Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Lárus Jónsson alþingismaður: gjalda hjá einstökum stofnunum. Er þó af nógu að taka. Afgreiðsla frumvarps- ins með endemum Stjórnarsamstarfið vaxandi ráðgáta Hér fer á eftir síðari hluti fjárlagaræðu Lárusar Jónssonar, talsmanns minnihluta fjárveit- inganefndar (sjálfstæðismanna) við aðra umræðu fjárlaga. Fyrri hlutinn birtist í Mbl. í gær. Fjárlagafrumvarpið var ekki lagt fram fyrr en löngu eftir þingbyrjun. Við 1. umræðu kom fram, að verulegur ágreiningur um gerð frumvarpsins hafði tafið framlagningu þess. I greinargerð með frumvarpinu koma fram fvrirvarar í 9 liðum og talsmenn stjórnarflokkanna boðuðu enn fleiri. Jafnvel hæstv. fjármálaráð- herra sjálfur hafði allan fyrirvara um ýmis atriði frumvarpsins. Þeir fyrirvarar sem taldir voru upp í greinargerð voru eftirfar- andi: 1. Aðferð við skattheimtu. Heild- arupphæð skatta skyldi þó ekki vera lægri en allir þeir skatt- stofnar sem fyrir voru myndu gefa af sér og auk þess skattaukar, sértekjur og eign- arskattar og „lúxusskattar", m.a. á hreinlætisvörum, sem lagðir voru á í sept. eftir að núverandi ríkisstjórn kom til valda. Um þennan fyrirvara hefur staðið illvígur styrr milli stjórnarflokkanna allt fram á þennan dag og virðist ekki samkomulag um neitt nema þá stefnu að þyngja ennþá skatt- byrðina á fólki. 2. Lögð skyldi sérstök áherzla á að lækka rekstrarkostnað ríkisins um 1 milljarð frá útgjalda- áformum skv. frumvarpinu. Ekkert hefur bólað á mótuðum tillögum í þessu efni, þótt samstaða sé um aðhald og sparnað á þessu sviði í fjárveit- inganefnd. 3. Fyrirvari var um lækkun tolla skv. samningum við EFTA og EBE. Þessi tollalækkun hefur í för með sér tekjutap ríkissjóðs að upphæð 2 milljörðum króna skv. nýrri áætlun, en var metin 1350 m. kr. í frumvarpinu. — Oljóst er enn hvort þessi tollalækkun verður fram- kvæmd. 4. Stefnt var að 20% magnminnk- un verklegra framkvæmda með frumvarpinu. Svigrúm var talið til þess að hækka fjárveitingu um 1 milljarð, ef verkast vildi. Fyrirvarar voru um þennan niðurskurð. Meirihluti fjárveit- inganefndar ákvað í samráðí við ríkisstjórnina að hækka fjár- veitingu til verklegra fram- kvæmda um 2 milljarða. Þetta var gert löngu áður en sást hvernig heildardæmi ríkissjóðs kæmi út og verður niðurskurð- urinn 12%. að magni skv. því á A-hluta fjárlaga á sviði verk- legra framkvæmda. 5. Fyrirvari var um ráðstöfun jöfnunargjalds, en '/> þess, 333 milij. kr., á skv. frumvarpinu að renna í ríkissjóð en ekki til stuðnings iðnaði. Að auki renna ( 91 millj. kr. til þess að standa undir venjulegum útgjöldum ríkissjóðs. Gjaldið á að gefa 1000 millj. kr. í tekjur og greiðist uppsafnaður söluskatt- ur af því samt. 500 millj. kr. Einungis 76 millj. kr. ættu þá að fara til iðnþróunar. Ekkert liggur fyrir enn, hvort þessi ráðstöfun verður endurskoðuð af stjórnarflokkunum. 6. Fyrirvari er um lánsfjáröflun til orkumála. Lánsfjáráætlun er ekki komin fram og ekkert vitað um stefnuna á þessu sviði. 7. Fyrirvari er um niðurgreiðslur á vöruverði. Nú hafa niður- greiðslur verið auknar um sem svarar ‘/2% vísitölulækkunar. Áætlað er að þetta kosti 750 millj. kr. umfram það sem ákveðið er í frumvarpinu. Skv. frumvarpinu er ákveðið að lækka niðurgreiðslur á næsta ári og létta þannig útgjöldum af ríkissjóði um 2.800 millj. kr. Engar upplýsingar fást um, hvenær þetta verður gert og ekki heldur hvernig né hvaða áhrif þetta hafi á verðlag. 