Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Víkingar drógust á móti ungversku bikarmeisturunum í GÆR var dregið í Evrópukeppnunum í handknattleik. Lið Víkings dróst á móti ungversku bikarmeisturunum Tatabanyai Banyasz í keppni bikarhafa. Eins og kunnugt er sigruðu Víkingar sænska liðið Ystad í 16 liða úrslitum og komust einir norðurlandaliða áfram í átta liða úrslit. Geysisterk lið eru eftir í keppninni og má segja að Víkingar hafi verið nokkuð heppnir með mótherja, og full ástæða er að ætla að þeir eigi nokkra möguleika á að sigra þá. Liðin sem leika saman í átta liða úrslitum bikarkeppninnar eru eftir- talin. Stefán Ilallíírímsson tugþrautarmaöur. ^Stefán Hallgrímsson sifer til Kaliforníu Maí Moskva — Vfl. Gummer- sbach, Vestur-Þýskalandi Tv Huttenberg, Vest- ur-Þýzkalandi — Minaur Baia Mare, Rúmeníu Tatabanyai, Ungverjalandi — Víkingur Krakow, Póllandi — SC Magdeburg, Austur-Þýska- landi Eftirtalin lið leika saman í meistarakeppninni: TV Grosswallstad — VSZ Kosice, Tékkóslóvakíu Stella Sports, Frakklandi — Honved, Ungverjalandi Zska, Moskvu — SC Empor Rostock, Austur-Þýskalandi Dynamo Bucharest, Rúmeníu — Alicante, Spáni Það voru meistararnir sem út úr keppninni. rúmensku slógu Val - ÞR. I Nú hefur verið genKÍð frá því aö Stefán IlalljírímsKon frjáls- íþróttamaöur mun fara utan til Bandaríkjanna í janúarlok í afinjíabúöir fyrir tusþrautar- menn. Mun Stefán dveljast í þrjá til fjóra mánuói hjá Olympíu- þjálfara ISandarikjanna. Sam Adams. í Santa Barhara í Kaliforníu. Það munu vera þejr ólafur llnnsteinsson ok Ingvar Ilallsteinsson sem verið hafa millÍKÖnKumenn fyrir Stcfán í þessu máli. Stefán Hallgrímsson sagði í viðtali við Mbl., að þarna fengi hann tækifæri sem hann væri lengi búinn að bíða eftir. Takmark mitt er að komast á Ólympíuleikana í Moskvu, en þangað hef ég ekkert að gera nema að vera nokkuð öruggur með að ná 8000 stigum í tugþraut." — Með því að fara í þessar æfingabúðir og æfa undir handleiðslu besta tug- þrautarþjálfara Bandaríkjanna eykst möguleiki minn á að ná góðum árangri. Þjálfaraskortur- inn hér heima er mikill. Ég dvaldi til dæmis í Vestur-Þýskalandi í haust sem leið, og þá þurfti ég sjálfur að greiða þjálfara laun af mínu eigin fé. — Ferð mín og dvöl í Banda- ríkjunum verður dýr, en ég fæ styrk frá félagi mínu, ÚIA, og það hjálpar mér verulega. Ég kem til með að keppa úti við bestu hugsanlegar aðstæður og vonandi lætur árangurinn ekki á sér standa. — Rétt áður enn ég fer til Bandaríkjanna keppi ég í sjöþraut á stóru innanhússmóti í Vest- ur-Berlín. — Ætli maður að ná árangri á heimsmælikvarða er vonlaust að vera að dúlla hér á landi, sagði Stefán að lokum. Stefán Hallgrímsson er annar íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem heldur til Bandaríkjanna á ári komanda, Óskar Jakobsson fer utan til Texas í janúarbyrjun. Er það góðs viti fyrir frjálsar íþróttir að þessum afreksmönnum gefst tækifæri til að æfa og keppa við bestu skilyrði. þr. Það væri stórkostlegt að sdragast á móti Liverpool cpÁUAmiR MnrtrnnKiuAuínu______besti markmaður á SPÁMAÐUR Morgunblaðsins þessa viku er landskunnur íþróttamaður Sigurður Haraids- son knattspyrnumaður úr Val og einnig mjiig liðtækur badminton- spilari. Sigurður er mikill áhuga- maður um enska knattspyrnu og hefur fylgst með henni í mörg ár. — Það verða 12 réttir hjá mér sagði kempan er við slógum á þráðinn til hans og báðum hann að tippa. — Aðspurður um uppáhaldslið og leikmenn sagði Sigurður: — Liverpool er mitt lið og hefur verið síðan ég var 8 ára gamall og sá það leika hér á Laugardalsvell- inum á móti KR. Ekkert annað lið á samúð mína, ég fylgi Rauða hernum í blíðu og stríðu. í gegnum árin hefur liðið þeirra og jafn- framt árangur þess verið stórkost- legur. Og nú í ár verður þaíl í fyrsta eða öðru sæti í deildinni. Ósk mín og von er sú að það verði meistari og mæti síðan Val í fyrstu umferð Evrópumeistara- keppninnar næsta ár. — Væri það annars ekki stór- Bretlandseyj- um. Shilton er að vísu seigur og góður en hann gerir sig sekan um fleiri villur. — ÞR. Sé undirbúningur inn réttur er góður möguleiki — segir þjálfari Víkinga MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við þjálfara Víkings og innti hann eftir áliti á mótherj- um Víkinga í næstu umfcrð. — Vissulcga er möguleiki fyrir hendi á móti þessu liði sagði Bodan. En til þess að svo geti orðið verður allur undir- húningur fyrir leikinn að vera réttur. Ég mun strax í kvöld eiga fund með Jóhanni Inga landsliðsþjálfara og ræða við hann hvernig hægt verður að leysa þann vanda. sem upp kann að koma varðandi lands- liðsæfingar og landsleiki þá sem framundan eru. — Við munum leika fyrri leikinn úti í Ungverjalandi á tímabilinu 22.