Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 w Róbert T. Amason: Þingskjöl nr. 4 og 13 og 26. stjórnarskrárviðaukinn Undanfarnar vikur hafa verið nokkrar umræður um það, að lækka beri kosningaaldur hér á landi niður í 18 ár. Nokkrir þingmenn Alþýðuflokksins hafa flutt um þetta frumvarp og einnig Ólafur R. Grímsson. Umræður um þessi frumvörp urðu nokkrar og virðast þingmenn samhljóða um réttmæti þessara breytinga á stjórnskipunarlögum. Hvers vegna á að lækka kosningaaldur niður í 18 ár? Í greinargerðum með þessum frum- vörpum er sagt að „ — kosninga- réttur tilheyrir grundvallarmann- réttindum" (Þingskjal nr. 4) og „ — á þeim aldri (18 árum) er ungt fólk almennt farið að móta afstöðu sína til stjórnmála og meirihluti þess er kominn til starfa í atvinnulífi þjóðarinnar. Fólk á þessum aldri hefur margvíslegra hagsmuna að gæta og því ber réttur til að ha.a áhrif á stjórn landsins. „(Þingskjal nr. 14) Þessar tilvitnanir í greinargerð- ir frumvarpanna gefa nokkra hugmynd um hversvegna flutningsmenn vilja lækka kosn- ingaaldurinn. Margar þjóðir hafa fyrir þó nokkru breytt stjórn- skipunarlögum sínum og lækkað kosningaaldurinn í 18 ár. Þeirra á meðal eru öll Norðurlöndin nema Noregur, öll ríki Anstur-Evrópu og Bandaríkin og fleiri. í þessari grein verður fjallað um reynslu Bandaríkjamanna af því að kosningaaldurinn var lækkaður í 18 ár og settar fram ýmsar vangaveltur þar að lútandi. Rétt er að taka það fram, að þessi grein er ekki andmæli við framkomin frumvörp á Alþingi né hugmyndir um 18 ára kosningaaldur, heldur er hér aðeins verið að ræða stuttlega fengna reynslu í einu landi, Bandaríkjunum. Árið 1971 var viðauki nr. 26 við bandarísku stjórnarskrána stað- festur. Þar er kveðið á um“ óskoraðan rétt sérhvers banda- rísks ríkisborgara, sem er 18 ára og eldri" til að kjósa. Á þeim árum, sem liðin eru frá staðfestingu þessa stjórnarskrárviðauka eru atkvæði bandarísks æskufólks næstum gleymd. Margir héldu að 26. stjórnarskrárviðaukinn, sem samþykktur var þegar mikil stjórnmálaleg átök voru í Banda- ríkjunum vegna Víetnamstríðsins, myndi gera ungt fólk að afgerandi afli í stjórnmálum en tímin hefur sýnt að svo varð ekki. Kosninga- þátttaka ungs fólks er minni en annara aldurshópa og atkvæði þeirra dreifast mun meira á flokka og frambjóðendur en atkvæði annara. Yngri kjósendur eru hópur, sem innbyrðis er gerólíkur og þar sem ekki kemur fram nein sjáanleg kynslóðarsamstaða. Sú andstaða gegn ríkisvaldi og styrj- öldum, sem einnkenndi upphaf 7. áratugsins er horfin. Það sem einkennir sér í lagi bandarísk ungmenni í dag er áhugaleysi fyrir stjórnmálum. Bandarískur þingmaður hefur orðað það svo, að málum. Samt er það svo að innan þessa hóps er mikil skipting eftir stjórnmálaafstöðu. Könnun á forsetakosningunum 1972 sýndi að Nixon fékk flest atkvæði frá nýstúdentum og þeim sem voru við nám í viðskiptagreinum, verkfræði og raungreinum. McGovern hinn mjög svo frjálslyndi frambjóðandi demókrata fékk hins vegar mestan stuðning frá þeim stúdentum, sem langt voru komnir í námi og lögðu stund á félagsvísindi, tungumál, heimspeki, o.s.frv. Svipuð könnun er ekki til frá kosningunum 1976, en athuganir á þeim kosningum sýna að skipting er komin í raðir ungra kjósenda eftir aldri, þannig að yngstu kjósendurnir eru mun íhaldssamari en þeir, sem eldri eru. Skýringarnar á þessu álíta sumir vera það, að í þessum kosningum