Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 11 Ný sending af BULLITT ásamt mjög miklu urvali af jökkum skyrtum, peysum og vestum. húsi“. Heim kominn gerðist svo námsmaðurinn mikill gagnrýn- andi á siðgæði og athafnir annarra manna. Er slíkt hátterni lítt til fyrirmyndar fallið og var enda fordæmt mjög í áðurnefndu blaði á sínum tíma. ítreka verður, að þeir, sem valdir eru til leiðsagnar í mennta- stofnunum þjóðarinnar séu öðrum fremri að vandvirkni, heiðarleika og hátterni öllu. Forkastanlegt væri, ef þar fyndust menn, sem hugsanlega ættu heimsmet í hroð- virkni og hundavaðshætti (eins og þó hefur raunar verið haldið fram í blöðum). En af framansögðum ástæðum þykir rík ástæða til umræddrar athugunar, og er þess vænzt, að tillaga undirritaðs verði ekki útundan, er aðrar tillögur um rannsóknarnefndir koma til sög- Með þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, Sigurjón Jónsson. PS. Vonast til, að fjármálastjóri útvarpsins hafi bráðum tíma til að svara þeim þremur spurningum, er ég beindi til hans í síðasta mánuði. Það ætti ekki að taka lengri tíma, en að telja hve margir bera nafnið Pétur Pétursson (eða Sigurjón Jónsson) í símaskránni. S.J. Þorsteinn H. Gunnarsson, bóndi, Syðri-Löngumýri: Púkinn á fjósbitanum Nú dregur senn að því, að fóðurbætispúkinn verði upp vak- inn af stjórnvöldum og sendur til okkar bænda. Það er eðli allra púka að fara á stjá í svartasta skammdeginu og verður það gæfu- legt fyrir okkur bændur að hafa þennan púka á fjósbitanum um ófyrirsjáanlega framtíð. Það er nokkuð útbreidd skoðun meðal bænda, að fóðurbætisskatt- ur minnki ekki framleiðslu á mjólk, eins og ráð er fyrir gert. Auk þess má gera ráð fyrir, að margir bændur séu búnir að birgja sig upp af fóðurbæti langt fram í tímann, þannig að skatturinn kæmi ekki til með að hafa áhrif fyrr en á miðju næsta ári, ef hann hefur þá nokkur áhrif. Menn hlæja að bændum fyrir að skattleggja sjálfa sig til þess að geta greitt sér kaup, um leið og þeir verða að minnka framleiðslu. Hvenær mundu útgerðarmenn óska eftir því við stjórnvöld að net og önnur veiðarfæri yrðu hækkuð í verði til þess að minnka veiðar? Aldrei. Það sem þeir gera er einfaldlega að minnka sóknina í fiskstofnana. Það er óheilbrigt að bændur standi fyrir því að aðföng til búrekstrar hækki í verði. Nógar eru hækkanirnar samt. Tilefni þessara skrifa er sú hugmynd, sem fram kom í ræðu hjá Lárusi Sigurðssyni, Tindum, á bændafundi á Blönduósi 8. des. sl., þar sem hann sagði, að við gætum einfaldlega stöðvað framleiðslu- aukninguna. Það væri ólíkt mannalegra að gera það sem frjálsbornir menn, heldur en að vera þvingaðir af stjórnvöldum með fóðurbætisskatti. Aðalreglan yrði þessi: Ekki yrði tekin meiri mjólk til sölumeðferð- ar frá hverjum framleiðanda á næsta ári en hann lagði inn á þessu ári. Framkvæmdin yrði t.d. eftirfar- andi: Allar stjórnir og forráða- menn mjólkursamlaganna í land- inu kæmu til fundar hver á sínu svæði einhvern tiltekinn dag að tilhlutan framleiðsluráðs. Þær undirbyggju fund með mjólkur- framleiðendum, þar sem fyrir lægju öll gögn varðandi fram- leiðslu