Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Geir Hallgrímsson: Skattastefnan þrengir hag fólks og fyrirtækja í umræðum á Alþingi um tekjufrumvarp ríkisstj. sagði Geir Hallgrímsson, form. Sjálfstæðisflokksins, m.a., það vera yfirlýsta stefnu allra stjórnmálaflokka hérlendis, nema Alþýðubandalagsins, að draga úr beinum sköttum. Þetta hefði verið stefna Sjálfstæðisflokksins um langt árabil. Alþýðuflokkurinn hefði og tekið upp þessa stefnu, m.a. vegna áhrifa frá norskum jafnaðarmönnum. Framsóknarflokkurinn hefði og sveigst í þessa átt. Geir Hallgrímsson sagöi fjár- málaráðherra hafa nokkrum sinn- um bent á það að beinir skattar væru hér lægri en í nágrannalönd- um, þar sem þeir væru tiltöiulega mjög háir. Spurningin væri hins vegar ekki sú, hvort finna mætti hærra hlutfall beinna skatta einhvers staðar, heldur hvers konar skattastefnu væri rétt að hafa hér á landi. Lýðræðisflokk- arnir væru í orði kveðnu sammála um að draga úr beinum sköttum. Það væri því sýnt, hverjir réðu ferð í ríkisstjórninni, þegar nú væri stefnt á ný í hækkun þeirra. Þessir skattar hefðu lækkað úr 33% í 27% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Nú væri siglt í sömu átt á ný og verið hefði í fyrri vinstri stjórn. Og raunar væru óbeinir skattar hækkaðir einnig, sbr. vörugjalds- hækkunina. Samhliða ákvæði vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hækkun aðstöðu- gjalda, fasteignaskatta og lóðar- leigu. I raun mætti segja að hafin væri meiri skattheimta í þjóð- félaginu en þekkst hefði í áratugi. Engin vafi væri á því að slík ofsköttun myndi veikja atvinnu- vegina, draga úr framtaki, fram- leiðni og hagvexti. — Já, það er sýnt að Alþýðubandalagið ræður ferð. Það vill feigt framtak ein- staklinga og samtaka þeirra í atvinnulífinu, til að auðvelda þjóðfélagsbreytingar í átt til fyrirmynda sinna. Geir sagði skattastefnu stjórn- valda myndu rýra verulegu ráð- stöfunarfé fólks og fyrirtækja á komandi ári, þ.e. það sem eftir yrði af aflafé, er skattheimtan hefði fengið sinn hlut. En samhliða hækkun beinna skatta hækkuðu einnig óbeinir skattar eins og dæmi væri um bæði í bráðabirgða- lögum og tekjuöflunarfrumvörp- um ríkisstjórnarinnar. Vörugjald ætti að hækka. Einnig verðjöfnun- argjald á raforku. Skyldusparnaði ætti að breyta í skattauka. Nýtt skattþrep að koma á jaðartekjur. Stefnt væri í milli 60 og 70% Geir Hallgrímsson skattheimtu af jaðartekjum. Jafn- framt væri skattkerfið sífellt að verða flóknara og torskildara fólki. Geir sagði Sjálfstæðisflokkinn andvígan þeirri skattastefnu, sem núverandi ríkisstjórn fylgdi, leidd af Alþýðubandalaginu. — Stefna bæri að lækkun beinna skatta, sparnaði í ríkiskerfinu en beitingu eyðsluskatta til að tryggja halla- lausan ríkisbúskap. Gunnar Thoroddsen; Hvenær verður frum- varp Alþýðuflokksins lagt fram á Alþingi? • Tómas Árnason fjármálaráð- herra gerði í fyrradag grein fyrir tekjuöflunarfrumvörpum, tengd- um fjárlagafrumvarpi, sem lögð hafa verið fram síðustu daga. Breyting á lögum um tímabundið vörugjald, þ.e. hækkun lægri flokks vörugjalda úr 16 í 18%, sem gefa á um 1150 m. kr. í ríkissjóð á næsta ári. Hærri flokkur vöru- gjalds, sem fyrr á þessu ári var hækkaður í 30% verður óbreyttur. Þá fjallaði hann um sérstakan skatt á skrifstofu- og verzlunar- húsnæði, frumvarp um hækkun á flugvallargjaldi, frumvarp um nýbyggingargjald, frumvarp til breytinga á tekju- og eignaskatti, þ.