Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 37 þakka það góða starf sem hann lét fúslega af hendi í þágu félagsins. Systkinunum fjórum í Safamýri 63 sem eru á aldrinum 12—19 ára votta ég mína innilegustu samúð og bið þess að þau megi vera þess minnug á þessum skammdegisdög- um lífs þeirra að Drottinn leggur líkn með þraut og það er hann einn sem getur gefið vonina, en hana má ekki bresta. Þeim, sem annast um þessi systkin nú og síðar kunna að gera það, eins öllum ættingjum og vinum þeirra bið ég blessunar, ekki sízt aldraðri ömmu þeirra, austur í Ölfusi, Markúsínu Jóns- dóttur, Egilsstöðum, en hún hefur líka misst mikið. Steindór Hjartarson. Kynni mín af Helga Daníelssyni urðu ekki löng, aðeins rösk þrjú ár. Hann gekk í Félag einstæðra foreldra nokkru eftir að hann hafði orðið fyrir þeirri raun að missa konu sína, í blóma lífs frá fjórum börnum þeirra. An efa átti hann oftar en við vissum sínar erfiðu stundir, en hann var dulur maður og flíkaði ekki tilfinningum Hann eignaðist þar og góða kunningja og vini, sem mátu hann að makleikum. Af flestu var auðfundið að tilgang Félags ein- stæðra foreldra taldi hann verðug- an og ósínkur lagði hann fram hjálp sína. Honum var sérstaklega hug- leikið að neyðarhúsnæði FEF mætti sem fyrst koma einstæðum foreldrum og börnum þeirra að notum og vann þar ómælda sjálfboðavinnu, sem kannski gleymdist stundum að þakka eins og svo margt sem okkur er vel gert og við teljum tímann nægan. Við hittumst í síðasta skiptið fáeinum dögum áður en hann lézt, hann kom til mín á vinnustað, að aðstoða við að útbúa gjöf handa einum félaga, vini beggja. Hann var hress í bragði á sinn prúða og hljóðláta hátt og taldi ekki eftir sér viðvik þótt fleira kallaði að. Um vinsemd hans og hlýju, eigum við, margir félagar hans í FEF, góðar minningar. Börnum hans, ættingjum og öllum þeim, sem þótti vænt um hann, sendi ég samúðarkveðj ur. Jóhanna Kristjónsdóttir. Helgi Daníelsson vélstjóri—Minning Fæddur 10. marz 1928 Dáinn 12. desember 1978 I dag verður Helgi Daníelsson vélstjóri, vinnufélagi okkar, til moldar borinn. Hann varð bráð- kvaddur, rúmlega fimmtugur að aldri, á rjúpnaveiðum 12, desem- ber síðastliðinn. Andlátsfregn hans kom okkur félögum hans mjög á óvart, því við vissum ekki betur en hann væri stálhraustur. Sést á þessu hvað lífið getur verið hverfult þegar menn á besta aldri og í fullu fjöri eru svo skjótt kallaðir. Helgi var hógvær og dagfarsprúður í allri daglegri umgengni, ákaflega vinnusamur og afkastamikill stafsmaður, góður smiður traustur vélstjóri. Kom það sér vel fyrir mann sem var í starfi þar sem öll fljótfærni og mistök gátu verið afdrifarík. Helgi varð fyrir þeirri sorg fyrir rúmum þermur árum að eiginkona hans María Guðmunds- dóttir varð bráðkvödd eins og hann nú. Stóð hann þá uppi með börn sín 4 ung að árum. Reyndi þá sem fyrr mjög á mannkosti hans. Helgi hóf störf hjá Landsvirkj- un, sem vélstjóri við orkuverin 1966, fyrst við Ljósafossstöðina, síðan í gufuaflsstöðinni við Elliða- ár. Áður var hann vélstjóri til sjós, meðal annars á skipum S.