Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 39 Borgarstjórnarmeirihlutinn vis- aði frá tveimur tillögum sjálf- stæðismanna um atvinnulýðræði Eins og kunnugt er hafa undanfarið verið nokkrar um- ræður um aðild starfsmanna á stjórnum fyrirtækja borgarinn- ar. Á fundi borgarstjórnar 7. des. kvaddi Birgir ísleifur Gunnarsson sér hljóðs. Hann sagði ljóst, að framkvæmd þessa væri mjög handahófs- kennd hjá borginni. Rétt væri því að setja reglur um réttindi og skyldur starfsmanna, en ekki láta gilda happa- og glappaaðferð. Birgir ísleifur kvaðst harma, að meirihlutinn ætlaði að snið- ganga Starfsmannafélag borgarinnar, því sjálfsagt væriað Starfsmannafélagið yrði með í stefnumótuninni. Birgir Isleifur flutti síðan svohljóðandi tillögu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. „Borgar- stjórn samþykkir að skipa þriggja manna nefnd til að gera tillögur til borgarráðs um reglur vegna áheyrnarfulltrúa starfs- manna borgarinnar í nefndum, ráðum og stjórnum Reykja- víkurborgar. Nefndin skal m.a. fjalla um eftirfarandi: a. Hvern- ig kosningu áheyrnarfulltrúa skuli háttað. b. Hver séu réttindi og hverjar séu skyldur áheyrnarfulltrúa. c. Upplýsingaskyldu áheyrnar- fulltrúa gagnvart umbjóðendum sínum. d. Starfssvið þeirra að öðru leyti, svo og önnur atriði, sem athuga þarf varðandi þetta fyrirkomulag. Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar skal gefinn kostur á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina. Björgvin Guðmundsson sagði, að alls staðar hefði verið fylgt þeirri reglu, að starfsmenn FRÁ BORGAR- STJÓRN hefðu málfrelsi og tillögurétt. Ekki hefði verið sett tilskipun um hvernig þessir menn yrðu vandir. Hann kvaðst ekki á móti, að samráð yrði haft við Starfsmannafélagið, en hér væri um að ræða fleiri starfsmenn en þá sem væru í því. Hann kvaðst hafa beitt sér fyrir viðræðum við Starfsmannafélagið, en einnig yrði að tryggja rétt verkamanna. Síðan flutti Björg- vin Guðmundsson tillögu fyrir hönd meirihlutans sem hljóðaði svo: „Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur lýst yfir því, að hann vilji veita starfsmönn- um fyrirtækja og stofnana borgarinnar aðild að stjórn þeirra, þannig að þeir hafi þar málfrelsi og tillögurétt. Þessi stefna meirihlutans er skýr og er þegar í framkvæmd. Útfærsla á þessari stefnu er í höndum hverrar stjórnar fyrir sig, svo sem ákvæði um það með hvaða hætti starfsmenn skuli valdir. Borgarstjórn sér því ekki ástæðu til þess að skipa nefnd til þess að fjalla um málið". Þessa frávísunartillögu við til- lögu sjálfstæðismanna sam- þykkti meirihlutinn. Þá flutti Birgir ísleifur Gunnarsson aðra tillögu sem hljóðar svo: „Borgarstjórn telur rétt, að stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar fái tækifæri til þess að taka þátt í stefnu- mörkun og mótun í framkvæmd þessarar ákvörðunar borgar- yfirvalds að veita starfsmönn- um aðild að stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar sbr. ályktun stjórnar Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar frá 4. des. sl. Felur borgarstjórn borgarráði að taka ákvörðun með hvaða hætti þátttaka Starfsmannafélagsins verður". Þá flutti Björgvin Guðmundsson aðra frávísunar- ti llögu svohlj óðandi: „Borgarráði hefur borist ósk frá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar um viðræður varðandi aðild starfsmanna borgarinnar að stjórnum fyrirtækja og stofn- ana borgarinnar. Meirihluti borgarráðs hefur þegar ákveðið að verða við ósk Starfsmanna- félagsins í þessu efni. Borgar- stjórn telur því tillögu sjálf- stæðismanna óþarfa og vísar henni frá*'. Borgarstjórnar- meirihlutinn samþykkti síðan frávísunartillögu sína. ' ...-. . •.. - .<'•**■••*** .... 'í * Á • . - $ Z>, T z k ISLENZK FORNRIT Endurprentun hafin NÚ FÁANLEGAR: Vestfirðinga sögur Eyrbyggja saga Grettis saga Orkneyinga saga ' * Aðalumboð HIÐ ISLENZKA FORNRITAFÉLAG Sími 73055 Gjafavörur frá Rosenthal hafa hlotið heimsviðurkenningu fyrir afbragðshönnun og framúrskarandi gæði! Þess vegna hafa Rosenthal vörurnar tvenns konar gildi — jafnt fyrir þann sem gefur og þann sem þiggur. Njótið þess að gefa góða gjöf — fallega gjöf, sem segir meir en orð fá lýst. studio-line Á. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.