Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Birgir ísleifur og Qlafur B.: Efndir meirihlutans í atvinnumál- um bera vitni um algjört áhugaleysi Birgir Isleifur Gunnarsson (S) bar fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi borgarstjórnar 7. des.i „Þann 27. apríl sl. var í Borgar- stjórn Iieykjavíkur samþykkt stefnuskrá í atvinnumálum. Sér- stakur kafli í þessari stefnuskrá fjallaói um tíu atriði sem koma átti í framkvæmd á þessu ári. Þessi atriði eru: 1. Starf borgarinnar á sviði atvinnumála verði eflt, hagfræðideild Reykja- víkurborgar styrkt og henni séð fyrir nauðsynlegri starfsaðstöðu. Starfsáætlun verði lögð fyrir borgarráð eigi síðar en 1. júlí nk. 2. Veittur verði styrkur úr Framkvæmdasjóði Reykjavíkur- borgar til rannsóknar á ný- iðnaðartækifærum í Reykjavík. 3. Endurskoðun á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, að því er tekur til gjaldtaxta atvinnu- lífsins verði lokið eigi síðar en 1. nóvember 1978. 4. Kæld fiskmót- taka í Bakkaskemmu fyrir út- gerðarfyrirtæki í Reykjavík verði tekin í notkun. 5. Hagkvæmnis- athugun þeirri, sem nú fer fram á vegum hafnarinnar um staðsetn- ingu skipaviðgerðarstöðvar verði lokið á árinu, þannig að þá skapist grundvöllur fyrir endan- lega ákvarðanatöku. 6. Reist verð viðgerðarhús á Ægisgarði. 7. A árinu verði tekin ákvörðun um iðngarða í Reykjavík og lögð fram greinargerð um staðarval, skipu- lagningu, leigukjör og annað rekstrarfyrirkomulag. 8. I alla lóðarsamninga sem ógerðir eru eða þarf að endurnýja um iðnaðarhúsnæði verði settar regl- ur, sem tryggi, að önnur notkun á slíku húsnæði eigi sér ekki stað, nema með samþykki borgarráðs. 9. Komið verði á samstarfi Reykjavíkurborgar og samtaka iðnaðarins um innkaup og fram- kvæmdir borgarinnar. 10. Endur- skoðaðar verði reglur um fjár- hæðir og innheimtu gatnagerðar- gjalda svo og lóðarleigu vegna atvinnuhúsnæðis. Nú er spurt: Hvað hefur verið gert til að koma ofangreindum atriðum í fram- kvæmd á árinu? Sigurjón Pétursson (Abl) svar- aði fyrirspurninni og sagði, að mikill ágreiningur hefði verið um afgreiðslu umræddrar stefnu- skrár. Varðandi fyrsta lið væri það að segja, að tvö atriði tengdust á þessu, þ.e., að Fjár- máladeild Reykjavíkurborgar yrði stofnuð til að létta störfum af Hagfræðideild og hins vegar að breyting yrði á skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Nú hefði fjármáladeild verið stofnuð en óvissa væri um skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins. Af þessum ástæðum hefði ekki verið talið tímabært að gera nýja samþykkt fyrir störf hagfræðideild að atvinnumálum. A næstunni yrði kjörin ný atvinnumálanefnd, og atvinnumálin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar. 2. Ekki* hefði enn komið tii styrkveitingar úr Framkvæmdasjóði Reykjavík- urborgar til rannsóknar FRÁ BORGAR- STJÓRN nýiðnaðartækifærum í Reykjavík, enda hefðu engar umsóknir bor- ist. 3. Endurskoðun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur stæði yfir. 4. Hluti Bakkaskemmu hefði þegar verið tekin í notkun og væri öllum fiski BÚR landað þar þó aðstaða væri allsendis ófullnægjandi. 5. Hagkvæmnis- athugun lauk með skýrzlu hafnar- stjóra um skipaviðgerðarstöð, sem skilað var í október. 6. Útboðslýsing væri til af viðgerðarhúsi á Ægisgarði, og væri vonast til, að það hús risi áður en mjög langt um líður. 7. Lauslegar hugmyndir væru til um iðngarða í Breiðholtshverfi og yrði ljóst á næsta ári hvað gert yrði í þessum efnum. 8. Fram- kvæmd þessa atriðis yrði flóknari en ætlað var, en vonandi kæmist þetta i framkvæmd sem fyrst. 9. Ýmsar hugmyndir hefðu komið fram og væru þær í athugun. 