Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Edda Björnsdóttir læknir: Bréf til forráðamanna Skáksambands Islands Eg hefi ekki rekist á pistla í dagblöðum frá yður nú allra síðustu dága, en eftir það sem á undan er gengið dettur mér ekki í hug að friður sé kominn á í herbúðum yðar. Fyrir mörgum árum bauð ég Friðriki Ólafssyni og hans góðu frú til fagnaðar í húsi mínu með mánaðar fyrirvara og þáðu þau boðið. Viku fyrir fagnaðinn tjáir Friðrik mér að þau geti ekki komið, því þau séu boðin annað. Það boð hafi að vísu borist seinna mínu en sama sé, þau ætli þangað. Hann hefði getað notað ýmsar aðrar afsakanir, t.d. sagst vera veikur en því nennti hann ekki heldur sagði hreinlega eins og var, þau vildu heldur þiggja hið seinna boðið. Því segi ég yður þessa sögu að ég rengi ekki að það sé rétt sem þér margsinnis hafið ásakað Friðrik Ólafsson um á opinberum vett- vangi, að hann hafi á undanförn- um mánuðum í samskiptum við yður vikið út af launhálli braut almennra umgengisvenja. Eg efast ekki um að það sé rétt. En það er bara ekki mergurinn málsins. . Lofið mér að skýra mál mitt. Fyrir 28 árum skrapp Friðrik Ólafsson í fyrsta sinn til útlanda til að tefla — ekki fyrir hönd íslands eða Skáksambandsins heldur til að tefla við aðra menn — og stóð einn, því maðurjnn stendur jú alltaf einn, ekki satt, þegar á hólminn er komið, ekki síst listamenn. Þetta var fyrsta ferðin hans en ekki sú síðasta. Við, sem þekktum hann vel á þessum árum, lásum um sigra hans í blöðunum eða hlustuðum eftir fréttunum í útvarpi, en þegar hann var kominn í okkar hóp á ný var aldrei talað um þetta. Eg man aldrei í eitt skipti, að af-vörum hans færu hreystisögur um viður- eign hans við aðra menn. Þetta var maður að okkar skapi, hann settist bara og vann sitt verk, framdi sína list og aldrei orð um hæð stóla, stærð taflreita, höfðatölu, blá fjöll eða fornar bókmenntir. Á þessum árum lagði hann grundvöllinn að ýmsu, fyrst og fremst sigri sínum yfir fulltrúum annarra þjóða sem forseti alþjóða- samtaka í list sinni, en einnig grundvöll þeirrar staðreyndar að hér heima hafa um árabil verið háð alþjóðleg skákmót, sem m.a. þér hafið staðið að með sóma. Enginn kemur hingað vegna af- burðaveðursældar eða sérlega góðra skáksala. Með áratuga þátttöku sinni í heimi skáksnill- inga treysti Friðrik Ólafsson vináttubönd, sem færðu aðra til heimkynna hans. Hann var ekki, eins og við vitum öll, eini skák- maðúrinn á íslandi, en ég veit að mínir gömlu vinir fyrirgefa mér þótt ég segi það, af því þeir vita að ég fer meö rétt mál, að hann bar alltaf höfuð og herðar fyrir þá í list þeirra. Við höfðum nokkrum áratugum áður átt frábæra skák- menn, sem yljuðu landanum um hjartarætur á erlendri grund. En þeir færðu ekki lífæð skákar- innar heim í túnið til okkar. Nei, það varð hlutskipti Frið- riks Ólafssonar að öllum öðr- um ólöstuðum. Nú hafa fulltrú- ar hinnar alþjóðlegu skákiðkunar kjörið hann forseta sinn, þeir þekkja hann, þeir eru búnir að þekkja hann í 28 ár samfleytt. Þér segið okkur í blöðunum að þér hafið unnið sleitulaust að því í eitt og hálft ár að hann yrði kjörinn. Eg segi, allt yðar góða starf í hans þágu hefði verið unnið algerlega fyrir gíg hefðu þeir ekki þekkt hann í 28 ár. En hvers vegna eruð þér að hrósa yður af því að hafa lagt honum lið? Þér vitið full vel, að það var yðar verkefni sem fulltrúar hans eigin sambands, og ef þér hefðuð ekki gert það hefðu íslenskir bændur og búalið gert hróp að yður, svo hví að nefna það einu orði, að þér gerðuð sjálfsagða skyldu yðar? En þá kem ég enn að því sem er mergurinn málsins. Friðrik Ólafs- Edda Björnsdóttir son var ekki kjörinn í þetta embætti sem fulltrúi íslands auk heldur Skáksambandsins. Utlend- ingar hugsa bara ekki þannig. Maðurinn Friðrik Ólafsson var kjörinn vegna mannsins Friðriks Ólafssonar. Á sama hátt og enginn hefði nennt að koma hingað og tefla við Jón á eyrinni eða Guðmund undir fjalli var Friðrik ekki kjörinn vegna þess að hann ætti góða samstarfsmenn og nöfn- in yðar í Buenos Aires þekkir 9 enginn nema þér kynnið yður sem samstarfsmenn Ólafsson. Þess vegna sé ég enga leið aðra fyrir Skáksamband íslands en að ganga til samstarfs við alþjóðafor- setann. Það getur engin manneskja unnið til lengdar þar sem ríkir úlfúð og þykkja og minnist þess enn einu sinni að eftir nær 30 ára kynni er Friðrik Ólafsson kjörinn í embætti, sem m.a. í reynd felur í sér að setja niður deilur meðal viðkvæmra listamanna og skákmenn hafa sýnt það undanfarin ár, að þeir gefa engum öðrum listamönnum eftir í viðkvæmni sálarinnar. Mér þykir þér heldur miskunnarlausir að bjóða honum undir þessum kringumstæðum upp á fyrsta flokks íslenska hreppapólitík i Skáksambandinu, eða hvar er nú yðar reisn? Val samstarfsmanna verður að vera á hans hendi. Til að geta unnið verk sitt sómasamlega verður hann að hafa frið heima fyrir. Því er það með sárum trega er eg les áðurnefnd blaðáskrif, sem óðum færast í búning persónulegs skætings i garð Friðriks Ólafsson- ar, en slík skrif seljast venjulega vel á íslenskum markaði. Þegar svo er komið er góðum mönnum venjulega fátt til varnaðar. Það er von þess að hægt sé að verja sig á málefnlegum grundvelli, en það kostar nokkra niðurlægingu sálar- innar að taka upp varnir fyrir sjálfan sig gagnvart öðrum. Eg veit að ég tala fyrir munn margra er ég bið yður, heiðruðu Skáksambandsmenn, að setja nið- ur deilur yðar og ganga til fulls samstarfs við alþjóðaforsetann í því erfiða en skemmtilega hlut- verki, sem honum og yður hefur fallið í skaut. Reykjavík, 18. desember 1978. Edda Björnsdóttir læknir. ■ dömustígvél. Stórkostlegt úrval af herraskóm loöfoöruöum kuldaskóm herra. SKODEILD KARNABÆR Austurstræti 22, Sími 28155 frá skiptiborði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.