonar í þjóðskrá." Hagstofan breytti þannig fæð- ingarvottorðinu að óskum Mik- sons, en samkvæmt framansögðu ) Eðvald Hinriksson eða Mikson í nuddstofu sinni í Hátúni. Á veggnum fyrir aftan hann eru myndir af knattspyrnumönnum og lengst til vinstri cr Jóhannes sonur hans, sem leikur með skozka atvinnumannafélaginu Celtic. (Ljósm. Kristján). er fæðingarstaður hans í þjóð- skránni enn sagður Sovétríkin og við það vill Mikson ekki sætta sig. Árið 1955 er hann fékk íslenzkan ríkisborgararétt með útgáfu laga segir að fæðingarstaður hans sé Eistland og sömuleiðis í bréfi forseta Islands um ríkisborgara- réttinn. Sovétríkin sem fæðingar- stað sinn hefur hann ekki heyrt talað um fyrr en nú í sumar. — Þegar ég kom til íslands átti ég eistlenzkt vegabréf og þá var hér konsúll fyrir Eistland og sendiráð í Englandi, sem sá um að endurnýja vegabréfið mitt, segir Mikson. — Þegar ég varð íslenzkur ríkisborgari varð ég að breyta nafni mínu samkvæmt íslenzkum lögum. Þá var alls staðar skrifað að ég væri fæddur í Eistlandi, en nú er ég allt í einu frá Sovétríkjun- um. — Eru krakkarnir mínur þá Sovétmenn að hálfu? Eru allir Islendingar, sem fæddir eru fyrir 1944 þá fæddir í Danmörku? — Ég skil þetta ekki og ég veit ekki hvaða augum íslenzk stjórn- völd líta á innlimun Eistlands í Sovétríkin, en ég veit það eitt að ég er fæddur í Eistlandi og það tekur enginn frá mér. Sízt af öllu sætti ég mig við að vera sagður fæddur í Sovétríkjunum, segir Mikson; sem árið 1944 flúði undan bolsévikkum í Sovétríkjunum, eins og segir í umsókn hans um íslenzkan ríkis- borgararétt. jaTi v.in (lcr Meer, Josefa Jacobn Maria, karinelnunna í Hafnarfirði, fædd H7. 1012 i Hollandi. Mikkclsen, Niels Erik, landbúnaðarverkamaður á Syðri-Reykjum 1 Biskups-| (uiiiiiun, fæddur 5. april 1>J28 i Danmörku. ........ Mikson Evald, iþróltakcnnari í Heykjavik, fæddur 12. juli Ull í Eistlandi. Moravek, Johann Franz Josef, hljómlistarmaður i Kópavogshreppi, fæddur 2. muí 1012 í Austurríki. ....... Miincll, Alfred Louis Joliannes, matreiðslumaður í Reykjavík, fæddur 17. jum 899 í I’ýzkalandi. Með lögum frá 18. maí 1955 er Eðvald Hinrikssyni veittur íslenzkur ríkisborgararéttur og þar er tekið fram að fa'ðingarstaður hans sé Eistland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.