8. Fyrirvari er um styrkja- og útflutningsbótakerfi landbún- aðarins. Fyrirheit eru í frum- varpinu um endurskoðun á styrkja- og útflutningsbótakerfi landbúnaðarins, en ekkert bólar á tillögum í þessu efni. 9. Fyrirvari er um, hversu há skattvísitala skuli vera á næsta ári. Skv. frumvarpinu átti hún að hækka um 43%. frá árinu 1978. Laun hækka skv. athuga- semdum frumvarpsins um 50 eða 51%. á sama tíma. Með þessari beitingu skattvísitölu hefði álagning orðið 3700 m. kr. hærri á næsta ári. Innheimta þessa sérstaka skatts af kaupmáttaraukningu launþega hefði numið 3 milljörðum króna 1979. Ef hverfa á að því að láta skattvísitöluna hækka jafnt og launatekjur hækka milli áranna þýðir það 3000 millj. kr. lækkun á tekjuhlið fjárlagafrumvarps- ins. Þegar þannig er staðið að framlagningu fjárlagafrumvarps og ákvörðunum um grundvallar- atriði við fjárlagaafgreiðsluna frá hálfu ríkisstjórnarinnar er örðugt, svo ekki sé meira sagt, fyrir fjárveitinganefndarmenn, bæði í meiri- og minnihluta, að vinna af afgreiðslu málsins á þinglegan hátt. Slík vinnubrögð eru ósam- boðin Alþingi og má raunar segja, að þau séu óþingræðisleg. Með fjárlagafrumvarpinu er stefnt að hrikalegri hækkun skatta, einkum tekju- og eignar- skatta. Áætlaðar tekjur af þessum sköttum í sjálfu frv. hækka sem hér segir miðað við fjárlög í ár: Fjárl. '78 Skattar einstaklinga m. kr. Eignarskattur 920 Tekjuskattur 11.950 (samtals) (12.870) Skattar á félög Eignarskattur 980 Tekjuskattur 3.100 (samtals) (4.080) í þingræðum hefur komið fram að ætlun stjórnarflokkanna er að gera skyldusparnaðinn að hátekju- skatti. Þetta þýðir að nálægt 70 kr. af hverjum 100 eru teknar af tekjum manna til sveitarfélaga og ríkis þegar komið er í hæsta skattþrep. Augljóst er að svo gífurleg skattheimta á tekjur dregur úr sjálf=6jarga viðleitni manna til vinnu og hvetur mjög til að finna ráð til þess að komast undan svo gegndarlausri skatt- heimtu. Þótt unnt sé að benda á dæmi þess erlendis, að slíkir jaðarskatt- ar séu til, þá er á það að benda, að þar er um að ræða miklu hærri tekjur sem skattlagðar eru með þeim hætti en ætlunin er hér á landi. Öll kurl eru þó ekki komin til grafar í skattaæði ríkisstjórnar- innar. I greinargerð með efna- hagsfrumvarpi hennar 1. des. segir, að ríkisstjórnin sé að athuga veltuskatt á ýmis konar rekstur, fjárfestingaskatt og aukinn eign- arskatt. Samt segir svo um stöðu atvinnuveganna í athugasemdum Lárus Jónsson alþingismaður sjálfs fjárlagafrumvarpsins: „Vegna slakrar afkomu fyrir- tækja í mörgum atvinnugreinum að undanförnu er reiknað með að álagning tekjuskatta á félög aukist töluvert minna en sem nemur áætlaðri almennri veitubreytingu milli áranna 1977 og 1978“. Spyrja niætti, hvort ríkisstjórn- in stefni vísvitandi að stöðvun fyrirtækja og atvinnuleysi með gengdarlausum álögum á atvinnu- reksturinn, sem hún hefur ýmist þegar beitt sér fyrir eða virðist stefna að. Hvort tveggja, ofsköttun ein- staklinga og atvinnurekstrar, leið- ir til minnkandi framtaks og atvinnu, minni þjóðartekna og versnandi lífskjara. Fjárlaga- rœða Síðari hluti Frv. 79 % m. kr. Ilækkun 1.733 93.9% 23.265 94.7% (24.998) (94.2%) 2.286 133.3% 6.000 93.5% (8.286) (103%) Fyrrum gagn- rýnendur og verklegar framkvæmdir Ein af forsendum fjárlagafrum- varpsins var 20% magnminnkun verklegra framkvæmda í höfnum, skólabyggingum, heilsugæslu- stöðvum, nýbyggingum vega o.s.frv. I framkvæmd gugnuðu stjórnarflokkarnir á svo miklum niðurskurði. Niðurskurður verk- legra framkvæmda