Í.S. Það er mikil eftirsjá í traustum starfsmanni og góðum félaga. Engin á þó um eins sárt að binda og börn hans ung, sem nú hafa séð á bak foreldrum sínum á besta aldri. Að endingu vottum við börnum hans og öðrum nákomnum ætt- ingjum, dýpstu samúð. Starfsfélagar. kirkju. Eftir samkomuna var boðið upp á kaffisopa og ætlaði ég að tylla mér hjá Helga og rabba við hann, en þá kom í ljós að hann var mjög tímabundinn og þurfti að flýta sér heim og ljúka hálfunnu verki, sem beið hans. Mér finnst þetta litla atvik lýsa Helga betur en mörg orð. Mér kom Helgi fyrir sjónir sem mjög traustur og ábyggilegur og ósérhlífinn, þegar því var að skipta, fremur seintekinn, en glaður og góður félagi, þegar það átti við. Ég held að Helgi hafi ekki verið allra, né inn á hvers manns gafli, en þar sem hann fór munaði vel um hann. Ég vil að lokum þakka Helga fyrir þá stuttu en traustu samfylgd sem ég naut með honum. Einnig leyfi ég mér fyrir hönd Félags einstæðra foreldra að sínum. Hann reyndist ötull félagi, hjálpfús og greiðvikinn og ég hef einnig þá trú að starf hans bæði í stjórn félagsins og fjáröflunar- nefnd hafi verið honum nokkurs virði, það sýndi hann í mörgu. Helgi Daníelsson varð bráð- kvaddur 12. des. sl. og þegar maður fær slíka fregn er eins og dálítinn tíma þurfi til þess að átta sig á hlutunum, ekki sízt þegar í hugann kemur það sem áður hefur gerst hjá þessari fjölskyldu. Þar á ég við hið skyndilega fráfall eiginkonu hans og fjögurra barna móður. Helgi var giftur Maríu Guðmunds- dóttur, sem lézt skyndilega fyrir tæpum fjórum árum, svo að óhætt er að segja að systkinin í Safamýri 63 hafi nú fengið óblíðan skerf af því sem lífið getur boðið upp á. Ungur piltur sem hefur pínulitla reynslu af lífinu, miðað við aldur, sagði þegar við áttum tal um þessa hörmulegu atburði, að í biblíunni stæði, að vegir Drottins væru órannsakanlegir og okkar hlutverk væri ekki að sakast um orðinn hlut heldur að sætta okkur við það sem að höndum ber, og græða sárin; ég held að í þessu sé mikill sannleik- ur. Með þessum örfáu línum ætla ég ekki að rekja æviferil þessa látna vinar, heldur aðeins minnast þeirra fáu ára sem við áttum samleið. Þótt um fjölskyldutengsl hafi verið að ræða, kynntist ég Helga ekki fyrr en við störfuðum lítillega saman að félagsmálum, og urðu þau kynni náin, síðast hittumst við fyrir um það bil mánuði á sunnudagskvöldi á kristilegri samkomu sem börn okkar beggja starfa í í Grensás- GRUNDIG Super Color. Mestseldu littækin íVestur-Þýskalandi. ALGENGUSTU GERÐIR: Gerð: Stærð: Verð: 4610 20" kr. 434.600 6212 22” kr. 550.000 8212 26” kr 667.100 ,,ln-line“ myndlampi. Einingakerfi, (einfaldar allar viðgerðir og gerir þær mögulegar í heimahúsum). Framvísandi hátalarar (gefa betri hljómburó). Utgangsstyrkur 2— 6 wött. Öll önnur fullkomnasta tækni, sem almennt völ er á. Valhnotukassi. TÆKI MEÐTÖLVUSTÝRÐRI MYND-OG HLJÓÐSTILLINGU: Gerð: Stærð: Verð: 4632 20" kr. 540.200 6232 22" kr. 626.300 8232 26" kr. 743.400 ,,ln-line" myndlampi. Einingakerfi. Framvísandi hátalarar, 6-16 wött. Sjálfvirk miðstilling (hárnákvæm stilling á litum, birtu og hljóði). Sjálfvirkur stöðvaveljari með minni (endurstillir tækið inn á sjónvarps- geislann, ef móttaka truflast) Þráölaus fjarstýring (innrauður geisli). Kassi: Valhnota (4632 og 8232) og silfur + svart (6232). Við bjóðum 3ja ára ábyrgö á myndlampanum, langdýrasta hluta tækisins, og árs ábyrgó á öðrum hlutum þess. Einnig 7 daga skilarétt. Útborgun er 50% og afgangurinn á 6 mán. Skrifió eða hringið eftir myndalista. Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja NESCO VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.