Morgunblaðið - 21.12.1978, Síða 32
r
f
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
A RÖKSTOLUM
HANNES
HOLMSTEINN GISSURARSON:
Það vakti mikla athyftli á
Vesturlöndum, þegar rit-
höfundurinn Paul Johnson sajíði
síjí úr Verkamannaflokknum
brezka á síðasta ári, því að hann
hafði ritstýrt róttækliníta-
tímaritinu The New Statesman
1965—1970 og verið áhrifamikill
talsmaður flokksins. Morgun-
blaðið birti úrsagnarbréf hans,
Kveðjuorð til Callaghans. 24.
desember á síðasta árí, en þar
reit hann: „Nú orðið finnst mér
svo miklu varða að halda merki
einstaklingshyggjunnar á lofti,
að það verði að ganga fyrir öllu
öðru. Eg hef sannfærzt um það
við lestur mannkynssögunnar,
að líf siðmenningar sé komið
undir því, að einstaklingseðlið
fái að njóta sín ... Einstaklings-
vitundin er dýrmætasta eign
manna. Og stjórnmálakenning,
sem virðir hana er góð í sjálfri
sér — jafnvel þótt á henni séu
margir aðrir og slæmir
vankantar —, því hún felur í sér
möguleika til leiðréttingar, ef
menn villast af ieið. Kerfi, þar
sem vitund allra, sem við það
búa er steypt saman í eitt, hefur
hinsvegar engar slíkar hömlur.
Þar verður ekkert leiðrétt. Þar
er bara vaðið áfram og yfir allt.
Og. sú leið liggur til Auschwitz
og Gulag. Ég ætla mér ekki að
halda áfram á þeirri braut.“
Johnson er í hópi þeirra róttæku
menntamanna, sem hafa skilið
það, að hóphyggja er hættuleg,
og risið upp gegn róttæklingun-
um, fyrrverandi samherjum
sínum.
Mér barst fyrir skömmu bók,
sem Johnson gaf út á síðasta
ári, Óvinir skipulagsins
(Enemies of Society), þar sem
hann færir rök fyrir uppreisn
sinni, og verður bókinni vonandi
snúið bráðlega á íslenzku.
Skipulagið, sem Johnson styður,
er vestræna lýðræðisskipulagið,
sem reist er á manngildiskenn-
ingu kristinnar trúar, á
einstaklingshyggju og fjöl-
hyggju plúrakima. Johnson seg-
ir í fyrri hluta bókarinnar sögu
þeirrar breytingar úr nauð-
Paul Johnson
Hverjir eru óvinir skipulagsins?
þurftaskipulagi í allsnægta-
skipulag, sem kölluð er „iðnbylt-
ingin“, og kennir að meginskil-
yrðin fyrir henni hafi verið
atvinnulíf án mikilla ríkis-
afskipta og það framfaraafl,
sem millistétt eða borgarastétt
sé — hópur sjálfbjarga, upp-
lýstra og framsækinna einstakl-
inga, sem fá að nýta þekkingu
sína, vitneskju og kunnáttu,
sjálfum sér og öðrum í hag.
En vestræna lýðræðisskipu-
lagið á að sögn Johnsons óvini,
sem rugla dómgreind manna, og
hann deilir á þá í seinni hluta
bókarinnar. Hverjir eru þessir
óvinir? Þeir eru margir, og
sumir þeirra vita ekki af því.
Þeir, sem boða „vistkreppu",
dómsdag vegna ofvaxtar
atvinnulífsins, eru óvinir þess,
þeir færa ekki haldbær rök fyrir
máli sínu (enda hafa höfundar
Endimarkavaxtarins, „The
Limits to Growth," sem kom út
á íslensku fyrir nokkru, skipt
sjálfir um skoðun). Þeir, sem
misnota málið, eru óvinir þess
(en á Islandi má taka þá til
dæmis, sem kalla ríkisafskipti
„félagslegar aðgerðir“ og stofna
„málfrelsissjóð" til þess að
auðvelda róttæklingum að
brjóta lög). Þeir, sem kasta
kristinni trú, en taka einhverja
hjátrúna, eru óvinir þess.
Johnson deilir á Norman
Vincent Peale, sem breytir að
Alger nýjung árg.1979
1) MAGNARA: 20 wött musik.
2) ÚTVARPI: FM stero, LW, MW.
3) SEGULBANDSTÆKI: meö sjálfvirkri
upptöku.
4) PLÖTUSPILARI: fyrir allar plötur.
5) TVEIR HÁTALARAR FYLGJA.
BUÐIN
Skipholti 19. Sími 29800.
Sjómennsku- og
kvenréttindasaga
Ragnar Þorsteinssoni Skipstjór-
inn okkar er kona.
Bókaforlag Odds Björnssonar. —
Akureyri 1978.
I sögunum Upp á líf og dauða,
Skjótráður skipstjóri og flösku-
skeytið segir Ragnar Þorsteinsson
skemmtilega frá athöfnum ungl-
inganna, Silju, Sindra og Denna,
þar sem hin djarfa, hugkvæma og
bráðgreinda Silja hefur forystuna.