verður þó að magni til 12% miðað við fjárlög ’78, en sennilegt er að hann verði enn meiri í raun þar sem verðbólg- an er lágt áætluð í þeim útreikn- ingum. Engin tilraun er gerð til niður- skurðar á rekstrarútgjöldum ríkis- sjóðs og ríkisstofnana, þrátt fyrir frómar óskir í athugasemdum frumvarpsins um 1000 m. kr. niðurskurð, sem þó væri einungis 0,6% af rekstrarútgjöldum frum- varpsins. (0.7% að frádregnum niðurgreiðslum). Þetta er merkileg niðurskurðar- stefna þegar höfð er í huga gagnrýni fulltrúa Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins í fjárveit- ingarnefnd á fyrra kjörtímabili. Þannig sagði háttvirtur þingmað- ur, Sighvatur Björgvinsson, við afgreiðslu fjárlaga 1978: „Allt sem ríkisbáknið þarf til framfærslu er látið ósnert". Og um framkvæmd- irnar sagði hann og er þá að tala um frarplög til skóla, hafna, sjúkrahúsa, o.s.frv.: „Með öðrum orðum. niðurskurðarstefnan sem talað er um að sé fólgin í þessu frumvarpi er fyrst og fremst á þessum sviðum. það eru skornar niður framkvæmdir og sú þjón- usta þar sem fólkið fær áþreifan- lega sönnun fyrir því að fjármun- ir. sem það leggur til sameigin- legra þarfa komi að gagni.“ Sömu hugsun má finna í öllum sameiginlegum nefndarálitum fulltrúa þessara flokka við fjár- lagafrumvörp hvert einasta ár á fyrra kjörtímabili. Þetta segir sína sögu um pólitíska ábyrgð í stjórn og stjórnarandstöðu. Ljóst er, að ákvarðanir þessara flokka um niðurskurð á fjármagni til verk- legra framkvæmda nú sanna, að þeir hafa ákveðið að ganga lengra á þessari braut heldur en áður hefur verið gert og gera þannig fyrri gagnrýni sína um þessi efni að hreinni markleysu. Mjög athyglisvert er, að fyrir fjárveitinganefnd liggur tillaga frá meirihlutanum um að skerða framkvæmdamagn í nýbyggingum vega og brúa um 12% frá fyrra ári. Þetta er gert á sama tíma sem skattar á umferðina eru hækkaðir langt umfram verðbólgu og ben- síngjald í Vegasjóð á að hækka um tæplega 68% eða rúmiega 3000 millj. kr. Framlag ríkissjóðs til Vegasjóðs, sem í fjárlögum 1978 var 1305 millj. kr. er skorið niður um tæpl. 1000 millj. Á sama tíma skila stórauknar álögur á umferð- ina vaxandi tekjum í ríkissjóð. Byggðasjóður undir tvennum ríkisstjórnum Beint framlag ríkissjóðs til Byggðasjóðs í frumvarpinu er skorið niður um þriðjung, ef mið er tekið af heildarútgjöldum frumvarpsins í fyrra og fjárlaga- frumvarps nú. Lög sjóðsins eru beinlínis brotin og ráðstöfunarfé hans skorið niður um 1130 millj- kr., þótt reynt sé að klóra í bakkann með bókhaldskúnstum. Það er athyglisverð byggða- stefna sem fram kemur í þessum niðurskurði á öllum framan- greindum sviðum, verklegum framkvæmdum í höfnum, skólum og sjúkrahúsum, vegagerð og framlögum til Byggðasjóðs. í því sambandi má minna á, að fyrrver- andi ríkisstjórn stórefldi Byggða- sjóö og hefur hann reynst mikil lyftistöng atvinnulífs í byggðum landsins. Rekstrarliðir ríkisbáknsins þenjast stöðugt út á kostnað fjárfestingarþáttanna. Þetta er auðvitað nokkuð mismunandi á mílli einstakra stofnana. Lengst virðist gengið í hækkun rekstrar- útgjalda á skrifstofum ráðherr- anna sjálfra, aðalskrifstofum ráðuneytanna, eða allt upp í 116% á einni skrifstofunni. Rekstur ríkisspítalanna hækkar um 75.4% eða um 4.760 millj. Er þó gert ráð fyrir að velta sem svarar 940 millj. kr. af lyfjakostnaði og sérfræði- þjónustu yfir á herðar sjúkling- anna sjálfra. Enn hefur ekki að fullu verið gert upp dæmið um fjölgun starfsmanna í þessum stofnunum. Fleiri