-28. janúar, og þann síðari hér heima á tímabil- inu 29. janúar til 4. febrúar. Við verðum að gæta þess að fá ekki skell í útileiknum, og treysta svo á heimaleikinn. Til þessa að þetta takist má ekkert fara úrskeiðis. í ungverska liðinu eru þrír landsliðsmenn að því er mig minnir. Liðið er sterkt og leikur mjög hraðan handknattleik. Hraðaupphlaup reyna þeir eins og hægt er. Lið þeirra er mun sterkara en sænska liðið Ystad sem við mættum síðast sagði Bodan. Einn af stjórnarmönnum í handknattleiksdeild Víkinga, Hannes Guðmundsson, sagðist vera nokkuð ánægður með mót- herjana, það eru í það minnsta fjögur sterkari lið en þeir i keppninni. Hannes sagði að Víkingar hefðu tapað um 1,8 milljón krónum í fyrstu umferð keppninnar og nú væri fyrir höndum langt og dýrt ferðalag, þess vegna væri mikilvægt að liðinu tækist vel upp í útileikn- um svo að hægt væri að ná inn góðum tekjum hér heima í síðari leiknum til að ná upp í kostnað. - ÞR. Meiðsl Johnsons verri en ætlað var? ÞAU meiðsl sem sagt var að Ármenningurinn Stewart John- hefði hlotið um helgina f son vcitingahúsinu Hollywood. þegar hann fékk glas f annað augað, kunna að vera alvarlegri en talið — Sá leikmaður sem ég hef mest hrifist af í gegnum árin, fyrir utan markmennina, er Ian Callaghan. Baráttuvilji hans er með eindæm- um, svo hefur hann haldið svo lengi út með liðinu. Clemence er líka að sjálfsögðu í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er • ÞEGAR knattspyrnunni lýkur á haustin tekur Sigurður til við hadmintonið og hefur hann náð góðum árangri þar. Hér er hann á fullri ferð með spaðann. Spá Sigurðari Chelsea — Bristol City 2 Coventry — Everton 1 Derby — Aston Villa x Leeds — Middlesbrough 1 Liverpool — Wolves 1 Man. City — Nott. Forest x Norwich — QPR 1 Tottenham — Arsenal 2 Luton — West Ham x Newcastle — Burnley 1 Notts County — Sunderland Bolton — Man. Utd. Hollendingar töpuðu 3-1 fyrir V-Þ jóðver jum Vestur Þjóðverjar sigruðu Hol- lendinga 3-1 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Diisseldorf í gærkvöldi. Það var Rummenigge sem kom Þjóðverjum á bragðið með marki á 32 mínútu og þannig var staðan í leikhlé. Klaus Fischer bætti öðru marki þjóðverja við á 57 mínútu leiksins. La Ling minnkaði muninn niður í 1 mark er hann skoraði laglega á 62 mínútu enn Ling þótti hvað líflegastur af hollensku sóknarleikmönnunum. Rétt fyrir leikslok innsiglaði svo Rainer Bonhof sigur þjóðverja með því að skora glæsilegt mark úr auka- spyrnu. Leikvangurinn var ísi lagður og gekk leikmönnum oft illa að fóta sig. Þjóðverjar voru betri aðilinn í leiknum og sýndu oft snilldartakta þrátt fyrir erfið skilyrði, og voru ákaft hvattir af 68.000 áhorfend- SClemence er lika að sjaltsogðu í ívotts Lount.v — Þunderland x lagiega a bz minutu enn Ling potti akatt hvattir af 68.000 ahorfend- og verður ekki aftur til umræðu miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er Bolton — Man. Utd. fr. hvað líflegastur af hollensku um. íþróttasíðu. var í fyrstu. Ilefur jafnvel verið talað um að hann kunni að missa augað. Frá þvi að fréttin birtist í blaðinu í gær, hafa Mbl. borist til eyrna tvær útgáfur af hvað þarna átti sér stað. Önnur er á þá leið að Johnson hafi ekkert til saka unnið, og vitað vart hvaðan á sig stóð veðrið. Hin útgáfan er á þá leið, að Johson hafi gerst ágengur við stúlku eina, sem aftur leiddi til átaka við. unnusta hennar og þess aö glasinu var varpað. Eftir atganginn munu bæði Johnson og unnustinn hafa verið fluttir til yfirhe.vrslu af lögregl- unni, en Johnson ekki ekið í skyndingu á sjúkrahús eins og frá var skýrt í gær. Mál þetta er nú í höndum rannsóknarlögreglunnar og verður ekki aftur til umræðu á íþróttasíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.