Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Þórunn Þórarinsdótt ir — Minningarorð Fædd 11. marz 1891 Dáin 15. desember 1978 í daK cr Klatt í diiprum hjörtum. ví Drottins ljóma jól. nióamyrkrum na*tur svörtum upp náöar rennur sól. Einhvern tíma las ég eftir þekktan mann, að fyrsta ljóðlína þessa sálms stæðist ekki. Það gæti ekki verið glatt í döprum hjörtum. — Ég minnist þess úr fyrstu bernsku að ég var mjög hrifin af þessari sálmslínu. Ég var svo fegin, er ég hugleiddi þessi döpru hjörtu að jólin komu að gleðja þau. Skyldi þetta ekki vera eigin reynsla skáldsins, barnsminning frá fyrstu jólum hans í Hruna? Jólaljósið kom til hans í barnslegri trú og von. En samt hefur hjarta drengsins verið dapurt, því að foreldrar hans voru bæði dáin og öll systkini hans fjarri honum, heimili þeirra ekki lengur til og Norðurland var horfið. En líklegt er að samúð og umhyggja hafi umvafið hann. Það, sem skáldið segir í fyrstu línum ljóðsins stenst, og meina ég, að svo sé um allar þær fögru myndir, er stíga fram úr línum sálmsins eins og málverk. Jólatónar nálgast. Stjarnan í austri er farin að lýsa inn í hugi vora. En dauðinn er einnig á ferð. Ein af þeim, sem kvatt hafa ástvini sína rétt fyrir þessi jól, er Þórunn Þórarinsdóttir. Hún var á níræðisaldri. En samt syrgja hana nokkur börn og unglingar sem kynntust henni náið, því að hún var sérlegur ástvinur lítilla barna. Og þótt aldur hennar væri orðinn hár og heilsa þrotin á síðustu tíð, þá vekur dauðinn einnig minningar hjá fullorðna fólkinu, rifjar upp gleymdar gleðistundir í vinahópi, opnar nokkrar læstar dyf liðins tíma. Kveðjur eru alltaf daprar, þegar vinir 'kveðjast í hinsta sinn og samfylgd er lokið. Þórunn trúði þvi með óbifan- legri vissu, að Guðs sonur, Jesús Kristur, væri ljós heimsins, að jólin þýddu þetta: „Frelsari heimsins fæddur er“. Þess vegna getur verið glatt í döprum hjörtum við gröf hennar. Það má líkja þjáningu við dimman dal eða niðamyrkur. En í „niðamyrkrum nætursvörtum upp náðar rennur sól“. Ég trúi því fastlega, að nú hafi hún séð þá sól renna upp og reynt sannleika þessara orða, sem hún einnig trúði: Ég mun þerra hvert tár af augum þeirra. Þórunni Þórarinsdóttur sá ég fyrst rétt fyrir jól á barna- skemmtun í Húsmæðraskóla Suðurlands. Þá um haustið kom til mín í skólann lítil stúlka, átta ára gömul, ljóshærð með stór, blá augu, Alda, hver mér aldrei úr minni líður sökum hennar skarpa skilnings, næmis, og eigi síður elskulegrar kynningar. Hún mátti heita allæs. — Ég spurði: Hver kenndi þér að lesa ? Hún Tóta, og Tóta hafði líka kennt henni á píanó. Og þarna á skemmtuninni tók ég eftir ókunnugri konu,. Ekki fyrst og fremst af því að hún var ókunnug, heldur var það persónu- leikinn. Hún var ákaflega grönn, fáguð, fíngerð og fríð með hvítt hár. Alda leiddi okkur saman. Þegar við heilsuðumst, sá ég í þessi stóru himinbláu augu sem höfðu geislandi ljóma. Þarna var þá Tóta, sem litla stúlkan hafði sagt mér frá. Hún var í heimsókn hjá frændkonu sinni, Önnu Stínu, leikkonu, móður Öldu, og Kristjáni Arnasyni, skáldi, sem kenndi tungumál við Menntaskólann á Laugarvatni. Þau fluttu þangað frá Reykjavík um haustið. Seinna kom Þórunn alveg til þeirra og var hjá þeim í nokkur ár fyrir austan. Hún elskaði Öldu mikið, og seinna einnig tvo litla bræður hennar, sem hún leit oft eftir. Börn