Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 47 Stulka hlytur gullmerki KSÍ í knattspyrnu IIÉR fyrr á árum vuru knatt- þrautir KSÍ mjö>; vinsa>ll þáttur í þjálfun yngstu knattspyrnu- mannanna. uk luku marsir þcirra sem síðar urðu fræjíir knattspyrnumenn. brons-, silfur- (>K gullþrautunum. Of langt yrði hér að telja upp nöfn þessara kappa, en fyrstur til að ljúka gullþrautunum varð á sínum tíma Þórólfur Beck. Því miður hefur iðkun knattþrautínna legið niðri nú um nokkurt skeið og það var ekki fyrr en á s.l. ári að Knattspyrnudeild Breiðabliks tók þær upp að nýju. Nokkur önnur félög hér á S-Vesturlandi munu síðan hafa fylgt fordæmi Breiða- bliks og virðist því áhugi fyrir knattþrautunum að vakna á ný. Hjá Breiðabiik lögðu margir sig vel fram við að æfa undir prófin í þrautunum, og hafa nú 40 lokið bronsþrautunum og 2 silfur- þrautunum. Nú í haust varð Sigurjón Kristjánsson fyrstur til að ljúka gullþrautunum og skömmu seinna tókst Ástu Maríu Reynisdóttur og Guðjóni Daníels- syni einnig að ljúka þeim. Vekur það að sjálfsögðu athygli að stúlka skuli ljúka gullþrautunum, en hún mun vera sú fyrsta sem nær því. Vonandi verður þessi þáttur í starfi Breiðabliks til þess að vekja að nýju áhuga fyrir knattþrautun- urh um allt land og stuðla að því að knattspyrnumenn leggi meiri rækt við knattæfingar og auki þannig færni sína, og um leið munum við fá betri knattspyrnu. • brír ungir blikar sem lokið hafa við gullmerkið. Sigurjón Kristjánsson varð fyrstur til að ljúka þrautunum, hann er í efri röð til vinstri. við hlið hans er Guðjón Daníelsson. Fyrsta stúlk- an sem lýkur þrautunum er svo fyrir framan. Asta María Reynis- dóttir og er hún dóttir Reynis Karlssonar sem fyrr á árum var kunnur knattspyrnumaður úr Fram. KnattspyrnuÞjálfari óskast fyrir næsta keppnistímabil fyrir 3. deildar liö í nágrenni Akureyrar. Uppl. í síma 96-23525 eftir kl. 7. Leik Vals og HK frestað LEIK Vals og HK, sem fram átti að fara í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik í kvöld. hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Sömu sögu er að segja um kvenna- leikinn sem vera átti á undan. leikur Vals og UBK. Hann verður einnig lrikinn við annað tækifæri. ÁrsÞingi HSÍ frestað ÁRSÞINGI HSÍ hefur nú verið frestað um viku. í staðinn fyrir að halda það 13. og 14. janúar, verður það haldið dagana 19—20. janúar. Fyrri daginn hefst það klukkan 19.00. Þingstaður hefur verið ákveðinn Hótel Esja. Drengja- mót JSÍ HAUSTMÓT drengja f júdó, sem JSÍ gengst fyrir, var haldið s.l. sunnudag. Þetta var keppni fyrir drengi á aldrinum 14—16 ára og var pátttaka mjög góð. Drengir 15 og 16 ára kepptu í tveimur pyngdarflokkum og uróu úrslit pessi: ÞYNGRIFLOKKUR 1. Þorntrinn Hjaltation. ÍBA 2. Matínús Skúlaxon, Á. , 3. Kristján Friðriksson, ÍBA LÍTTARI FLOKKUR 1. Gunnar J6hann«won. UMFG 2. Kriatinn Hjaltalfn. Á 3. Gunnlauvur Melateð, Á 14 ára drensir kepptu I RÍrstBkum flokki. Úrslit urðu þesai, 1. Krlstjín Valdimarsson, Á 2. Halldór Jónasson. Á 3. Magnúx Hauksson, UMFK. Þaó er grelnilegt að júdó á orðiö góóu fylgi að fagna utan Reykja- víur. Athygli vakti kraftmikil Þátttaka pilta frá Akureyri, Keflavtk, Grindavík og fré Gerplu í Kópavogi. Akureyringar sendu nú í fyrsta sinn keppendur á slíkt mót, tvo pilta aem bóöir unnu til verðlauna. Þorsteinn Hjaltason er meóal efnilegustu pilta sem fram hafa komiö í ípróttinni hin síöari ár. Ármannsstrákarnir áttu góðan hlut í peasu móti eins og úrslitin sýna, og voru Þeir fjölmennastir. VERÐBOLGA Hvað er það M-6000 Magnari, útvarp FM-AM-LW bylgjur, og plötuspilari. Frábært, sambyggt tæki fyrir ótrúlega lágt verö. Aöeins kr. 179.000- SX-939 — 2x70 W RMS Þessi útvarpsmagnari er einn sá bezti sem (M)pioneer verksmiöjurnar hafa framleitt. Frábær tóngæöi fyrir ótrúlega lágt verö eöa aöeins kr. 260.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.