10. Reglur um fjárhæðir og inn- heimtu gatnagerðargjalds svo og lóðarleigu vegna atvinnuhúsnæð- is væru í endurskoðun. Upphafið var, 'að áður hafði þessum málum verið frestað á fundi borgarstjórnar fyrr í haust. Alþýðubandalagið óskaði á borg- arstjórnarfundinum 7. des. á ný eftir frestun, en ekki fékkst skýring hvers vegna sú ósk kom fram. Náði frestunartillagan ekki fram að ganga. Þá flutti Þór Vigfússon (Abl) tvær tillögur sem fulltrúar Alþýðubandalagsins í æskulýðsráði höfðu áður flutt þar. Þær voru: „Með tilliti til þess ástands sem nú er í skemmtana- málum reykvískra unglinga sam- þykkir æskulýðsráð að opna nú þegar Tónabæ til dansleikjahalds. Haldnir verði tveir dansleikir í húsinu á viku, á föstudags- og laugardagskvöldum.“ Síðari tillag- an var: „Æskulýðsráð Reykjavíkur samþykkir, að á komandi sumri verði haldnar á vegum ráðsins útiskemmtanir og/eða hljómleikar fyrir unglinga á sunnudagseftir- miðdögum í grasgarðinum í Laug- ardal eða á Klambratúni (Mikla- Birgir ísleifur Gunnarsson tók næst til máls og sagði, að þessi svör yllu sér miklum vonbrigðum. í vor þegar stefnuskráin hefði verið samþykkt hefðu þáverandi minnihlutamenn, núverandi meirihlutamenn deilt hart á sjálfstæðismenn að vilja ekki gera nóg á þessu ári, en sjálf- stæðismenn hefðu einmitt viljað leggja áherzlu á fyrrgreind tíu atriði. Það hefði því mátt vænta þess, að þegar minnihlutinn breyttist í meirihluta hefði hann látið hendur standa fram úr ermum og gera enn betur en sjálfstæðismenn hefðu viljað. En hver væri niðurstaðan? Jú, þessi svör sýndu, að í rauninni hefði ekkert atriði nema eitt komið til framkvæmda á þessu ári þ.e. hagkvæmnisathugun á vegum borgarinnar um staðsetningu skipaviðgerðarstöðvar. Ekkert annað af þessum litlu og ómerki- legu atriðum, sem borgarfulltrúar þáverandi minnihluta hefðu kallað svo í vor. Þessi afstaða túni). Við undirbúning og skipulag þessarar nýbreytni í borgarlífinu verði leitast við að hafa samstarf við þá aðila, sem áhuga kynnu að hafa á slíkri starfsemi." Davíð Oddsson (S) tók næst til máls og flutti tillögu, sem efnis- lega er á þá leið, að þar sem tillögur æskulýðsráðs og Tónabæj- arnefndar liggi enn ógreiddar hjá borgarráði þá sé tillögum Alþýðu- bandalagsins um Tónabæ vísað frá. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A) for- maður æskulýðsráðs sagðist í hæsta máta undrandi yfir þessum tillöguflutningi. Fyrst hefðu þeir Alþýðubandalagsmenn viljað fá frestun en síðan keyra tillögurnar í gegn. Tónabæjarnefnd hefði gert tillögur um valkosti á notkun Tónabæjaar, þar segði: 1) staðnum verði breytt í félagsmiðstöð eða 2) tekinn verði upp diskótekrekstur í húsinu á föstudags- og laugar- dagskvöldum, en almenn félags- starfsemi önnur kvöld vikunnar og núverandi meirihluta bæri vott um athafna- og áhugaleysi meiri- hluta borgarstjórnar í málinu. Birgir ísleifur gat þess, að borgarhagfræðingur hefði fyrir 1. júlí lagt fram tillógur um starfs- áætlun í atvinnumálum í borgar- ráði, en þar hefðu þessar tillögur ekki verið ræddar síðan. Meiri- hlutinn hefði því sýnt mjög lítinn áhuga og það kvaðst Birgir Isleifur harma. Sigurjón Pétursson (Abl) tók næst til máls og sagði, að sig undraði, að Birgir Isleifur Gunnarsson hefði sagst hafa orðið fyrir vonbrigðum, því vissu- lega hefði nokkuð verið gert og væri nú þegar unnið að fjölmörgu. Birgi ísleif þyrfti ekki að undra, að hinn nýi borgarstjórnarmeiri- hluti hefði ekki hraðað fram- kvæmdum á hans hugmyndum. Guðmundur Þ. Jónsson (Abl) tók næst til máls og sagði, að ein af undirstöðuatvinnugreinunum breytingar á húsnæði í samræmi við það. Sjöfn sagði, að Tóna- bæjarnefnd hefði verið sammála um fyrri valkostinn og æskulýðs- ráð hafi samþykkt með sex at- kvæðum hið sama. Síðan flutti Sjöfn Sigurbjörnsdóttir svofellda tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sinum 20. desember 1973 tillögu um flutning lista- og skemmtiefnis víðs vegar um borgina. Borgarstjórn fól fræðslustjóra og framkvæmda- stjóra æskulýðsráðs að skipu- leggja þetta starf og leggja tillögur sínar fyrir borgarráð. ítarlegri álitsgerð embættismann- anna var skilað 28. febrúar 1974. Ljóst er af ofangreindri samþykkt borgarstjórnar, að fyrir hendi eru heimildir til ýmiss konar flutnings á lista- og skemmtiefni á almenn- ingssvæðum í Reykjavík. Fé hefði hins vegar ekki verið ætlað til þessa þáttar sérstaklega. Því mælti borgarstjórn Reykjavíkur með því við borgaryfirvöld, að samþykktinni frá 20.12. 1973 yrði hrint í framkvæmd og fé ætlað til þess af almennu framlagi til lista og útiveru." Sjöfn sagði, að formaður umferðarnefndar (Þór væri iðnaður. Nauðsynlegt væri, að borgin færi sjálf að huga að iðnaðaruppbyggingu svo mikil- væg sem hún væri. Ekki væri hægt að sjá ofsjónum á eftir fyrirtækjum í nágrannabyggðar- lögin, en það að þau flyttu væri þó vissulega tap fyrir borgina. Birgir Isleifur Gunnarsson sagðist vilja ráðleggja Guðmundi Þ. Jónssyni að halda svona ræðu næst á fundi borgarmálaráðs Alþýðubandalagsins. Hann kvaðst leggja til, að þeir Guðmundur reyndu að knýja meírihluta borgarstjórnar til að láta hendur standa fram úr ermum við atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Ólafur B. Thors (S) kvaðst vilja lýsa undrun og vonbrigðum hvernig að þessum málum hefði verið staðið. Hann sagðist vilja vekja athygli á, að frá því nýr meirihluti hefði tekið við, hefðu efndirnar engar orðið og ræða Sigurjóns Péturssonar hefði ekki bent til, að neitt ætti að gera. Það væri þó ánægjulegra að heyra í Guðmundi Þ. Jónssyni, þar væri a.m.k. ein rödd í meirihlutanum sem áhuga hefði á atvinnuupp- byggingu í borginni. Alls staðar í nágrannabyggðunum væru atvinnumálin aðalatriðið. Geysi- lega mikið undirbúningsstarf hefði verið unnið. Sérstaka áherzlu bæri að leggja á, að mikil ástæða væri fyrir Reykvíkinga að viðhafa vísindaleg vinnubrögð og kvaðst Ólafur B. Thors vona, að menn tækju sig á í þessum efnum. Sigurjón Pétursson sagðist vilja létta þungum áhyggjum, hann ætlaði ekki að skjóta sér undan ábyrgð og vita, að aðgerða væri þörf. Vigfússon) ætti að kynna sér diskótekrekstur betur. Föstudag- inn 1. des. hefði verið auglýst diskótek í Tónabæ og þangað hefðu aðeins komið rúmlega 100 manns. Sjöfn sagðist ekki kæra sig um skammtímalausnir í þessu máli. Stefnuyfirlýsing borgar- stjórnar frá 1973 væri fyrir hendi og nú þyrfti að hrinda henni í framkvæmd. Hún hefði þá verið samþykkt með öllum fimmtán atkvæðum borgarfulltrúa, þar með Alþýðubandalagsmanna og ein- kennilegir væru þessir tilburðir þeirra nú. Að lokum sagði Sjöfn: „Föðurleg umhyggja Alþýðu- bandalagsins fyrir æskulýðsráði er óþörf“. Þór Vigfússon tók næst til máls og lagði til, að tillögu Sjafnar yrði vísað til borgarráðs. Það var fellt með atkvæðum Sjafnar Sigur- björnsdóttur og sjálfstæðismanna gegn atkvæðum annarra meiri- hlutamanna. Síðan var tillaga Sjafnar borin undir atkvæði og hún samþykkt með atkvæðum borgarfulltrúa Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Frávísunartil- laga Davíðs við tillögu Alþýðu- bandalagsins um Tónabæ var samþykkt af sömu aðilum gegn sex atkvæðum annarra meirihluta- manna. Klofningurinn um æskulýðsmál: „Föðurleg umhyggja Alþýðubanda- lags fyrir æskulýðsráði er óþörf’ — sagði Sjöfn Sigrirbjörnsdóttir Borgarstjórnarmeirihlutinn klofnaði ekki aðcins í einu máli sl. fimmtudagskvöld heldur tveimur. Klofningur varð einnig við afgreiðslu mála æskulýðsráðs. Var greinilega urgur í meirihlutamönn- um vegna þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.