Morgunblaðið - 21.12.1978, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.12.1978, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 27 Lánasjóður námsmanna Lánasjóöur íslenskra náms- manna hefur gert nákvæma grein fyrir því, að fjárþörf sjóðsins til þess að hann geti veitt lán til þess að brúa 85% af umframfjárþörf námsmanna er 700 m. kr. hærri en fjárframlög samtals í fjárlaga- frumvarpi nema. I útgjöldum er gert ráð fyrir rúmlega 2.230 m. kr., auk lántöku að'upphæð 400 m. kr. Ef farið væri að fyrri tillögum núverandi hæstv. menntamálaráð- herra Ragnars Arnalds um að fullnægja 100% umframfjárþörf, yrði fjárvöntunin a.m.k. 1200 m. kr. Námsmenn leggja einnig mikla áherslu á, að tekið sé tillit til framfærslukostnaðar barna, sem þeir hafa á framfæri, en til þess þyrfti að auki 200 m. kr. Skv. þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fjárveitinganefnd er einungis ætlunin að auka framlag til lánasjóðsins með því áð ábyrgjast honum 700 m. kr. lán í viðbót við þá lánsheimild sem fyrir er í frumvarpinu. Lántökur til sjóðsins yrðu því 33,3% af heildarframlög- um, sem er meira en tvöfalt hærra hlutfall en áður. Ekki verður veitt fé til þess að hægt sé að taka tillit til barna á framfæri og þaðan af síður farið eftir tillögum hæstvirts núverandi menntamálaráðherra á Alþingi, þegar hann var í stjórnar- andstöðu, ef afgreiðsla verður með þessum hætti. Óraunsæi Framangreind dæmi um óraun- sæi og vanáætlun í útgjöldum og tilhneigingu ríkisstjórnarinnar til þess að krækja í ein milljarð þar og einn hér sýna hvert er stefnt með þessari fjárlagaafgreiðslu. Auk ofsköttunar á almenning og atvinnurekstur er seilst í skatta, sem áður gengu til ýmissa félags- legra verkefna eins og t.d. íbúða- bygginga. Þannig er þrengt að einstaklingunum og sveitarfélög- unum, bæði með beinni skerðingu skattstofna og með því að ofbjóða gjaldþoli þegnanna með sköttum í ríkissjóð. Sömu óraunsæju vinnubrögðin eru viðhöfð við undirbúning og afgreiðslu þessara fjárlaga og 1974, en þá var vinstri stjórn við völd. Þá var ákveðið að lækka niðurgreiðslur á árinu 1974 um 500 millj. og þannig skilinn eftir óleystur vandi, sem frestað var að leysa við fjárlagaafgreiðsluna. Ennfremur voru þá ekki umsamd- ar launahækkanir á fjárlagaárihu teknar með til útgajlda. Nú er hið sama uppi á teningnum. Frestað er þeim vanda til næsta árs, að lækka útgjöld til niðurgreiðslna um 2.800 millj. Betur að ekki fari svo að ríkisstjórnin grípi til meiri niður- greiðslna 1979 eins og gerðist 1974. I gildandi fjárlögum var áætlað fyrir samningsbundnum launa- hækkunum og verðbótahækkunum að auki, miðað við ákveðnar forsendur. Þetta er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé með góðu móti að hafa eftirlit með þessum greiðslum og nota fjárlögin þannig sem eftirlits- og stjórnunartæki. Þessu er ekki að heilsa núna. Meira að segja er ekki áætlað fyrir 1300 millj. kr. útgjöldum vegna samningsbundinnar 3% launa- hækkunar ríkisstarfsmanna 1. mars n.k., eins og áður segir. Samtals er hér í raun um vanáætl- un útgjalda að ræða um 4.2 milljarða, ef raunsætt væri staðið að