voru engin hitamál á borð við t.d. Víetnamstríðið. Lækkun II milljónir Bandaríkjamanna í sviðsljósið, ungir kjósendur á aldrinum 18—21 árs. Þrátt fyrir hrakspár um áhrif þess að lækka kosningaaldurinn var þessi viðauki samþykktur á mettíma. Þessi breyting olli mestum vexti kjósenda síðan 1920, en þá fengu konur kosningarétt. Til þess að geta kosið í Banda- ríkjunum, þarf væntanlegur kjós- andi sjálfur að láta skrá sig á kjörskrá. Geri hann það ekki getur hann ekki kosið. Árið 1971 hó'fu flokkarnir mikla herferð í Banda- ríkjunum, til þess að fá fólk til að skrá sig. í kosningunum 1972 urðu þeir forystumenn flokkanna, sem ákafast höfðu unnið að því, að fá ungt fólk til að kjósa, fyrir sárum vonbrigðum. Aðeins 48% af 18—21 árs kusu og 51% af 21—24 ára og þessi atkvæði skiptust jafnt á milli frambjóðendanna tveggja McGoverns og Nixons. McGovern hafði treyst á, að frjálslyndi hans myndi höfða til róttækrar æsku. Námsmenn í háskólum, margir hverjir æði róttækir, höfðu skipað sér um McGovern vegna andstöðu hans við Víetnamstríðið. Þetta kosningaaldurs æskufólk í Bandaríkjunum sé að undirbúa sig undir störf á vinnu- markaðnum en ekki undir stjórn- málaátök. Frjálslyndir athafnamenn í bandarískum stjórnmálum spáðu því snemma á 7. áratugnum, að atkvæði æskufólks myndu móta stjórnmál næstu áratuga. Þeir sáu framundan nýtt skeið í bandarísk- um stjórnmálum, þar sem stór hópur ungra kjósenda, sem allir væru mjög sjálfstæðir í hugsun, myndu ekki aðeins gerbreyta stjórnmálunum, heldur einnig þjóðfélaginu sjálfu. Áhrifin yrðu mikil, hvort sem þau yrðu jákvæð eða neikvæð. Veikari tengsl Spá þessi reyndist röng. Tengsl ungs fólks við stjórnmálaflokka, miðað við aðra hópa, eru sáralítil sjálfstæði þess í skoðunum virðist meira, en ungir kjósendur hafa horfið í mergð annara kjósenda og þeir hafa ekki orðið neinn áhrifa- hópur. Af skýrslum bandarísku hag- stofunnar sést að aðeins um helmingur kjósenda á aldrinum 18—24 ára kaus í forseta- kosningunum 1972 og 1976 kusu tæplega 40% 18—24 ára kjósenda. I báðum þessum kosningum, var þátttaka æskufólks minni en nokkurs annars aldurshóps. Atkvæði þeirra féllu nokkuð jafnt á bæði demókrata og repúblikana. Ef til vill er ástæðan sú að æskufólk á þessum áratug er ósamstæður hópur, sem hefur engin málefni til.að skipa sér um. Andstaða gegn herskyldu og Víetnamstríðinu sameinaði eitt sinn hluta bandarísks æskufólks en slíkum málum er ekki til að dreifa í dag og einstaklingshyggja fer vaxandi. Námsmenn og launþegar Æskufólk er ekki aðeins ósam- stæður hópur vegna vaxandi ein- staklingshyggju, heldur einnig vegna skiptingar eftir aldri og menntun. Þetta eru ástæður, sem valda því að tilgangslítið er að höfða til ungra kjósenda sem heildar. Hvernig ber að skilgreina hvað er æskufólk? Stjórnmála- flokkarnir leyfa mönnum að vera félagar í æskulýðssamtökum þeirra langt fram yfir þrítugt. Skoðanakannanir setja efri mörk- in við 24 eða 29 ár. Oft hafa menn þá röngu hug- mynd, að ungir kjósendur séu allir námsmenn. I Bandaríkjunum eru í dag 28 milljónir kjósenda á aldrinum 18—24. Ekki einn þriðji hluti þessa æskufólks eru náms- menn. Meira en helmingur þessa hóps eru launþegar og býr hjá foreldrum sínum eða hefur stofnað eigið heimili. Varast ber að alhæfa um stjórnmálaskoðanir ungs fólks út frá námsmönnum, því þeir eru aðeins tæpur þriðjungur æsku- fólks eins og áður hefur verið bent