vildu í öllu vera Þórunni til geðs, þannig var háttað hennar lagi við þau. Þórunn var dóttir Þórarins Guðmundssonar og Sigríðar Jóns- dóttur, kaupmannshjóna á Seiðis- firði, og móðursystir Kristjáns Kristjánssonar söngvara og Þór- arins föður Kristínar Önnu (Önnu Stínu) leikkonu og Leifs Þór- arinssonar tónskálds og Sigríðar Ásdísar, sem hún dvaldi hjá síðustu árin. Alda Möller leikkona var móðir Önnu Stínu. Alda yngri ber því nafn móðurömmu sinnar. Hér er margt listafólk saman komið í ættum. Þórunn Þórarins- dóttir fór ekki varhluta af tónlist- argáfunni. Hún var píanóleikari. Kenndi lengi á píanó í Reykjavík. Hún sigldi ung til Danmerkur og stundaði þar nám í tónlist. Hún ferðaðist síðar hér um land með Kristjáni Kristjánssyni söngvara, frænda sínum, og lék á píanó undir söng hans. Má af því nokkuð marka hve fær hún var í sinni list. En þegar Alda Möller dó ung kona frá ungum en stálpuðum börnum, þá fór Þórunn þangað heim að hugga börnin. Og svo varð það úr, að hún studdi frænda sinn í því að sjá um heimilið fyrir hann og þau. Hún hafði þann kost að vera „húsleg." Þórunn fór aldrei á elliheimili, heldur var hún til skiptis hjá systrunum tveimur, fpænkum sín- um, og naut í því daganna liðnu. Það sýhir umhyggju þeirra og tryggð, að þeim auðnaðist að sitja við rúm hennar, þegar hún dó, þótt hún væri þá á sjúkrahúsi. Það er mikils virði, hverjum sem lánast að rétta þá hjálparhönd. Áður en ég loka þessum línum, ætla ég að segja sögu, sem Þórunn sagði mér sjálf. Hún varð fyrir bíl og vaknaði á sjúkrahúsi, og mundi ekkert, sem gerst hafði, þegar slysið vildi til. Hún var með heilahristing, hafði mikinn svima og þoldi ekki birtu. Hún fékk svarta slæðu til þess að halda fyrir augunum í albjartri sjúkrastofu. Stellingin mjög þreyt- andi fyrir þjáðan sjúkling. Ein- kennilegt, að læknar og hjúkrunarkonur skildu ekki, að maður, sem þolir ekki birtu, verður að liggja í myrkvuðu herbergi. í margar vikur breyttist ekkert til batnaðar. En á sömu stofu lá ung stúlka, sem var að nálgast dauðann frá degi til dags. Þegar nóttin kom, sem unga stúlkan dó, þá heyrði Þórunn, að hún var stöðugt að biðja Guð að lækna Þórunni. Sú bæn var það seinasta, sem hún heyrði til hennar. — Bæn þessarar ungu, deyjandi stúlku var heyrð. Þórunn var orðin frísk á næsta degi — og fann aldrei framar neinar eftir- stöðvar af sjúkdómnum. Það var fagur ljómi í augum Þórunnar, þegar hún sagði mér frá þessari reynslu sinni. Mér þótti alltaf skemmtilegt að hitta hana. Hún var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem átti hljóðláta barnæsku — og lög unga fólksins voru þá falleg sönglög og íslensk kvæði og mikið sungin ættjarðar- ljóð. Hún ólst upp á einu þeirra menningarheimila, sem báru mjög af á þeim tíma. Hún bar alla ævi svipmót þess. Hin fegursta minning, sem ég á um Þórunni, er í Mosfellskirkju, þegar Alda var fermd. Þá lék hún á orgelið og stýrði sálmasöngnum. Ég held að hún hafi aldrei lifað sælli né fegurri stund, a.m.k. ekki á sínum elliárum. Og það var bjartur sólskinsdagur. Síðan eru nokkur ár. Og nú er Þórunn horfin inn í tölu dáinna manna. Friðarengill blíður hefur lokað augum hennar í skammdegi fyrir jól. „En þ(‘K»r ljósiA dagsins dvín oss Drottins birta krinKum skín.“ Þaö er vor trú. + UNNUR BAHNSEN (fædd Flygenring) andaöist þann 19. þ.m. Syetkinin Faöir okkar, tengdafaöir og afi, HELGI GÍSLASON Stigahlíö 6, Reykjavík, sem lézt á Landspítalanum 15. