Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 3 Samkomulag í Kjarvalsstaðadeilunni: Fulltrúar lista- manna fá takmark- aðan atkvæðisrétt SAMKOMULAG tókst í gær í deilu borKarinnar og handalaga listamanna um Kjarvalsstaði en það er háð samþykki borgarráðs ok borgarstjórnar annars vegar og Bandalags íslenzkra lista- manna og Félags íslenzkra mynd- listarmanna hins vegar. Davíð Oddsson borgarfulltrúi staðfesti þetta í samtali við Mbl. í gær- kvöldi en vildi ekkert um málið segja að öðru leyti en vísaði til fréttatilkynningar, sem send verður út í dag. Gamall maður glataði jóla- peningunum — 150 þús kr. Á mánudaginn var varð 73ja ára gamall maður fyrir því óhappi að týna peningaveski sínu með ellilíf- eyri sínum og konu sinnar, samtals að fjárhæð 150 þúsund krónur og þau ætluðu að nota til jólanna. Gerðist þetta seinnihluta dagsins þegar maðurinn var á leið frá verzluninni Roða á Hverfis^ götu og niður á Lindargötu. í veskinu voru einnig öll persónu- skilríki gamla mannsins. Ef ein- hver hefur fundið veski gamla mannsins er sá hinn sami vinsam-/ lega beðinn um að koma því til lögreglunnar. Morgunblaðið hefur fregnað eftir öðrum leiðum að samkómu- lagið sé í því fólgið að stjórn Kjarvalsstaða verði skipuð 5 fulltrúum, þremur kjörnum af borginni en FÍM og BÍL tilnefni sinn fulltrúann hvort. Fulltrúar FÍM og BÍL hafa aðeins atkvæðis- rétt um þau mál, sem snúa að listrænum þáttum í starfsemi hússins. Kjörnir fulltrúar borgar- innar ráða listfræðing að húsinu en hafa samráð við fulltrúa FIM og BÍL um ráðninguna. Framvegis geta borgarráð og borgarstjórn breytt ákvörðunum hússtjórnar um listræn málefni, t.d. hverjir fái að sýna í sölum hússins, en áður var ákvörðun listráðs endanleg. Vitni vantar að ákeyrslu í Hafnarfirði ÞRIÐJUDAGINN 19. desember var ekið á bifreiðina G-1577, sem er vínrauð Citroén 1971, þar sem bifreiðin stóð fyrir framan Köldu- kinn 1 á tímabilinu 15—18.30. Var önnur framhurð bifreiðarinnar skemmd. Þeir sem geta veitt upplýsingar í máli þessu eru beðnir að snúa sér til rannsóknar- lögreglunnar í Hafnarfirði. Jólasöngvar í Dómkirkjunni í KVÖLD. fimmtudagskvöld 21. desember verða jólasöngvar í Dómkirkjunni og hefjast þeir kl. 22. kl. 10. sd. Hinn nýstofnaði dómkór syngur þar íslensk og erlend jólalög, frú Elín Sigurvinsdóttir syngur ein- söng og dómorganistinn, Marteinn H. Friðriksson leikur einleik á orgelið. Þá mun sr. Þórir Stephen- sen flytja ritningarorð og bæn. Aðgangur er ókeypis, og að sjálfsögðu'er þess vænst, að sem flestir sjái sér fært að koma og njóta þessarar stundar. Hér er um nýbreytni að ræða, sem forráða- menn Dómkirkjunnar vona, að Reykvíkingar taki vel og að þetta megi verða gott innlegg í aðventu- hald borgarbúa. (Frá Dómkirkjunni) £> INNLENT Fæðingarvottorðin tvö sem Eðvald Ilinriksson fékk með rúmlega mánaðar millibili í sumar. Á öðru þeirra er hann sagður fæddur í Sovétríkjunum, en í hinu er fa'ðingarstaðurinn sagður Tartu í Eistlandi. Janúar s 6 Suf’i’utWl i - f/m febða-^an r«-. 26 Xaoarieyia' _ n3.,»-a7‘ Englancr LondgoW __ ,9 7..1*-,*1-28- .Aoton ,23* ,1 13 7 8 1 ,7 18 1® 2° 14 23 24 2S 26 2 ..........- " ll ll 30 31 Jólakveðja og ferðaalmanak ÚTSÝNAR fyrir árið 1979 er komið út og verður afhent i dag og á morgun i eftirtöldum verzlunum: Hagkaup, Skeifunni 15 Vörumarkaðurinn, Ármúla 1a. SS Glæsibæ, Álfheimum 74, SS Austurveri, Háaleitisbraut 68 Verzlunin Víöir, Austurstræti 17 Árbæjarkjör/ Rofabæ 9 Hólagaröar, Lóuhólum 2—6, Breiöholti Stórmarkaöur KRON, Skemmuvegi 4A, Kópavogi Kostakaup, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfiröi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.