á, er mun meira áberandi en þeir, sem komnir eru út í atvinnulífið. Námsmenn eru samansafnaðir kringum skólana og mynda þar oft hávært og sérkennilegt samfélag og eru því mun meira áberandi en annað æskufólk. Táningar og ungt fólk Háskólanemar í Bandaríkjunum virðast samstæður hópur í stjórn- Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: náttúruvernd- arnefndanna er of veik Náttúruverndarfclag Suðvestur- lands gekkst fyrir ráðstefnu um náttúruverndarmál f Gullbringu- og Kjósarsýslum laugardaginn 9. desember 1978. Naut félagið aðstoð- ar Náttúruverndarráðs við undir- húninginn en til ráðstefnunnar var boðið fuiltrúum frá öllum náttúru- verndarnefndum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sótti ráðstefnuna á fjórða tug þátttakenda. Markmið ráðstefnunnar var að efla starf og auka samstarf að náttúruverndarmálum í sýslunum. Gáfu fulltrúar náttúruverndar- nefndanna skýrslu um þá mála- flokka er starfssvæði hverrar nefnd- ar varðaði og kom þar í ljós að víða eru sár eftir gjall- eða efnistöku og ýmsar náttúruminjar víða í hættu vegna tanna vinnuvéla. Sorphirðingu og sorpeyðingu er víða ábótavant samkvæmt skýrslun- um. Flutningur sorps er víða enn á hálfopnum bílum þannig að það týnist í flutningum, girðingar um- hverfis þá staði sem urðað er á eru ekki nægilega háar og afleiðingarnar þær að sorp, einkum plast fýkur með vindum. Eitt meginviðfangsefni ráðstefn- unnar var réttarstaða náttúru- verndarnefndanna samkvæmt náttúruverndarlögum og reglugerð- um. Eysteinn Jónsson fv. formaður Náttúruverndarráðs flutti fram- söguerindi um þetta mál. Stefán Thors arkitekt flutti framsögu um náttúruvernd og skipulag og Gunnar G. Schram prófessor fjallaði um frumvarp það um umhverfismál sem lagt mun fyrir yfirstandandi Alþingi. Voru fundarmenn sammála um að réttarstaða nátúruverndarnefnd- anna væri of veik og þyrfti að breyta náttúruverndarlögunum til þess að styrkja þær og auka áhrif þeirra. Þá þyrfti að bæta inn í frumvarp til laga um umhverfismál ákvæði þess efnis að náttúruverndarnefndir skuli hafa eftirlit með framkvæmd lag- anna á svipaðan hátt og heilbrigðis- nefndum er falið í frumvarpinu. Er varðar skipulag og byggingarfram- kvæmdir þurfi að koma á þeirri skyldu að náttúruverndarnefndir fái á undirbúningsstigi allra slíkra framkvæmda tillögur til umsagnar á líkan hátt og skipulags- og bygg- ingarnefndir fá nú. Sjónarmið ungs fólks árið 1976 hafa verið önnur en þess æsku- fólks, sem fékk kosningarétt í kringum 1970. Ekki fyrirhafnarinnar virði að höfðað sé til þeirra í kosningunum 1976 gerðu flokkarnir lítið til þess, að höfða til ungra kjósenda. Flokkarnir gáfu sér þá forsendu, að fylgi æskufólks væri óstöðugt og því væri það ekki tímans og pening- anna virði, að reka áróðursherferð, sem sérstaklega höfðaði til kjós- enda á aldrinum 18—29 ára. Demókratar höfðu orðið fyrir miklum vonbrigðum 1972 með unga kjósendur, því þá höfðuðu þeir sérstaklega til þeirra, en án neins teljandi árangurs. Carter forseti höfðaði ekki heldur til ungs fólks en treysti fremur á að-ungir samstarfsmenn hans gæfu kosningaherferð hans þann svip, að hann væri líka „maður unga fólksins." Einnig er hugsanlegt, að ungir kjósendur hafi um of verið tengdir þeim málum, sem McGovern setti á oddinn árið 1972, en 1976 vildi enginn frambjóðandi kannast við slíka róttækni og reyndu því ekki að ná til unga fólksins. Ungir