Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 tililaíiiti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsíngar Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. ó mánuöi innanlands. 1 lausasölu 125 kr. eintakið. Álögur á atvinnurekstur Atvinnuhorfur á næstu mánuðum eru ískyggilegar. Menn hafa áhyggjur af því, að atvinnuleysi kunni að skella á. Miklir erfiðleikar eru í sjávarútvegi og fiskvinnslu á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Fyrirsjáanlegur samdráttur er í byggingar- iðnaði á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtæki sjá fram á verulegan samdrátt í verkefnum. Ríkisstjórn flokkanna, sem lofuðu „samningum í gildi“ greip til þess ráðs að skerða kaupgjaldsvísitöluna verulega hinn 1. desember sl. til þess að greiða fyrir atvinnurekstrinum og koma í veg fyrir stöðvun hans vegna útgjaldaauka í kjölfar mikillar hækkunar vísitölu og vaxandi verðbólgu. En í stjórnarráðinu sitja menn, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð og grípa til aðgerða, sem ekkert samhengi er í. Þrátt fyrir ískyggilegar atvinnuhorfur, þrátt fyrir hættu á atvinnuleysi, þrátt fyrir það að talið var nauðsynlegt að skerða vísitöluna um síðustu mánaðamót, hefur þessi sama ríkisstjórn boðað álögur á atvinnureksturinn, sem nema hvorki meira né minna en 25 milljörðum króna. Verzlunarráð Islands hefur sýnt fram á með skýrum rökum, að skattahækkanir þær, sem ríkisstjórn og meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hafa boðað, jafngildi um 7,4 milljörðum í nýjum álögum á atvinnureksturinn. Gunnar Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna, telur að í hinum svokallaða „réttindapakka" verkalýðssamtakanna felist a.m.k. 18 milljarða útgjaldaaukning fyrir atvinnuvegina. Verzlunarráð íslands hefur lýst því yfir, að atvinnufyrirtækin eigi ekki annars kost en að draga verulega saman seglin og fækka starfsfólki eða hætta alveg. Gunnar Björnsson telur, að þessar nýju álögur muni þýða stórhrun í atvinnurekstri og almennt atvinnuleysi. Slíkar horfur valda bersýnilega engu hugarangri hjá ráðherrum. Þeir eru bara í kapphlaupi um það, hver er fundvísastur á nýja skatta á atvinnuvegina. Verzlunin á heljarþröm Verðlagsstjóri skýrði frá því í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag, að verzlunarálagning væri nú 18—19% lægri en hún var í upphafi þessa árs. Þessi stefna í verðlagsmálum verzlunarinnar í landinu hefur leitt til þess, að hún á nú við stórfelld vandamál að etja. Verzluninni hefur um áraraðir verið bannað að hækka birgðir sínar í kjölfar gengisbreytinga. Með þessu hefur átt að koma í veg fyrir að verzlunin „græddi“ á gengisbreytingum. Afleiðingin er hins vegar sú, að rekstrarfé verzlunarinnar hefur brunnið upp á báli verðbólgunnar og hún á ekki lengur nokkurt fé til þess að standa undir eðlilegu birgðahaldi. Alagning hefur einnig verið skert í kjölfar gengisbreytinga til þess að koma í veg fyrir, að verzlunin „græddi". Afleiðingin er enn sú, að rekstrarfé verzlunarinnar eyðist smátt og smátt og hún getur ekki veitt viðunandi þjónustu. Lagaákvæði um hámarksálagpingu, sem hafa verið í gildi í áratugi, hafa smátt og smátt kippt rekstrargrundvelli undan verzluninni og valdið margvíslegu óhagræði fyrir neytendur, sem hafa tapað meira á þessum álagningarreglum en nokkur annar. Árangurinn eða afleiðingin af þessari vitlausu stefnu í málefnum verzlunarinnar er nú kominn í ljós. Vöruúrval hefur stórminnkað. Vörur eru til sýnis í verzlunum en eru ekki til í raun. Innflutningsfyrirtæki liggja með vörusendingar á hafnarbakkan- um, sem þau geta ekki leyst inn sökum fjárskorts. Allt veldur þetta því, að verzlun landsmanna er að þessu leyti eins óhagkvæm og hugsast getur og verzlunarfyrirtækin standa á barmi hruns. Það er tími til kominn að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir því, hvað raunverulega er að gerast í einum höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Urbætur í málefnum verzlunarinnar þola enga bið. Þau úrræði sem grípa á til þar eins og annars staðar er að gefa athafnaþrá manna nauðsynlegt svigrúm. Það á að afnema verðlagsákvæði, gefa verzlunina frjálsa og þá mun hún tryggja neytendum viðunandi þjónustu. „ÞESSI sjónleikur er skrifaður og hugsaður með annan miðil