fjárlagaafgreiðslunni. Ef fara ætti hliðstætt að um fjárlagaafgreiðslu fyrir 1979 eins og gert var fyrir yfirstandandi ár, ætti einnig að áætla fyrir útgjöld- um sem verða á árinu 1979 vegna ákvæða um vísitölubindingu launa og bóta almannatrygginga. Sú upphæð nemur rúmlega 9 millj- örðum króna, ef verðlag hækkar um 5% á þriggja mánaða fresti, eins og gengið er út frá i grg. með frv. ríkisstj. undir ráðstafanir. Hlutfall ríkis- útgjalda fyrr og nú Undanfarin ár hefur náðst sá árangur með bættum vinnubrögð- um við fjárlagagerð, þrátt fyrir mikla verðbólgu, að minnkað hefur það bil sem er milli ríkisreiknings og fjárlaga. Hækkun útgjalda er þannig miðað við niðurstöður ríkisreiknings frá fjárlögum í prósentum: % hækkun 1974 37,1% 1975 21.6% 1976 16,1% 1977 10,2% bví miður eru horfur á, að nú sæki í hið fyrra horf að þessu leyti og fjárlögin verði því verra tæki til þcss að stjórna ríkisfjár- málunum en verið hefur. Öll er meðferð og afgreiðsla þessa fjárlagafrumvarps með end- emum. Óvissa hefur verið um það fram á síðustu stundu, hvort eða hvenær 2. umræða fari fram. Umræðan er að lokum ákveðin á síðustu stundu með fárra klst. fyrirvara. Einn stjórnarflokkanna hefur allsherjarfyrirvara um stuðning við frumvarpið. Tekjuöflunarfrumvörp eru ekki sýnd í fjárveitinganefnd. Milljarða og aftur milljarða vantar upp á til að endar náist saman. Stefnt er að gífurlegri skatt- heimtu, engin tilraun er gerð til að draga úr ríkisbákninu og mýmörg- um viðamiklum útgjaldaliðum er slegið á frest vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Enginn veit, hver örlög þessa fjárlagafrumvarps verða. En frumvarpið og meðferð þess á þingi verður óbrotgjarn minnis- varði um stjórnarsamstarf, sem þjóðinni verður því meiri ráðgáta, sem lengur líður. íslendingar aðstoða við fiskveiðar á Cap Verde SENDINEFND frá Cap Verdeeyjum ræddi við ís- lenzka ráðamenn sumarið 1977 um hugsanlega aðstoð íslendinga við Cap Verde á sviði fiskveiða og urðu niðurstöður þeirra þær, að Aðstoð íslands við þróunar- löndin sendi Baldvin Gísla- son skipstjóra þangað. í fréttabréfi sem Aðstoð íslands við þróunarlöndin gefur út segir m.a., að Bald- vin hafi gert ýmsar tillögur um skipan þessarar aðstoðar og á liðnu sumri barst bréf frá stjórn Cap Verde þar sem farið er fram á tækniaðstoð við fiskveiðar og er hún byggð á tillögum Baldvins. Gert var ráð fyrir að sent yrði íslenzkt fiskiskip með sérfræðingum til að hefja tilraunaveiðar og hljóðaði kostnaðaráætlun verksins upp á um 25 milljónir, en gert er ráð fyrir að aðstoðin hefjist á næsta ári. Rétt spor í rétta átt, sporin íTorgið! Kven- og karlmannaskór frá Ítalíu. Inniskór frá Marks og Spencer Verðskrá: 1. Kvenskór kr. 17.500,- 2. Kvenskór kr. 15.500.- 3. Kvenskór kr. 14.900- 4. Kvenskórkr. 17.900- 5. Kvenskór kr. 17.500- 6. Inniskór Barnast. kr. 2.950- Kvenskór kr. 3.900,- 7. Kvenstærðir kr. 5.100.- 8. Kvenstærðir kr. 3.500- 9. Herrastærðir ekta leöur kr. 8.900- 10. Karlmannaskór kr. 15.500.- 11. Karlmannaskór kr. 13.900.- 12. Karlmannaskór kr. 14.900- 13. Karlmannaskór kr. 14.900,- Póstsendum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.