Og þar er kynntur hinn aldraði
náfrændi Silju, piparsveinninn
Híram, sem er maður íhugull og
fróður og svo vitur, að hann hefur
af reynslu sinni og athugun á
mannlífinu og íslenzku veðurfari
orðið gæddur hagkvæmri og vissu-
lega hollri lífsvizku, sem hann
miðlar unglingunum — og þá fyrst
og fremst eftirlæti sínu, Silju
Örlygsdóttur — á svo skynsamleg-
an og áhrifaríkan hátt, að ráð
hans og fortölur verða staðfesta
þess drengskapar og manndóms,
sem eru Silju raunar eðlislægir
eiginleikar.
Hún hefur þegar á bernsku- og á
fyrstu unglingsárum sínum sýnt,
að hún er efni í djarfan og að sama
skapi hugkvæman, athugulan og
kunnáttusaman sjómann, og hún
setur sér það snemma að verða
sem slík hæf til forystu, hvað sem
öllum fordómum líður. Hví skyldi
ekki kona jafnt og karl reynast
fær um skipstjórn, ef hún legði sig
fram um að afla sér nauðsynlegrar
reynslu og þekkingar?
Þegar svo þessi saga hefst hefur
hún verið á stórum reykvískum
fiskiskipum og rúmlega tvítug
tekið skipstjórapróf. Afi hennar,
Þorfinnur, er togaraskipstjóri í
Reykjavík, og á heimili hans eiga
■ þau athvarf, systkinin, Silja og
Sindri, sem hefur lokið stúdents-
prófi og nemur náttúrufræði í
Háskóla íslands, en Denni, sem
raunar heitir Daníel, les læknis-
fræði í sama skóla. Þorfinnur er
náinn vinur Friðriks skipstjóra á
línu- og togskipinu Sæljóni og
fyrir orð Þorfinns ræður hann
Silju sem stýrimann á skipi sínu.
Síðan veikist Friðrik, og Silja
verður í bili skipstjóri á Sæljón-
inu. Þar næst verður hún stýri-
maður hjá afa sínum á Gunnfríði,
sem er allstór togari og nótaskip
og þegar loðnuveiðin hefst upp úr
nýári, skiptast þau á um skip-
stjórnina, stjórna Gunnfríði sinn
mánuðinn hvort. Ragnar lýsir af
þekkingu hins þaulvana sjómanns
og skipstjóra öllum vinnubrögðum
við veiðarnar og hvers konar
ákvörðunum og aðgerðum, sem
nauðsynlegar reynast sakir ham-
fara storms og sjávar og hafa
þessum efnum ekki verið gerð
betri skil í riti, svo að ég viti, enda
verður hverjum lesanda auðvelt að
fylgjast með höfundinum.
En auðvitað er Silju tekið hjá
áhöfn Sæljónsins af tortryggni og
vanmati. Stelpa stýrimaður á
stærðar skipi og á þar að segja yfir
þaulvönum sjómönnum á ýmsum
aldri! En hún er bæði fljótvirk og
vandvirk og þekkir allt út í yztu
æsar, og ákveðin er hún um allt,
sem undir hennar stjórn heyrir.
Skipstjórinn dáir hana og
skipverjunum fer eins, og lesand-
inn fær skýra mynd af hverjum
manni af áhöfninni — og eru
sumar þeirra skemmtilega skop-
legar.
En kyns síns geldur Silja á
annan hátt en þann, að verk
hennar og verkstjórn séu vanmet-
in. Tveir ungir myndarmenn af
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
hásetunum verða hrifnir af henni,
og það veldur henni ærnum vanda,
ekki sízt sakir þess, að milli þeirra
vaknar hatrömm óvild. Hún leitast
við að koma fyrir þá vitinu og
heldur, að sér hafi tekizt það, en
reyndin verður önnur. Þegar hún
hefur tekið við skipstjórn í veik-
indaforföllum Friðriks, er ákveðið,
að skipið fari söluferð til Þýzka-
lands. Hásetar fara þar í land og
setjast að drykkju í krá einni, og
þá sýður upp úr og sverfur til stáls
milli keppinautanna, Njarðar og
Svans. Njörður ber hærri hlut,
kemur um borð og hyggst nú koma
sínu fram við Silju, sem situr ein í
klefa sínum. En hún hefur lært
erlend bellibrögð og hefur í öllum
höndum við Njörð. Hins vegar
verður sú raunin um Svan, að
hann finnst ekki, og svo verður
skipið að halda til íslands, án
hans. Síðan ákveður þá Silja að
skipta um skip, gerir það sam-
komulag við afa sinn sem áður
getur... En það hefur fleira hrellt
hana en það, sem þegar hefur verið
getið. Þau Denni hafa unnað hvort
öðru allt frá unglingsárum og
raunar bæði gert ráð fyrir því, að