yfirstandandi árs. Næsta skrefið yrði að halda fund með mjólkurframleiðendum, þar sem mönnum yrði gerð grein fyrir því, að ekki yrði tekin meiri mjólk til sölumeðferðar frá þeim en þeir lögðu inn á þessu ári. Þessi framleiðsluáætlun þyrfti að vera í stöðugri endurskoðun af bændum sjálfum og mjólkurbústjórum frá degi til dags og mánuði til mánaðar. Ef einhver bóndi áætlaði að leggja inn minni mjólk á komandi ári eða ef um fækkun mjólkurbúa væri að ræða á félagssvæðinu, væri hægt að miðla því mjólkurmagni á þá bændur, sem væru með uppvaxandi kúa- stofn og stæðu í framkvæmdum. Ef um það væri ekki að ræðá, að slík minnkun væri fyrir hendi, yrði Stofnlánadeild landbúnaðarins að veita þessum mönnum greiðslu- frest á gjaldföllnum greiðslum af framkvæmdalánum. Þannig væri hægt að stöðva mjólkurfram- leiðsluaukninguna strax um ára- mót og væri mikið fengið með því. Ég álít það væri betra fyrir bændur að skipta á fóðurbætis- púkanum og þessum ráðstöfunum. Síðan væri hægt að halda áfram að vinna að öðrum aðgerðum, s.s. kvótakerfi og öðrum tillögum, sem fram komu hjá 7-manna nefnd, en sem tækju lengri tíma að hafa áhrif. Framleiðsluráði ber að stjórna framleiðslunni og því ætti ekki að þurfa fóðurbætisskatt til að stöðva framleiðsluaukninguna. Ég hef ekki framreiðsluráðslögin við höndina, en ef mig misminnir ekki, þá er verkefni Framleiðsluráðs m.a. að vinna að því að beina framleiðslu iandbúnaðarins að þeim framleiðslugreinum, sem eru landbúnaðinum hagfelldastar og samrýmast bezt þörfum þjóðar- innar á hverjum tíma. Stjórnmálamenn skulu gera sér grein fyrir því, að bændur vantar 30% af umsömdum launum miðað við viðmiðunarstéttirnar. Bændur eru aðeins hlekkur i flókinni framleiðslukeðju og þeim ber sín laun eins og öðrum aðilum í þeirri keðju. Ef landbúnaðarframleiðsla dregst verulega saman hefði það ekki einungis áhrif á efnahag og fjölda bænda heldur mundi það einnig valda fækkun starfsfólks í úrvinnslugreinum. Menn verða að muna, að landbúnaðurinn er lif- trygging íslenzku þjóðarinnar, og það er hagstæðara fyrir hana að hafa marga smáa bændur en fáa stóra. Slíkt er eðli hans. r 3 Islending- ar til starfa i Tanzaniu ÞRÍR Íslendingar hafa verið ráðnir til starfa í Tanzaníu en það var Aðstoð íslands við þróunarlöndin sem auglýsti 22 stöður ráðunauta á vegum nor- ræna samvinnuverkefnisins þar í landi að beiðni dönsku þróunar- landastofnunarinnar. Danida. Fjórum Islendingum var boðið starf, og þágu 3 starfið, en einn ákvað að taka ekki starfi. Þeir þrír eru: Einar Gústafsson bankamað- ur, Ingólfur Friðgeirsson skrif- stofumaður og Jóhann Scheving skrifstofumaður og er ráðningar- tími þelrra 2 ár. Upplýstu inn- brot í verzlun í Borgarfirði RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur upplýst innbrot í verzlun í Borgarfirði um helgina, en þar var stolið milli 150 og 200 þúsund krónum í peningum og sígarettum að verðmæti um 170 þúsund krónur. Auk þess var stolið einhverju af vindlum og kassett- um. Tveir piltar úr Reykjavík, 17 og 18 ára gamlir, viðurkenndu innbrotið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.