dæmi verða ekki nefnd hér um þenslu rekstrarút- íþróttasjóður Sérstök ástæða er til að minna á málefni íþróttasjóðs. íþróttasjóð- ur hefur tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að standa undir stofnkostnaðarhluta ríkis- sjóðs við byggingu íþróttamann- virkja, og hins vegar að úthluta ken^slustyrkjum til íþróttafélaga eins og sjóðurinn hefur fé til, í samræmi við starfsskýrslur íþróttafélaganna. Samkvæmt frumvarpinu var fjárveiting til íþróttasjóðs óbreytt, eða 247 millj. kr. Þegar ákveðið var af ríkisstjórninni að verja 2 milljörðum króna til viðbótar til verklegra fram- kvæmda ákvað meirihluti fjárveit- inganefndar, að 75 millj. kr. skyidu ganga til íþróttasjóðs. Ennfremur hefur fjárveitinga- nefnd gert tillögu um kr. 5 millj. þar til viðbótar, þannig að samtals nemur framlag til Iþróttasjóðs kr. 327 millj., sem er um það bil 30% hækkun frá fjárlögum þessa árs. Þar af eiga kr. 24 millj. að ganga til kennslustyrkja. Hér er vitaskuld um lágar upphæðir að ræða, þegar þess er gætt, að fjárþörf sjóðsins til að standa við skuldbindingar sínar nemur ca. kr. 600 millj., þrátt fyrir verulegan niðurskurð á nýjum framkvæmdum. Kennslustyrkirnir verða svo lágir í hlut hvers íþróttafélags, að spurning fer að verða um, hvort það taki því að deila þeim út. Þessi afgreiðsla er því dapur- legri, þar sem fjármálaráðherra fór um það sérstökum orðum í fjárlagaræðu sinni, að efla þyrfti og styrkja íþróttastarfið í landinu. Fjárfestingar- lánasjóðir I fjárlagafrumvarpinu er ákveð- ið að framlög ríkissjóðs til fjár- festingarlánasjóða séu skorin nið- ur um 10% eða 993 millj. kr. í veigamiklum atriðum þýðir þetta, að lagðir eru nýir skattar á atvinnuvegina. I ríkissjóð renna þannig 620 millj. af launaskatti í stað þess að launaskattur á að renna til Byggingasjóðs ríkisins. Lánamöguleikar húsnæðismála- stjórnar minnka en ríkissjóður fær nýjart tekjustofn. Framlag til Byggingasjóðs verkamanna er einnig skert í samræmi viö þessa raglu og er það í annað skipti sem þessi vinstri stjórn hefur skorið niður framlag til sjóðsins á nokkurra mánaða valdatíma sín- um. Á sama tíma eru fluttar ótal ræður af hálfu óbreyttra þing- manna í stuðningsliði ríkisstjórn- arinnar um nauðsyn þess að efla þennan sjóð. Athygli vekur, að enn hefur ekki sést lagafrumvarp, hvað þá að samþykkt hafi verið lög, sem kveða á um þennan niðurskurð, en framlög til ýmissa af þessum sjóðum eru lögbundin. Hlutverki þeirra er því í vaxandi mæli velt yfir á herðar einstaklinga og sveitarfélaga. Ráðstöfun þess hluta söluskatts 1% af 20, sem lagt var á til þess að draga úr upphitunarkostnaði þeirra sem kynda hús sín með olíu til þess að hraða nýtingu inn- lendra orkugjafa til húshitunar hefur oft verið harðlega gagnrýnd af talsmönnum Alþýðubandalags og Alþýðufiokks. Tekjur af þessu olíugjaldi, sem svo hefur veriö nefnt, eru nú áætlaðar 3.200 m. kr. Skv. frumvarpinu er ætlunin að greiða einungis 680 m. kr. í olíustyrk og hafa styrkinn óbreytt- an í krónutölu til hvers íbúa, sem býr i olíuupphitaðri íbúð, kr. 10.500. Fram hefur komið hug- mynd um að hækka þetta um 260 millj. kr. eða um 33%, sem auðvitað nær ekki verðlagshækk- un. Þótt það yrði samþykkt, yrði heildarupphæð olíustyrks einungis 910 m. kr. Áætlað er aö verja 700 m. kr. í jarðhitaleit og hitaveitu- framkvæmdir. Eftir standa 1590 m. kr., af olíugjaldinu sem renna til ríkissjóðs ef þetta verður niðurstaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.