Morgunblaðið - 21.12.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978
5
Metstölu-
1«a(iin#Iiiw
Nýja saumavélin, semgerir alla saumavirmu auðveldari en áður:
NECCHI
siuoia
öjn«
í
elífei
nö
Nútímaleg skáldsaga um unga
stúlku, sem leitar hamingju,
sem hverjum og einum er aðeins
veitt einu sinni í
lífinu...
SILTJIO”
NECCHI SILOia saumavélar eru búnar öllum kostum eldri véla auk ýmissa nýjunga.
Með NECCHI SILOICI saumavél er unnt að sauma nánast hvaða efni sem er - allt frá þunnum
teygjuefnum til þykkra gállabuxnaefna.
NECCHI SILTJIQ saumavélar eru búnar mynsturveljara með liteinkenni. Þetta einfalda fyrir-
komulag gerir allar stillingar við val á saumgerð fljótlegri og öruggari en áður hefur tíðkast.
NECCHI SILOICI saumavélar eru með sérstökum búnaði, þannig að nálin hreyfist með því sem
ncest fullum krafti á hvaða hraða sem er.Þannig er unnt að sauma jafnvel mjög þykk efni á
litlum hraða.
NECCHI SILOia saumavél vegur aðeins um 12 kg með tösku og öllum fylgihlutum. Hún er því
sérlega létt í meðferð og flutningi.
Nákvcemt eftirlit við framleiðslu og sölu ásamt traustri þjónustu tryggja hámarksnotagildi
NECCHI saumavéla.
NECCHI SILTJia saumavélum fylgir nákvcemur leiðarvísir á íslensku um notkun og viðhald.
Útsölustaðir víða um land.
Einkaumboð á Islandi:
FALKIN N
Suðurlandsbraut 8 - sími 84670
Sendum
bæklinga,
ef óskað er
Ragnar Björnsson
Heldur org-
eltónleika
á Akureyri
RAGNAR Björnsson hcldur
orgeltónleika á Akureyri annan
jóladag og vcrða þeir í Akureyr-
arkirkju kl. 17.30 A efnisskránni
eru m.a. 11 jólaforlcikir Baehs og
verða verkin á tónleikunum
eingöngu eftir hann.
Þá leikur hann tokkötu í d-moll
og fantasíu í g-moll og sagði
Ragnar að hér væri um að ræða
vinsæl orgelverk. Sem fyrr segir
hefjast tónleikarnir kl. 17.30 á
annan dag jóla.
PER HANSSON
ÓGNARDAGAR í OKTÓBER 1941
Ógnardagar í október er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti
firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu fjöldamorðum
heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar allir karlmenn, sem
bjuggu í bænum Kragujevec í Júgóslavíu voru teknir af lífr
Morðin áttu að brjóta baráttuþrek Serbanna, en sameinaði þá
í stað þess að sundra. Og þeir, sem eftir lifðu í þessum
draugabæ, biðu þess að skæruliðarnir kæmu, — og svo
sannarlega komu skæruliðarnir.
Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu,
stórfenglegur vitnisburður um sérstaka hetjudáð. Höfundur-
inn er mörgum kunnur af fyrri bókum hans. Teflt á tvær
hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama
knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, en Ognardagar í
október er snjallasta bók hans, — hún er snilldarverk.
KNUT HAUKELID
BARÁTTAN UM ÞUNGAVATNIÐ
Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver síða
bókarinnar speglar harðfengi og hetjulund, sálarþrek og
járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu
norskra skæruliða, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna
í Vemork í loft upp, — en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að
geta framleitt vetnissprengju og þetta var eina þungavatns-
verksmiðjan í Evrópu.
Norsku skæruliðarnir voru Þjóðverjum fremri að einbeitni,
hugkvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði
í illviðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun
þeirra er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar
síðari og enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi
hetjusaga á vart sinn líka í striðsbókmenntum, svo æsileg er
hún.
PER HANSSON
E1MI
™ .■*■> «*