á m. nýtt 50% skattþrep, hækkað eignaskatthlutfall o.fl. Allar væru þessar skattbreyt- ingar við það miðaðar að ná tekjum til að mæta útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári og skila hallalausum ríkisbúskap. Þau hefðu og það mark að ná til þeirra betur stæðu í þjóðfélaginu. • Vilmundur Gylfason (A) taldi rétt að ríkisstjórnin tæki afstöðu til efnahagstillagna Alþýðuflokks- ins, sem fram hefðu verið lagðar í ríkisstjórn í frumvarpsformi, þ.e. mótaði marktæka efnahagsstefnu til 2ja ára, áður en þessi tekju- öflunarfrumvörp yrðu endanlega afgreidd. Það væri stefna Alþýðu- fl. að draga úr skattheimtu og þess vegna væru tilmæli um bið á afgreiðslu frumvarpanna fram sett við samstarfsflokka. • Gunnar Thoroddsen (S) sagði sýnt að frumvarp Alþýðuflokksins um jafnvægisstefnu í efnahags- máium og verðbólguhömlur ætti erindi inn í umræður um tekju- öflunarfrumvörp og fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar. — Hvað dvelur framlengingu þessa frum- varps hér á Alþingi af hálfu Alþýðuflokksins? Þurfa þeir Al- þýðuflokksmenn sérstakt leyfi samstarfsflokka sinna til að leggja frumvarp sitt fram með réttum og formlegum hætti. Hvernær verður Gunnar Thoroddsen frumvarpið lagt fram á Alþingi svo það fái þinglega meðferð? • Sighvatur Björgvinsson (A) taldi það eðlileg vinnubrögð að leggja frumvarpið fram til kynn- ingar í ríkisstjórn og sjálfsagða háttvísi gagnvart samstarfsflokk- um, þótt það væri að vísu aðeins nánari útfærsla á stefnumótun í greinargerð með stjórnarfrum- varpi, er allir stjórnarflokkarnir hefðu staðið að og samþykkt. • Gunnar Thoroddsen (S) sagðist ekki hafa fengið svar við spurn- ingu sinni; hvenær frumvarp Alþýðuflokksins yrði lagt fram með þinglegum hætti. Alþýðu- flokkurinn hefði margoft látið að því liggja að frumvarpið þyrfti að ræða samhliða fjárlagafrumvarpi og hliðarfrumvörpum þess. Á forsætisráðherra er hins vegar að skilja, að það verði ekki fyrir tekið fyrr en á næsta ári — eða að lokinni afgreiðslu umræddra stjórnarfrumvarpa. Hvenær sýnir Alþýðuflokkur þann manndóm að leggja frumvarpið fram á Alþingi — þar sem slík frumvörp á að leggja fram? • Sighvatur Björgvinsson (A) sagði frumvarpið lagt fram í ríkisstjórn til að leita samstarfs stjórnarflokkanna um það. Það væri tilraun til að lengja lífdaga ríkisstjórnarinnar þann veg að hún gæti starfað með árangri út kjörtímabilið. • Albert Guðmundsson (S) sagði það hafa komið ítrekað fram, að þingmenn Alþýðuflokks væru því aðeins samþykkir fjárlagafrum- varpi og tekjuöflunarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar, að samstarfs- flokkar féllust á meginsjónarmið í efnahagsfrumvarpi Alþýðufl. — Þetta sýndi að sínu mati að ekki væri þinglegur meirihluti að svo komnu fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, ef þeir Alþýðu- flokksmenn væru sjálfum sér samkvæmir. • Sverrir Hermannsson (S) sagði þann hráskinnaleik, sem þing- menn Alþýðuflokksins hefðu leikið hér í þingsölum síðustu daga, ekki vera til þess fallinn að auka veg né virðingu Alþingis, sem sumir þeirra hefðu þó talið hlutverk sitt að gera. — Þingmenn hans vilja engu svara til um það, hvort eða hvenær þeir hyggist flytja frum- varp sitt hér á Alþingi. Ef Alþýðuflokkurinn meinti það sem hann segði um andstöðu við aukna skattheimtu og önnur einstök atriði í umræddum stjórnarfrum- vörpum væri vissulega meirihluti á Alþingi til að kolfella þau öll. Að því kæmi að fólk gerði sér grein fyrir þeim holrómi, sem væri á málflutningi Alþýðufl. öllum. 