í huga. svo að mér þykir undra- vert hversu auðveldlega hann virðist falla að sjónvarpinu,“ sagði Ilalldór Laxness eftir forsýningu á leikriti hans Silfurtúnglinu. sem verður jólaleikrit sjónvarpsins. Halldór minnti á, að upphaf- lega hefði umgjörð leiksins verið önnur en sú sem fyrir augu ber í sýningu sjónvarpsins — Silfur- túnglið hefði þar verið kabarett enda kabarettsýningar verið fyrirferðarmiklar í skemmti- iðnaðinum hér fyrr á árum. Leikstjóri sjónvarpssýningar- innar, Hrafn Gunnlaugsson, hefur hins vegar tekið þann kostinn að breyta kabarettsýn- ingunni í skemmtiþátt — eins Lóa söngkona (Sigrún Hjálmtýsdóttir) ásamt dansmeyjunum í útsendingu á Silfurtúnglinu. Silfurtúnglið - mann tífiö í hnotskurn Jólaleikrit sjónvarpsins kostaði 40 milljónir konar glit-rokkþátt— í beinni útsendingu í sjónvarpi. Halldór taldi það ekki illa til fundið, því að segja mætti með nokkrum sanni að hluti sjónvarpsefnisins hefði leyst kabarettsýningarnar af hólmi í skemmtiiðnaðinum. Halldór var að því spurður hvort Silfurtúnglið væri paródía á skemmtiiðnaðinn en hann neitaði því, kvað sjónvarpsupp- færsluna fremur hafa komið honum fyrir sjónir sem raun- sætt verk en paródíu, enda hafi hann á sínum tíma valið skemmtiiðnaðinn sem bakgrunn verksins, þar sem honum hafði þótt margt líkt með sjálfu mannlífinu og skemmtanalífinu — „skemmtiiðnaðurinn er að mörgu leyti eins og smækkuð mynd af lífi okkar, mannlífið í hnotskurn“. Halldór Laxness lýsti ánægju sinni yfir þætti Hrafns Gunn- laugssonar í þessari sýningu, sem greinilega hefði unnið hana af mikilli alúð og eins með frammistöðu hinna ungu og óreyndu leikara í aðalhlutverk- unum, Egils Olafssonar og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, „sem eru greinilega bæði alin upp á sjónvarpsöld og gera þetta skemmtilega og trúlega," sagði Halldór. Hrafn Gunnlaugsson kváð hugmyndina að því að heimfæra Silfurtúnglið upp á sjónvarpið hafa byrjað að fæðast fyrir hálfu öðru ári, þegar menn fóru að leggja niður fyrir sér hvernig taka ætti á leikritinu. Hrafn kvaðst hafa borið aðferðina undir Halldór og þeir rætt hana fram og aftur auk þess sem þeir hefðu farið saman yfir þráðinn. Hrafn gat þess hins vegar að handritið hefði allan tímann verið laust í reipunum og að mótast allt fram undir það síðasta. Lítillega er vikið frá uppruna- legri gerð leiksins og t.d. bætt inn tveimur atriðum, annars vegar þar sem Óli maður Lóu söngkonu stendur með helsjúkt barnið meðan Lóa sést á sjón- varpsskjánum syngja vöggu- vísuna í beinni útsendingu og hins vegar samtali Feilans skemmtistjóra viö dansmeyjar sínar. Þá hafa samtöl á nokkr- um stöðum verið einfölduð og færð nær talmáli. Af hálfu sjónvarpsins hefur ekkert verið til Silfurtúnglsins sparað. Unnið hefur verið að gerð sjónvarpsuppfærslunnar meira og minna um eins árs skeið og kostnaður við það er orðinn um 40 milljónir króna að sögn Jóns Þórarinssonar, dag- skrárstjóra lista- og skemmti- deildar, og er þá allt talið. Taldi Jón þetta vera minni kostnað en t.d. við óperusýningu í Þjóðleik- húsinu en hins vegar léti nærri að allt eins margir áhorfendur sæju slík sjónvarpsleikrit og sæktu Þjóðleikhúsið á einu leikári. í aðalhlutverkunum Feilan skemmtistjóra og Lóu söngkonu teflir Hrafn Gunnlaugsson fram söngvurunum Agli Ólafssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur en meðal annarra leikenda eru Steindór Hjörleifsson, Þórhall- ur Sigurðsson, Erlingur Gísla- son, Kjartan Ragnarsson og Arnar Jónsson. Stjórnandi upp- töku er Egill Eðvaldsson. Bonanza — ný fataverzlun Kamabæjar BONANZA nefnist ný verzlun í húsinu nr. 20 við Laugaveg í Reykjavík og er þar um að ræða útibú Karnabæjar. Grímur Bjarnason verzlunarstjóri sagði í samtali við Mbl. að í verzlun þessari va>ri lögð sérstök áherzla á að hafa sem mest úrval af buxum. Verzluninni er skipt í tvo sali og er annar innréttaður sem hesthús í vestrastíl, eins og Grímur orðaði það og væri því skipt í bása þar sem fatnaði væri komið fyrir. Ilinn helmingur verzlunainnar er í stíl við gamlar verzlanir einnig í vestrastíl og þar væri kassanum komið fyrir í sérstökum bás eða búri. Grímur sagði að aðallega væri boðið uppá fatnað, framleiddan undir vöru- merkinu Bandido.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.