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 22. desember kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Bogi Helgason, Gíslfna Vigdís Guðnadóttir, Hilmar Helgason, Ingibjörg Jónsdóttir, Guöríóur Helgadóttir Crispino, James Crispino og barnabörn. + Okkar hjartkæri faöir, tengdafaöir, afi og langafi NIKULÁS ÁRNI HALLDÓRSSON, trásmíöameistari, andaöist aö Hrafnistu 10. þ.m. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hins látna. Alúðarþakkir til starfsfólks á Hrafnistu og allra þeirra er léttu honum ævikvöldiö. Fyrir hönd ættingja. Guórún Nikulásdóttir, Halldór Nikulásson, Bertha Kristinsdóttir, Anna Nikulásdóttir, Kristín Nikulásdóttir, Árni Tryggvason. t Alúöarþakkir flytjum viö öllum, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar ÁSGEIRS PÉTURSSONAR yfirllugstjóra. Viö biöjum Guö aö blessa ykkur og gefa ykkur heilaga jólahátíð. Þórey Ingvaradóttir, Halldóra Áageíradóttir, Pétur Ásgeirseon, Gunnar Ásgeirason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við fráfall og útför ÓLAFS ÁSGEIRS AXELSSONAR deildarstjóra. Sérstakar þakkir til stjórnar og starfsfólks Flugleiöa h.f. Auöur Ólafsdóttir, Bryndís Óiafsdóttir, Atli Eyþórsson Sigrún Ólafsdóttir, Gylfi Árnason, Axel Ólafsson, Dagný Atladóttir, Þorsteinssína Gísladóttir, Axel Skúlason, Áslaug Axelsdóttir, Ólafía Axelsdóttir, Guórún Halldórsdóttir. + Alúðarþakkir flytjum viö öllum, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur ÞÓRARINS JÓNSSONAR forstööumanns flugdeildar. Við biöjum Guð aö blessa ykkur og gefa ykkur heilaga jólahátíö. Borghild Edwald, Sigrún Þórarinsdóttir, Kristján Leifsson, Kristján Þórarinsson, Elísabet Valtýsdóttir, Bergsveinn Þórarinsson, Dóra Vilhelmsdóttir, Ásta María Þórarinsdóttir. + Sonur okkar og bróöir, ÓLAFUR GÍSLI MAGNÚSSON, Hagaftöt 12, Garöabœ, verður jarösunginn frá Garöakirkju föstudaginn 22. desember kl. 13.30. Helga Jónsdóttir, Magnús H. Gíslason, og systkini. + Útför fööurbróður míns, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, frá Nesi viö Seltjörn, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. desember kl. 13:30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrlr hönd vandamanna, Eggert Ásgeirsson. + Eiginkona mín, móöir, fósturmóöir, tengamóöir og amma, SVANHVÍT GUDMUNDSDÓTTIR, Stekkjarflöt 7, Garóabæ, veröur jarösungin frá Garöakirkju föstudaginn 22. desember kl. 10.30 f.h. Hjalti Hanason, Ævar Þór Hjaltason, Hrefna Einarsdóttir, Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guömundsson og barnabörn. + Jaröarför eiginmanns míns, SÆMUNDAR SIGURDSSONAR, skipstjóra, Smyrlahrauni 17, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 22. desember kl. 2 e.h. Fyrir hönd barna okkar, móöur hins látna og annarra ættingja, Halldóra Aöalsteinsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, GUÐFINNS ÓSKARSSONAR. Hallveig Ólafsdóttir, Óskar Guófinnsson og systkini. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóöur og systur, SIGURLAUGAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR. Bjarni Jónsson, Andrea Pálmadóttir, Sveinbjörn Jónsson, Erla Einarsdóttir. Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Rósa B. Blöndals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.