600 m.kr. viðbótarskattar Ólafur G. Einarsson (S) mælti í fyrradag fyrir minni- hlutaáliti fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deilda* Alþingis, sem leggur til að tekjuöflunarfrumvörp ríkis- stjórnarinnar verði felld. Taldi hann óhæft að hespa af jafn viðamikilli skattaherferð á hendur atvinnuvegum þjóðar- innar — og raunar einnig einstaklingum — á örfáum dögum. Afnám verðstuðulsfyrn- ingar ætti að gefa ríkissjóði 1300 m. kr., lækkun flýtifyrning- ar 1060 m. kr., hækka ætti tekjuskatt atvinnufyrirtækja úr 53% í 65% og tvöfalda eigna- skatt þeirra. Samtals væri skattabagginn, sem til viðbótar fyrri skattheimtu kæmi á herð- kr. Þá ætti að koma til nýtt skattþrep, 50% skattur, en ekki lægi enn á hreinu hvaða tekjur einstaklinga færðust til álagn- ingar skv. því. Sérstakan skatt ætti að leggja á verzlunar- og skrifstofuhús- næði, sem í raun væri nýr skattur á atvinnurekstur. Þá ætti að koma sérstakt nýbygg- ingargjald, sem í raun væri upphafið að fjárfestingarhöft- um, sem væri óskadraumur Alþýðubandalagsins. Þetta gjald fæli og í sér ósvífni gagnvart sveitarstjórnarmönn- um, sem gerðir væru ábyrgir fyrir því persónulega, ef bygg- ingaleyfi yrðu út gefin án þessa nýja gjalds. Óvíst væri og um framkvæmdina, þ.e. hugsanleg- ár undanþágur, eins og t.d. viðvíkjandi íþróttamannvirkj- um. Hér væri á ferð skattpín- ingarstefna, sem á heildina litið gæti stuðlað að versnandi stöðu atvinnuvega, sem ekki væri of góð fyrir, og það með hugsan- legu atvinnuleysi, sem þegar væri farið að brydda á. Fyrirvari Alþýðuflokks Finnur T. Stefánsson (A) sagði að Alþýðuflokkurinn hefði sama fyrirvara á varðandi stuðning við þessi tekjuöflunar- frumvörp ríkisstjórnarinnar og fjárlagafrumvarpið. Þingmenn flokksins myndu greiða þeim atkvæði við aðra umræðu, ekki tefja framgang þeirra nú. Þeir hefðu hins vegar fyrirvara á um stuðning við 3ju. umræðu, en afstaða þeirra þá myndi fara eftir því hverjar undirtektir samstarfsflokka yrðu við efna- hagstillögum flokksins, sem kynntar hefðu verið í frum- varpsformi. Vænti hann þess að 3ja umræða um tekjuöflun þessa færi ekki fram fyrr en afstaða samstarfsflokka til til- lagna Alþýðuflokksins lægi fyr- ir. Skattpíningarstefnan Geir Ilallgrímsson (S) tók undir orð Ólafs G. Einarssonar (S) um það hverja bagga þessi tekjufrumvörp væru að binda atvinnuvegunum. En hafa yrði og í huga varðandi Reykjavík, að vinstri meirihlutinn í borgar- stjórn hefði ákveðið stórauknar álögur á atvinnustarfsemi í borginni í formi aðstöðugjalds- hækkunar og hækkunar fast- eignaskatta og lóðarleigu. Þess- ar álögur myndu höggva í sama knérunn, sem ekki yki á at- vinnuöryggi borgarbúa, heldur stofnaði því í tvísýnu. Ljóst væri að Alþýðubanda- lagið réði hér ferð, bæði í borgar- og ríkisstjórn. Geir vék einnig að hækkun vörugjalds, verðjöfnunargjalds á raforku, sem og gengislækkun, er raunar hefði verið óhjákvæmileg, en allt kæmi þetta niður í útgjöld- um heimila í landinu. Vísitölu- leikurinn væri svo viðbótar- blóm, auk afturvirkni skatta, varðandi það að koma aftan að hinum almenna borgara í land- inu. Þá vék Geir að því, hvern veg yrði staðið að álagningu útsvara, hvort þau myndu hækka úr 10 og 11% í 12% og hvern veg sveitarfélögum yrði bættur tekjumissir vegna sölu- skattsbreytinga. Ef nauðsynlegt var, vegna slæmrar rekstrarstöðu undir- stöðuatvinnuvega, að grípa til vísitöluniðurgreiðslu og gengis- lækkunar, spurði Geir, hvað réttlætir þá þessar álögur á atvinnuvegina? Ekki auðvelda þær þeim að rísa undir því kaupgjaldi, sem gerðar eru kröfur um, að ekki sé talað um þann atvinnusamdrátt, sem skattpíningarstefna ríkisstjórn- arinnar virðist stefna í. Tekjuöflunarfrumvörpin: 6000 m. kr. nýjar álögur á atvinnuvegi Nýtt skattþrep á jaðartekjur ar atvinnuvegunum, um 600 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.