kjósendur höfðu sem sagt illt orð á sér. Frambjóðendur í Bandaríkjun- um leggja mun meira upp úr auglýsingum í fjölmiðlum en því, að safna um sig stórum hópi ungra sjálfboðaliða til að annast kosn- ingaáróður. Hvorugur flokkurinn hefur síðan 1976 gert nokkuð til þess að kalla ungt fólk inn í flokksstarfið. Demókrataflokkur- inn starfrækir ein æskulýðslands- samtök, Young Democrats, en skipulag þeirra er mjög laust í reipunum. Repúblíkanar starf- rækja þrenn samtök, Teen Age Republicans, College Republicans og Young Republicans. Skipulag þeirra er töluvert en starfið er lítið. Starf æskulýðshreyfinga flokk- anna, það sem það er, er mest megnis á sveitarstjórnar- og fylkisstiginu, þ.e. unnið er að framgangi staðbundinna mála, s.s. að sjá um að væntanlegir kjósend- ur láti skrá sig. Repúblikanar telja, að hægt sé að vinna unga kjósendur á þeirra band, með því að leggja áherslu á atvinnumál ungs fólks, húsnæðismál og skattamál, allt mál sem snerta ungt fólk beint og allt mál, sem eru meira og minna staðbundin. Sögulegir púnktar Þegar 26. stjórnarskrárviðauk- inn var samþykktur 1971 komust kom McGovern vel í upphafi kosningaherferðarinnar. En þegar kom að kosningunum, var það róttæknisorð sem hann fékk á sig vegna þessara námsmanna honum ' til trafala. Nixon vann síðan einhvern mesta kosningasigur í sögu Bandaríkjanna. Árið 1972 var það kosningaár, þar sem barátta flokkanna um atkvæði æskufólks var í hámarki. Aðeins ein samtök af öllum þeim fjölda samtaka, sem stofnuð voru 1971—1872 vegna ungra kjósenda eru starfandi enn í dag, Frontlash. Að sitja heima á kjördag Eitt af því athyglisverðasta við kosningarnar 1976 er hin sáralitla þátttaka ungs fólks. Áætlað er að helmingur þeirra, sem höfðu kosningarétt 1976 og kusu ekki hafi verið fólk á aldrinum 18—30 ára. Skýringarnar eru margar og hæst ber eftirtaldar. Engin hita- mál á borð við Víetnam og herskyldu voru til 1976. Engin samtök voru til sem gagngert voru skipulögð af flokkunum til að vinna ungt fólk til fylgis við þá og að lokum almennt áhugaleysi um stjórnmál og sannfæring eftir Watergate og önnur hneyksli, að allir stjórnmálamenn væru þorp- arar. Raddir heyrast um það, að kosningaþátttaka ungs fólks myndi aukast ef breytt væri reglunni um skráningarskyldu til að komast á kjörskrá. Hluti af menningunni Því er stundum haldið fram, að sagan sýni að í hvert skipti sem tiltekinn hópur fær kosningarétt líði nokkrir áratugir, áður en kosningaþátttaka hans verður víðtæk. Þannig hafi það verið með konur og þannig sé það t.d. enn með svertingja, þrátt fyrir það að öllum hindrunum hafi verið rutt úr vegi til að þeir gætu kosið. Bandarískur stjórnmálafræð- ingur hefur sagt, að ekki sé lengur hægt að líta á það, að kjósa ekki sem frávikshegðun, heldur telji ungt fólk í dag jafn sjálfsagt að kjósa ekki, eins og aðrar kynslóðir töldu það einu sinni sjálfsagt1 að kjósa. Niðurstaða hans er sú, að æskufólk muni aldrei verða stór hópur kjósenda. En hann spáir því, að þegar þetta æskufólk eldist, fer að greiða skatta og fer áþreifan- lega að finna fyrir staðbundnum málum og þjóðmálum og sér afleiðingar utanríkisstefnu, þá muni það sýna kosningum meiri áhuga. Áhugi á stjórnmálum helst í hendur við það að verða fullorðinn og finna áþreifanlega hvað stjórn- völd geta gert fyrir fólk eða gegn fólki. Þá fara menn að kjósa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.